Dagur - 04.03.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX . árg. J Akureyri 4. marz 1937. ^ 9. tbl. Slys I tunnuveíksmiðjunfli. Á laugardagskvöldið vildi það til, að ein stærsta vélin í tunnu- verksmiðjunni hér mölbrotnaði og þeyttust hlutar hennar út um allt verksmiðjuhúsið. Urðu tveir menn fyrir brotahríðinni og slösuðust báðir hroðalega. Annar þeirra, Jón Sigurðsson, sjómaður, til heimilis í Lundargötu 8, fékk svo mikið höfuðhögg af einu brotinu úr vélinni, að höfuðkúpan brotn- aði. Var hann fluttur meðvitund- arlaus á sjúkrahúsið og andaðist þar eftir sólarhring. Jón heitinn var 24 ára, ný- kvæntur maður. Hinn maðurinn, er slasaðist, heitir Björn Guðmundsson, til heimilis á Hólabraut 17. Hlaut hann áverka á höfuð, en brotnaði ekki. Var hann fyrst með óráði, en líður nú bærilega eftir atvik- um og mun ekki talinn í lífs- hættu. Þriðji maður, Guðmundur And- résson, brákaðist á hendi, en ekki hættulega. Vinna við verksmiðjuna er nú stöðvuð í bili vegna hinnar brotnu vélar. Réttarhöld hafa farið fram út af þessu hörmulega slysi, en ekki mun vitað hvað valdið hefir því, að vélin brotnaði. ,Helluofninn‘. Nýtt iðnfyrirtæki og nýstárlegt á Islandi tók fyrir skemmstu til starfa í Reykjavík. Nefnist það „H./f. Ofnasmiðjan“. Smíðar hún nýja gerð stálofna til miðstöðvar- hitunar, er þykir taka hinum eldri gerðum fram að ýmsu leyti. Kall- ast ofnar þessir „helluofnar“ og draga nafn sitt af því, að þeir eru sléttir að framan og kantaðir og líkjast þannig sléttri hellu. En auk þess nefnist hugvitsmaður sá, er smíðaði þá fyrstur, Hellen og er Norðmaður. „Helluofnarnir“ hafa verið rann- sakaðir mjög rækiega í rannsókn- arstofum í Þrándheimi, Gauta- borg og Kaupmannahöfn, og hafa þeir hvarvetna reynzt prýðilega. Er nú verið að reisa stórar verk- smiðjur í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi til að smíða slíka ofna; stendur verksmiðjan í Reykjavík í beinu sambandi við norsku verk- smiðjuna, hefir notið aðstoðar hennar við smíði vélanna og feng- ið verkstjóra hennar til hjálpar fyrst í stað. Eru fyrstu ofnarnir þegar komnir á markaðinn og í nýjar byggingar í Reykjavík. Þykja þeir afbragð annarra ofna að útliti og stíl. Er verksmiðjan nú m. a. að smíða alla ofna í hina nýju stórbyggingu Flensborgar- skólans í Hafnarfirði. Kostir „helluofnanna“, auk stíl- fegurðarinnar, eru taldir þeir helztir, að þeir taka afar lítið rúm, geta legið fast upp að vegg, taka mjög lítið vatn óg hita með geisla- hitun. En auk þess má setja í samband við þá sérstakan útbún- að, sem endurnýjar andrúmsloft í meðalstórri stofu á 1 klst., án þess að nokkurs súgs verði vart. Verða loftspeldi þessi einnig framleidd hér síðar. „Helluofnarnir11 eru og ódýrir — frá kr. 12 upp í kr. 15.50 hver fermetri hitaflatar. Undanfarin ár munu hafa runn- ið út úr landinu nálægt 240 þús. kr. árlega fyrir miðstöðvarofna. Svo er talið, að 2/3 hlutar þessar- ar upphæðar, eða ca. .160 þús. út- lends gjaldeyris, gæti sparazt, ef notaðir væru „helluofnar“. Er það áiltlegur skildingur, er þannig gæti runnið til aukinnar vinnu í landinu. í „Ofnasmiðjunni“ vnna nú þegar 6—7 menn að sjálfri smíðinni, en verða væntanlega mun fleiri síðar, ef vel tekst til um söluna. Og hvert spor, er stefnir til aukinnar atvinnu og sjálfbjargar í landinu, er gæfu- spor. ’ aiidbýlingarflir, hinn vinsæli gamanleikur eftir danska skáldið J. C. Hostrup, voru sýndir hér í leikhúsinu fyrir og um síðustu helgi af nemendum Menntaskólans. Aðsókn var ágæt öll þau fjögur kvöld, sem leikur- inn var sýndur, og skemmtu á- horfendur sér vel, enda er leikur- inn frá höfundarins hendi bráð- fjörugur, þó ekki sé mikið í hann spunnið, og meðferðin á hlutverk- unum að öllu samanlögðu framar vonum, þegar tekið er tillit til þess, að leikendur eru allir við- vaningar. Aðalefni leiksins hnígur að því að sýna fjörugt og glatt stúdentalíf á Garði og tókst það vel. Mest tilþrif voru í leik Árna Jónssonar, sem sýndi lautinant v. Buddinge, og mjög myndarlega fóru þau með hlutverk sín Aðal- steinn Guðmundsson (Smidt, kop- arsmíðameistari) og Kristín Bjarnadóttir (madam Smidt). Sönglögin í leiknum, 13 að tölu, hafði Jón Þórarinsson, einn af nemendum skólans, aðeins 19 ára að aldri, samið, og þykir það vel af sér vikið. Allur ágóði af leiksýningum þessum rann til „Útgarðs“, en svo nefnist skíðaskáli Menntaskólans. Söngfélayið Geysir heldur söngskemmtun í Nýja-Bíó í kvöld kl. 9. Einsöng syngur Jóhann Ó. Haraldsson. — Er nú langt síðan þessi ágæti söngflokkur hefir gefið mönnum kost á að heyra til sín, og má því búast við húsfylli í Nýja-Bíó í kvöld. Sóknarpresturinn biður þess getið, að hann komi heim úr Reykjavíkurferð sinni með Goðafossi 6. þ. m. □ .. Kún 59373108 — Frl.'. E.‘. S«.'. Til Reykjavíkur tóku sér far með »Drottningunni« Steinsen bæjarstjóri, Vilhj. Þór og Erl. Friðjónsson, samkv. samþykkt bæj.airstjórnar fyrir nokkru, ti! þess að ræða við ríkisstjórn, Alþingi og bankana um viðreisn atvinnulífs á Akureyri. Sig. Hlíðar, sem einnig er I þessari sendinefnd, var kominn suður áður. — Vilhj. Þót mun halda för sinni áfram til útlanda í verzlunarerindum. Nsestu kvöld taka næturlæknar varð- stöðu sem hér segiir : Fimmtudagskv. 4/3: Vald. Steffensen. Föstudagskv. 5/3: Árni Guðmundsson. Laugai'dagskv. 6/3: Jón Geirsson. Sunnudaginn 7/3: Árni Guðmundsson. Sunnudagskv. 7/3: Pétur Jónsson. Mánudagskv. 8/3: Vald. Steffensen. Þriðjudagskv. 9/3: Árni Guðmundsson. Miðvikudagskv. 10/3: Jón Geirsson. „Karlinn í kassannm" verður Ieikinn í samkomuhús:nu að Hrafnagiii laugard. og sunnud. 6.-7. marz og hefst kl. 9 e. h. D V Ö L 1. hefti 5. árg. er nýkomið út. Flyt- ua' sögur eftir innlenda og útlenda höfunda, en auk þess fróðleiks- og gamankafla. — Eldri árgangar ritsins eru fyrirliggjandi. Baldur Guðlaug§son. NÝJA-BÍÓ sýnir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: í aðalhlutverkunum: Eleanor Powell, Jack Benny og Robert Taylor. Matarepli seljast ódýrt næstu daga. Nýlenduvörudeild. Seljum ennþá ágætar cítrónur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.