Dagur - 30.09.1937, Blaðsíða 4

Dagur - 30.09.1937, Blaðsíða 4
192 DAGUR 46. tbl. Útgerðarfélag K. E. A. hefir, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, keypt gufu- skip að stærð 221 tonn brutto. Skipinu er fyrst og fremst ætl- að að taka bátafisk hér úti í firð- inum og flytja í ís til Englands. Ennfremur er það tvímælalaust mjög gott og heppilegt til síld- veiða. Skipið er gamalit, en að dómi þeirra, er sérþekkingu hafa í þeim efnum, talið traust, og að sögn þeirra, er komu með það hingað UPP> gott sjóskip. Síðastliðinn sunnudag fór skipið héðan út í fjörð og tekur þar fisk í fyrstu Englandsferðina. Með kaupum á þessu skipi hef- ir enn verið stigið nýtt spor í þá átt að glæða og efla sjálfsbjargar- viðleitni þeirra, sem vilja bjarga sér sjálfir. Hitt er ekki að undra þó að þeim mönnum finnist fátt um þessi kaup, sem ekki hafa annað til málanna að leggja en skapvonzku, niðurrifsskrif og per- sónuleg ónot til þeirra manna, sem hafa manndóm til þess að framkvæma það, sem að gagni má verða. Valdimar Hólm Hallstað. Framsóknarflokkurinn og æskan. (Niðurlag). Nú er það öllum nokkurnveginn ljóst, að lífsafkoma fólksins í bæjun- um, er allt annað en glæsileg og það er í raun og veru ekkert keppikefli að flýja þangað eins og sakir standa. Og annað er það líka, sem fjöldinn gerir sér ekki nægilega Ijóst, og það er, að á ræktun landsins og bygging sveitanna hvilir pungamiðja hennar varan- lega ð lífsalkomu pjúðarinnar bæði i bæ 00 sveit. Ræktun landsins er höfuð- skilyrðið fyrir því, að þjóðin geti orðið sjálfri sér nóg i framtíðinni. En til þess að bæta úr þeim vand- kvæðum, sem á eru í þessu efni, þarf skjótra og ákveðinna aðgerða, svo ekki leiði til meira öngþveitis en orðið er# Nú hefir Framsóknarflokkurinn með lögum þeim um samvinnubyggðir, sem nýlega hafa verið samþykkt og komin eru til framkvæmda, stigið glæsilegt spor í þá átt, að tryggð verði lausn þessara vandamála. Með lögum þessum og framkvæmd þeirra er æskunni í landinu gefin fyr- irheit um ný heimili, nýtt framtíðar- starf, sem er í nánu samræmi við hin breyttu viðhorf, sem nútíminn hefir skapað og helgnð eru hinum ókomna tíma. Samvinnubyggðir eru nú að rísa upp víðsvegar um landið og gefa góð fyrirheit um glæsilegt áframhald. Nú er það aðeins undir æskunni komið hvort hún vill leggja hönd á plóginn og helga störf sín þessu um- bótamáli f framtíðinni. Nú verður það hennar verkefni að umskapa sveitirnar og nema þar land að nýju. Og íslenzkri æsku er líka fyllilega til þess treystandi. Nú fyrst sér æskan bjarma fyrir nýjum degi nýrra lífsmöguleika, nýrra framtíðarvona, degi sem hún hefir aldrei litið fyr. Og í Ijóma þess dags eiga þrár hennar og draumar um bætta lífsafkomu að rætast, þrár og draumar vigðir í eldi hinnar sigursælu baráttu við að skapa nýtt land, — nýja þjóð. — Geysir. Söngæfing í Skjaldborg í kvöld kl. 8% stundvíslega. Áríðandi að allir mæti. KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi. Axel Kristjánsson kaupm. hefir verið skipaður norskur vísikonsúll fyrir Norð- urland. Dánardægur. Nýlátin eru hér á sjúkra- liúsinu Sigmundur Baldvinsson verka- maður, Aðalstræti 14, 81 árs að aldri, og Helga Hjartardóttir, kona Jóns Sig- tryggssonar verkamanns, Grundargötu 3. Þann 17. þ. m. andaðist á Kristness- liæli Guðmundur Guðmundsson, fyrrum bóndi á Háhamri í Eyjafirði. Hann var tæplega fimmtugur. Fyrir skömmu er látinn Ólafur Þor- steinsson stöðvarstjóri að Krossum á Árskógsströnd. Svarfaðardalur. Svarfaðardalur kæri, eg kveðju sendi þér, til kunningja og vina, allra heima. Og aftansvalinn blíður flytur beztu ósk frá mér urn að blessun megi alltaf til þin streyma. Og ef ég væri fleygur, ég flýgi lieirn til þín í fjallaskjólið, gróðurinn og kliðinn. Að hvíla þér við hjarta er heitust óskin mín,. og hljóta þannig lengi þráðan friðinn. Er rnildn og hlýja vorgolan um vanga mína fer, mín vöknar brá og tárin niður streyma. En huggast við að einhverntíma auðnist aftur mér á eigin fótum standa í dalnum heima. Er sólin gyllir skautið þitt, fagra fósturjörð, eg' fyllist djúpri þrá að líta dalinn. Við sára löngun berst eg, sú barátta er hörð, ég er bundinn fast, en hugur minn er kvalinn. Þótt einmana ég reiki um heimsins liála stig, þótt hárið gráni, og andinn verði svalur. I gegnum allar raunir ég elska einan þig um alla tíma, kæri Svarfaðardalur. En af því að ég ann þér svo undarlega heitt, ég ætla mnrgt til heiðurs þér að vinna. En verst er að kraftar mínir vega ekki neitt á vogarskálum Svarfdælinga minna. H. H. Kaupi íslenzk Frímerki hæsta verðl. Vantar duglega umboðs- menn um land allt. — J. S. KVARAN, Bollann minn höndum tek ég tveim, tunguna gómsætt kaffið vætir. Einn sopinn býður öðrum heim, ef f því er Freyju kaffibætir.- ■■ i'-lv: Húsmæðraskólinn á Iiaugalaiidi verður settur sunnudaginn 3. okt. n. k., kl. 1 e. m., með guðsþjónustu, ræðuhöldum og söng. Allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Nemendur komi í skólann 1. október. Laugalandi 19. september 1937. Skólanefodin. KVENVESKI í fallegu úrvali tekin upp í dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Nxturvörður er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá nk. mánudegi er nætur- vörður í Stjörnu Apóteki.) ZKUm SKII Ritstjóri: lnginiaf Eydál, Préntverk Odds Björnssonar, Það er bezl að kaupa Gulabandið eða Flóra • •• • siii f or liki. Smjörlikisgerð K. E. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.