Alþýðublaðið - 25.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1968, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 25. júní 1968 — 49- árg. 116. tbl. „'i-;•; • '•>•' tífiÉátöm '■ Á ■•;-ý •;•:•• r&SgKX'í:v !fc!í±*í&í:: ^SimfiBÍÍMÍWwn * l a Ráðherramir við setaingru ráðherrafundarins í HáskóIaMói í gærinorgvm. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins héldu tvo fL'tidi í dag, hinn fyrr’i strax að lokinni setningarathöfninni í Háskólabíói, en hinn síðari að loknum hádegisverði að Bessastöðurn í boði förseta íslands. Síðdegisfundurinn stóð frá kl. 3,45 til 7,20, en um kl. 8,30 sátu þeir miðdegisverðarboð ríkisstjómarinnar að Hótel Sögu. Á morgunfundímim tók Willy Brandt, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands, fyrstur til máls og gaf ítarlega skýrslu um hin- ar miklu takmarkanir, sem Aust- ur-Þjóðverjar hafa sett á um- ferð til Vestur-Berlínar. Jafn- framt varaði hann mjög við, að nokkuð það yrði gert, er stuðl- að gætí að ríðurkeiiningu á Aust ur-Þýzkalandi. Hann taldi, að hugsanlegar samningaviðræður um fækkun í herjum í Evrópu ættu ekki að útiloka Austur- Þýzkaland, , en þó viðræðurnar yrðu að fara þannig fram, að þær fælu ekki í sér viðurkenningu á Austur-Þýzklandi. Brandt taldi eðlilegt, að hugs- anleg fækkun í herjum hæfist í Mið-Evrópu, þar sem vígbúnað- ur er mestur. Hann gaf ekkert skýrt loforð um, að Vestur-Þýzkaland mundi undirrita samninginn um bann við dreifingu atómvopna, en taldi, að þær öryggis-tryggingar, sem Atlantshafsbandalagið veitti Vestur-Þýzklandi, mundu vera veigamiklar varðandi endanleg- ar ókvarðanir Vestur-Þjóðverja í þessu efni. Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst ekki hafa heitt nýtt að segja um Vietinam viðræðurnar, sem ekki hefði staðið í blöðunum. Hann kvaðst fylgjandi því, að dregið' yrði úr spennu milli austurs og vesturs, en benti þó á, að aukning rúss- neska flotans á Miðjarðarhafi og heræfingar Rússa við landamæri & Noregs stuðluðu ekki að siíku. Ráðherrann kvað Harmel- skýrsluna svokölluðu vera góða byrjun varðandi það starf að koma á jafnhliða fækkun í herj- um austurs og vesturs. Hann kvað óljóst hverjar viðtökur þessar hugmyndir fengju austan- tjalds, en taldi ekki ólíklegt, ,að þær yrðu betri hjá öðrum ríkj- um þar í álfu. Ruisk kviaðist hafa áhyggjur af hinni nýju þróun mála í Berlín. Hann benti í þvi sambandi á Kúbu-deiluna 1962, er samstaða vestrænna ríkja hefði hjálpað Krústjov að komast að réttri nið- urstöðu. Á síðdegisfundinum héldu ræður fulltrúar Kanada, Dan- merkur, Belgíu, Tyrklands, Hok lands, Grikklands, íslands, Nor- egs, Frakklands og Lúxemborg- ar. Cardieu, fulltrúi Kanada, kvað nauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti þeim könnunum, sem þegar væru byrjaðar, á jafnhliða fækkun í herjum aust- urs og vesturs. Ennfremur gat hann þess, að Kanadamenn mundu við fyrstu hentugleika Framhald a ois. 10 Slegizt við Háskólann Um það bil sem ráðherrarn ir voru að safnast til fundar ins í Háskólabíói tók nokkur hópur unglinga og ungra öld un&a úr Æskulýðsfylkingunni sér stóðu á Hagatorgi, gcgnt inngangi hússins. Voru þeir vel búnir spjöldum með áletr unum, er sýndu hug þeirra til Atlantshafsbandalagsins, Ho Chi Min, feðganna Willy og Pet- er Brandts, Che Guevara, og annars, sem tilhlýffilegt þyk- ir að mótmæla í útlandinu. Er menn lcomu út af fund- inum var hópur þessi þar enn og hafði nú uppi nokkur hróp um hugðarefni sín og þóttu þau takast misjafnlega. Ung- ur maður skar nii niður fána Atlarfshafsbandalagsins fyrir útan Hótei Sögu og hugðist hlaupa með hann, en vikapilt ur hótelsins brá hratt við og náði fánanum af honum. Hins vegar tók lögreglan manninn í sína vörzlu. Nokkru síðar gekk Æskulýðsfylkingin á brott undir gríska fánanum og spjöldum sínum. Sýndist ýms um þar gæta nokkurra merkja um harðsperrur- Nokkru síð- Framhald á bls.'3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.