Dagur - 28.02.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 28.02.1935, Blaðsíða 3
9. tbl. DAGUR 35 bæ.jarfélagsins fyrir áðumefnd og skyld hlunnindi. Niðurstaða samvinnumanna varð því þessi: Samkv. erlendri og innlendri réttarvenju em pöntimarfélögin skattfrjáls, af því að þau safna ekki fjársjóðum sjálf. Séu kaup- félögin byggð á hreinum sam- vinnugrundvelli, starfa þau ná- kvæmlega á sama Hátt og pöntun- arfélögin, að því er snertir við- skipti við félagsmenn. Þau eiga því líka að vera skattfrjáls, bæði til sveitar- og landssjóðs, að því er snertir verzlun við félagsmenn. En af verzlun utanfélagsmaima eiga þau að greiða öll lögmæt gjöld, af því að þar er um sams- konar gróða að ræða og af venju- legri kaupmannaverzlun. Ákveð- inn fasteignaskatt eiga þau og að greiða bæjarfélögum fyrir ýms hlunnindi, er þau njóta. Af þessu má sjá, að aðalbar- átta samvinnumanna sneríst um það, að losa kaupfélögin undan hinum rangláta tvöfalda skatti, sem sýnilegt var að myndi lama starfsemi kaupfélaganna stór- kostlega, ef ekki leggja hana með öllu að velli. Síðar verður frá því skýrt, livernig þessari baráttu lauk með samvinnulöggjöfinni frá 1921. (Framhald). Tillögur launamáfangindar. Launamálanefndin, sem kosin var á þinginu 1933, hefir nú af- hent fjármálaráðherra tillögur sínar. Eru þær í sex frumvörp- um: frv. til lamialaga; frv. um sícipun prestakalla; frv. um skipt- ing landsins í tögsagnanumdsemi; frv. um einkasölw rikisins; frv. um breytingu á áfengislögunum, og frv. um laun hreppstjóra. Embætlum fwkkað aO itmii. i því efni leggur nefndin til að prestum sé fækkað úr 106, sem nú eru þeir, í 61; að sýslumönn- um, bæjarfógetum og lögmönn- um sé fækkað úr 19 í 12, og barnakennurum úr rúml. 400 í 235—250, og eru þá taldar helztu tillögur nefndarinnar um em- l>ættafækkun. Launakförln samkvæmt tillögum nefndar- innar eru í megintriðum þessi: Ráðherrar og bankastjórar kr. 11—12.000. Forstjórar starfsgreina, skrif- stofustjórar í stjórnarráðinu og sýslumenn í stærstu umdæmunum kr. 8000. Forstöðumenn stofnana, pró- fessorar, yfirlæknar og rektorar kr. 7200—7500. Fulltrúar við sérfræðimenntun, skólastjórar við stærstu skóla, o. fl. kr. 6600. Fulltrúar, bókarar og prestar kr. 6000, Skrifstofumenn, eftir ábyrgð og vanda starfsins, kr. 5400, 4800, 4700, og 3600. Vélritarar, símastúlkur o. fl., kr. 3700 og 2400. Barnakennarar 450 kr. fyrir hvem stai*fsmánuð og reiknast starfsmánuðir einum fleiri en kennt er við skólann. Slacfstimi. Þá leggur nefndin til að starfs- tími embætismanna, annarra en kennara, verði 7i/o kl.stund á dag. Starfstími bamakennara er á- ætlaður 6 kl.st., en kennara við æðri skóla 5 kl.st. á dag. Þessar tillög’ur, sem ógerningur er að tilgreina aðrar en þessi meginatriði, ná til allra starfs- manna ríkisins og stofnana þess, til banka, Fiskifélags íslands og Búnaðarfélags íslands. Ekki eiga þær að koma allar til fram- kvæmda nú þegar, t. d. verður fækkun presta og sýslumannaem- bætta komið á jafnskjótt og em- bættin losna. En komist allar til- lögur nefndarinnar í framkvæmd, á að nást millj. kr. sparnaður frá þvi sem nú er. Aumastir allra, Blindu fólki islenzhu tileinka ég þetta með vinarhug. Höf. Einu munduð þið taka eftir sérstaklega, ef þið væruð nú allt í einu komin til Kina, því nefni- lega, að hér eru svo margir blind- ir. Það er talið að það séu a. m. k. tíu sinnum fleira blint fólk í Kína en íbúarnir á öllu Islandi, eða fyllilega ein miljón. En svo er önnur ástæöa til þess að meira ber á blindum mönnum í Kína en víðast annarstaðar. — Hinir blindu eru hér á vergangi og eiga engan samastað. Þeim er engin önnur leið opin til lífsfram- færslu. Þjóðfélagið hefir ekkert annað geri fyrir þessa mörgu, brj óstumkennanlegu vesalinga, en að heimila þeim að sjá fyrir sér sjálfir, með einhverju móti, illu eða góðu. Ein miljón blindra beininga- manna reika húsa á milli í bæj- um og þorpum þessa stóra lands. Maður kemur naumast svo út fyrir dyrnar, að ekki mæti manni blind börn og blind gamalmenni, blint fólk á öllum aldri, óhreint og illa til fara, með tvo langa stafi í höndum, — fálmara. — Venjulega þjást hinir blindu af alls konar sjúkdómum, sakir illr- ar aðbúðar og óhreinlætis. Þeir hafa hingað 'til farið að mestu leyti á mis við áhrif hans, sem opnaði augu svo margra blindra og mátti ekkert aumt sjá. Mér verður stundum hugsað til framtíðar blindu barnanna, sem við sjáum hér svo oft, og legið við gráti. Og mér hefir orðið hugsað til fortíðar gamalmenn- anna blindu; þeir hafa borið sinn þunga kross langa æfi, fáir lyft undir hann með þeim eða sýnt hluttekningu. Og þessu hefir far- ið fram í Kína kynslóð eftir kyn- slóð frá ómunatíð. — Nú skal þaft ekki sagt Kin- verkum til lasts, að þeir séu harð- brjósta eða miklu ver innrættir en aðrir menn. En þeir hafa frá blautu barnsbeini horft upp á eymd og volæði í öllum myndum og órðið þess vegna tilfinninga- sljóir. Mér hefii* ekki liðið úr minni ofurlítill atbijrður frá fyrsta missirinu mínu í Kína, fyrir 12 árum. Það var á ferjunni yfir Hanfljótið, rétt fyrir neðan Lao- hokow. Við hliöina á mér sat 6 ára gamall drengur — blindur. Mév virtist hann vera svo óvenju- lega fagurt og elskulegt barn, að mig hefði langað til að faðma bann að mér. Löngun minni til að geta sýnt honum vinarhót fékk ég svalað með óvæntum hætti. Hann kvariaði um að hann væi*i þyrstur, og gaf ég honum þá vatn að drekka úr ánni í lófa mínum. Síðar hefir þessi litli atburður snúist upp í sárustu ásökun: Ég hefi hlotið að minnast hans sem dæmi þess, að ég hefi lítið eða ekkert gert fyrir blinda fólkið, sem orðið hefir á vegi mínum öll þessi ár í Kína. Það er því ekki sagt mér til hróss, að engum mönnum hefir farist betur við hina blindu í Kína, en kristniboðunum. ‘Þeir stofnuðu fyrstu blindrahæli, eða blindraskóla landsins. Þeir voru upphafsmenn blindraleturs fyrir Kínverja, gáfu út kennslubækur, biblíuna, För pílagrímsins og margar aðrar ágætis bækuv, með blindraletri. Kínasambandið norska hefir starfrækt blindraheímili í allmörg ár. í þesskonar skólum kristni- boðsfélaganna hér á landi, munu ganga árlega um þúsund nemend- ur. Þessir skólar kenna ýmiskon- ar handiðn auk venjulegra náms- greina. Það fóru sögur af því hér í haust, að unglingsmaður blindur hefði verið hér á feröalagi og vakið á sér óvenjulega mikla eft- irtekt. Hann var vel til • fara og kunni að vefa og búa til sandala. Er hann svo tók upp hjá sér stórar bækur og fór að »lesa með fingrunum« vildi fólk ekki trúa sínum eigin augum. Honum tókst þó að sannfæra kristna menn um. yfirburði sína, er hann settist við orgelið, stjórn- aði söngnum á samkomunni, flutti bæn og las upp texta úr Mattheusarguðspjalli og prédik- aði eins og prestur. Það kann að vera, að útlærðum' og alsjá- andi guðfræðing hefði farnast þetta allt betur. En Kínverjar urðu fyrir ógleymanlegum áhrif- um. Þeir hafa ekki öðm vanizt, en að blint fólk geti ekkert geri og ekkert lært en lifi á verðgangi í hinu mesta volæði. Þessi unglingspiltur hefir ný- verið lokið námi í skóla okkar í Laohokow, en nú er í ráði áð hann verði blindrakennari þar. Blint fólk hér hlustar á það með mikilli áfergju þegar sagt er frá þessum pilti og skólanum, sem bann hefjr numift i. Þvf hefir Pað tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að Kristján Þorláksson frá Viðarholti, andaðist á sjúkra- húsinu á Akureyri þann 20. þ.m, Jarðarförin er ákveðin laugar- daginn 2. marz n.k. og fer fram frá kirkjunni kl. 1 e. h. Akureyri 22. febrúar 1935. Aðstandendurnir. Stefán Stefánsson — um Iangt skeið óðalsbóndi á Hlöðum í Hörgárdal — andaðist að heim- ili sínu 21. þ. m. jarðarförin, er ákveðin laugardaginn 9. marz n. k. að heimili hins látna og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Aðstandendur. Hér með tilkynnist að kona móðir, Guðrún Grímsdóttir, andaðist á heimili sínu Krossa- stöðum 21. þ. m. Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn 6. marz n. k. að Möðruvöllum og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 11 f. h. Krossastöðum 26. febr. 1935. Steíán Kristjánsson. Giímur Stelánsson. Jarðarför okkar hjartkæru dóttur og systur Huldu Eggerts- dóttur, sem andaðist föstudag- inn 22. febr., er ákveðin þriðju- daginn 5. marz kl. 1 e. h. frá heimili okkar Gránufélagsg. 11. Foreldrar 00 systkíni. allt í einu glæðzt von í brjósti. Annars er blindur fatalismi (ör- lagatrú), aðgerðaleysi og vöntun á sjálfstrausti, versta meinsemd þess. Nú er verið að fræða blint fólk í Kína um blinda heimspek- inginn japanska, prófessor Iwa- hashi, sem gefið hefir út fjölda rita, — og um rit Helen Keller. Og um margt annað blindra manna, sem getið hafa sér góðan orðstír og verið nýtir borgarar. Það á eflaust langt í land að þjóðfélagiðkínverska fari að gæta skyldu sinnar gagnvart þessum olnbogabönium sínum. Um tvö þúsund blindra manna hér munu kunna að lesa og geta haft ofan af fyrir sér sjálfir. Þeir eiga það, flestallir, fórnfýsi kristinna trú- manna að þakka. Þess skal minnzt Jesú Kristi til vegsemd- ar. — »0g mikill fjöldi fólks kom til hans, er hafði með sér halta menn og blinda, mállausa, handarvana og marga aðra, og vörpuðu þeir þeim fyrir fætur Jesú, og hann lækmði þá«. Tengchow, Honan, China, 26. nóv. ’34. ólafur Ólafsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.