Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 10. maí 1968 — 49. árg- 80. tfai.
Flugstjóri rébst inn á heimili
fyrrverandi yfirmanns síns og
skaut hann méb skammbyssu
Yfirmaður rekstrardeildar og
tæknideildar Flugfélags íslands,
Jóhann Gíslason, 43 ára að aldri,
Gunnar V. Frederiksen.
var skotinn til bana í fyrrinótt.
Qdæðisverkið framdi fyrrverandi
flugstjdri hjá F í., Gunnar Fred
eriksen- Brauzt Gunnar inn í
íhúð' Jóhanus heitins að Tómasar-
haga 25 í Reykjavík og skaut á
hann fjórum skotum úr skamm-
byssu, sem fiann hafði meðferðis.
Atburðurinn varð um klukkan hálf
fimm> en lögreglunni var tilkynnt
um vopnaða árás klukkan 04.35.
Nokkrir lögreglumenn komu
þegar á vettvang, en er þeir
komu, lá Jóhann. heitinn í blóði
sínu á gólfi innri forstofu. Var
hann þá enn með lífsmarki en
lézt í þann mund, að komið var
með hann á Slysavarðstofuna.
Kona hans fylgdi honum þang
að.
Öll fjölskylda Jóhanns, eigin
kona og fjögur börn voru heima,
þegar ódæðið var framið. Gat
hún skýrt frá því, hver ódæðis
maðurinn væri. Ekki var um að
villast, að morðinginn var Gunn
>ar Frederiksen, því að hanm
gleymdi hatti sínum í íbúðinni
og var hann merktur honum.
í þann mund, er leit hófst að
morðingjanum, hringdi vakt-
maður, í afgreiðslu Flugfélags
íslands á Reykjavíkurflugvelli
í lögregluna og tilkynnti, að
Gunnar Frederiksen væri þar á
flugvellinum og segðrst hann
hafa framið morð og væru föt
hans blóði drifin. Fóru lögreglu
menn þegar í stað suður á flug
yöll og handtó'u Gunnar þar.
Hafði hann þá gert tilraun til
að fela sig í kompu einni í af-
greiðslunni.
Þegar  lögreglan   fann   Gunn-
Jóhann heitinn Gíslason.
ar, hafði hann sært sig með
vasahníf á brjósti og stóð hníf
urinn í brjósti hans. Við athug
un reyndist sár hans aðeins
grunnar skeinur.
Gunnar sýndi ekki mótþróa,
er hann var handtekinn, virtist
hann nokkuð rólegur. Hann var
augljóslega nokkuð  undir  áhrif
um áfengis.
Viðurkenndi Gunnar að hafa
r*áðið Jc^ianni bana. Kvaðst
hann hafa verið við drykkju
með félögum sínum fram eftir
nóttu. Síðan hafi hann farið
Framhald á bls.10.
i m
Hér var morðlð framið, að Tómasarhajra 25. Örvar sýna útidyrnar
ei Gunnar brauzt Snn um.
Morðvopnið, sem Gunnar
V. Frederiksen notaði, er
hann myrti Jóhann heitinn
Gísl'pson, van skammbyssa
af grerðinni „H.I. Standard",
22 kalíber, 9 skota.
Byssa þessi var ekki
á skrá lögreglunnar. Hefur
henni því verið smyglað t'il
landsins.
Aldrei eru veitt leyfi fyrir
slíkum byssum sem þessari
ogr eig-a því ekki að vera til
í höudum manna hér á IaiuVi.
Ekki er að fullu Ijóst,
hvort  Gunnar   var    eigandi
byssunnar eða ekki. Hann
viðurkenndi skömmu eftir
handtöku að hafa fengið
byssuna „til umráða" hjá
manni einum her í borg-
inni fyrir alllöngu síðan. Við
eftirgrennslan kom í ljós, að
bys'san var ekki á skrá lög
reglunnar hvorki á nafni
Gunnars eða fyrri handhafa
hennar.
Fréttamaður átti stutt við
tal við Bjarka Elíasson yfir
Iögregluþjón í gærkvöldi og
spurði hann, hver refsing
væri fyrir ólöglega sölu skot
vopna. Kvað hann menn
venjulegá í slíkum tilvikum
vera daemda „fyrir ólöglega
meðferð skotvopna", en auð
vitað skæri dómari úr því
hverju sinni, hve alvarlegt
brot'ið væri.
Ságði Bjarki, aS ekki væri
neitt vaíamál, að fyrri hand
hafi morðvopnsins væri sek
ur, í fyrsta lagi fyrir að
hafa und'ir höndum ólöglegt
skotvopn og í öðru; Iagi að
selja eða afhenda öðrum ó-
löglegt skotvopn.
Framhald. á bls.10.
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16