Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAGUR
kemur út á hverjuni fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Arni Johanns-
son i Kaupfél. EyfirÖinga.
Gjalddagi fyrir 1. |úlí.
--•¦ • • • •-»-• • ¦»-• • •-•¦• •• ? • • • ? •-? * • *
Afgreiðslan
er hjá JÖNl Þ. ÞÖR, Norö-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
• • -» •¦• «-•-* 0~m~m~v • • »t»
komin til afgreioslumanns
fyrir 1. des.
! . ; 1
-•-•-•-•-•-
XXI
. árg. í                                Akureyri 6.
október  1938.
Samkomulag í Múnchen.
Tékkúslóvakíu törnao á altari friðarins.
Pegar brezka Ijónið lét skína í vígtennur sínar,
þorðu fasistar ekki að leggja út í stríð.
Fundi þeirra Chamberlains,
Hitlers, Daladiers og Mussolini í
Míinchen síðastl. fimmtudag lauk
svo, að þeir undirrituðu samning
um lausn deilunnar milli Þýzka-
lands og Tékkóslóvakíu, sem talið
er að muni tryggja það, að friður
haldist að minnsta kosti fyrst um
sinn.
Innihald þessa samnings er í að-
alatriðum á þessa leið:
1.  Þýzkaland fær án þjóðarat-
kvæðagreiðslu þau héruð Súdeta-
landsins, sem að meira en 50%
eru byggð Þjóðverjum. Skal af-
hendingu þeirra að fullu lokið
þann 10. október. Jafnharðan og
þessi héruð verða af hendi látin,
verður þýzkur her sendur inn i
þau, en alþjóðanefnd skipuð full-
trúum Englands, Frakklands, ítal-
íu, Þýzkalands og Tékkóslóvakíu
hefir umsjón með afhendingu
þeirra.
2.  í öðrum héruðum Súdeta-
landsins, sem alþjóðanefndin
ákveður, skal síðan fara fram
þjóðaratkvæði um það, hvort þau
viija sameinast Þýzkalandi eða
halda áfram að yera hluti af
Tékkóslóvakíu, og skal því vera
lokið áður en nóvember ex út-
runninn. Þangað til hefir alþjóða-
nefndin yfirstjórn í þessum héruð-
um.
3.*England, Frakkland, Þýzka-
land og ítalía ábyrgjast hin nýju
landamæri Tékkóslóvakíu; þó tak-
ast Þýzkaland og ítalía þessa
ábyrgð ekki á hendur, fyr en sam-
komulag hefir náðst um framtíð
pólska og ungverska þjóðarbrots-
ins í Tékkóslóvakíu. Hafi sam-
komulag ekki náðst um þau innan
þriggja mánaða, skulu samnings-
aðilarnir Chamberlain, Hitler,
Daladier og Mussolini koma sam-
an á nýjan fund.
4. Alþjóðanefndin ákveður til
fullnustu hin nýju landamæri
Tékkóslóvakíu og sker úr ágrein-
ingi, sem upp kann að koma milli
Þýzkalands og Tékkóslóvakíu um
skiptingu Súdetalandsins, meðan á
henni stendur.
5. Tékkum í Súdetahéruðum og
Þjóðverjum, sem verða í hinni
nýju Tékkóslóvakíu, er gefinn
sex mánaða frestur til að flytja
sig milli landanna.
Tékkneska stjórnin lýsti því yf-
ir, að hún teldi sig nauðbeygða til
að ganga að þessum afarkostum.
Alþjóðanefndin var þegar skip-
uð. Eru í henni Reissiger ríkisráð
af hálfu Þjóðverja og sendiherrar
Breta, Tékka, Frakka og ítala í
Berlín.
Samkomulagið er miðlun á
brezk-frönsku tillögunum og úr-
slitakostum Hitlers. Er því al-
mennt fagnað í hlutaðeigandi
löndum, þar sem lagður er trún-
aður á, að það muni afstýra ófriði
í Evrópu, fyrst um sinn að
minnsta kosti, ef ekki varanlega..
Almennt mun litið svo á, að her-
væðing Englendinga hafi skotið
þeim Hitler og Mussolini skelk í
bringu, einkum hafi sá síðarnefndi
verið hvetjandi þess, að samkomu-
lag næðist af ótta við það, að
hann tapaði ítökum sínum á
Spáni, ef Evrópustyrjöld brytist
út.
Þrautseigju Chamberlains er
fyrst og fremst þakkað það, að
samningar tókust um hið mikla
deilumál, án þess að til stríðs
kæmi. Þess vegna hefir hann
óspart verið hylltur af almenningi,
ekki aðeins í Englandi, heldur og
í sjálfu Þýzkalandi. Fullyrt er, að
ófriðarhættunni hafi verið haldið
leyndri fyrir þýzku þjóðinni, þar
til á síðustu stundu. Þess vegna
er það haft eftir enska blaðinu
„Times", að hörmulegt sé til þess
að vita, að hægt sé að halda þvi'
leyndu fyrir stórþjóð að verið sé
að leiða hana út í blóðuga styrj-
öld.
Eftir að samningarnir voru
gerðir um afhendingu Súdetahér-
aðanna, hefir mikill fjölda and-
stæðinga nazismans flúið þaðan
lengra inn í Tékkóslóvakíu. Hafa
orðið hin mestu vandræði af þess-
um flóttamannastraum.
Strax og Chamberlain kom
heim til Englands úr síðustu för
sinni til Þýzkalands, flutti hann
ræðu í útvarp og mælti á þessa
leið:
„Það er aðeins tvennt, sem eg
vildi taka fram.
í fyrsta lagi, að eg hefi fengið
mikinn fjölda bréfa og símskeyta
frá fólki, sem hefir látið í ljósi
samúð sína,. fylgi og þakklæti, og
hefir þetta orðið mér til stuðnings
og hvatningar. Eg vil þakka
brezku þjóðinni fyrir það, sem
hún hefir gert.
í öðru lagi vil eg segja, að lausn
deilunnar um Tékkóslóvakíu,
sem nú hefir verið til lykta leidd,
er í mínum augum aðeins upphaf
að víðtækara samkomulagi, sem
leiðir til þess, að friðurinn verður
tryggður í allri álfunrii.
J 43. tb).
í morgun ræddumst við aftur
við, herra Hitler og eg. Hér er
skjal með undirskrift hans og
minni. Sumir yðar hafa heyrt
sagt frá efni þess, en eg vil nú
lesa upp þessa yfirlýsingu:
Vér, leiðtogi Þjóðverja og kanzl-
ari, og brezki forsætisráðherrann,
höfum á framhaldsfundi komið
oss saman um að viðurkenna, að
það sé höfuðskilyrði fyrir báðar
þjóðirnar og Evrópu, að sambúð
þeirra sé góð.
Samkomulagið, sem gert var í
gærkveldi, og brezk-þýzka flota-
samkomulagið, eru tákn þess vilja
beggja þjóða vorra, að heyja al-
drei styrjöld sín á milli. Vér höf-
um ákveðið að fara samkomulags-
leiðir til þess að jafna ágreinings-
mál vor og vinna að friðnum í álf-
unni".
Miinchensamþykktin vakti
megna gremju í Prag. í sambandi
þar við flutti forsætisráðherra
Tékkóslóvakíu útvarpsræðu og
sagði meðal annars:
(Framh. á 4. síðu).
Niðursuðuverksmiðja
Sölusambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda var opnuð á laugardag-
inn var og tekin til afnota. Er
verksmiðjunni ætlað að sjóða nið-
ur allar þær íslenzkar fisktegund-
ir, sem ætla má að markaður fá-
ist fyrir. Nú þegar hefir verk-
smiðjan á boðstólum eftirtaldar
afurðir: Soðinn þorsk, reykta og
soðna murtu, síld í allskonar gerð-
um, ufsa, krækling, humar, hrogn
og lax.
Forstjóri verksmiðjunnar er
Þorvaldur Guðmundsson niður-
suðumaður, en við verksmiðjuna
vinna nú 15 manns.
Verksmiðjan með vélum og upp-
setningu þeirra hefir kostað 218
þ'ús. kr. Hún er byggð úr stein-
steypu, tvær hæðir, 37x11 m. að
flatarmáli. Á neðri hæð hússins
fer aðalvinnan fram, og eru þar
flestar þær vélar, sem til fram-
leiðslunnar eru notaðar.
Um leið og verksmiðjan var
opnuð, flutti Magnús Sigurðsson,
bankastjóri, formaður S. í. F.
ræðu og sagði meðal annars:
Aðrar þjóðir, sem keppa við oss
í fiskveiðum, flytja út fiskniður-
suðuafurðir fyrir tugi milljóna á
ári, en vér höfum ávallt verið eft-
irbátar þeirra í því, Nú er byrjun-
in hafin og von vor er það, að vér
getum staðið þeim fyllilega á
sporði í framtíðinni í þessum efn-
um og munum leggja höfuð-
áherzlu á vörugæði til þess að ná
mörkuðum fyrir sölu á vörunni.
Vér íslendingar höfum þá trú, að
íslenzki fiskurinn sé bezti fiskur 1
heimi, og þá trú verðum vér að
berja inn í hausinn á öðrum þjóð-
um og sigra á því.
Biskupskosning
er nýafstaðin. Af 108 á kjörskrá
greiddu 107 atkvæði. Þrír þeir
efstu hlutu atkvæði eins og hér
segir:
Sr. Sigurgeir Sigurðsson, ísa-
firði 60 2/3 atkv.
Sr. Bjarni Jónsson dómkirkju-
prestur 59 2/3 atkv.
Sr. Þorsteinn Briem 26 atkv.
Kosningin er ekki lögmæt, þar
sem enginn, er í kjöri var, hlaut
3/5 greiddra atkvæða.
Sker þá kirkjumálaráðherra úr,
hver þeirra þriggja, er flest at-
kvæði fá, hreppir embættið.
D Rún 593810127  - atkv. Frl.
I. O. O. F. == 1201079 ==
KIRKJAN: Messað kl. 12 í skól-
anum í Glerárþorpi n. k, sunnud,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176