Dagur - 12.03.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einustnnl í viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlt. II. ár. Akureyri, 12. mars. 1919. Ritstjóri: Ingimar EydaI.f #H^I AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 10. blað. Dómur sögunnar. íhaldsstefnan hvílir á tveimur stoðum. Annarsveg- ar eru þeir menn, sem svo hafa komið ár sinni fyr- ir borð, að þeir hafa allsnægtir og telja sig engu þurfa að kvíða í framtíðinni, hvorki fyrir sig nje sína en láta sig á hinn bóginn hag aimennings fremur litlu skifta. Þeir eru auðvitað íhaldsménn og hræddirvið almennar framfarir að því leyti, sem þær geta vald- ið truflun í lífsþægindum sjálfra þeirra. í öðru lagi eru þeir, sem að vísu hafa lítið af sólskini lífsinsað segja, en eru orðnir svo vanir kulda lífsins og kröm og samdauua menningarleysinu, að þeir sætta sig all- vel við lífskjör sín og hafa enga trú á almennum fram- förum og eru jafnvel hræddir um, að þær geti gert vont verra, telja þeir því vissast að vera á móti þeim og halda dauðahaldi í gamlar og úreltar venjur. Framsóknarmennirnir fara nokkuð öðruvísi að. Peir eygja ótal leiðir til fullkomnunar og betra lífs, og þeir leggja ótrauðir út á þær leiðir og hirða ekki um það, þó að íhaldsmennirnir brosi í kampinn og hristi höfuðin yfir óforsjálli kappgirni, er þeir kalla Aðalmunurinn á íhaldsmönnum og framsóknar- mönnum er þessi: Hinir fyrnefndu vilja aðeitis fara troðnar slóðir. Peir síðartöldu leggja nýja vegi. Ekki má þó draga fjöður yfir það, að framsóknar- hugurinn getur hlaupið í gönur og gerir það stund- um. En misstignu sporin á framfarabrautinni eru líka lærdómsrík, sje rjett á þau litið, þó þau beri að forðast. Barnið stígur margt sporið óvarlega, dettur og meiðir sig, en það heldur áfram göngunni og lærir af reynslunni. t*að má fyllilega gera ráð fyrir því, að framsókn og ihald fari fyrir alvöru að togast á í landi voru úr þessu. Pað er því ekki úr vegi að menn fari að reyna að átta sig á því, hvor þessara stefna sje heilla- vænlegri fyrir þjóðina og undir hvaða merki menn vilja skipa sjer. Það mun nú svo í þessu atriði sem öðrum, að reynslan er ólygnust. Hvað segir hún? Menn mega ekki halda, að framsóknarhugurinn og íhaldstilhneigingin sjeu nein ný fyrirbrigði í sögu mannsandans. Hvorttveggja hefir meira og minna látið á sjer bera í sögu allra þjóða á öllum öldum og þá einnig í sögu okkar íslendinga. Eðlilegast er að við skygnumst um í okkar eigin sögu og vitum hvers vjer verðum varir. Hvaða nöfn eru það nú í sögu vorri, sem mest- an Ijóma bera og vjer dáumst mestað? Á allra vör- um eru þessi: Eggert Ólafsson, Skúli Magnússon, Magnús Stephensen, Baldvin Einarsson, Tómas Sæ- mundsson, Jón Sigurðsson. Fleiri slík mætti nefna. En hvað er það sem vjer dáumst að í lífi þessara manna? Er það íhaldsstefnan eða framfarafælnin? Síður en svo. t*að er framsóknarhugur þessara manna, framkvæmdaþrek þeirra og vilji til að leiða þjóðina »áfram lengra, ofar hærra« á nýjar brautir menning- ar og þroska, sem heldur nöfnum þeirra á lofti. Af því að þeir voru framsóknarmenn, lítum við til þeirra með lotningu og þakklátum huga. Pað eru framsóknarmennirnir, sem með trú sinni á mátt framfaranna skapa viðreisnartímabilin í sögu þjóðanna, en ekki dottandi íhaldsstefna. Eða hverjir eru þeir jhaldsmenn á viðreisnartfmabili lands vors, er sögulegan ljóma leggur af vegna íhaldsstefnu þeirra og kyrstöðuhugsana? Hver getur bent á nöfn þeirra? Dómur sögunnar er skýr í þessu efni. Óll menn- ingarsagan er ekki annað en saga um sigur fram- sóknarinnar gegn íhaldinu. t*að er framsóknarhug- urinn, þrá mannsandans eftir meira Ijósi og fullkomn- ara lífi, sem leitt hefir mennina neðan frá villimanns- stiginu upp á svið siðmenningarinnar, en á framsókn- inni má ekkert lát verða, því »Iangt mun þar eftir af vegi*. Vindstaða „íslendings". Hann er á vestan, var ei á austan? y ^ «íslendingur« er undrandi og slær á lær sjer yfir því «frjálslyndi« að Guðm. Friðjónssyni skuli vera leyft að segja það í »Degi«, að bændur «ættu að verða hreinlyndir og drengilegir ihaldsmenn á þjóð- málasviðinu*. Af þessu «frjálslyndi« dregur fsl. þá miður gáfulegu ályktun, að málgögn »Tímaklíkunnar« er hann svo nefnir, Tíminn og Dagur, reki stjetta póli- tík, sjeu íhaldsblöð, en hylji sig undir framfaragrímu. Alt er þetta illa mælt og heiniskulega og sannar það eitt, að fsl. hefur enn ekki áltað sig á þeirri sjáif- sögðu reglu hvers sæmilegs blaðstjóra að leyfa mis- munandi skoðunum að korna í ljós, sjeu þær fluttar á kuríeisan og viðéigandi hátt. Hverjum sæmilega læsum manni mun skiljast það, að G, Fr. Ieggur nokkuð aðra merkingu í orðið »íhald« í grein sinni en venja er til. Hann á þar auðsýnileg- a við andstæðu óheilbrigðs fjárbralls og óvarfærni í fjármálum. Gætni í fjármálum einstaklinga og almenn- ings kemur alls ekkert í bága við framsóknarstefnuna. Pað eru ekki aðrir en skilningslausir aulabárðar, sem halda því fram, að fyrirhyggjulaus byltingagirni og óhófleet fjárbruðl sjeu sjálfsagðir förunautar framsókn- arinnar og mætti rökstyðja þetta með mörgum dæmi um, ef þess gerðist þörf. Það eru ekki margar vikursíðanþað varfullyrtííslend- ingi, að bændur hefðu samtök um að koma bruðlun- armönnum og byltingaseggjum til valda á Akureyri. Nú tyggur sama blað ummæli Guðm. Fr. um íhalds- semi bænda og kjamsar við. Fyr má nú vera breyt- ing á vindstöðunni! Petta er ekki mælt til þess að svara fyrir Guðm. Friðjónsson, þess gerist engin þörf, því að hann mun maður til að ráða niðurlögum skriffinnaíslendings á ritvellinum, ef honum sýnist svo En þar sem íslend- ingur bregður Degi um stjettapólitík, þá skal með glöðu geði játað, enda aldrei verið farið dult með það, að Dagur vill af itrustu kröftum styðja að vexti og framförum bœndastjettarinnar, og má ísl. sýta fram- an í kaupmenn út af því, ef hann vill. Aðrir kgnna ekki í brjósti um hann. En ékki er það annað en »íslendings« ósannindi, að stefna sú, er Dagur fylgir, hafi reynt »að siga upp bændastjett landsins gegn öðrum stjettum,« og mættu bændur vel taka eftir því, að ísl. með þessum orðum sínum líkir þeim við rakka! Hefir hann nú í annað skifti vegið í hinn sama knjerunn að þessu leyti (sbr. »Grafhundinn« áður). Skal nú því líkingamáli vísað heim til föðurhúsanna, því »þar eru eyru sæmst sem uxu.« Bending. Pað hefir verið talið, að bókagjörð og blaðaút- gára væri mikil hjer á landi, þegar tekið er tillit til fólksfjölda. Er það með sanni sagt, og því nokkuð margbreytt, sem út kemur: Fræðibækur, sögur, ljóð- mæli, tímarit og dagblöð. Að sjálfsögðu er -þetta misjafnlega skemtilegt og misjafnlega þarft, og skal jeg ekki leggja frekari heildardóm á það hjer. En það er eitt atriði, sem viðkemur því sem út er gefið, er jeg vildi vékja athygli á. í fjölda mörgum bókum og einnig dagblöðum úir og grúir af útlendum orðum og jafnvel heilum setningum á allskonar tungumálum, og fylgir þeim engin útskýring á íslensku; enda skilur alþýða manna þau ekki og hefir því engin not af þeim. En þar sem mikill hluti af því, sem ritað er, er ætlað alþýðunni til lesturs, virðist þetta afar óheppi- legt og óviðeigandi, einkum þar sem um er að ræða nöfn merkfa erlendra manna eða staða, sem óment- uð alþýða hjer á landi þekkir ekki einu . sinni að nafninu, en vill þó gjarnan vita eitthvað um. Allir þeir, sém rita fræðandi greinar, sögur eða annað þ. h., ættu að hafa það fyrir fasta reglu, að láta hverri setningu á úttendu máli — ef þeir endi- lega vilja hafa þær með — fylgja útskýringu á ís- lensku. Og þar sem allur þorri erlendra manna- og staðanafna er öðruvísi borinn fram heldur en ritað er, verður oft alls ómögulegt að kveða að þeim eftir því, sem stafirnir benda til á okkar máli. Af þessu leiðir svo það, að nöfnin eru borin fram með ýmsu móti, eftir því hvað lesarinn getur sjer til úm framburðinn, og aðeins tilviljun ef einhver hittir á rjettan framburð. Petta er svo auðskilið mál, að jeg finn ekki þörf á því, að setja hjer fram nein dæmi til skýringar. Jeg lít svo á, að hugmynd þeirra, sem hjer á landi rita um útienda menn eða staði, sje sú, að kynna löndum sínum þá á einhvern hátt. Þessi viðleitni er að vísu góð og virðingarverð, en hún kemur ekki að tilætluðum notum, ef þeir, sem nöfnin lesa, hafa enga hugmynd um það, hvernig á að bera þau fram, og vita svo ekkert við hvað er átt, þótt þeir síðar meir heyri þau rjett framborin, eða hafi kanske einhverntíma áður heyrt þau, en ekki sjeð á prenti. Jeg get ekki fundið, að það sjeu nokkur útlát f því fyrir þá sem rita, að sýna hvernig á að bera fram hvert útlent nafn, þar sem það kemur fyrir í fyrsta sinn í bókinni eða blaðinu. Með því er mik- ið fengið fyrir ómentaða lesendur og tilgangi þess er ritar þá betur náð. /• Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hefst 3. apr. n. k., á Akureyri. Látinn er í Winnipeg Ögmundur Sigurðsson klæðskeri, bróðir Sigurðar bóksala hjer á Akureyri. Ögmundur sál. var dugandi maður og drengur góður.—Spánska veikin varð honum að bana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.