Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MiSvikudagur 22 maí 1968 — 49. árg. 90. tbl.
MILLJONIR FRAKKA
m \ VERKFALLI
Enn fer ástandið í Frakklandi versnandi og í gær voru 10 milljón
ir launþega komnir í verkfall. Óttast er að öll bilaumferð stöSv
ist vegna verkfallshótana benzínafgreiðslumanna og féllu þá allar
samgöngur hiffur. Franska rikisstjórnin leggur til, aS stúdentum
verði veitt sakaruppgjöf. Málgögn Soyétstjórnarinnar fordæma aS
g°rðir franskra vinstrisinna.
Stöðugt eykst öngþveitið í
Frakklandi og er nú svo kom
ið að engin grein þjóðfélags
ins er ósnortin af ástandinu.
Hundruð verksmiðia og fram-
Umfangs-
mesta
sýningln
Mikið er nú um að vera í
sýningarhöllinni í Laugardal
þar sem sýningin ,,íslending-
ar og hafið" verður opnuð al-
menningi n.- k. laugardag.
Sýningaraðilar eru á 'milli
60 og 70 og verður sýning
þessi sú umfangsmesta, sem
hefur veríð hérlendis. Sýning
in, skiptistú 3 deildir: Sögu-
sýningu. Dagurinn í dag
og Framtíðini.
Merki sýningarinnar hefur
verið reist við innkeyrsluna
að sýningarhöllinni og einn
ig er þar viti frá Vitamála-
stjórn, sem verður með ljós-
um og bauluflautu, sem flaut
ar á mínútu millibili.
Ljósmynd: Kristján Magnús-
leiðslutækja eru lömuð vegna
verkfallanna eða á valdi verka
manna. Hamstrið á neyzluvör-
um heldur stöðugt áfram,
þrátt fyrir fullyrðingar ríkis-
stjórnarinnar um að nægar
birgðir séu til margra vikna.
Eitt alvarlegasta vandamál-
ið, sem myndast hefur í París
eru yfirfullar öskutunnur og
sorpgeymslur, og er hætta á
að leggja verði niður starfsemi
matvælatorganna í París.
Myllur hafa lagt niður starf-
semi sína, en ríkisstjórnin héf
ur ákveðið að skerða birgðir
hersins til að firra frekari
vandræðum.
Ekki hefur orðið vart matar
skorts í París, þar eð flutning
ur fer fram á vegum landsins
en þó hefur orðið hækkun á
kjöti og grænmeti.
Sparifjáreigendur héldu á-
fram að taka út peninga úr
bönkum landsins, en í mörg
um þeirra hafa starfsmenn haf
ið verkföll. Enn er nóg benzín
að fá, en benzínafgreiðslu-
menn hafa hótað verkfalli.
Afgreiðslufólk í stærri verzlun
um hefur nú einnig hafið verk
fall.            .   '  '   .
í gær breiddist verkfallið
í fyrsta skipti út til nokkurra
ríkisstarfsmanna. Verkamenn
við atómstöðvar franska ríkis
ins í Mareole fóru í gær í verk-
f all um óákveðin tíma, en ekki
er gert ráð fyrir að það hafi
áhrif á fyrirhugaðar atómtil-
raunir á Kyrrahafi.
Franska ríkisstjórnin hélt í
gær 5 mínútna langan fund,
þar sem samþykkt var að veita
þeim stúdentum, sem  dæmd-
ir höfðu verið vegna óeirð-
anna sakaruppgjöf. Verður
samþykktin lögð fyrir þingið
til atkvæðagreiðslu.
Pompidou,. forsætisráðherra
hefur látið þess getið að við-
ræður muni eiga sér stað milli
fulltrúa ríkisstjórnarinnar og
stúdenta um endurbætur á há
skólakerfinu.
Áiitið er að De Gaulle muni
láta fara fram þjóðaratkvæða
greiðslu um hvort ríkisstjórn-
in skuli sitja áfram, en hann
hefur oft gripið til þeirra ráð
stafana  þegar  stjórnarkreppa
hefur steðjað að.
Fari svo að vantraustsyfirlýs-
ingin verði felld á fimmtudag
er sennilegt að ríkisstjórnin
grípi til þríþættra ráðstafana:
1. Mynduð verði ný ríkisstjórn
undir forsæti Pompidou eða
einhvers annars stjórnmála-
manns.
2.  Þingið verði leyst upp og
efnt verði til nýrra kosninga.
3.  Ríkisstjórnin notfæri sér
heimild stjórnarskránnar, er
veitir ríkisstjórninni heimitd til
að stjórna með bráðabirgðarlög
umum um vissan tíma, ef neyð
arástand ríkir.
Leiðtogi   franskra  kommún-
ista, Waldeck Rochnet  krafðist
þess í gær að endi væri bund
dnn  á  10  ára   stjórnarstefnu
Iþingflokks   De Gaulles.  Sagði
(hann ríkisstjómina ekki lengur '
fylgjast með kröfum" tímans og ¦
sagði  Frakka  orðna  þreytta á í
ofríki hennar. Það hefur vakið
mikla  athygli   að   dagblöð  í'
•Moskvu hafa ekki minnzt t kröf -
ur franskra kommúnista u?n, að i
ríkisstjórnin    segi af  sér.  K'-
hinn bóginn réðist Isvestin mál'
gagn  Sovétstjórnarinnar  'iarka;
lega á franska vinstri ijfgamenn,,
ævintýramenn,   stjórnky-ingja ¦
og maóista eins og blafiið orð^
aði það vegna óhlýðni gaenvart
yfirvöldunum.
Rússneska dagblaðið Pravda
Qiefur birtx yfirlýsingu komm-
únistaflokksins án þess að minn
ast á kröfu þeirra um að ríkis
stjórnin víki frá.
FLUGMÓÐI - ISLENZKT
VISINDATÆKI
Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðumaður Eðils-
fræffistofunar Raunvísindadeildar Háskóla íslands hefur smíffað
athyglisvert taeki, sem hann átti sjálfur hugmyndina að. Er
það flaug, sem dregin er af flugvél, en inni í flauginni er
tæki•" til mælingar á segulsviði jarðar. Með tilkomu þessa
tsekis hafa segulmælingar úr loíti orðið mun auðveldari og
úrvinnsla mun fljótlegri en áður var, en segulmælingar hafa
undanfarið verið framkvæmdar á vegum Eðlisfræðistofnunar
'innar meff þyrlu. liandhelgisgæzlunnar.
Tæki þetta hefur hlotið nafn
ið Flugmóffi. Á nafnið sér nokk
uð skemmtilegan aðdraganda.
Fyrsta tækið, sem efflisfræði
stofnunin notaði til segulmæl
inga hlaut nafnið Magni og
var það dregið af enska orðinu
um segulmælingartæki k'inia
gnometer. Flugmóði er hins
vegar fcngið úr goðafræðinni,
dregið af nafni Móða, sem var
broðir- Magna.
Flugmóði þessi starfar á
þann hátt, að tækiff gefur
stöðugt frá sér tón með tíðni,
. sem er. í samræmi við styrk
leika. segulsviðsins.   Tónninn
. berst . eftir taug til flugvélar-
innar, þar sem hann er tekinn
upp á segulband. Eftir flugið
er síðan leikið af segulband-
inu og tíðnin rituð á gataspjöld
sem tölva vinnur siðan úr og
fæst þá línurit yfir segulsviðs
styrkleikann.
Segulmælingar gefa upplýs
ingar um jarðlög, sem Hggja
djúpt undir hinu sýnilega yfir
borði landsins. Segulmögnun
þessara berglaga breytir segul
sviðinu á leið flugvélarinnar,
sem flýgur yfir og af mæling
um má draga ýmsar jarðfræði
legar  ályktanir.
Segulmælingar eru notaðar
við leit að málmum í jörðu,
olíu, heitu vatni o.fl. Segul-
mælingar yfir íslandi geta haft
mikla þýðingu fyrir rannsókn
ir á Atlantshafshryggnum, sem
liggur yfir Atlantshafið endi-
langt og sumir telja að liggi
undir íslandi. Sérkennilegar
truflahir fylgja þessum hrygg
og. vera má að segulmælingar
hér á landi geti varpaff nokkru
ljósi á orsakir þessara trufl-
ana,
Segulmælingar úr lofti hafa
verið gerðar yfir fslandi bæði
af Bandarikiamönnum og Kan
adamönnum. Mælingar Kanada
manna ná yfir allt landið,
en eru nokkuð gisnar, 30-40
km. á mlilli fluglína. Við mæl
ingar Ráunvísindastofnunar
Háskólans verður hins vegar
flogið með 1-5 km. millibili
eftir því sem þörf krefur. Mæl
ingar hafa nú þegar verið gerð
ar á Reykjanesskaganum, en í
sumar verður mælingar svæð
ið aukið til austurs. Til raæl-
inga verður leigð 4 sæta flug
vél og verða í henni 2 segul
mælingamenn, auk flugmanns.
Vonir standa til að á mertu
árum geti mælingar þes ar
náS yfir allt landiS.
SBRJÓTUR FENGINN?
Alþýðublaðið frétti í gærkvöldi,
að' ríkisstjórnin hefði ákveðið nýj
ar tilraunir til að koma á sam
göngum viö bær byggðir, sem eru
innilokaðar af hafís.
Ákveðið hefur verið' að reyna
að fá hingað tillands ísbrjót, lík
legá frá Norðúr-Ameríku, og gera
tilraun til að opna leið aS ein-
hverjum hinna lokuð hafna. Þá
mun ætlunin, að Ægir gerí tilraun
til að komast til Norðfjarðar með
olíu. Loks mun vera ætlunin að
nota flugvélar hins opinbera enn
meira en hingað til i þeim tilgangi
að leiðbeina skipum um ísinn og
finna færar leið'ir.
Athygli lesenda skal vakin
á því, að bréfaskiptum þeirra
Helga Sæmundssonar ojf iVjarð
ar P. NjarSvík lýkur nú að
sinni og birtist síðasta bréfið
í dag.
Sjá bls. 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16