Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						6  ÁLÞYÐUBLAÐIÐ 6.  nóvember 1968
Baldur Símonatson:
Að undanförnu hafa spunnizt
umræður og blaðaskrif um
stjórnmálaleiða þann, sem
v;rðist vera að færast í auk-
ana á íslandi. Óánægja með
stjórnmálaflokka, stjórnmála
menn og stjórnkerfi er þó alls
ekki bundin vlð ísland og
kemur fram í ýmsum mynd-
um erlendjs á mismunandi
æsktfegan og ábyrgan hátt:
aukið fylgi þjóðernissinna í
Skotlandi og Wales, uppgang-
ur nýnazista í Vestur-Þýzka-
landi, vjnsældir Kennedys og
McCarthys og nú síðast George
Wallaee meðal almennra
bandarískra kjósenda, og sig-
ur de Gaulles yfir inargklofn
um vinstri mönnum eru e. t-
v. að mörgu skyld fyrirbæri.
Stjórnmálaleiði gerir ejnkum
vart við sig, þar sem ríkis-
stjórn er dáðlítil og óvinsæl,
en stjórnarandstaðan er mátt-
laus, hugmyndasnauð og hef-
ur ekkert nýtt upp á að bjóða.
Ofnkranar,
Slöngukranar,
Tengikranár,
Blöndunartæki.
BURSTAFELL
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3-
Siini 38840-
Unga
fólkid
veit
ÁiAFOSS
GÓLFTEPPf
errétta undirstaðan
ÁLAFOSS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2
Eðlilega greinir menn hér á
um orsakir og ráð til úrbóta,
en núverandi kjördæmaskip-
un og kosningafyrirkomulag
hafa sætt harðri gagnrýni, og
hafa kom ð fram tillögur um
að skipta landinu í einmenn-
ingskjördæmi, ejnkum til þess
að draga úr flokksræði og
veita nýjum hugmyndum og
mönnum inn í íslenzk stjórn-
mál.
Með kjördæmabreytingunni
1959 var st gið stórt spor í
réttlætisátt með jafnari at-
kvæðisrétti eftir landshlutum
og því sem næst fullkomnu
samræmi millj atkvæðamagns
flokka og þingsæta. Hins
vegar hafa listakosningar sam
kvæmt kerf d'Hondts leitt til
þess að efla flokksræði, og
margir telja einnig, að per-
sónuleg tengsl þingmanna við
kjósendur hafi minnkað, þótt
um hið síðarnefnda atrlði
megi deila. Við kjördæma-
breyt nguna 1959 var kjósend
um gert erfiðara um vik að
haía áhrif á niðurröðun list-
ans mieð útstrikunum og tiir
færslum. Ætli kjósendur lista
í Keykjaivífc að þoka einhverjum
manni listans um set með út-
strikunum iþarf til þess
12% kjósenda. í sex manna
kjördæmum þarf um 22%
og í fimm manma kjör-
dæmum 27%. Efstu menn
listanna, e.nkum hjá stærri
flokkunum, eru því ' mjög
traustir í sessi. Til þess að
fella Bjarna Bened ktsson frá
þíngmennsku þurf a um 84%
Sjálfstæðismanna í Reykjavík
að gera uppreisn, og svjpað
gildir um Eystein Jónsson á
Austfjörðum. Frambjóðandi á
lista fær % atkvæða á listan
um eingöngu í krafti þess sæt-
is sem flokksstjórnin úthlutar
honum.
Einnig hefur færzt mjög í
vöxt að variamenn taki sæti
á Alþjngi. í sumum tilvikum
hafa þeir setið heil og hálf
þing, meðan hinir kjörnu aðal
menn hafa talið sig eiga svo
annríkt v ð embættisstörf eða
búskap, að þeir hafa ekki kom
ið til þlngs. Stjórnmálamaður
sem sýnir Alþingi þá fyrirlitn
ingu að segjast ekki mega
vera að því að sækja fundi,
vegha þess að hann er f að
sleikja frímerki eða moka flór
á ekkert erindi á AJþingi og
Undanfarið hafa orðið umræður um kosningaskipun og hefur
mest verið deilt um kosti og galla hreinna hlutfaHskosningra eða
íjnmenningskjördæma.  En  til  eru fleiri  kosning-akerfi, sem  eru
Ett bekkt hér á landi. Eitt þeirra, sem kallað er „persónulegar
hlutfallskosningar",  er  kynnt í  meðfylgiandi grein. Þetta kerfi
r notað á írlandi, Möltu og í Ástralíu, og hafa írar tvívegis
ákveðið að miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu að við-
íalda Þessu kosningakerfi og hafna einmenningskjördæmum,
Höfundur greinarinnar er Baldur Símonarson Ágústssonar pró-
essors.  Baldur lauk  B.Sc-prófi  í  lífefnafræði frá  Edinborgar-
háskóla og leggur nú stund á rannsóknarstörf í þeirri grein við
æknadeild Lundúnaháskóla.
á að sjá sóma sinn í því að
segja af sér þingmennsku.
Þingmenn hafa engan rétt til
að kvarta undan virðingar-
leysi almennings fyr r Alþingi
meðan þeirra eigjn framkoma
er svona bágborin.
Einmenningskjördæmi veita
kjósendum val milli persóna
en ekki Hsta, og varamenn
hverfa úr sögunn;. En þau
mrynda um leið ný vandamál og
gallar þeirra eru augljósjr. Mis
ræmi m lli atkvæðamagns og
Iþingsætafjölda getur orðið ó-
trúlegt, og leiðir til hvers
kyns pólitískrar spill ngar
opnast, einkum þar sem aðeins
um 2000 kjósendur eru að baki
hverjum þingmanni. Fram
kvæmd'r í atvinnu- og sam-
göngumálum yrðu notaðar í
enn ríkara mæli í pólitískum
tilgangi, og mörg dæmi um
vegaspottapól tík eru kunn frá
Því fyrir 1959, og þetta ger-
ist sjálfsagt enn, þótt flestir
telji, að nú sé mjnna um
slíkt.
Flokksræði í einmennings-
kjördæmasklpulagi yrði svip
að og nú gerist, og þeir, sem
eru þ ngmenn fyrir örugg
kjördæmi, verða bæði væru-
kaerir og iþaulsætnir. Einmenn-
ingskjördæmafyrirkomulag
leiðir offtil tveggja flokka
kerfis, sem er engan veginn
æskilegt og hentar ekki ís-
lenzkum aðstæðum. Ef e'n-
menningskjördæmi yrðu tek-
in upp og uppbótarþingsæti
lögð niður, er hætt við því, að
þriðjungur íslenzkra kjósenda
ætti örfáa eða jafnvel engan
fulltrúa á þingi.
Þar sem einmenningskjör-
dæani eru, er alltaf til sá
möguleiki, að óprúttnjr stjórn
arherrar dragi kjördæma-
<mörk sér í vil, til þess að  at-
kvæði flokksins nýtist sem
bezt. Frægasta dæmi þess er
þegar Elbridge Gerry, ríkis-
stjóri í Massachusetts skóp
kjördæm:, sem líktist helzt
salamöndru, og kalla ensku-
mælandi menn þetta síðan
Gerrymandering. Árið 1948
hlaut þjóðernissinnaflokkur-
inn hreinan meirihluta á
þingi Suður-Afríku, en aðeins
40% atkvæða, Sambandsflokk-
urinn hlaut um 50% atkvæða
en aðejns 65 þ ngsæti af 153.
Svipað er uppi á teningnum
víða í Norður-ísrlandi, t. d. \
Londonderry, þar sem mót-
mælendur hafa meirihluta í
bæjarstjórn, þótt þeir séu í
miklum minnihluta meðal
kjósenda. Jafnvel þar sem
þetta er ekki gert vitandj v'ts,
getur orðið talsvert ósamræmi
milli atkvæða og þingsæta.
Þannig hlaut brezki íhalds-
flokkurinn meirihluta á þingi
1951, þó að Verkamannaflokk
urjnn hlyti 230.000 atkvæðum
fleira. En 1929 hlaut Verka-
mannaflokkurinn fleiri þing-
sæti en íhaldsflokkurinn, þótt
hann hlyti færr' atkvæði. Eín-
menningskjördæmaskipan get-
ur því oft verið algert happ-
drætti og skrípamynd af þjóð
arviljanum.
Margir gagnrýnendur núver
andi kjördæmaskipulags gera
sér grein fyrir þessum göllum
e nmenningskjördæmaskipun
ar, en telja persónuíkosn-
inguna og minnkað floklcs-
ræði höfuðkostinn. T. d. vill
Armann Sveinsson í grein í
Morgunblaðinu 27. ágúst
koma á flokkslegu jafnræði
meö uppbótarþingsætum, á
svipaðan hátt og var hér fyrir
1959. Þp er unnt að ve ta kjós
endum mejra .val - milli per-
sóna þar ' sem  listakosnjngar
tíðkast, og er það gert t. d.
bæði í Danmörku og Belgíu.
Nú vill svo til, að til e"r
kerfi sem sameinar helztu
kosti persónukosninga og hlut
fallskosninga og dregur mjög
úr flokksræði, og má nefna
það persónulegar hlutfalls-
kosningar á íslenzku (á ensku
single transfenable vote in
•multi- member constituencies>.
Fyrirkomulag þetta var fund
ið upp af Dananum Andræ um
miðja síðustu öld og vár notað
við kosningar til danska lands
þingsins áður en það var lagt
niður. Kerfi þetta hefur verið
notað í írlandi frá 1922, e. t.
v. tóku írar upp þetta kerfi
til að stríða sínum fornu hús-
bændum, Englendingum, sem
telja hlutfallskosningar álíka
siðspillandi; og imijffisftöðvar'hit-
un. Einnjg er það notað við
kosningar á Möltu, Tasmaníu
og til öldungadeildarinnar í
Ástralíu.
Kerfið er í stuttu máli þann
ig, að kjósandi raðar frambjóð
endum niður í töluröð eftir
því sem hann telur þá til þjng
mennsku fallha. Til þess að ná
kjöri í kjördæmi þar sem eru
n þingmenn, þarf frambjóð-
andi að fá svokallað Droops
hlutfall, sem er 1 hluti
n+1
gildra atkvæða og einu at-
kvæði betur . Þar sem eru 5
þingmenn og 6000 gild latkvæði
nær frambjóðandi kjöri, fái
hann 1/6 hluta atkvæða og einu
betur, þ. e. 1001 atkvæði. Ef
6 menn eru í kjör', er ekki
nóg að fá 1000 atkvæði, þá
geta allir verið jafnir, og því
er þessu eina atkvæði bætt
við.
Fái frambjóðandi flejri at-
kyæði. en Droops hlútfalU
nemur, er  umframatkvæðun-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16