Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 18. maí 1969 — 49. árg. 87. tbl.
abirðarlög
um keimíld til útgáfu  reglugerðar
um tifkynningarskytdu skipa.
Alþýðublaðinu barst í gær
eftirfarandi tilkynning frá
samgöngumálaráðuneytinu:
Forseti íslands hefur í dag
samkvæmt óskum Samgöngu
málaráðuneytisins gefið út
svohljpðandi bráðabirgðalög:
Forseti íslands
gjörir kunnugt:
Samgöngumálaráðuneytið "
hefur tjáð mér að nauðsyn
beri til gefa út bráðabirgða-
lög um heimild til útgáfu
reglugerðar um tilkynningar
skyldu íslenzkra skipa.
Er sérstaklega brýn nauð-
syn á útgáfu slíkrar reglu-
gerðar nú þegar, þar sem al-
mennar veiðar á fjarlægum
miðum fara í hönd.
Auk þess ber nauðsyn til
af öryggisástæðum að fá sem
gleggsta vitneskju um ferð-
ir skipa og báta við strend-
ur landsins og á úthöfunum.
Fyrir því eru hér með sett
bráðabirgðalög    samkvæmt
28. gr.  stjórnarskrárinnar á
þessa leið:
1. gr.
Samgbngumálaráðherra er
heimilt að gefa út reglugerð
um  tilkynningarskyldu  ís-
lenzkra skipa.
2. gr;
Lög þessi öðlast þegar gildi.
T'
Gjört að Bessastöðum 17.
maí 1968.  .
Ásgeir Ásgeirsson
Eggert G. Þorsteinsson.
Lög þessi eru sefct sam-
kvæmt ályktunum Slysa-
varnafélags íslands, Far-
manna- og fiskimannasam-
bands íslands, Landssam-
bands íslenzkra útvegs-
manna, og er unnið að samn-
ingu reglugerðar í samráði
við hlutaðeigandi samtök.
Samgöngumálaráðuneytið
17. maí 1968.
153 TAKA KENNARAPRÓF
OG 26 STÚDENTSPRÓF
* Kennaraskólanum verður slitið mánudaginn 10.
júní ogþreyta að þessu sinni 153 nemendur kennara-
próf, þar af 11 handavinnukennarar. Stúdentspróf
þreyta 26 nemendur og er þetta í fyrsta skipti sem
stúdentar eru brautskráðir frá Kennaraskólanum.
Nemendum í Kennaraskóla íslends hefur fjölgað
svo mikið að undanförnu að á næsta hausti þarf að
bæta við kennurum í níu kennslugreinum.
Tímaspursmál
hvenær vsð
förum áb veiða,
Kolmunna í stað síldar?
Mikið magn er nú af kolmunna austur af
landinu - Færeyingar fá gott verð fyrir hann
í viðtali sem blaðið átti í
gær við Jakob Jakobsson, fiski
fræðing, kvað hann það skoð-
un sína að einungis væri tíma-
spursmál hvenær íslendingar
færu að veiða kolmunna, sér-
staklega ef tekið væri tillit til
minnkandi síldveiða, hvort sem
iþað væri af þverrandi síldar-
stofni eða síauknum erfiðleik-
•um á að ná síldinni. Jakob taldi
mikið magn af kolmunna vera
í hafinu austur af landinu.
Væri kolmunninn fremur rýr
fiskur, en mjög lifrarfeitur.
• Varð  vart  fyrst  1960.
Flestir nútíma íslenzkir síld
veiðisjómenn kannast við kol-
•munna, en hains mun fyrst hafa
orðið Vfrt á miðum íslenzkra
sildarbáta árið 1960. Var hann
þá afar smár og skemmdi næt-
ur bátanna ef kastað var á
hann. Yfirléitt er sá kolmunni
sem nú verður vart við stærri
og taldi Jakob það stafa af því
að árgangurinn 1960 hafi verið
nýr og ákaflega sterkur, en
væri nú fullvaxinn.
¦*-, Veiddur í flotvörpu eða
hringnót.
Jakob taldi ráðlegt að athug-
un færi fram á því, hvaða veiði
aðferð yrði hentugust, en bæði
gætu komið til greina veiðar í
flotvörpu og hringnót. Sagði
hanti að miklu meira magn væri
nú af kolmunna, en síld í sjón
um austur af landinu. Yrði kol
munninn væntanlega settur í
bræðslu.
•k í  tori'um  á  góðu  dýpi.
Kolmumni heldur sig í torf-
um, líkt og síldin, en er ekki
eins styggur. Er hann á mis-
jöfnu dýpi, oft á 5b—60 föðm
um, en yfirleitt á ágætu dýpi
fyrir báta að kasta á. Kemur
hann upp í sjóinn á kvöldin og
JllllllllfllIlltllUllIllllllllltliiiliillllllllltlllIIIIMiiiiitltiii'-
'//
„30. júní
í DAG kemur út 1. tölu-
blað af 3 0 . j ú n í, blaði
stuðningsmanna dr. Kristj-
áhs Eldjárns. — Á forsíðu
blaðsins skrifa 17 kunnir
-menn ÁVARP TIL ÍSLEND-
INGA, en Sigurður A. Magn
ússon á langt viðtal við dr.
Kristján Eldjárn og eigin-
konu hans, Halldóru Eld-
járn. Jónas Kristjánsson
skrifar greinina Stjórnmála-
maður eða einingartákn og
Hersteinn Pálsson greinina
Sjálfstæðismenn — verið
sjálfstæðir menn.
Ritnefnd skipa: Bjarni Vil-
hjálmsson (ábyrgðarmaður),
Hersteinn Pálsson, Jónas
Kristjáhsson, Ragnar Arn-
alds og Sigurður XA. Magn-
ússon. Afgreiðsla blaðsins
er í Bankastræti 6.
stundum heldur hann sig:uppi
allan daginn. Kolmunnatorfur
eru ekki eins þéttar og síldar-
torfur og taldi Jakob að ekki
yrði um eins stór köst að ræða,
en hins vegar undirstrikaði
hann fyrri orð sín um það a9
mikið magn væri af fiskihum
við  landið.
Kolmunninn er lítill og aftur
mjór, ekki ósvipaður þorski að
byggingu, og hefur samskonar
ugga. Er hann blágrár á Ijaki,
silfurgrár á hliðum og silfur-
hvítur að meðan. Munnur hans
er svartur að innan og dregur
fiskurinn nafn sitt af því.
Þriðjudaginn 21. maí 1968 gef-
ur póst- og símamálastjómin út
tvö ný frímerki að verðgildi: kr.
4,00 (gult) og kr. 5,00 (brúnt)
með mynd af götu með hægri
umferð.  '
Póst- og símamálastjórnin,
17. maí 1968.
Þriðjungur
atvinnulaus
NÝLEGA fór fram könnun á
atvinnumöguleikum nemenda
Handíðaskólans, og kom þá £
ljós, að 32,8% nemenda verða
atvinnulausir í sumar. Horfir til
hreinna vandræða fyrir nemend-
ur, ef yfirvöld gera ekki róttæk-
ar ráðstafanir til úrbóta.
TVISKROKKA TOGARI!
Sovétmenn eru nú að gera tUraunir með fyrsta tvískrokka
togarann. Skip'ið er teiknað af fiskveiði- og tæknístofnuninni
í Kaliningrad og er sagt hafa marga góða kosti. Skipið get-
ur stundað trollveiðar, hringnótaveiðar og veiðar með raf-
magnsgeislum. Hinn stóri skutur með tveim trollrennum gef-
ur möguleika á stöðugum veiðum og þar með meiri afla.
Sovézkir skipaverkfræðingar
eru nú að vinna að mörgum
tegundum tvískrokka skipa eft-
ir nokkuð vafasama byrjun.
Tvískrokka skip eru stöð-
ugri en önnur skip og er þægi
legt að sigla þeim, ekki ein-
ungis á ám, heldur einnig á
höfum og vötnum.
Nú er verið að smíða tví-
skrokka farþegaskip í Sovét-
ríkjumum  og á það að  rúma
1000 farþega. Verður Iþað 230
fet á lengd og 52 fet á breidd.
Vegna þess hversu það rist
ir grunnt, eða um sex fet,
verður unnt að sigla því eftir
litlum ám og skila af sér far
þegum við árbakkana.
Sérfræðingar á vegum ríkis
stjórnar Sovétríkjanna undir-
búa nú smíði tvískrokka skips,
ætlað ferðamönnum og mun
það ganga um 13 sjómílur.
Framhald á 10. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12