Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 1
kemur út á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugar-
iögum. Kostar kr. 9.00 árg.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son f Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Áígreiðsian
er hjá JÓNI Þ. ÞOR.
NorðurgötuS. Talsfmi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir l.des.
X VII, ár.
*
Akureyri 17. maí 1934. J
54. tbl.
Hvenær opið cr.
Opinberar stolnanir, baokar o. s. Irv<
Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi-
daga kl. 10—11.
Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur-
eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla
daga, allan sólarhringinn, einnig
bæjarsímar þessara bæja.
Bókasafnið : kl. 4—7 alla virka daga,
nema á mánudag. Útlán miðv.- og
laugardaga.
Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1
—5 alla virka daga.
Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og
1%—5 alla virka daga.
Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla
virka daga nema á mánud. kl. 1—7.
Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3,
alla virka daga.
Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1—
2%, alla virka daga.
Búnaðarbankinn kl. 2—i frá 1 /10—1 /^
1—3 frá x/6—J/10 alla virka daga.
Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga.
Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1—
5 alla virka daga.
Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og
1—7 alla virka daga.
Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1
—6 alla virka daga.
Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6
alla virka daga.
Heimsókna/rtvmi sjúkrahúsa.
Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—i alla
virka daga og kl. 2—4 á helgidögum.
Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga,
3%—5 á helgidögum. A þessum tím-
um eru fastar bflferðir milli Akur-
eyrar og Kristneshælis.
Viðtals- og lækningastofa Rauðakross-
ins Brekkugötu 11, kl. 1—2 virka
daga. Ókeypis.
Viðtalstími lækna. 3
Steingrimur Matthíasson kl. 1—2,
.
(Brekkugötu 11).
Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4—
6 virka daga og 10—12 helgidaga.
Pétur Jónsson kl. 11—12 og 6—6 virka
daga og kl. 1—2 helgidaga.
Arni Guðmundsson, kl. 2—i alla virka
daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A.
Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12
og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi-
daga á 2. lofti K. E. A.
Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12
1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid.
Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl.
10—11 og 6—6 virka daga á 2. lofti
K. E. A.
Nýja-Bíó föstudagskvöld kl. 9.
Póstar lcoma og fara vikuna 17/s—24/s:
Koma: 18. Súðin að vestan. 21. ísi, frá
Innlendar
Borðepdeiluimi lokið.
Eftir bardagann á Siglu-
firði ganga verkamenn á
Borðeyri að þeim boðum
kaupfélagsstjórans, er þeir
höfðu nýlega hafnað. —
Samkvæmt útvarpsfregn á
þriðjudagskvöld er lokið vinnu-
deilunni á Borðeyri. Var gerður
um það samningur á Siglufirði á
þriðjudaginn, og sömdu þeir Þor-
móður Eyjólfsson, fyrir hönd
Verzlunarfélags Hrútfirðinga og
Þóroddur Guðmundsson fyrir
hönd V. S. N. og verklýðsfélags-
ins á Borðeyri. En meginatriði
samningsins eru þessi: '
1. Verzlunarfélag Hrútfirðinga
greiðir taxtakaup verklýðsfé-
lagsins við skipavinnu.
2. Verklýðsfélagsmenn sitji fyr-
ir 7/10 hlutum skipavinnunnar,
en þurfa þá heldur eigi að ábyrgj-
ast nægilegt vinnuafl til af-
greiðslu skipanna. Verzlunarfélag
Hrútfirðinga annast um 3/10 hl.
vinnu við afgreiðsluna.
3. Málshöfðanir allar og skaða-
bótakröfur allar falli niður.
4. öll skip Eimskipafélagsins
eru leyst úr banni jafnharðan og
samningarnir eru undirskrifaðir.
Þessi samningur skal standa til
5. maí 1935.
* * *
Þá er, sem betur fer, útkljáð
þessi deila, og virðist sem fyrr
hefði mátt vera, þar sem verk-
lýðsfélagið hefir nú, eftir ósigra
verkamannanna hér og á Siglu-
firði, gengið að öðrum kostinum,
er Kristmundur Jónsson, kaupfé-
lagsstjóri á Borðeyri bauð verk-
lýðsfélaginu þar, en það hafnaði.
En kostirnir voru þessir: 1. Verk-
lýðsfélagsmenn á Borðeyri sitji
fyrir allri vinnu við afgreiðslu
skipa, en ábyrgist aftur á móti
nægilegt vinnuafl til afgreiðsl-
unnar. 2. Verklýðsfélagið sitji
fyrir 7/10 hlutum vinnu við af-
greiðsluna, án allrar skuldbind-
ingar á móti, en Verzlunarfélag
Rvík. 22. Nova að austán frá Noreg-i.
Landpóstur frá Einarsstöðum.
Fara: 19. Súðin austur um. Landpóst-
ur til Einarsstaða. ísland til Rvíkur.
22. Nova vestur um til Reykjavikúr.
23. Drangey til Sauðárkróks,
fréttir.
Hrútfirðinga annist 3/10 hluta
afgreiðslunnar.
Eins og menn sjá, er það þessi
síðari kosturinn, sem VSN hefir
nú gengið að fyrir hönd Verklýðs-
félagsins á Borðeyri. Liggur í
augum uppi, að það er fullkomin
játning um ósigur, eftir ófriðinn
hér og á Siglufirði, enda kom á
báðum stöðum rækilega í ljós
magnleysi VSN til þess að knýja
fram verkbannið, þrátt fyrir öll
sigurópin í dálkum »Verkamanns-
ins«.
Verkamannafélag Siglu*
fjarðar rekið úr Al-
þýðusambandinu.
Að því er útvarpsfregn hermir
á þriðjudagskvöldið, samþykktí
stjórn Alþýðusambandsins á
mánudagskvöldið var, að reka
Verkamanriafélag Siglufjarðar úr
Alþýðusambandinu, sökum þess
að það hafi í hinni nýafstöðnu
vinnudeilu starfað í samráði við
VSN og eftir boðum þess og með
því brotið lög Alþýðusambands-
ins.
Kalt vor.
Síðustu vikuna hefir tíö verið
óvenjulega stirð um land allt, bor-
ið saman við undanfarin ár. Hér
á Akureyri, og norðanlands og
austan, hefir snjóað undanfarna
daga, jafnvel á láglendi, og í gær-
kvöldi var alhvítt hér í Eyjafirði
alveg ofan í sjó. Er þetta ískyggi-
legt um sauðburðinn, ef eigi
breytir skjótt til betra.
Frá ólafsvík er símað að tíð sé
þar mjög köld og heyleysi að
verða almennt. Og að sunnan hef-
ir verið falazt eftir heyi héðan,
hvort sem það á allt að fara á
Snæfellsnes, eða jafnvel víðar.
Guðmundur Tómasson, héraðs-
læknir á Siglufirði sagði af sér í
vetur og hefir Bragi ólafsson
læknir fengið embættið. Kom
hann norður með »Dettifossi« á
fostudaginn var.
Framboð.
Um þessi framboð hefir síðast
lieyrzt:
Á Akuréyri verður í kjöri sen\
frambjóðandi Framsóknarflokks-
ins Árni Jóhannsson, gjaldkeri.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði Þorleifur Jónsson,
ritstjóri; í Barðastrandarsýslu
Jónas Magnússon, kennari; í
Norður-Múlasýslu Árni Jónsson
frá Múla og Árni Vilhjálmsson
iæknir á Vopnafirði; á Seyðisfirði
Lárus Jóhannesson hrm.; í Suð-
ur-Múlasýslu Árni Pálsson pró-
fessor og Magnús Gíslason sýslu-
maður; í Norður-Isafjarðarsýslu
Jón Auðunn Jónsson bæjarstjóri
á ísafirði.
Af hálfu kommúnista í Norður-
Þingeyjarsýslu Áki Jakobsson; á
Seyðisfirði Jón Rafnsson.
ÚTVARPIÐ.
Fimmtudaginn 17. maí: Kl. 19.20 Lesin
dagskrá næstu viku. Kl. 20.30 Jón
Norland læknir: Frá Noregi. Erindi.
Föstudaginn 18. maí: KI. 19.25 Þor-
valdur Árnason. Erindi. Kl. 20.30 Jón
Norland læknir. Erindi. Kl. 21 Syrpa
Norðurlandasöngva. Kl. 21.30 Þ. Þ.
Þ. skáld les upp.
Fjær og nær.
Silfurbrúðlcaup áttu í fyrradag þau
hjónin Pétur Jónasson á Hjalteyri og
frá Valrós Baldvinsdóttir. Var þar
margt manna samankomið og fóru
marg'ir héðan af Akureyri til þess að
tjá þeim árnaðaróskir sínar.
Manndi&t. Ekkjan Elísabet Sigurðar-
dóttir, Strandgötu 19B, lézt 8. þ. m.
Bjó hún síðustu árin hjá tveim dætr-
um sínum, Steinunni og Sigurlínu Fló-
ventsdætrum. — Árni Runólfsson, bóndi
á Atlastöðum í Svarfaðardal, háaldrað-
ur maður, lézt að heimili sínu nýlega.
Hann var greindarmaður og merkis-
bóndi. Jarðarförin fer fram í dag.
fínrnaskálanum vax sagt upp 12. þ.
m. Skólastjóri skýrði í ýtarlegri ræðu
frá starfinu síðastl. vetur. Fullnaðai'-
prófi luku að þessu sinni 63 börn. Á-
kveðið er að héðan verði sent allstórt
sýnishorn af vinnu skólabamanna, svo
sem smíðum, saumum, prjóni, vinnu-
bókum, kortagerð o. fl., á landsýningu
barnaskólanna, sem haldin verður í
Reykjavík í næsta mánuði.
Hjálpræðisherinn. — Samkomur á
Hvítasunnudag: Helgunarsamkoma kl.
11 f. h. Sunnudagssamkóma kl. 2 e. h.
Hjálpræðissamkoma kl. 8/2 e. h.