Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. júní 1968 — 49. árg. 100 tbl. Þjónusta viö síld veiðiskipin verði aukin verulega Nú liggur fyrir álit nefndar þeirrar, sem skipuð var á síðastliðnum vetri til að gera tillögur um ráðstafanir til að leysa þann vanda, sem skapast hefur vegna þess hve fjarlæg síldarmiðin hafa verið að undan- förnu, einkum síðastliðið sumar. Nefnd þessi skilaði bráðabirgðaáliti um síldarflutninga fyrir skömmu og var það- álit grundvöllur bráðabirgðalaga, sem þá voru sett um flutninga á sjósaltaðri síld. Nú hefur nefndin hins vegar skilað endanlegu áliti og grein- ist það í tvennt, anmars vegar eru gerðar tillögur um hætta þjónustu við síldveiðiflotann á fjarlæg- um miðum, hins vegar eru gerðar tillögur um leiðir til flutninga á síld. Forseti íslands leggur hornstein að stöðvarhúsinu við Búrfell. Kaflinn um bætta þjónustu við síldveiðiskipin fjallar um tíu aðgreind atriði. 1. Nefndin telur líklegt að l'æknir fáist til starfa á miðun- um, verði honum tryggð aðstaða og þau kjör, sem hann krefst. Dómsmálaráðuneytið hefur á- kveðið að beita sér fyrir þvi að Dr. Jéhannes Nordal vé@ afliöfEi í Búrfellsvirkjuns rkjun I Rannsóknir, sem Landsvirkjun og Orkustofnunin hafa látið gera, benda til þess að næsta virkjun eftir að núverandi Búrfellsvirkjun lýkur, verði líklega í Tungná við Sigöldu, og mundi orkuframleiðsla -þeirrar virkjunar verða um 500 milljón kílówatt- stundir á ári eða svipuð núverandi Sogsvirkjunum samanlögðum. Verði sltilyrði til enn stærri virkj- unar er til athugunar að virkja fossinn Dynk, ofar- lega í Þjórsá. en þar mundi rísa orkuver svipað að stærð og það, sem nú er verið að reisa við Búrfell. Frá þessu skýrðj dr. Jóhann es Nordal bankastjóri í ávarpi sínu s.l. mánndag, er horn- steinn var lasður að stöðvar- húsinu við Búrfell. í ávarn- inu taldi hann að miklu máli skipti, að hægt verði að halda áfram virkjunum ofan við Búrfell, bæði í Þjórsá og Tung- ná, sem allra fyrst, en með slíkum virkjunum og byggingu valnsmiðlunarmannvirkja mundi rekstraröryggi og kag. kvæmni aukast. Sagði Jóhann- es, að hægt ætti að vera að ráffast í næstu vírkjun að þremur eða fjórum árum iiðn- um, ef aukinn markaður fyr ir iðnaðarorku yrði þá fyrir hendi. Talsverður fjöldi boðsgesta var viðstaddur við Búrfell á mánudag, er lagður var horn steinn að stöðvarbyggingunni þar. Forseti íslands, Herra Ás- geir Ásgeirsson lagði hornstein inn strax að ávarpi dr. Jóhann esar Nordals loknu, og flutti hann síðan ávarp. Síðar um daginn skoðuðu boðsgestir framkvæmdir á staðnum.. væntanlegum lækni verði greidd ein og hálf héraðslæknislaun, sem eru um 27 þús. krónur á mánuði, og vantar þá talsvert á að laun séu nægjanleg, en sjávar útvegsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir því, að Fiskimálasjóð- ur óbyrgist greiðslu á mismun inum, þó ekki yfir 150 þúsund kr. Þá hefur dómsmálaráðuneytið leitað samvinnu við Sovétmenn og Norðmenn um að þeir veiti islenzkum sjómönnum læknisað stoð, þegar aðstæður leyfa, og telur nefndin að með þessu verði nauðsynieg læknisþjónusta tryggð á miðunum í sumar. 2. Nefndin telur nauðsynlegt að varðskip verði á miðunum til eftirlits og aðstoðar, og verði læknirinn staðsettur um borð £ varðskipinu. 3. Gert er ráð fyrir því að björgunarskipið Goðinn verði á' miðunum í sumar eins og í fyrra. 4. Köfunarþjónusta Goðans hefur verið talin viðunandi og er þess að vænla að svo verði einnig í sumar. 5. Nefndin telur nauðsynlegt að um borð í varðskipi verði veitt aðstaða fyrir viðgerðar og varahlutaþjónustu á fiskileitar- og siglingartækjum, og hefur L. í. Ú. tekið að sér að sjá um ráðn ingu viðgerðarmanna fyrir eigin reikning. 6. Nefndin telur óhjákvæmi- legt að lærður loflskeylamaður verði á miðunum til aðstoðar við bátaflotann og verði hann stað- settur í varffskipinu. Hins veg- ar gerir nefndin elcki tillögur um tilkynningarskyldu, þar eð aðrir aðilar hafa tekið að sér undirbúning að framkvæmd þessa máls. 7. Veðurstofan mun útbúa veðurspár fyrir veiðisvæðin og hefur Landssími íslands verið beðinn að kanna möguleika þess að veðurfréttum verði útvarpað um Eiðastöðina að næturiagi. Standa vonir til að það geti orð ið. Nefndin telur nauðsynlegt að Framhald á síðu Jt4. Tveir faila úr hraðbátum Tvisvar sinnum kom það fyr ir um heigina að menn á hrað bátum féllu í sjóinn, en í bæði skiptin björguðnst þeir. Um klukkan hálf þrjú að. faranótt mánudagsins b'^rði sjóblautur maður að dyruBá á húsi einu í Kópavogi norðfen megin. Tilkynntu húsráðeiMÍur Framhald bls. 11. yTmrinmmuummtimmmitimmmmmmmmmmmmmimummmmmmmmmnuimmmmmmmminif | Slysaf jöklmn | var eðliSefgur I Áður hefur verið frá því skýrt, að vikmörk slysatöln i I í þéttbýli jniðað við óbreytta umferðarhætti eigi að hgg.la | i 67. Af því er sú ályktun dregin, að slysatalan sé álíka hó \ í og búast hefði mátt við, ef engtn xunferðarbreyting hefði I | i átt sér stað. 1 Slysatalan í dreifbýli reyndist vera 6, en vikmörkin voru i | 10 og 32. Slysatalan er þvi neðan við lægri mörkin og ev \ \ ástandið gott. jnnniinnnimnmiiinninnnnniiinnnnnimniniiimniiinininninininniiiiimmnnnniinniiiiiniinmiiinimi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.