Dagur - 14.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 14.06.1934, Blaðsíða 2
184 DAGtJR 66. tbl. Skuldasöfnun íhaldsins. Árið 1916 voru ríkisskuldirnar 2 œillj. kr. Árið 1927 voru þær orðnar 28 milljónir. Aukningin er 26 miHjónir. Á þessu tímabili voru það sömu mennimir, sem síðar mynduðu í- haldsflokkinn, sem undir ýmsum flokksnöfnum höfðu stöðugan meirihluta og þar af leiðandi for- ystu í fjármálunum. Jón Magnús- son var forsætisráðherra frá 1916 til 1922 og fjármálaráðherrar voru á þessu tímabili Björn Kristjánsson, Sig. Eggerz, Magn. Guðm. og Jón Þorláksson. rhaldsmenn treysta sér ekki til að neita því, að tilfærð skuldar- upphæð sé rétt, en þeir reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á þessum skuldum með því, að I- haldsflokkurinn hafi aðeins verið við völd á árunum 1924—1927. Samkvæmt þessari kenningu í- haldsmanna ættu það að vera flokksnöfnin, en ekki mennirnir, sem flokkinn skipa, sem bera á- byrgð á skuldasöfnuninni. íhaldsmenn geta aldrei komizt undan því, að þessi 26 millj. kr. skuldasöfnun er framkvæmd af þeim og er því á ábyrgð þejrra, og skiptir engu i þessu sambandi hversu oft íhaldsmenn skiptu um flokksheiti á þessu tímabili. En þessi gífurlega skuldasöfn- un íhaldsmanna er út af fyrir sig ekki það hræðilegasta, þó vond sé. Hitt er enn alvarlegra, að í- haldsmenn hafa aldrei getað gert grein fyrir, til hvers öllu þessu lánsfé hafi verið varið, geta ekki bent á verðmæti, sem skapazt hafi á móti skuldunum. Eftir þessa fortííarreynslu koma íhaldsmenn enn fram undir nýju flokksnafni, biðja þjóðina að fela sér völdin á ný og segjast vilja »sparnaö og gætilega fjár- málastjórn«. Þegar Jón Þorláksson var ung- ur, sagði hann, að íhaldsmenn reyni æfinlega að telja kjósend*- um trú um, að þeir »vilji fara sparlega með landsfé oc/ stydja gætilega fjármálastjórm. Þessari kenningu segir J. Þ. að íhalds- menn haldi á lofti, af því hún láti vel í eyrum kjósenda. Ennfremur sagði J. Þ., að ef íhaldið segöi eins og er, að það vildi engar al- mennar framfarir, ekki nýja vegi, hafnir, alþýðuskóla o. s. frv., þá fengi það lítið fylgi. Þess vegna sé hjalið um sparnaö og gætilega fjármálastjórn ekki ann- að en kosningabrella úr íhalds- mönnum. Þeir vilji aðeins um- fram allt komast í ríkissjóðinn til þess að nota hann fyrir sig og spara gjöld sín í hann, og þess vegna vilji íhaldið hafa sem mest af tollum og nefsköttum. Hefir blaðið íslendingur nýlega sannað, að enn er vel vakandi þessi í- haldsandi, sem Jón Þorl. lýsti svo meistaralega í Lögréttu árið 1908, og sönnunin er í því falin, að fsl. vildi láta gefa kaupmönnum gróð- ann af nokkrum ríkisfyrirtækj- um, en. vinna hann aftur upp til handa ríkissjóði með hækkuðum tollum. Kemur þetta alveg heim við hina skörpu og spaklegu lýs- ingu J. Þ. á fjármálapólitík í- haldsmanna. En vilja kjósendur hleypa í- haldsmönnum í ríkissjóðinn, til þess að þeir geti notað hann fyr- ir sig og sparað gjöld sín í hann, hækkað tolla og nefskatia, lagt niður ríkisfyrirtækin, sem gefa mikinn gróða, að því ógleymdu að safna nýjum milljónaskuldum? Þessum spurningum svara kjós- endur 24. þ. m. áfengislöoiiöfiii. Kröfur bindindismanna við alþingiskosningarnar. Alþingiskosningar standa fyrir dyrum, og kosningaundirbúning- ur st j órnmáTáf lokkanna stendur sem hæst. Þó gleymast sum stór- mál í hita kosninganna, sem þjóð- in á heimtingu á að séu rædd og hver einasti frambjóðandi svari undanbragðalaust. Eitt af þeim málum er áfengislöggjöfin. Fyrsta vetrardag síðastliðinn fór fram almenn atkvæðagreiðsla um það, hvort þjóðin vildi af- nema núverandi takmarkanir á innflutningi og sölu áfengra drykkja. Þátttakan í atkvæða- greiðslunni varð mjög lítil. Með afnáminu voru 15884 atkvæðT, en á móti 11624 atkvæði. Utan R.- víkur voru aðeins 50 atkvæðum meira með afnámi bannlaganna. Það virðist því nokkuð hæpið að afnema núverandi bannlög eftir þessari niðurstöðu, sérstaklega þegar þess er gætt, hve lítil þátt- taka var í atkvæðagreiöslunnL En haft er það eftir ríkisstjórninni, að samin verði ný áfengislöggjöf á næsta þingi. Það er því fyllsta alvörumál, hvernig það þing verð- ur skipað gagnvart áfengismál- unum. Kjósendur eiga því heimt- ingu á skýrum svörum frá þing- mannaefnum um þetta mál. Það þarf varla að taka það fram, hver verður afstaða templ- ara og annara bindindismanna til nýrrar áfengislöggjafar. Plim verður í fám orðum sú, að tak- rnarlca sem mest innflutning og sölu áfengis til drykkjar, og upp- ræta bruggið mcð betri löggæzlu. Aö kaupstaðir, kauptún og lirepp- ar fái sjálfsákvörðwnarrétt í þvi, hvort þeir vilja fá útsöhistað fyr- ir áfenga drykki. Allir sannir bindindismenn munu gera þá kröfu til þeirra frambjóðenda, er þeir styðja við kosningarnar 24. júní, að þeir vinni að þessu. Eng- inn bindindismaður getur gefið andstæðingum bindindisstarfsem- innar í landinu atkvæði sitt, ef hann vill að hugsjónir og athafn- ir haldist í hendur. Sumir halda því fram, að á- fengismálið sé ekki þjóðfélags- mál, heldur sé það einkamál manna, hvort þeir drekka áfengi eða ekki. En þetta er mesti mis- skilningur. Áfengisbölið er þjóð- félagsmál, af því að afleiðingar drykkjuskapar snerta oftast fleiri en þann, sem neytir áfengisins. Konur og börn drykkjumanna geta bezt um þetta borið. Fjár- hagslega séð er það ekki síður þjóðfélagsmál. Allt það fé, sem fer út úr landinu fyrir áfengi, er tckið frá íslenzkum atvinnuveg- um. Væri ekki nær að verja því fé til framfara í landinu, heldur en að styrkja með því erlent á- fengisauðmagn? Þegar íslenzkur gjaldeyrir hrekkur varla fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, er þá nokkurt vit í því, að auka inn- kaup á eiturlyfjum, til þess að gera menn vitlausa? Áfengismálið er eitt af stór- málunum, sem kosið verður um í sumar. Gjörðir næsta þings í því, geta orðið þjóðinni örlaga- ríkar í framtíðinni. Templarar og aðrir bindindis- menn! Styðjið aðeins þá menn við alþingiskosningarnar 24. júní n. k., sem verða trúir hugsjónum okkar á alþingi. Eiríkur Sigurðsson. Ónýt atkvæði. Það er vissa fyrir því, að kom- múnistar koma engum manni að við kosningarnar 24. þ. m. Þetta vita allir og kommúnistar sjálfir ekki síður en aðrir. Af þessu leiðir, að kommúnist- ar geta enga von gert sér um upp- bótarsæti, þar sem löggjöfin mæl- ir svo fyrir, að enginn flokkur verði þeirra aðnjótandi, sem hvergi kemur manni að í kjör- dæmi. Um réttlæti þess löggjafará- kvæðis skal hér ekki dæmt. Kom- múnistar sjálfir telja það auövit- að Kið versta ranglæti. En af hverju? Það er eingöngu vegna þess, að svo stendur á, að vegna fylgisleysis" hafa þeir enga von um að fá nokkurn frambjóðanda kosinn í nokkru kjördæmi. Þeir vita því, að öll þau atkvæði, sem falla á frambjóðendur þeirra, hvar sem er, verða ónýt og koma ekki að gagni. Ef kommúnistar hefðu haft von eða vissu, um það að hreppa þingsæti nú við kosningarnar, en eins hefði staðið á um fylgis- leysi hjá einhverjum andstöðu- flokki þeirra, eins og nú er ástatt hjá þeim, þá er vanséð að þeir hefðu svitnað af réttlætistilfinn- ingu fyrir hönd andstæðinganna. En þetta verða kjósendur vel að athuga, ekki síður á Akureyri en annarstaðar, að hvert atlcvæði, sem fellur á frambjóðanda komm- únista, verður ónýtt og sama sem á glæ kastað. Þó má segja að einum ílokki komi atkvæði kommúnista að gagni. Það er einmitt sá flokkur, sem er svarinn óvinur verkalýðs- ins. Það er ihaldsflokkurinn. Sá einn flokkur græðir á því, að sem flest ónýt atkvæði falli á komm- únista. Heyrzt hefir, að til séu kjósend- ur hér í bæ, og ef til vill víðar, sem segist ætla að kjósa fram- bjóðanda kommúnista, af því að með því vinni þeir íhaldinu mest tjón. Þetta er hinn mesti mis- skilningur. Þessir kjósendur eru einmitt óafvitandi að styðja í- haldið'. Þeir, sem vilja sporna við því, að íhaldið komist í meiri hluta, verða, ef nokkur skynsemi á að ráða, að greiða atkvæði þannig, að það komi að tilætluð- um notum. Það verður einungis gert með því móti að kjósa fram- bjóðendur þeirra umbótaflokka, sem vissa er fyrir að eignist þing- sæti. Á annan hátt getur ekki orð- ið unnið á móti því að íhaldið komist í meirihluta á Alþingi. Sérstök athygli skal þó vakin á því, að allar líkur eru fyrir, að hlutfallstala kosningarinnar, sem uppbótarþingsætin eru reiknuð eftir, verði hjá Framsóknar- flokknum. Því hærri, sem sú hlut- fallstala er, því færri uppbótar- þingsæti fær íhaldið. öflugasta ráðið, til að koma í veg.fyrir að íhaldið fái meirihluta þingsæta og gefist þannig færi á að afnema lýðræ&ið, ritfrelsi o. s. frv., það er að fylkja sér fast um Fram- sóknarflokkinn í kosningunum. Þeir einir, er greiða atkvæði með umbótaflokkunum tveimur, vinna á móti íhaldinu, af því að öll þau atkvæði koma að notum af áðurgreindum ástæðum. Þeir, aftur á móti, er kjósa frambjóð- w* wiwtwiwwnwiiwwi wm m* m* m* m í fleiri litum — nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. IBIlMSIiiflSiliilMMIliliII \ /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.