Alþýðublaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. ágúst 1967 — 48. árg. 172. tbl. — VERÐ 7 KR. Frá setningu norræna æsku- lýðsþingsins í Háskólabíéi í gær, en á þingið eru mættir fulltrúar frá öllum Norður- löndunum- Víkingur bæði síld arskip og togari Hvert fara þau um helgina? - Sjá bls. 3 F.vrirliusað er aff auka tækja 'tbúnaff togarans Víkings frá I Akranesi, þannig að gera megi hann út til síldveiða á þeim tíma ársins þegar boifiskaflinn er minnstur og erfiðast er um söí- ur á erlendum markaði. Tæki þau sem bætt verður í togarann mynu einnig gera liann hæfari til íogveiða eftir en áður. í til- efni af þessum endurbótum hef- ur Þjclðviljinn fundið hjá sér hvöt til að birta villandi frétt um málið, sem hann ber ónefnd an sjómann fyrir, og leggur hon um þau orð í munn, að þetta „jaf'ngildi skemmdarverkum við ] fiskveiðar og atvinnuhorfur ís- lendinga". Við hringdum til Valdimars Indriðasonar, framkvæmdastjóra Síldarmjölsverksmiðjunnar hf. á sem er eigandi togar- ans, og báðum hann að skýra frá endurbótum þeim, sem fyrirhugað ar eru á Víkingi. Valdimar kvaðst vilja leggja á það áherzlu, að hér væri ekki um neinar breytingar að ræða, beldur viðbót, sem gerði kleift að gera togarann út til síldveiða, þegar henta þætti. Haustin eru erfiðustu tímarnir hjá togurunum í fyrsta lagi vegna þess, að þá er afli minnstur, og í öðru lagi sökum þess að útgerðin er þá háð þýzka markaðinum, en Þjóðverj ar vilja helzt ufsa og ýsu, en sem minnst áf karfa. Af þessum ástæðum hafa fyrrgreindar endur bætur verið ákveðnar. Ætlunin er, að togarinn stundi- síldveiðar í 2-3 mánuði á haustin, en verði á togveiðum í 9 mánuði. Fyrirhugað er, að síldin verði ísuð um borð og siglt með afl- ann til Akraness, þar sem hann verður annað hvort saltaður eða frystur. Þá er einni-g hugsanlegt, að togarinn sigli með ísaða síld á Þýzkaiandsmarkað, en Víkingur er af þeirri stærð sem hentar vel til slikra söluferða að haust inu. Valdimar kvaðst vilja undir- stri-ka það sérstaklega, að þaS væri alls ekki ætlunin að hætta togveiðum, heldur að brúa bilið sem skapast á haustin eins og fyrr var getið og auka um leið Fram'hald á bls- 14. Laumufarþegar með Krónprinsi Ingibjörg S. Sveinsdóttir og vin stúlka hennar j'óru laumujarþeg- ar til Kaupmannahafnar og heirp. ajtur, en fundust viS lögregluleit í Kronprins Fredrik í gærmorgun. Norræna æskulýðsmótið sett í Reykjavík í gær Norræna æskulýðsmótið var sett í Háskólabíói kl. 2 í gær. Erlendir þátttakendur í mótinu, eru um 270 talsins, allir á aldr- inum 20—30 ára. Auk þess taka ýmsir forystumenn íslenzkra æskulýðsíélaga þátt í mótinu. Jón E. Ragnarsson, lögfræðingur, formaður Æskulýðsráðs Norræna félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði, að þetta væri fyrsta mót sinnar tegundar, sem haldið væri á íslandi. Jón sagði að hvorki landfræðileg lega né pólitík væri orsök hinna sterku tengsla Norð- urlanda, þar kæmi til sameigin- legur uppruni og menning. Allir Norðurlandabúar þekktu til hins forna íslands. Nauðsyn bæri hins vegar til að kynna frændþjó.ðun- um ísland nútímans og væri það lielsta markmið þessa móts. Það væri hlutverk æskunnar að varð- veita og efla náin tengsl þessara þjóða. Jón setti síðan mótið form Jega. Að lokinni setningarræðunni flutti formaður Norræna félags- ins, Sigurður Bjarnason, alþing- ismaður, ávarp. Hann rakti í stór- um dráttum upphaf og þróun hins norræna samstarfs. Sagði Sigurð- ur, að nú væru um 120 þúsund meðlimir í norrænu félögunum, þar af tæp 3 þúsund á íslandi. Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðlierra bauð mótsgesti vel- komna. Sagði hann það mikið happ íslendingum, að þjóðin hefði verið einangruð um aldaraðir, því þá hefði menning hennar skapast. ' íslendingar hyggðust viðhalda þjóð erni sínu og því fengju þeir bezt áorkað með varðveizlu eigin menn ingar og hins sameiginlega menn- ingararfs Norðurlandaþjóðanna Nú var gert stutt hlé og síðan flutti Páll Líndal, borgarlögmað- ur, erindi um ísland fyrr og nú. Að lokinni setningu mótsins sóttu erlendu gestirnir sendiráð sín heim, en í kvöld verður kvöld váka í íþróttahöllinni í Laugar- dal fyrir þátttakendur og allan almenning. Verður þar margt til skemmtunar, er erlendu gestirnir sjá um hluta dagskrárinnar. Stúlkan, sem lýst var eftir í blöðum og útvarpi undanfarna viku og ekkert spurðist um fannst í gærmorgun, er lögreglan leitaði í skipinu Kronprins Frederik, þegar það lagðist að bryggju. Lögreglan fékk leyfi skipstjóra til leitarinnar og með aðstoð toll- varða fannst Ingibjörg í vistar- verum háseta frammi í skipinu, en ekki nóg með það. Þar var og, stalla hennar, sem enginn hafði þó saknað, en þær höfðu báðar tekið sér far með skipinu síðast er það var hér og ekki farið úr hásetaklefanum nema eitt kvöld, sem þær skemmtu sér í Kaup- mannahöfn. í síðustu viku var útgorð skips- ins sent skeyti um að vérið gæti, að Ingibjörg hefði laumazt meff skipinu og var skipstjóra falið að annast rannsókn, en hún bar ekki árangur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.