Dagur - 16.03.1933, Blaðsíða 3
11. tbL
DÁGUR
43
stjórn eða hreppsnefnd hefir til-
kynnt landeiganda að lóð muni
verða tekin af landi hans í þessu
augnamiði, og því aðeins að álitið
verði, að eigandi lóðar eða lands
hafi orðið fyrir skaða af þessum
ástæðum.
Tilbúningur og verzlun meö
smjörlíki. Hér er um að ræða end-
urskoðun laga nr. 38, 1923 og lagt
til að lögin verði fyllri á ýmsan
hátfc, eftirlit aukið og heimild til
að fyrirskipa notkun smjörs í
smjörlíki, einnig eru ákvæði um
notkun jarðeplasterkju við smjör-
líkisgerð í stað sesam-olíu.
Breyting á lögum um ullarmat.
Aftan við 4. gr. bætist: »Einn af
yfirullarmatsmönnum, sá er ráð-
herra skipar til þess, skal jafn-
framt vera ráðunautur stjórnar-
innar í öllu því, sem að ullarmati
lýtur, og nefnist hann ullarmats-
formaður. Skal og hann veita ull-
armatsmönnum og yfirullarmacs-
mönnum fræðslu um framkvæmd
ullarmatsins og flokkun ullarinn-
ar og er yfirullarmatsmönnum og
ullarmatsmönnum skylt að haga
ullarmatinu eftir fyrirmælmn
hans og má leita úrskurðar hans,
ef ágreiningur verður um ullar-
matið«.
Árslaun ullarmatsformanns
skulu vera 800 kr., en árslaun yf-
irullarmatsmanna 400 kr. til
hvers og greiðast úr ríkissjóði.
Breyting á vegalögum. Vega-
málastjóri hefir samið frumvarp
þetta. Eru þar ýmsar nýjar braut-
ir teknar í þjóðvegatölu, þar á
nieðal Kristnesvegur og Dalvíkur-
vegur.
Breyting á lögum um bygg~
ingarsamvinnufélög. í athuga-
semdunum segir: »Það þykir rétt
að atvinnumálaráðuneytið fái
samþykktir byggingarsamvinnu-
félaga til yfirlits og breytinga
eftir því, sem því kann að þykja
ástæða til, og að þær séu síðan
staðfestar af ráðuneytinu, áður en
félagið geti tekið til starfa«.
Veiting rikisborgararéttar. Frv.
fer fram á, að þremur mönnum,
tveimur fæddum í Danmörku, en
einum í Noregi, sé veittur ríkis-
borgararéttur,
Eggert Stetánsson.
Eins og kunnugt er, fékk Eggert
Stefánsson söngvari tilboð frá út-
varpinu i London um að syngja
þar íslenzk lög. Söng hann þar 17,
jan. í vetur, og var söng hans út-
varpað fri fjórum enskum stöðv-
um, auk þess sem honum var
endurvarpað, t. d. frð Osló. Alls
söng Eggert þarna átta fslenzklög,
þar af tvö þjóðlög. Hin sex lögin
voru eftir þá Sigv. Kaldalóns, Jón
Leifs, Karl Ó.Runólfsson og Áskel
Snorrason.
Nú hefir Eggert verið boðið að
syngja fyrir útvarpið i Hollandi,
írlandi 0g Póllandi. Fer hann til
Hollands f þessum mánuði og
astlar að syngja þar fslenzk lög.
Sést á þessu, hvaða álit hann hefir
unnið sér erlendis með söng sfnum.
* *
Á viðavangi.
Vantraustið d M. G.
Frá því var skýrt i siðásta blaði
að þingmenn Alþýðuflokksins hefðu
f sameinuðu þingi borið fram van-
traustsyfirlýsingu á Magnús Quð-
mundsson út af Hlaðgerðarkots-
eða Reykjahliðarmálinu, en atkvæða-
greiðslu verið frestað. Síðar flutti
Sveinn Ólafsson tillögu til rök-
studdrar dagskrár þess efnis, að
þar sem jarðarkaupin væru úr sög-
unni, sæi þmgið ekki ástæðu til að
gera ályktun i sambandi við það
mál. Pá flutti Sveinbjörn Hðgnason
breytingartillögu við dagskrá Sveins
á þá ieið, að þingið treysti þvi, að
slíkt mál, sem Reykjahlíðarkaupin,
kæmi ekki fyrir aftur.
Pessar tiilögur komu til atkvæða-
greiðslu f sameinuðu þingi á mánu-
daginn var og urðu úrslitin þau,
að breytingartillaga Sveinbjarnar
var felld með 25 atkvæðum gegn
11, en dagskrártillaga Sveins síðan
samþykkt með 26 atkvæðum gegn
9. Vantrauststillagan þar meðtallin.
Dálitið er það broslegt, að meiri
hluti þingmanna skyldi ekki sjá sér
fært að treysta Magn. Quðm. til
þess að gera ekki aftur slíkt glappa-
skot, sem hann framdi í Reykja-
hlíðarmálinu I
Kommúnistaupphlaup.
Um lOJeytið á þriðjudagsmorg-
uninn lagðist skipið Nova að Torfu-
nefsbryggjunni. Eins og venja er
við skipakomur, var mannmargt á
bryggjunni og þó með fleira móti
f þetta sinn, eins og menn byggj-
ust við einhverjum tíðindum. Pegar
skipið var lagst, flutti formaður
Verkamannatélags Akureyrar, Stein-
grimur Aðalsteinsson, ræðu við
skipshlið og lýsti yfir verkbanni
við skipiðr Pó kvað hann farþeg-
um heimila landgðngu og póst
mætti taka, en engar vörur færu f
land. Skoraði hann á verkamenn
að fylgja fast fram banni sinu.
Tveir utanbæjarmenn, Jón Rafnsson
úr Vestmannaeyjum og Póroddur
Quðmundsson frá Sigiufirði, töluðu
einnig og hvöttu til hins sama.
Ástæðan til verkbannsins var sú,
að með skipinu var meðal annars
allmikið af tunnuefni, sem bærinn
hafði pantað og ætlað var til að smíða
úr i atvinnubótavinnu, en stjórn
Verkamannafélagsins hafði ekki vilj-
að sætta sig við ákvæði þau um
kaupgjald við vinnuna, er bæjar-
stjórnin hafði sett.
Var nú allt kyrrt þar til kl. eitt
um daginn. Pá átti vinna við skip-
ið að hefjast. Dreif þá múgur
manns fram á bryggjuna, svo hún
varð þéttskipuð fólki. Pegar til
vinnunnar skyldi taka, skárust
kommúnistar f leikinn og hindruðu
að hún næði fram að ganga. Ein-
hver mótstaða var þeim sýnd, og
urðu þá nokkrar stimpingar, en þó
ekki stórvægilegar, enda skorti allt
skipulag og reglu frá hendi and-
stæðinga kommúnista, en þeir marg-
mennir. Lauk svo að skipið blés
til brottfarar, leysti landfestar og
lagðist úti á höfn. Lá Nova þar
um kyrrt sfðari hluta dagsins og
liggur þar enn.
Norski samningurinn.
Á öðrum stað hér f blaðinu er
samningur sá, er landsstjórnin hef-
ir nýlega lagt fyrir Alþingi og al-
mennt er nefndur norski samning-
urinn, birtur f heilu lagi. Um samn-
ing þenna eru geysilega skiftar
skoðanir, telja sumir hann fyrir
neðan allar hellur, en aðrir að hann
sé okkur fslendingum eftir ástæð-
um sérlega hagkvcmur og hættu-
Iaus. Mun það vera á tiltöiulega
fárra manna færi að kveða upp vel
rökstudda dóma um slíkan milli-
rfkjasamning, en sleggjudómar eru
lítils virði.
Kl. 9 á þriðjudagskvöldið hófst
fyrsta umræða um samninginn f
neðri deild. Var ræðunum útvarpað
og stóðu til kl. 12. Fjórir tóku til
máls: Forsætisráðherra, Asgeir Ás-
geirsson, Óiafur Thors og Porsteinn
Briem, er allir mæitu eindregið með
þvf, að þingið samþykkti samning-
inn, og Héðinn Valdimarsson, sem
mælti á móti og taldi samninginn
versta endemi.
Næsta kvöld hélt svo umræðunni
áfram, og töluðu þá enn hinir sömu
og fyr að undanteknum Porst. Briem;
ennfremur tóku þá til máls: Bjarni
Ásgeirsson, með samningnum, Har-
aldur Quðm. og Quðbr. ísberg,
báðir á móti. Umræður voru hvass-
ar með köflum.
o
Kom inflúenzan
með Súðinni ?
Hér í bænum gengur sá orðrómur, og
er haldið fram af miklum sannfæring-
arkrafti af ýmsum, að inflúensan hafi
komið með Súðinni þrátt fyrir allar
sóttvarnir.
Af því að ég er sannfærður um að
þessi orðrómur er á röngum rökum
byggður og af því mér er illa við ó-
sannindi og slúður, hjátrú alla og van-
trú, þá vil ég leyfa mér að leggja fram
nokkur skilríki í málinu.
Þegar Súðin kom hingað aðfaranótt-
ina 3. þ. m. og ég var sóttur til að at-
huga og úrskurða um hvort skipverjum
skyldu leyfðar sámgöngur við land,
fullvissaði ég mig um, af samtali við
skipstjóra og athugun um borð, að eng-
ir væru þar inflúenzusjúkir. Skipstjóri
gaf vottorð um, að engin inflúenza eða
kvefsótt hefði verið í skipinu alla leið
frá Reykjavík og hingað og að enginn
hefði legið rúmfastur. Ennfremur full-
yrti hann (og sýndi þar um vottorð
hlutaðeigandi héraðslækna), að full-
komnu samgöngubanni hefði verið hald-
ið uppi milli skips og lands á þeim
höfnum eystra (Hornafirði, Djúpavogi
og Norðfirði), þar sem inflúenza var í
landi.
Nú hafði ég ennfremur fengið skýrslu
landlæknis um, að hvergi annarstaðar
austan Akureyrar væri nein inflúenza
að ganga og því ekki að óttast neina
höfn frá Norðfirði að telja. Að þessu
athuguðu hikaði ég ekki við, að gefa
skipið frjálst enda þóttist ég gæta allr-
ar þeirrar varúðar, sem heimta verður
í sóttvörnum gegn inflúenzu.
Ég er þeirrar skoðunar, að inflúenzan
sem nú er að ganga hafi verið komin
til bæjarins nokkru áður en Súðin var
hér á ferö og mun veikin hafa borizt
ÍBÚÐ,
eða íbúðir og herbergi til leigu
frá 14. maí n. k. d góðum
stöðum i bœnum. — Upplýs-
ingar gefur
Ingimundur Árnason.
með einhverju skipi, sem kom frá
Reykjavík vestan um land, enda engar
varnir hafðar gegn veikinni þá leiðina
en nú orðið fullvíst að inflúenzan hefir
verið að breiðast út í Reykjavík síðustu
4—5 vikur eða meira.
Þessu til styrktar læt ég fylgja þessi
vottorð frá læknunum Bjarna Bjarna-
syni og Pétri Jónssyni:
Að gefnu tilefni vottast það hér með,
að ég varð var við samskonar inflúenzu
og þá, sem nú gengur í bænum, allt að
því hálfum mánuði áður en e/s »Súðin«
kom hér síðast
Akureyri 15. marz 1933.
Bjarni Bjamason, læknir.
Að gefnu tilefni skal ég taka það
fram að ég sá fáein sjúkdómstilfelli 6—
7 dagana áður en e/s Súðin kom hér
síðast, sem höguðu sér alveg eins og in-
flúenza sú sem nú gengur hér.
Akureyri 15. marz 1933.
Pétur Jónsson.
Að endingu læt ég fylgja yfirlýsingu,
er Sigurður skólameistari Guðmundsson
hefir látið mér í té til að hnekkja kvik-
sögu er gengið hefir um aðkomu inflú-
enzunnar í Menntaskólann, en þar gerði
hún fyrst greinilega vart við sig svo að
eigi var um að villast.
YFIRLÝSING.
Fullyrt er í bænum og trúnaður fest-
ur á, að tveir ný-nemar frá Norðfirði
hafi komið á »Súðinni« síðast hingað í
skólann. Fróðir bæjarbúar þykjast vita
með sannindum, að þeir hafi flutt »in-
flúenzuna« til bæjarbúa og skólanem-
enda. Á þessari merkilegu sögu er sá
galli, að þessir norðfirzku gestir hafa
aldrei komið mér fyrir sjónir. Bæta má
því við, að hér í skólanum stunda nú
nám sjö Norðfirðingar. Enginn þeirra
kannast við að hafa orðið var þessara
mjög-umræddu ferðalanga og vita ekki
heldur þeirra von hingað í skólann, að
minnsta kosti í bráð.
Enn flýgur sú fregn um bæinn, að
leikfimikennari skólans, hr. Hermann
Stefánsson, hafi farið um borð í »Súð-
ina« með hóp nemenda, meyjar og
sveina, En hann hefir að þessu sinni
ekki stigið fæti sínum, hvorki einn síns
liðs eða með nokkru föruneyti, á þennan
knörr. Hermann Stefánsson hefir aðeins
einu sinni komið á »Súðina«, og síðan
eru nú liðin tvö ár.
Menntaskólanum á Akureyri, 14/3 1933.
Sigurður Guðmundsson.
Þrátt fyrir þessi gögn mín má vel
vera, að einhverjir trúi enn fast á hing-
aðflutning inflúenzunnar með Súðinni.
Yæri mér þá afar kært ef þeir vildu
koma fram opinberlega og færa fram
rök fyrir sínu máli.
Akureyri 15. marz 1933.
Steingrímur Matthíasson,
héraðslæknir.
0 ■ —