Alþýðublaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 1
r Er hreinsunardeildin komin í endanlegt frí? Fyrir skömmu var þeirri spurningu varpað fram hér í blaðinu hvort Tjörnin í Reykjavík væri hættu- leg vegna óþrifnaðar og hvernig hreinsun hennar væri háttað. Borgaryfirvöldin gáfu enga skýringu. Nú er svo komið að vart verður við unað. Skíturinn og óþrifnaðurinn í Tjörninni er að verða ýfirgengi- legur. Slý og allskyns rusl safnast saman í hornum Tjarnarinnar og á góðviðrisdögum leggur af henni megnan ódaun. Eftir stórstreymi fyrir skömmu hringdi maður til okkar og sagðist hafa séð saur á floti í vatninu. á leið um borginia. Rusiið og draslið víða á götunum ber vott um heldiur slæma frammi stöðu borgaryfirvaldanna. í fyrradag birtust hé,r í blaðinu inokkrar myndir þessu ti'l stað festingar. Síffian hefur lítil bót orðið á og götusóparar sjást varla. Er mögulegt að hreins unardeild borgarininar hafi verið gefið endanlégt írí? Útlendingar, sem leið eiga fram hjá Tjörninni furða sig á ólyktinni o>g Breti einn er hér dvaldist fyrir nokkrum árum, etn er hér á ferðalagi nú Vinsæll reykur Síldarflutningaskipið Síldin kom með fyrsta farminn til Reykjavíkur í fyrrakvöld og í gær morgun var bræðslan þeg ar koimin í fullan gang í síldarverksmiðjunni í Ör- firisey. • kom að máli við einn blað- rnann blaðsins fyrir skömmu og kvað áberandi, hve Tjörn in væri óþrifaLegri nú en fyr ir 10 árum. Því er þelta nefnt hér að glöggt er gestsaugað, og þarf raunar ekki glöggt 'auga til að sjá óþrifnaðinn; hver sem gengur niður affi Tjöm kemur auga á hann. Tjörnin er vinsæll leikvang- ur barna. Þ.au vaða berfætt í leit að hornsílum í þessum ó- þrifnaðarpytti. Allir skynsam ir menn hljóta að sjá hvaða hættu slíkur óþrifnaður býð- «r heim. Það er vel mögulegt að Tjörnin í Reykjavík sé pest arbæli og smitberi. Tjörnin er ekki það eina sem vekur furðu hjá fólki er það Skemmtiíerð Vegna skemmtiferðar starfsfólks kemur Alþýðu- blaðið ekki út á þriðjudag. HAFA RtíSSAR HEYKZT Á TAUGASTRÍÐINU? MOSKVA, PRAG, 20. júlí. Boð sovézka kommúnistaflokksins til hins tékkneska í gær um fund í byrjun þéssarar viku er bein afleiðing af hinnj sam hljóða traustsyfiríýsingu, sem Aloxander Dubeck hlaut á miðstjórnarfundiniim í gær, og fyrsta hálfgildings viður- kenningin á því, að ógnana- stefnan gegn Tékkum hefur ekki borið árangur, segja vest rænir aðilar í Moskvu í dag. Tass-fréttastofan birti boð sovézka flokksins fáum mínút um eftir, að fréttir höfðu bor izt frá Prag um tnaustsyfir- lýsingu miðstjórnarinnar, og benda hin snöggu viðbrögð til þess, að Sovétmenn hafi gert sér grein fyrir, að taugastríð ið hafi ekki borið árangur og að nú sé rétt að bíða og láta. raunsæið ráða. Tékkneska fréttastofan Cet- eka skýrir frá því, að brott- flutningur sovézkra her- manna hafi haldið áfram á föstudag, eins og ráð hafðí verið fyrir gert. Yfirmaðun herafla Varsjárbandalagsins, rússneski marskálkurinn Jabu boskij, hélt flugleiðis til Moskva í gær og allt' bendir til þess, að brottflutnimgnum ljúkj um helgina, eins og áður var upp lýst. Þótt Tékkar virðis-; hafa fallizt á fund æðstu manna flokkanna, er enn ekki ákveð ið hvar funduirinn skuli hald inn, en Rússar stungu upp á Moskvu, Kiev eða Lvow sem fundarstöð.um. Forseti tékkneska þingsins Framhald á bls. 14. MEIST ARAMÓT Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum karla og kvenna fer fram á Laugardalsvellinum á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. Rúmlega 100 íþróttamenn og konur munu þreyta harða keppni um 29 íslandsmeistaratitla. Á Íþróttasíðu blaðs- ins í dagrá bls. 11 eru spádómar um úrslitin í mótinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.