Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1
 Laugardagur 1. júní 1968 — 49- árg. 99. tbl. VON UM EÐLILEGT ÁSTAND í FRAKKLANDI Stjórmnálaflokkarnjr í Frakk- landi vjrffast sammála um réttmæti nýrra kosninga í Frakklandi 23. júní og eru byrjaðir kosningabaráttuna af fullum krafti. Stærstu verka- lýðsfélögin eru enn í verkfalli, en starfsmenn hjá minni fyr- irtaekjum hafa aftur tekið upp; vinnu^ Yfirlýsingar um her- flutninga í nágrenni Parísar hafa vakið' spennu, en þó rík- ir von um að ástandið verði eðlilegt á ný. Stærstu verka- lýðsfélögin hafa krafizt þess að laun hækkuðu um allt að 35%. Þau mannaskipti urðu í frönsku stjórninni að utanrík isráðherrann Couve de Mur. ville og fjármálaráðherrann --------—------------------------- Ítalía næst? 2.500 vinstrisinnaðir stúdent- ar við háskólann í Róm, þar sem í vetur kom til harðra á- taka milli þeirra og lögreglunn- ar, hrópuðu í gær: „Frakkland er byrjað, nú er komið að okk- ur.” — Stúdentamir lokuðu öllum inngöngudyrum að liáskól- anura og gengu undir rauðum fánum og kröfuspjöldum með áletruðum slagorðum. Laxveiðar \ hefjast í Norðurá Vei'tíð stangaveSðimanna i| hefst í dag, en þá fer stjórn i Stangaveiðifélagsins til É veiða í Norðurá. Verður \ stjómin þar í tvo daga við s veiðar, og eftlr það hefst í almenn veiði í ánni. Telja | má þó líklegt að almenn = veiði verði ekki koniin í i fullan gang fyri' en um i miðjan júnímánuð,- að sögn \ Alberts Erlingssonar í Veiði- i mann'inum. É Stangaveiðimenn eru i bjartsýnir og hyggja gott til i sumarsins, þótt ekki verði = hægt að segja með vissu i um veiðihorfur fyrr en veiði i er hafin að einhverju \ marki. , Silungsveiði í vötnum er i liafin fyrir nokkru. V'itað er : um tvo væna fiska á stöng | úr Þingvallavatni, annan 7 \ kg„ en hinn 8 kg. Þá hafa i einnig veiðzt allmargir | minni fiskar í vatninu. gUIIIIIIIIIIIIIIIIIUHIIIIIIHIIIIUHIIIIIIIIUUIIIIHIHHIIIIIHI Michel Debre hafa skipt um stöður. Innanríkiráðherrann Fouchet og dómsmálaráðherr- ann Louis Joxe hafa sagt af sér. í þeirra stað koma Rene Capitant sem dómsmálaráð- herra, en Raymond Marcellin tók við embætti innanríkis- ráðherra. Frankinn hefur verið í hættu vegna undanfarandi atburða og hefur verið sett á gjaldeyr isskömmtun til ferðamanna. Sovézk blöð hafa gagnrýnt afstöðu de Gaulle, en þó frem ur mildilega. í kjölfar atburðanna í Frakk landi urðu óeirðir í Madrid og Róm. Um 2.500 stúdentar í Róm hrópuðu: „Frakkland hef ur byrjað, nú er komið að okk ur“. Kom til átaka milli lög- reglu og stúdenta. Rekið ráðherrana Dagblöð í Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu fengu í gær hundruði bréfa frá lesendum sem styðja hinn unga leiðtoga kommúnista, Alexander Du. bcek og kröfðust þess að íhalds sömum kommúnistum af gamla skólanum yrði vikið úr miðstjórninni. Fyrrverandi forseta Antonin Novotny var vikið úr miðstjórn flokksins á fimmtudaginn. Mið stjórnin hefur fengið mörg sím skeyti sem styðja kröfuna um að fleiri íhaldssamir meðlimir, stjórnarinnar verði látnir víkja. Miðstjórnin fjallaði í gær um spurninguna hvort á- kvörðunin um brottrekstur meðlimanna yrði borin undir alþýðuna. Dr. Gunnar Thoroddsen á funó'i með fréttamönn m. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur kosningabaráttu: 10 fundir úfi á landi frá 4. júní til 13. júní Dr. Gunnar Thproddsen boð aði í gær til blaðamannafund- ar og skýrði frá því áð hann og stuðningsmenn hans héfðu ákveðið að boða til 10 funda úti á landi á tíma bilinu 4. júní til 13. júní Fund irnir verða haldnir á eftirtöld um stöðum: í Stykkishólmi þriðjudaginn 4. júní kl. 20.30. Á Hellissandi miðvikudaginn 5. júní kl. 20.30. í Vestmannaeyjum fimmtudag inn 6. júní kl. 21.00. Á ísafirði föstudaginn 7. júni kl. 20.30. Á Blönduósi laugardaginn 8. júní kl. 14.00. Á Siglufirði sunnudaginn 9. júní kl. 14.00. Á Húsavík sunnudaginn 9. júní kl. 20.30. Á Akureyri mánudaginn 10. júní kl. 20.30. Á Egilsstöðum þriðjudaginn 11. júní kl. 20.30. Á Höfn í Hornafirði miðviku- daginn 12. júní kl. 20.30. Á Akranesi fimmtudaginn 13. júní kl. 20.30. Fundir verða ennfremur haldnir á Sauðárkróki, á Sel- fossi, í Keflavík, í Hafnarfirðii og Kópavogi auk Reykjavíkur. Fundartími verður síðar ákveð imi. Verði breytingar á fram angreindri áætlun, munu þær tilkynntar sérstaklega. Þá skýrði dr. Gunnar Thor- oddsen frá því, að forsetaefnin myndu koma fram í hljóðvarpi Framhald á 10. síðu. Hafnarfjöröur 60 ára í dag eru liðin 60 ár frá því að Hafnarfjörður lilaut kaup- staðarréttindi. Afmælisins verður minnzt með sérstökum hátíðarfundi í bæjarstjórn kaupstaðarins, og hefst haim kl. 14 í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Linnetsstíg. Alþýðublaðið óskar Hafnarfjarðarbæ til hamingju á þessum tímamótum í sögu kaupstaðarins. Skákmótið hefst á 2. í hvitasunnu Á annan hvítasunnudag hefst á vegum Taflfélags Reykjavíkur minningarskákmót um prófessor Daniel Willard Fiske, Reykja- víkurskákmótið 1968. Sjö erlendir skákmenn taka þátt í mótinu, þar á meðal fimin erlendir stórmeistarar. Alls taka sextán skák-, menn þátt í mótinu og þar af níu íslendingar. Friðrik Ólafsson er einn íslendinganna með stórmeistaratitil, en Ingi R. Jóhannson er alþjóðlegur meistari. Teflt verður í Tjarnarbúð niðri, en aðal- skák hvers kvölds, verður sjónvarpað upp á aðra hæð og verður liún skýrð af kunnáttumönnum á skák. Erlendu þátttakendurnir í mótinu eru: Laszlo Szabo frá Ungverjalandi, Mark Taimanov frá Sovétríkjunum, Wolfang Uhlmann frá A.-Þýzkalandi, William Addison rá Bandaríkj- unum, Evgeníj Vasjúkov frá Sovétríkjunum, Predrag Ostojic frá Júgóslavíu og Robert Byrné frá Bandaríkjulium. íslenzku þátttakendurnir eru: Friðrik Ólafsson stórmeistari, Ingi R. Jóhannsson alþjóða- meistari, Freysteinn Þorbergs- son, Jóhann Ö. Sigurjónsson, Andrés Fjeldsted, Bragi Kristj- ánsson, Jón Kristinsson, Guð- mundur Sigurjónsson og Ben- óný Benediktsson. Setning Fiskemótsins fer fram klukkan 14,00 á annan livíta- sunnudag. Þá tefia saman: Ad- dison og Jón Kristinsson, Uhl- mann og Ostojic. Freysteinn og Guðmundur Sigurjónsson, Byr- ne og Jóhann, Andrés og Tai- manov, Bragi og Ing; R., Szabo og Vasjúkov, Benóný og Frið- rik. Skák Szabos og Vasjúkovs verður sjálfsagt sú skák, sem mesta athygli mun vekja í fyrstu umferð. Verður henni sjónvarp- að upp á 2. hæð og þar munu þeir Ingvar Ásmundsson, Þórir Ólafsson og Trausti Björnsson gefa skýringar á skákinni. Teflt verður alla daga til mótsloka á tímanum frá ki. 19 til 24, nema á laugardögum og á 17. júní, þá verður teflt frá kl. 14—18. Nánar verður skýrt frá mót- inu eftir helgina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.