Alþýðublaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. ágúst 1968 — 49. árg- 153. tbl. T ESKFIRÐINGAR SELJA S FYRIR MILLJÓNIR ERLENDIS Þau ala kálfana Þetta unga fólk er komið til Keykjavík'Jr með kálfa sína, sem það hefur lagt mikla alúð við að fóðra og ala upp. Á 5. síðu er viðtal við einn úr hópnum, en á 3. síðu segir frá opnun landbúnaðar sýningarinnar. RComsnijnistar deila um afstððuna til Tékka Það hefur ekki aðeins vak- ið athygli hér á landi, heldur einnig erlendis, að Þjóðviljinn skuli hafa tekið afdráttarlausa afstöðu með Tékkum í átökum þeirra við Sovétríkin. Mun BEIRUT, 9. ágúst. Samsæri hefur verið gert meðal liðs- foringja í frelsisher Palestínu, upplýsti framkvæmdanefnd hersins í dag. Hinn nýi yfir- maður hersins, sem er hern- aðarsamtök, er hafa að mark- rniði að vinna Palestínu á ný af ísraelsmönnum, Abdel Razz ak Yehia, hershöfðingi, hefur verið handtekinn af liðsfor- ingjum, er gert hafa samsæri þetta vera í fyrsta sinn í deil- um milli erlendra kommúnista, sem málgagn íslenzka flokksins snýst gegn Sovétríkjunum. Því fer hins vegar fjarri, að allir íslenzkir kommúnistar og halda honum sem fanga í Damaskus í Sýrlandi. í tilkynningu nefndarinnar segir, að upreisn samsæris- manna hafi hafizt 1. ágúst og að henni standi foringjar, er hliðhollir séu fyrrverandi hers ins, Subhi el Jabi, sem Yehia tók við af. Yahia og menn hans eru hafðir í haldi á heim ilum sínum. séu sammála þessari afstöðu Þjóðviljans. Alþýðublaðið he'f- ur haft fregnir af því, að inn- an Sósíalistafélags Reykjavík- ur, sem lengi he'fur verið vígi hinna sanntrúuðu kommún- ista, sé risin hreyfing til stuðn lings Rússiun í deih^nni við' Tékkóslóvakíu. Ekki er Ijóst, hvort meirihluti félagsins er á þessari skoðun, en stuðnings menn Sovétríkjanna hafa út- búið mótmælaskjal, þar sem ráðizt er bæði á Þjóðviljann og hina hundrað sósíalista, se'm sendu sovézka ambassa- dornum hér mótmælaskjal gegn afstöðu Sovétríkjanna til breytinganna í Tékkósló- vakíu. Fróðlegt verður að sjá, hvort Sovétvinir innan Sósíalistafé- lagsins fá mótmælaskjal sitt birt í Þjóðviljanum eða ekki. Mun ýmsum ráðamönnum Sósí Framhafd á bls. 9 . Órói i frelsisher Palestínu Samsæri liösíoringja Araba Þrjú skip frá Eskifirði, Jón Kjartansson, Guðrún Þorkelsdóttir og Hólmanes, hafa undanfarið stundað síldvelðar í Norðursjó og siglt með aflann til Cuxhaven. Jón Kjartansson hefur siglt 9 sinn- um til Cuxhaven og selt fyrir um 5 milljónir íslenzkra króna. Guðrún Þorkelsdóttir hefur selt fyr’ir 2 milljónir og Hólmanesið fyrir u.þ.b. 1.7 milljón, en þau byrjuðu veiðar nokkru seinna en Jón Kjartansson. Hér er um að ræða lítið magn í hverrf ferð, eða frá 30 til 60 tonn, en síldin er stór og góð og markaðs- verð'ið gott. Síldin er ísuð í kassa um leið og hún kemur inn fyrir borðstokkinn og varðveitist hún vel í kössum. ( Ofangreindar upplýsingar fékk blaðið í gær frá Aðalsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra á Eskifirði, og kvað hann skipdn halda áfram veiðunum í Norðursjó, um hríð, a.m.k. meðan syo langt væri á mið Íslandssíldarinnar. . Lítil síld hefur borizt í surnar til síldar\"erksmiðjunnar á Eski- firði, eða um 900 tonn. Auk skipanna þriggja sem veiða í Norður. sjó, er enn eitt skip gert út á síld frá Eskifirði. Er það Seley, sem er að veiðum við Bjarnareyjar, Nokkur fleiri skip rnunu vera komin á miðin í Norðursjó, em blaðinu var ekki kunnugt um nöfn þeirra í gær. | Rúmlega 800 tunnur saltaðar á Siglufirði Rúmlega 800 tunnur síldar voru saltaðar úr togaranum VíkingE á Siglufirði í gær, en eins og sagt var frá í blaðinu I gær kom hann til Síglufjarðar með 240 tonn síldar af miðunum við Bjarnar. eyjar. Nýting síldarinnar var góð, eða um rúmlega 50%. SkipiÆ fór aftur á veiðar í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íglenzkra boínvörpuskipa- oigenda í gær, er ekki vitað um neinn annan togara sem á næst- unni mun sigla í kjölfar Víkdngs og veiðia síld. Víkingur var gerður Vel úr garði til síldveiða, með æmum tilkostaaði, og er engina annar togari þannig úr garðj gerður. Er togarinn m.a. búinn full- koranu kraftblakkarkerfi, hliðarskrúfu og sérstökum atýrisútbúnaði. Talsmaður Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda tjáði blaðinu lennfremur að fyrir nokkrum árum hefði Hallveig Fróðadóttir verið gerð út á síldveiðar, til reynslu og hefði m.a. verið sett kraftblökk í skipið. Veiðarnar hefðu mistekizt. Að lokum sagði talsmaðurinn að síldveiðarnar mættu aukast mikið til að togaraeigendur legðu í að breyta skipum sínum í síldveiðiskip. Þrotlaus söltun um borð í færeyska leiguskipinu Tæplega 3 þúsund tunnur síldar hafa nú verið ealtaðar um borð í leiguskipi Vaitýs Þorsiteinssonar við Bjamareyjair. Er von á skipinu til Raufarhafnar í næstu viku með fullfermi. Vinna hefur verið svo til þrotlaus um borð í skipinu frá því það kom á miðin. Síldin sem skipið kom með úr 1. leiðangri sínum hefur iþegar verið flutt út á markað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.