Dagur - 13.04.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 13.04.1933, Blaðsíða 2
58 DAGUR 15. tbl. BlflSffSllillllflfSfilllS af ýmsum gerðum — allar venjulegar þykktir, — komu nú með síðustu skipaferðum. Verðlækkun! Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeiid. BiliiiftiiiiiiiiiiiiiiiiiB My ndastof an Oránufélagsgðtu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Ouðr. Funch-Rasmussen. Jslands þúsund ár!“ Hátíðar-Kantata Björgvins Ouðmundssonar við þúsund dra Alþingis-afmœlisljóð Davíðs Stefánssonar frd Fagraskógi. Eg get ekki stillt mig um, að stinga niður penna f sambandi við þann merkilega viðburð f menning- ar- og sðnglifi þessa bæjar, er eg tel að átt hafi sér stað með flutn- ingi á Hátíðar-kantötu Bjðrgvins Guðmundssonar, við 1000 ára Al- þingis afmælisljóð Davfðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi. Margra hluta vegna tel eg þetta merkilegan viðburð. Kantata þessi er hið stærsta tónverk, sem farið hefir verið með, samfelt, hér á landi. Hátiðarljóð Davfðs eru með því, f fyrsta skifti hér á landi, flutt f þvi formi, sem höfundurinn hefir ætlast til, þvi tæplega verður hægt að halda þvf fram, að svo hafi ver- ið á Alþingishátiðinni sjálfri. Er með þessu á engan hátt hnýtt f verk Páls ísólfssonar við Ijóð þessi. En það er vitan.’egt, að ýmislegar ástæður voru þess valdandi, að úr verki Páls varð að fella nokkra kafla við flutning hátiðarljóðanna á Pingvelli 1930. Eins og eðlilegt er rýrði það verkið, sem varð á þennan hátt sundurslitið hingað og þangað. Pað er og f mesta máta ánægju- legt, ekki sfst fyrir höfundinn sjálf- an, að geta gefið mðnnum færi á að hlýða á verk þetta, sem menn, er teljast munu meira vita hér um en allur almenningur, eða ættu að hafa skilyrði til þess, útskúfuðu með stuttum órökstuddum dómi. sem þegar af þeirri ástæðu, hve órökstuddur hann var, gaf grun um að þar væri á ferðinni almennur sleggjudómur. Og eg héld að éng- um, sem með óbrjáluðum eyrum hlýddi á þetta verk Björgvins, geti blandast hugur um það. í rauninni virðist mér, sem þeir menn, er þar eiga hlut að máli, hefðu áttaðtelja sér Ijúít að biðja Björgvin, og enda Ifka aðra þá, sem dæmdir voru sama dómi af kantötudómendunum, afsðkunar þar á, — Eg get verið fáorður um með- ferð sðngflokksins á kantötunni. Að ætlast til þess, að jafn stórt verk, eftir jafn stuttan æfingartíma með jafn sundurleitum og enda ó- vönum söngkröftum, sé flutt á allan hátt lýtalaust, tel eg það sama og að ganga út frá þvi að Björgvin Ouðmundssyni sé gefið allt vald á himni og jörðu. En enda þótt með- ferðinni á kantötunni væri að ýmsu ábótavant, þá virðist mér svo, sem Björgvin hafi þó fært allríkar sönn- ur á, að honum sé allverulegt vald gefið f þessu efni, yfir þeim, sem sameina vilja sig undir sprota hans. Pað liggur meira verk en margan grunar á bak við það, að samræma á þessu sviði um 60 manneskjur til samfeldra átaka við þetta stór- verk, Pað er bæði likamlegt erfiði og andleg raun, og óhætt að telja það hið mesta þrekvirki að koma þessu mikia verki upp, í jafn fá- mennum bæ, með ekki meiri né meir áberandi ágöllum en raun var á. Mig iangar til að segja örfá orð um verkið sjálft. Eg skal strax játa það, að eg tel mig ekkert »áutoritet« á þessum sviðum, en þykist á hinn bóginn ekki ofgóður til að skýra frá áhrifum þeim, sem verk þetta hefir haft á mig, og láta uppi persónulegt á!it mitt um það. Kantatan hefst á forleik fðgrum og ramlega byggðum. Naut hann sfn einna sfzt, eins og eðlilegt er, þar sem hann var leikinn aðeins á þrjú hljóðfæri, tvö flygel og eitt lítið stofuharmonium. Par hefði þurft öfluga hljómsveit með góð- um kröftum. Pá hefst lofsðngur í kór ósamkynja radda, bjartur og giæsilegur. Er inn í hann ofið undurfagurri tenór-só!ó og dúett. Pá rekur hvað af öðru, eftir þvf sem textinn tilvísar, og skiftast á einsöngvar, karlakórar og kórar ósamkynja radda. Enda þó eg hafi hina mestu löngun til að staldra við, við hvern hluta kantötunnar, verð eg að láta mér nægja að benda aðeins á nokkra. Kaflinn »Sjá liðnar aldir líða hjá« er fagur og stórfenglegur. Óneitanlega er það smekklegt að taka kristnitöku-textanum í þeim kafla með hinum merkilega og sf- gilda »fugu«-stíl. Ef til vill kemst Bjðrgvin f þessum kafia einna lengst f merkilegri og »kunst-ferðugri« raddsetningu. Pá eru einsöngvarnir >Sjá dagar koma« og »Fyrr var landið* frá- bærilega fallegir, og ekki sá seinni síðri, sem og lítið karlakórlag, sem tekur við af honum. Er það hið prýðilegasta, og skörulegt framhald af hinum gullfagra einsöng. »Vér erum þjóð« er einkar yndis- legur partur. Mun hann hafa tekist einna slzt hjá kórnum, enda vara- samur og viðkvæmur í meðferð. »Vakið! Vakiðl Tímans kröfur katla* hefst með yndislegri tenór- sóló. Tekur þá við karlakór, en síðan kór ósamkynja radda. Er sá kafli allur hinn tíguiégasti. Pá er kórinn »Vér börn þín ís- land blessum þig i dag«. Sá kór er heilagt listaverk. Eg held þvf hiklaust fram, að ekki muni fslenzkt tónverk til, svipaðs eðiis, er jafn- ast geti á við þann kór. Kemur þar fram f undirspilinu »motivið< úr forleik kantötunnar, þungt, ramgert og alvarlegt. Er yfir þvi verki há- tlðlegur blær og heiður svipur hreinnar snilldar. Pá er síðasti kórinn, »Ris isiands fáni«, kraftmikið, hressandi og skörulegt lag, og skilur höfundurinn við þetta stórverk með hinni mestu rausn, svo sem vera ber. Kantatan er heilsteypt verk. Hún er raddsett af mikilli snilli og kunnáttu. Hún ber sérstaklega vott um næman skilning hðfundar- ins á texta skáldsins. Hún er eng- inn nýtízku samanbarningur. Ytir henni er bjartur heildarsvipur. Hún grípur sál manns góðum tökum og gerir manni hlýtt um hjartarætur. Hefir það mikið að segja um stór- verk, sem maður hefir ekki tæki- færi til að heyra nema tiltölulega sjaldan, þvi þá nær til jarðar himnaeldsins ylur er andinn finnur til — og hjartað skilun Sv. B. •----O----- Akvegirnir. (Niðurlag). Þótt slitlagið sé af hinu ákjós- anlegasta efni gert mylur þungi farartækjanna mölina smærra og smærra, unz að dusti verður. Þekkja víst flestir af eigin sjón og reynd, hve rýkur af vegunum, þegar bifreiðar bruna um þá á lygnum og þurrum sumardegi. Vindur og vatn eru mikilvirk öfl, sem sístarfandi eru að því að bera burt af veginum leir og steindust, sem mannshöndin hefir þangað fiutt. Þetta gerist jafnt og þétt, dag eftir dag, allt sumarið, og safnast þegar saman kemur, þó hvergi sé merki eyðileggingarinn- ar eins ljós og á vorin, þegar klaka er að leysa úr jörðu. Enda þótt umsjónarmönnum sé heimilt að banna bifreiðaumferð þegar verst gegnir, og því valdi sé beitt þegar ástæða þykir til, verð- ur aldrei hjá því komist að veg- irnir vaðist upp, því alla umferð er ekki hægt að banna, meðan klaka leysir og jörð er að þorna, Hér með tilkynnist, að konan mín Stefanía Sigtryggsdóttir, and- aðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 10. þessa mánaðar. jarðarfðrin er ákveðin miðvikud. 19. april n.k. og hefst kl. 1 e.h. frá heimilinu, Oddeyrargötu 24. Pétur Tómasson. það tekur oft svo langan tíma. Djúpir pyttir, og háir hryggir milli hjólfaranna eru engin sjald- gæf sýn þeim, sem um brautirnar ferðast að vordegi, og því miður dregst víða helzt til lengi að möl sé ekið og viðgerðir fari fram, en það þarf helzt að gerast meðan þær eru að þorna. Svo fullkomið þarf viðhaldið að vera, að regn- vatn eigi staðnæmist, heldur renni út af veginum jafnótt og það fell- ur. Þar sem pollar standa, grafast holur og gjótur í veginn, og ófær- ir vatnspyttir eru stundum mein- leg farartálmun á miðjum vegi, í þurrviðri. Þá er enn einn ljóður á ráði aðgerðaeftirlitsins, og hajm er sá, að rennur og ræsi, sem liggja í gegnum vegina, eru þrá- falt viðsjárverð. Það er hið algenga, að þegar vegurinn sígur, situr ræsið eftir og myndar háan hrygg þvert um veginn, og sá hryggur verður tvö- falt meinlegri, þegar holur eru á báða vegu hans, eins og oftast mun vera. Þekkja víst allir bif- reiðastjórar, að um eitt af tvennu er að gera, annaðhvort að skifta um til lægri gangstiga, auka ben- zinnotkun, en tefja þó förina, eða hleypa óhikað á ræsin og stofna til bilana og flýta eyðileggingu ökutækjanna. Fyrrnefnda kostinn — eða öllu heldur ókostinn — velja allir góðir ökumenn, en leitt er að þurfa honum að sæta, og mörgum sinnum verður hann dýr- ari en sú vinna, sem þarf til þess að sjá um, að ræsin séu jöfn við veginn, og hvorki hærri eða lægri. IX. Ég hefi í framanskráðum þátt- um drepið á ýms af þeim atriðum, sem mér virðist menn verða að gera sér betri grein fyrir í sam- bandi við vegagerðir hér eftir en hingað til. Er álit mitt að nokkru leyti byggt á reynslu, og að öðru leyti á athugunum, frá fleiri sjón- armiðum skoðað. Ég hefi gengið að mestu frarn hjá þeim atriðum, sem mér virðist mega vera óáreitt, þeim hirði ég heldur ekki lofsöng að kveða. En það er svo margt, sem betur má fara en nú er, og hefi ég ekki hik- að við að drepa á þau atriði, enda þótt einhverjum kunni að finnast orð mín ádeilukennd. En það er ekki tilgangurinn að segja mönn- um að hlaupa þær götur, sem ég hefi hér upp dregið, ég vildi bara að almenningur athugaði þessi efni, og sendi tillögur sínar áleiðis til þeirra, er málum stýra. Að svo miklu leyti sem megn leyfir, er okkur skylt að búa í haginn fyrir komandi tíma, eða að minnsta kosti gæta þess að vinna ekki framtíðinni ógagn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.