Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						-  DAGUR

kemur úl tvisvar í mán-

uði og kostar 2 kr. árg.

Ojaldd. 1. júlí.

AFGREIÐSLU-

og innheimtumaður:

Ráðhússtíg 4.

Lárus J.Rist. Talsími31.

	^-m	Ritstjóri: Ingimar Eydal.	mh^-	«»

I. ár.	Akureyri 23. febrúar 1918.			2. blað.

Landsverslunin.

Því hefir verið haldið fram að

landið hefði ekki átt að skifta ejer

af versluninni á þann hátt, er gert

hefir verið. Eftir þeirri kenningu

átti að láta kaupmenn og kaupfjelög

einráð um að birgja landið með

vörur, kasta allri áhyggjunni á versl-

unarstjettina á þessum stríðstímum

og er talið, að þá mundi betur hafa

farið.

Að sönnu hefir jafnframt verið

gert ráð fyrir þeim möguleiká, að

forsjá kaupmanna hefði ekki reynst

einhlýt í þessum sökum, svo að

skortur hefði orðið, að minsta kosti

á sumum nauðsynjavörum þrátt fyr-

ir alla föðurlega umhyggju þeirrar

stjettar gagnvart almenningi.

En þá átti Iandsverslun að koma

til og fylla f skörðin, segja sumir

leiðtogarnir, er Iangsýnastir þykjast

vera. P& hefði fjárhagur landsins

verið í betra horfi, segja þeir, og

við það mætti bæta, að þá hefði

sparast mikil vinna, mikill pappfr

og mikil prentsverta, er farið hefir

í alla löngu blaðaleiðarana um »fjár-

hagsvoðann,* ef reyndin hefði orðið

sú, sem gert er ráð fyrir.

En það er þetta stutta ólukkans

orð »ef«, sem svo víða er til fyrir-

stöðu.

Sjáum nú til. Landið átti að vera

varaskeifa kaupmanna, sjá þá um

þann hluta verslunarinnar, sem þeir

annaðhvort gáitt ekki eða vildu ekki

hafa með höndum.

Þá hefði varaskeifan komið til.

Landið fcefði  orðið  að  fylla  upp

í götin  og glufurnar  á  verslunar-

garðinum.

Nokkurn veginn ætti það að vera

augljóst hverjum manni, að með

því fyrirkomulagi hefðu kaupmenn

setið að öllum verslunarrjómanum,

en lofað landinu að hafa bláa und-

anrenninguna.

Ætli að »fjárhagsvoðinn« hefði

þá orðiðminni?

Hvað mundi sá kaupmaður eða

kaupfjelag segja, sem gera ætti að

skyldu að vera á þennan hátt vara-

skeifa verslunarstjettarinnar, útvega

aðeins það er á skorti hjá öðrum

kaupmönnum, eða þeir ekki gætu

eða vildu útvega?

Vitanlega dytti engum í hug 'að Ijá

slíkri uppástungu eyra og það væri

heldur ekki von. Arðsvonin yrði

engin, en stórskaði vís.

En þegar svo er með einstakling-

inn, mundi þá ekki hið sama verða

ofan á, þó að alt landið ætti í hlut.

Ekki er heldur gott að sjá, hvern-

ig menn hugsa sjer að landið eða

stjórn landsins hefði átt að gera ráð-

stafanir til björgunar, ef það hefði

átt að dragast, þar til bjargarskort-

ur og hallæri hefði verið dunið yf-

ir. Hætt við að hjálpin hefði þá

komið um seinan. Seint að byrgja

brunninn, þegar barnið er dottið of-

an í.

Þá ber þess og að gæta, að mjög

er hætt við, að sumir kaupmenn

hefðu fært sjer það í nyt að hafa

einir nauðsynjavörur til að miðla

þegar að krepti.

En þá segja vitringarnir, að við

því hefði mátt gera með hámarks-

verði.

Það er nú svo. Til er nefnd, sem

kölluð er verðlagsnefnd.  Við hefir

það borið, að hún hefir  látið  sig

skifta verð á einstökum vörutegund-

um og sett á þær hámarksverð. Ekki

hefir það mælst vel fyrir hjá þeim,

sem  vörurnar  höfðu til sölu.  Ef

mjög hefði þurft að beita því gegn

kaupmönnum,  eru allar líkur fyrir,

að þeir hefðu tekið það ráð að láta

vörurnar alls ekki af  hendi,  nema

með þvingun og eignarnámi, og má

nærri geta hvílíkan eld fjandskapar

og óánægju það hefði haft f för með

sjer. Og þó að því hafi verið varp-

að fram í stórblaði einu í Rvík, að

kaupmenn hefðu vel getað sætt sig

við lítinn eða engan gróða, meðan

stríðið stendur yfir, af þvi að þeir

hefðu verið búnir að grœða  svo

mikið á verslan sinni fyrir stríðið

og gætu grœtt að því loknu,  þá

bendir reynslan frá árinu 1914 á alt

annað. Og ef að þessi ummæli hefðu

komið úr herbúðumsamvinnumanna,

myndu kaupmenn hafa litið svo á,

að verið væri að draga dár að þeim.

Það hefir þó víst ekki verið mein-

ing Jóns Þorlákssonar i Lögrjettu?

Frá útlöndum.

Ukraine heitir nokkur hluti af

Rússlandi sunnanverðu; er það oft

nefnt Litla-Rússland. Sjálfstæðisþrá

mikil hefir vaknað meðal íbúa þess;

vilja þeir verða Iausir undan og

óháðir hinu rússneska veldi. Hafa

þeir því gerst sjálfstæðir samninga-

aðiljar um friðargarð við Miðveldin,

og er  fullnaðar  friður á  kominn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8