Dagur - 26.02.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 26.02.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úí einusinnt i viku Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlí. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Jakob Björnsson past. em. frá Saurbæ. Nú sterkur hlynur hniginn er, sem hjer var öllum kær; hann kærleiks limið breiddi um bygð og brosti jafnt í gleði’ og hrygð, sem sumarsólin skær. Og margan gest að garði bar, sem gladdi húsbóndinn, því opin stóðu hjartans hlið, og hverjum manni velkomið hans brauð, í sjerhvert sinn. Og þó var ekki ætíð gnótt af auði’ í búi hans. En Krists að sýna kærleiksþel og krossinn hans að bera vel, var fremdin fuílhugans. Ei gráta skal, þó holdið hans nú hverfi niður í gröf, því eftir fagurt líf og langt að leggja af sjer holdið krangt er dýrðleg drottins gjöf. En autt er sætið. — Guð, ó, Guð, ó, gefðu oss aftur mann, sem höfuð baði’ í himins lind og helga geymi þína mynd í hjarta sjer — sem hann. Vinur. Haukur í horni. Ingjaldur er maður nefndur, Jónsson. Haukur heit- ir sonur hans. Búa þeir feðgar að Garðshorni í Köldukinn. Báðir eru þeir verkhygnir, hugvitssamir og þjóðhagir á ýmsa hluti, svo sem búnaður þeirra og híbýli vitna. Hafa þeir lagt hina mestu stund á að afla sjer þeirra verkfæra, er að gagni mega koma á smábýlum. Mun leitun á jafn mörgum og góðum smáverkfærum til jarðyrkju og smíða meðal bænda, sem í Garðshorni. En auk þess hafa þeir keypt á stríðsárunum sláttuvjel, bíldherfi og plóg. Eigi víia þeir fegðar fyrir sjer um frumsmíði nýrra verkfæra og staðlögun erlendra. Hafa þeir eytt tíma og fje í tilraunir af því tagi. Hauk hefir tekist að smíða valtara, eldstæði og járnsmiðju, alt að nokkru nýjar uppfyndningar og nothæfar. Garðshorn^er smákot. Fyrir nokkrum árum var þar Ritstjóri: Ingimar Eydal. Akureyri, 26. febr. 1919. 8. blað. ógirtur völlur, kargaþýfður, og kofar fallandi. Nú er garður um engi og tún og meir en helmingur vall- arins sljettaður, mest með sjálfgræðslu aðferðinni, sem þeir feðgar hafa fyrstir notað hjer og þykir vel gef- ast. íbúðarhús m. m. hafa þeir bygt úr steini. Pykir mjer það mestu máli skifta að alt þetta er gert með lítilli vinnu og kostnaði. Efnin voru Iítil, en hafa vaxið jöfnum skrefum við verkfærin og fram- kvæmdirnar. Verkvitið, verkfœrin og hestarnir hafa hjálpað. Pví get jeg hjer Garðshornsfeðga, að þeir eru að gera kotið að fyrirmynd. Eiga þeir þó báðir mikið óunnið enn, annaj- rúmlega tvítugur, en hinn rösk- lega fimtugur. * * * * * Sumarið síðasta var sprettulítið, sem menn muna. Sóttu tnargir heyskap, úr heimahögum ýmist til fjalla eða forarmýra. A þóroddstað í Kinn eru mýrar blautar, og svo víðlendar, að enginn man þær gjörslegnar fyr en nú í sumar. Pangað sóttu Garðshornsfeðgar heyskap sem fleiri. Hefir »Staðarmýri« verið talin svo blaut að ótæk heyskentd væri að vjelaslætti. Mest hefir þar verið slegið með grindarljá (rakstrarkonu) hin síðari ár. En í sumar kom Haukur þangað með vjel ssna og hafði sett á hana útbúnað, sem svarar til grindarinn- ar á ljánum, og gerir það að verkum að vjelin rakar sjálf um leið og slegið er og er afkastamikil. Hirði jeg eigi um að Iýsa útbúnaði þessum og geta þeir sem vilja fengið upplýsingar hjá Hauk sjálfum. Er útbúnaðurinn mjög einfaldur eins og margt af hinu besta hugviti. Kallar Haukur hann heyskúffu. Heyskúffan er alger uppfynding Hauks. Getði hann hina fyrstu tilraun með hana á forarmýri þar á Stað. Tókst honum fljótlega að láta sláttinn ganga nærri jafngreitt, þótt vjelin rakaði heyinu í garða með 10 — 20 faðma millibili og eftirvinnan væri eigi önnur en að keyra garða þessa á þerrivöll. Eigi virtist slátturinn teljandi örðugri fyrir hestana, en nokkurt erfiði og vandi bættist á sláttumann, þeg- ar vjelin rakaði. Pó gátu vanir vjelsláttar-menn, er í gripu, þegar í stað komist upp á að nota heyskúff- una. Sfðar reyndi Haukur- heyskúffuna á harðlendi snöggu og gafst hún þar jafnvel. Alstaðar var hægt að láta vjelina taka hvert einasta strá, er ljárinn los- aði. Pótt engið sje vott, óhreinkast heyið ékki nje blotnar, treðst eigi niður undir hestafótum. Er því mestur hagur að heyskúffunni á votlendi. Hitt mun og gaman að láta hana raka á harðvelli og ýta síð- an görðunum saman með borði. Heyskúffan er mjög mikilsverð. Hún getur lagt allar hestfærar votengjar undir sláttuvjel, og gert all- an heyskap á vjelfæru landi þriðjungi fljótteknari, þar sem raksturinn hverfur að mestu. Hún getur orðið búnaðinum miljónavirði. Haukur hefir sent formanni Búnaðarf. ísl. lýsing á þessari uppgötvun. Hann er maður ólærður í vjel- fræði. Telur hann Iiklegt, að vjelfræðingur gæti hag- að svo til vjelinni sjálfri, að hún tæki erfiðis-aukann við raksturinn af sláttumanni. * * * * * Pessi litla uppgötvun er hrópandi rödd, sem krefst þess að meiri rækt sje lögð við hugvilið. Hugvitið og vísindin eru búin að gjörbreyta öllum erlendum atvinnuvegum. Sjórinn er alstaðar samur og jafn. Við sjávarút- veg og siglingar er hægt að nota öll þau tæki, sem erlendis eru best, nú á dögum. Og þetta hefir verið gert. Árangur er sá arðs- auki vinnunnar, að vinnu-Iiðið dregst óðum að sjón- um, úr höndum bænda. Staðhættir íslenska búnaðarins eru algerlega sjer- stæðir. Erlendu landbúnaðsrvjelarnar eru allar mið- aðar við gjörólíka hætti. Pað er sjaldgæft að þær eigi hjer við. — Einmitt þess vegna búum við með miðaldahætti, þótt við siglum með samtíðinni. Ekki kemst lag á búnaðinn, fyr en við fáum verk- færi og vinnulag, sem bæði hæfir samtíðinni og stað- háttum. Þyrfti Búnaðarfjelagið annaðslagið að senda menn til hinna mestu landbúnaðarþjóða að velja okkur verkfæri. Og þó er þetta ekki nóg. Við þurfum ísl. hug- vit. Búnaðarfjelagið og Ræktunarfjelagið þarf að setja á stofn tilraunastöðvar með landbúnaðarverkfæri, þar sem |>au eru reynd á allskonar landi, ný verk- færi sjeu smíðuð og erlendum breytt. Að þeirri stofn- un þurfa að standa búfróðir verkfræðingar og hug- vitssamir. — Ekkert er of dýrt, sem bætir almennan hag. Nýjar uppgötvanir geta líka komið þaðan sem síst var vænst. Hver sem finnur nýja vinnuaðferð, nýtt verkfæri eða endurbót á göthlu, ætti að fá verð- laun svo um muni, en eigi einkaleyfi, þegar fundur hans er fullreyndur að góðu. Hugvitið hefir jafnan, á síðari tímum, verið atvinnuvegunum bestur hauk- ur í horni. /. 5. Rorra-hugsanir. Niðurlag. Jeg gat þess áður, að ekki gæti jeg gefið fullnægj- andi svar við þeirri spurningu, úr hvaða efni hag- kvæmast mundi að reisa bændabýlin íslensku, en aftur á móti myndi jeg leitast við að sýná fram á, á hvern hátt svarið fengist. í slíku vandamáli sem þessu, verðum við að láta reynsluna og vísindin hjálpast að og skera úr, hvað best hentar. Guðm. prófessor Hannesson, sem okkur Eyfirð- ingum er að mörgu góðu kunnur, hefir manna mest og best hugsað og ritað um húsabyggingar; eru til eftir hann fjölmargar ritgerðir um það efni í blöð- um og tímaritum; eru þær skrifaðar af brennandi áhuga og skörpum skilningi á högum og velferð al- þýðu; hann virðist óþreytandi að grafa upp alt það markverðasta, sem gerist á því sviði utan lands og innan; draga .það saman og birta almenningi, með glöggum athugasemdum og skýringum frá sjálfum sjer. Pi hefir byggingarmeistari Jóh. Fr. Kristjáns- son, verkfræðingur Jón Rorláksson o. 'fl. skrifað um málið, sem mikinn fróðleik hefir að geyina fyrir þá, sem um byggingar vilja hugsa. Loks hafa 30 bænd- ur fyrir tilhlutun Búnaðarfjelags íslands gefið skýrsl- ur og lýsingar af steinsteypuhúsum, sem þeir hafa reisa látið á síðari árum; 18 þessar skýrslur komu í Búnaðarritinu 1911, en 12 í 3 — 4 hefti Búnaðarrits-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.