Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 1
 KENNEDY var enn milli heims og helju í gærkvöidi. í tilkynningu, sem læknar í Sjúkrahúsi hins misk- unnsama Samverja gáfu út í gær, er 10 klukkustund- ir voru liðnar frá því að skotið hafði verið á Kenn- edy sagði, að enn væri ekki unnt að segja fyrir um hvaða áhrif skotsárin myndu hafa, en hann fékk skot í höfuðið hjá eyra og í háls. Þeir hlutar heila Kenn- edys, sem sködduðust stjórna hreyfingarvöðvunum og mun Kennedy því halda fullkomlegri andlegri heilsu, lifi hann af. Enda þótt sá hluti heilans, sem skaddaðist verði óstarfhæfur munu aðrir hlutar heil ans smám saman rækja há starfsemi. Læknar hafa látiS í l.iós að ekki sé unnt að seg.ia til um, hvort Kennedy lifi fyrr en að 36 klst. liðnum og ekk; fáist fylli lega úr því skorið, hvern árang- • ur skurðaðgerðin hafi borið fyrr en eftir 3 sólarhringa. Er síðast fréttist var Kennedy enn meðvit ■ undarlaus. Hjartaslög og andar- drátur Kenedys var óeðlilegur • skömmu eftir að hann var flutt- ur á sjúkrahúsið í Los Angeles. i Var vart unnt að greina hjarta- slög hans, en skömmu síðar byrj aði andardráttur og hjartaslög ■ að vera eðlileg. Var Ethel kona - hans allan tímann við hlið • manns síns. -• Stuttu seinna var hann svo - flutur á annað sjúkrahús, Sjúkra hús hins miskunnsama Sam- verja. Gerðu 6 skurðlæknar á honum skurðaðgerð, sem tók 3 "klukkustundir Er síðast var vitað var Kenne dy enn meðvitundarlaus. Algjör ringulreið ríkti í gær í aðalkosningastöð Kennedys í Los Angeles, Hótel Ambassador, er skyndilega var skotið 8 skot- um að honum alls að sögn lög- reglunnar, en sjónarvotta grein ir á um fjölda þeirra. Kennedy var á tali við nokkra stuðningsmenn sína eftir að kunngjörður hafði verið sigur hans yfir keppinaut hans Eu- gene McCharty í prófkosningun um í Kaliforníu. 1 Sjónarvottar herma að Kenne- idy hafi verið á leið á blaða- mannafund og hafi hann ætlað að skjóta sér leið í gégnum eld húrsið, er skyndilega hafi verið hafin skothríð að honum. Lífvörð ur Kennedys hóf þegar skothríð að tilræðismanninum og hæfði hann í fótinn. Fyrrverandi Olym píumeistari í tugþraut, blökku- maðurinn, Rafel Johnson og að stoðarefíirlitsmaður hótelsins Karl Ueckem réðust þegar að til ræðismanninum og tókst þeim að afvopna hann og halda hon um unz lögreglan kom á vett- vang. Hafði tilræðismaðurinn tæmt 0,22 kalíbra skothylki skammbyssu sinnar og sært fjór ar manneskjur auk Kennedys, áður en hann var yfirbugaður. Éinn sjónarvotta segist hafa heyrt tilræðismanninn hrópa: „Ég gerði þetta fyrir föðurland mitt.“ Er lögreglan var að fara með tilræðismanninn í lögreglubif- reið urðu lögreglumenn að slá hring um hann til þess að varna því að æstir áhorfendur réðust að honum, en áhorfendur hróp- uðu ákaft: „Drepið hann. Drepið hann.“ Kennedy var í skyndi borinn út í sjúkrabíl. Margir við- staddra grétu og selningar eins og „guð minn, guð minn“ og ,,það hlýtur að hafa verið brjálaður maður“ kváðu víða við. Ejginkona Róberts Ken. nedys, frú Ethel, sem nú á von á 11. barni sínu kraup við hlið manns síns, er hann var Framhald á bls. 14. Robert Kennedy í hópi fylgismanna xmdir mynd br áur síns fáeinum dögum fyrir tilræðlð. Nú vilja Bandaríkjamenn auka eftirlit með byssum Skotárásin á Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmann hefur vak ið athygli manna I Bandaríkjunum á því, að lög um byssuleyfi og meðferð skotvopna skortir mjög þar í landi. í áraraðir hafa margir stjórnmálamenn vestra barizt árangurslaust á mótí því, sem Amer- íkumenn sjálfir kalla: „Að láta byssurnar tala“. Ekki alls fyrir löngu vísaði öldungadeild Bandarikjaþings frá frumvarpi Edwards Ken_ nedyá öldungadeildarþing- manns, sem vildi, að ríkið hefði eftirlit með öllum byssu- kaupum, sém gerð væru gegn póslkröfu. Þegar í ljós kom, að riffill- inn, sem John F. Kennedy forseti féll fyrir í Dallas 22. nóvember 1963, hafði einmitt verið keyptur gegn póstkröfu, komu fram mjög háværar raddir,- sem kröfðust þess, að ríkið hefði eftirlit með hvers konar byssukaupum manna í Bandaríkjunum. Lög um meðferð skotvopna er mjög mismunandi í hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjianna og hinum ýmsu borgum. Tala þeirra Bandaríkjamanna, sem hafa skotvopn við höndina í híbýlum sinum, hefur nær tvöfaldjazt áíðan kynþátta- óeirðirnar hófust að marki í fyrrasumar. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt nýtt lagafrumvarp varðandi skotvopn og meðferð þeirra, kaup og sölu. Fulltrúaráð þingsins hefur enn ekki sam- þykkt lagafrumvarp þetta. Frumvarpið felur í sér, að bannað verði að kaupa skot. vopn gegn póstkröfu, að bann- að verðj að senda skotvopn frá einu fylki til annars. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að opin bert eftirlit með byssuleyfum varð aukið til muna og krefst strangara eftirlits með tilliti til þess, hvort þeir, sem öðlast byssuleyfi hafi hreint saka- vottorð o. s. frv. Þá bannar frumvarpið sölu skotvopna til fólks yngra en 20 ára. Helzt gætir andstöðu við frumvarp þetta frá Sambandi skotfélaga í Rianddríkjunum, en það er mjög á móti því, að hið opinbera hafi eftirlit með sölu skotvopna. í Sambandi skotfélaga í Bandaríkjunum eru 900.000 félagsmenn. Hefur sambandið nú eytt yfir 5.7 milljónum dala í baráttu sinni gegn því, að frum''>arpið vierði samþykkt. Það er einn að öldungadeild- arþingmönnum Demókrata- flokksins, Thomas J. Dodd, sem lagðj frumvarp þetta fyr_ ir Bandaríkjaþing. efflr morðárásina á hann í gærmorgu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.