Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 1
 PARÍS, 8. júlí. Síðasti rauði byltingarfáninn dreginn niður af lögreglunni því, að herskáir studentar hótuðu í lok sumarleyfisins. Lögreglan mætti engri mót- spyrnu, er hún gekk inn í lækna deild Parísarháskóla, sein var síðasta vígi stúdenta í borginni. Aðeins 17 stúdentar, þar af '4 stúlkur, voru teknir til yfir- heyrzlu. Einníg í Toulouse voru allar háskóladeildir ruddar í morgun. SVipaðar og friðsamlegar að- gerðir fóru fram í Nice á laug- ardag. -----------------------4> Kommar mála í Hvalfirði 13. manna hópur ungs fólks gerði á sunnudags- kvöld aðför að yfirgefinni herstöð varnarliðsmanna í Hvalfirði. Klippti fólkið niður girðingu kringum stöðina og málaði með rauðri málningu slagorð á skilti og hús á staðnum. Það sem málað var, gaf til kynna að fólkið vildi að ísland gengi úr NATO. Fjöldi vitna varð að þessum skrílslega athurði, en þrátt fyrir það þrætti fólkið allt fyrir verknaðinn. Fólkið var á' leiðinni til Reykjavíkur í tveimur bifreið- um, en það mun hafa dvalizt í Vaglaskógi yfir helgina. Er bif- reiðarnar komu að herstöðinni um kl. 10 á sunnudagskvöld, voru þær stöðvaðar og hóf fólk- ið þá áðurgreindan verknað. — Fjöldi fólks átti leið um veg- inn er skrílslætin fóru fram. Teknar voru myndir af hópnum við iðju sína og höfðu þær bor- izt sakadómara í gær sem sönn- unargagn. Er hópurinn liafði fengið nægju sína, klippt niður girð- ingu á stóru svæði kringum stöðina og málað slagorð með rauðri málningu á' skilti og veggi, hélt hann af stað aftur í bifreiðunum tveimur. Lögreglunni í Reykjavík hafði borizt fregn af framferði fólksins og hélt til móts við það. Stöðvaði lögreglan bifreiðarnar tvær við verzlunina Esju á Kjal- arnesi. Fólkið þrætti fyrir verkn aðinn, þrátt fyrir fjölda vitna, svo ekki er manndómur þess mikill né staðfesta við málstað- inn. Þess má geta að vírklipp- ur fundusí við athugun í fórum fólksins. Framhald á bls. 14. Landsleikur fslendingar unnu Finna 3:2 S/d bls. 3 var í Parísí dag, samtímis nýjum ócirðum En leiðtogi stúdentasamtak- anna, Jacques Savageot, aðvar- aði: — Það kemur til harðra á- taka eftir sumarleyfið. Við höf- um áætlanir um að hertaka aft- ur deildirnar í september, þejjar yfirvöldin fara að reyna að skipuleggja próf, sagði hann á blaðamannafundi á sunnudags- kvöld. — Upp frá því verða stúdentarnir skipulagðir aftur, bætti hann við. Þegar uppreisnin náði há'- marki sínu í maí og júní, höfðu stúdentar algjörlega völd yfir Sorbonne-háskóla, lista-, vísinda og læknadeildirnar, Odeon- leikhúsið í París og flesta há- skólana utan Parísar. Innanríkisráðherrann sagði fyrir helgina, að stjórnin gæti ekki þolað, að opinberar bygg- ingar væru herseínar. t Strassborg lauk hersetunni fyrir helgi með samninguni milli stúdenta og yfirvalda. Há- skólinn í Strassborg er fyi'sti franski háskólinn, sem lýstur er sjálfsíæður. Eftir fjögurra daga fund í Grenoble sendu fulltrúar 'frá listaskólum í öllu Frakklandi út tilkynningu, þar sem þeir Framhald á bls. 12. d i i Mara- faon 1 ^ --- ■! ■ ii , | , i Mikið var um að vera í íþrótta lífinu um helgina. Knátt- ,![ spyrnuleikir fóru fram og háð var Norðurlandameist- þ aramót í tugþraut karla og (' fimmtarþraut kvenna. Frá öllum þessum íþróttaviðburð- um er sagt á íþróttasíðun- V um, bls. 10 og 11 í blaðinu <[ í dag, en mesta athygli af V öllum keppnunum vakti þó 11 kannski maraþonhlaupið t sem fram fór á laugardag, og j[ eru myndirnar hér á síðunni i frá því. Efri myndin var tek- |i in er keppendur sneru við < eftir hálfnað hlaup, en á J, neðri myndinni er eini ís- (i lenzki þátttakandinn, Jón f Guðlaugsson, kominn í mark. SIÐASTI RAUÐI FÁNINN FALLINN Bílaþvot á baðstað Ferðamaður sem kom að Laugarvatn’i nú um helgina kom að máli við blaðið í gær og sagði sínar farir ekki sléttar. Ilann fór þar í bað, fyrst í gufubað og síð- an í vatnið eins og algengt er þar eystra, og var þar mikill fjöldi manna að baða sig og sóla í góða veðrfnu. En þegar minnst varir kem- ur fallegur einkabíll með Reykjavíkumúmeri að og ekur beina leið út í vatnið, en ekillinn, kunnur borgarí úr höfuðstaðnum, stígur út og gerir sér lítið fyrir og fer að þvo bílinn þama á baðstaðnum. Fólk horfði á þetta þrumu lostið og flest- ir forðuðu sér upp á þurrt land. Heimíldannaðrrr blaðs- ins kvaðst hafa ætlað að spyrjast fyrir rnn, hvort þetta væri leyfilegt athæfi, en þá kom upp úr kafinu að þarna á þessum f jölsótta ferðamannastað var enginn vörður, og fékk ökumaður- inn því að spilla baðvatni fólksins í friði, þar til bíll- inn var orðinn hreinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.