Dagur - 31.03.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 31.03.1928, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- ing«u A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ár*- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. daz. XI . ár. ? >-•-•-•-•-•-•-•-• • •-•-•-•-•-•.•-• • • -• -•-•■•- Akureyri, 31. Marz 1928. 15. tbl. '•'•--«*-•-•"• -•-• • • •-•-•-•- •-• •••• •*♦•-•-•-•- -•-•-•-♦ •-♦-• •< Hvað gerir þingið í gengismálinu? Þesari spurningu mun nú varp- að fram úr ýmsum’ áttum, og þess vænst, að það komi opinberlega fram,, hvenær því máli verði til lykta ráðið. — íhaldsþingmenn og blöð þeirra æpa og berja sér á brjóst! út af því að ríkisstjórnin skuii ekki' þegar leggja fyrir þetta þing frumvarp til breytinga á myntlögunum og lögbinda á þann hátt verðfestingu krónunnar. Hækkunarpostularnir bregða Framsóknarflokknum um »lof- orðasvik í þessu máli« gagnvart kjósendum, og virðast enga bið þola á því, að »stýfingin« verði lögfest! Kjósendur Framsóknarflokks- ins geta því nú nærri, hvort í- haldsmönnum sé það svo mikið hjartans mál, að stjórnin fram- fylgi loforðumi sínum í gengismál- inu. En hver voru »loforðin?« 1. Að núverandi verðgildi krónunn- ar yrði haldið óbreyttu og engin hækkun gerð. 2. Að ganga frá verðfestingunni, sem næst þessu marki á lögformlegan hátt, að fengnum undirbúningi. — Hvaða »loforðasvik« hafa verið framin í þessum efnum? Engin. — íhalds- blöðin æpa um það uppspunnin ó- sannindi um landiðíöngþveitisínu. Stjómin hefir oft lýst því yfir á þessu þingi, að genginu verði lialdið óröshuðu; og undirbúning til endanlegrar verðfestingar krónunnar lætur hún fram fara. Nú flytja tveir þingmenn úr Framsóknarflokknum, Halldór Stefánsson og Ingvar Pálmason, tillögu til þingsályktunar urn gildi íslenzkra peninga — í sameinuðu þingi — svohljóðandi: »Sameinað Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta frann fara fyrir næsta þing ránnsókn og undirbún- ing til endcmlegrar skipunar á gildi íslenzkra peninga, enda telur örugt, að þangað til verði gildi þeirra haldið óbreyttu«. Með þess- ari ályktun er ætlast til að Alþingi samþykki áform stjórnarinnar í þessu máli og ákveði undirbún- ingstímann til verðfestingarinnar. Það er ekki ólíklegt að íhalds- • menn taki þessari ályktun fegin- samlega; þeir sýnast hafa beðið mjög óþolinmóðir í vetur eftir þinglegri ákvörðun úm úrslit þessa máls! — Nú er þess skamt að bíða, hvað þingið vill ákveða í þessu efni, Kjósendur Framsókn- arflokksins treysta því vel, að stjórnin muni efna sín loforð í þessu máli, og framkvæma áfonn flokksins, hvort sem meiri hluti Alþingis er því samþykkur eða eigi. Það eru ýmsar hliðar á verð- festingarmáíinu, sem) þarf að at- huga; meðal annars hvort unt sé, að leiðrétta það ranglæti, sem gengishækkunin skapaði skulda- mönnunum í landinu, og á hvern hátt. Virðist eðlilegast að það sé gert áður ,en verðgildi krónunnar er lögfest. -----o---- Iðnskólinn. Iðnskólanum var sagt upp í fyrrakveld, en prófað var í báðum deildum á Mánudags- og Þriðju- dagskveld. Gengu 13 reglulegir nemendur undir prófið og 4, sem ekki höfðu notið kenslu í ölluip námsgreinum. Alls hafa 25 nemendur sótt skólann í vetur, en margir hafa heltst úr lestinni: Flutt úr bæn- um, veikst eða forfallast með öðr- urn hætti. Nú eru tímamót í sögu skólans: Hann hefir alt að þessu ekki átt þak yfir höfuðið, og hefir því ver- ið kent í leigustofum, en nú flytur hann í hið nýja, myndarlega skólahús iðnaðarmanna, sem reist er við Norðurgötu. f því eru 8 vistlegar kenslustofur og stór teikni og samkomusalur. Skólinn hefir nú full ráð á húsum sínum, og má ætla, að það muni móta skólabrag allan, að ekki litlu leyti. Er svo ráð fyrir gert, að kensl- an vefði eftirleiðis sniðin eftir náms- og prófkröfum Iðnskólans í Reykjavík; verður skólinn þá í 4 deildum, og allmörgum náms- greinum bætt við þær, sem áður voru kendar; kennaralið verður þá auðvitað að sama skapi. Einnig hefir komið til orða, — og má telja fullráðið, — að í sam- bandi við skólann verði stofnuð unglingadeild, en í henni séu kend almenn fræði, svo sem. Reikning- ur, bókfærsla, íslenzka og saga, og einnig erlend tungumál, svo sem: Danska, enska og jafnvel þýska. Iðnaðarmenn á Akureyri eru nú að koma mentamálum sínum í sæmilegt horf, þótt drjúgur spöl- ur sé enn að marki. En hér er skóli þeirra kominn á nýjan áfanga og mun greiðlega sækjast sá næsti, ef þeir fylgja honum einhuga nú, þegar fram- Jlðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í samkomuhúsinu »Skjaldborg« á Akureyri og hefst kl. 11 f. h Þriðjudaginn 24. Apríl næstkomandi. D A O S K R Á : 1. Athuguð kjörbréf fulltrúa. 2. Skýrt frá starfsemi félagsins 1927, framlagðir reikningar fyrir það ár ásamt athugasemdum endurskoðenda og tillögum til úrskurðar. 3. Ráðstöfun ársarðs og eftirstöðvar innlendra vara. ( 4. Útbúið á Dalvík. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi félagsins. 7. Kosningar: a, 2 menn í stjórn. b. 1 endurskoðandi. ' c. varaendurskoðandi. d. 4 fulltrúar á Sambandsfund. e. 2 varafulltrúar á Sambandsfund. Akureyri 29. Marz 1928. F. h. félagsstjórnarinnar. Vilhjálmur Þór. tíð skólans veltur mest á, hvort stakkaskifti þessi takast giftu- samlega eða ekki. J. Fr. ------o---- AlþingL Frumv. um síldarbræðslustöðv- ar var endursent til Efri-d. frá Neðri-d., og var þar samþykt með 8 : 6 atkv. breytingartill. frá Erl- ingi Friðj. og Ingvari Pálmasyni, þess efnis, að ekki mætti selja samlagi eða samvinnufélagi síld- arútvegsmanna bræðslustöðvar, er ríkið kynni að reisa, nema báðar þingdeildir samþyktu það. Frum- varpið fer nú aftur til Neðri-d. og síðan í -Sameinað þing, ef Neðri- deild samþykkir það ekki óbreytt. Neðri-d. hefir samþykt þingsá- lyktunartiH. frá ól. Thors og M. G. um auknar lánveitingar til frystihúsaogumbygging nýs kæli- skips; var síðari liðurinn samþ. með 15 : 6 atkv. Jón ól. flutti breytingartillögu við hækkun á vörutollinum um að kolatollurinn yrði aðeins 2 kr. á smálest eða hækkaður um helm- ing og var hún samþykt. — Tog- aravökulögin, um| 8 tíma hvíld há- seta á togurunum, voru afgreidd Helgi Sigurðsson frá Hróarsstöð- um andaðist að heimili sínu Odd- eyrargötu 2ó Fimtudaginn 29. þ. m. Ákveðið er að hann verði jarð- sunginn áð Hálsi i Fnjóskadal á Skírdag n. k., kl. 12 á hádegi, en kveðjuathöfn fer fram í Akureyrar- kirkju Priðjud. 3. Apríl, kl. IOV2 árd. frá þinginu í dag. — Frumv. um 25% viðauka við tekju- og eigna- skattinn var samþ. í N.-d. og af- greitt til E.-d. — Afgreidd breyt- ing á jarðræktarlögunum. Annari wrnræðu um fjárlögin verður lokið í Efri-deild í kveld. ------o------ Soffía Þorvaldsdóttir, ekkja Sigurðar Sigurðssonar járnsmiðs, andaðist í gær- morgun, að heimili Vilhelminu dóttur sinnar. Var hún rúmlega 77 ára gömul. Helgi Sigurðsson áður bóndi á Hróar- stöðum í Fnjóskadal lést 29. þ. m. á heimili sínu hér í bænum; góður maður og gegn, um sjötugs aldur. Friðrik Jóhannsson fyrrum bóndi á Ytri-Reistará í Amarneshreppi, er ný- látinn. Hann var um sjötugt, og hafði verið blindur frá því hann var rúmlega tvítugur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.