Alþýðublaðið - 20.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1968, Blaðsíða 1
: *' /• .■yjX-vsAýý : ... Óhætt er að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hafi fólk beðið eftir sjónvarps- og útvarpsefni með jafn miklum áhuga og í gærkvöldi þegar forsetaefnin komu fram fyrir alþjóð. Víst er um það að í dag verð ur deilt harkalega um hvor frambjóðandinn hafi staðið sig betur og hvor spyrjandinn hafi verið hvassari í spurningum sínum. Fréttamaður Alþýðublaðsins : og ljósmyndari lögðu leið sína inn í Sjónvarp rétí áður en upp _taka hófst í gærkvöldi. Þá var búið.að draga um hvor kæmi fram á undan, og dr. Kristján, sem átti að koma fram á eftir dr. Gunnari, var í einskonar stofu- fangelsi hjá Pétri Guðfinnssyni skrifstofustjóra sjónvarpsins, á meðán Gunnar var í upptökusaln um, þar sem leikreglur bönnuðu að hann mætti horfa á keppinaut sinn og þannig hugsanlega læra af máli hans og framkomu. Sjónvarpað var beint og höfðu forsetaefnin ekki fengið neina æfingu áður. Aftur á móti var Taimanov og Vasjúkov efstir, Friðrik þriðji VIÐTÖL Sjóbls. 14 þeim kunnugt um aðalefni spurn inganna fyrirfram, en gátu alveg eins búizt við óvæntum spurning um . Svo vel var gætt hlutleysis af hálfu sjónvarpsins að stjómandi þáttarins með dr. Gunnari var Tage Amendrup, en stjómandi þáttarins með dr. Kristjáni var Guðbjartur Gunnarsson — yfir- lýstir stuðningsmenn hvors aðil ans fyrir sig. Talsverður spenningur ríkti meðal þátttakenda og starfs- manna sjónvarpsins áður en upp takan hófst. Um leið og Gunnar birtist á skerminum sagði ein- hver að lýsingin væri ekki nógu góð og var það lagað snarlega. Síðan komu fréttir um það að sendii'inn á Vatnsenda virkaði ekki eins og skyldi, en líklega hefur það ekki komið mikið að sök. Á meðan Kristján svaraði spurningum fréttamannanna sat Gunnar og horfði á keppinaut sinn í herbergi rétt við upptöku salinn. Forsetaefnin höfðu ræðzt við fyrir upptöku, en óvíst var hvort þeir myndu hittast að dag skrárliðnum loknum. Þess skal að Iokum getið að til laga um að frambjóðendur til forsetakjörs kæmu fram í sjón- varpi kom fyrst fram í apríl s.l. Á efstu myndunum sjást forsetaefnin og spyrjendurnir Markús Örn Antonsson frá sjónvarpinu og Hjörtur Pálsson frá útvarpinn. Á efri 2ja dálka myndinn'i er dr. Kristján að ræða við Pétar Guðfinnsson skrifstofustjóra, yfir kaffibolla á meðan dr. Gunnar var í upptökusalnum. Á neðstu myndinni er dr. Gunnar með Pétíi, en þeir horfðu saman á sjónvarpið meðan dr. Kristján var á skerminum. (Ljósm. Bjarnleifur). «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.