Dagur - 17.08.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 17.08.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'it á hverjuin fimmtudigi Kostar kr. fi.OO áig. Ojaldk. Árni Jóhannsson * Kaupfél. Eyfirðinga. Ojaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. -•••••>»••••••• XXII . árg. j Akureyri 17. ágúst 1939. 33. tbl. ra Blaðamannafélag íslands hefir boðið hingað til lands 10 dönskum blaðamönnum. Komu 9 þeirra til Reykjavíkur með „Dronning Alexandrine11 á mánudagsmorgun. Einn varð að hætta við förina á síðustu stundu. Fara hér á eftir nöfn hinna er- lendu gesta og þess jafnframt getið fyrir hvaða blöð eða frétta- stofur þeir eru fulltrúar. Catrl Th. Jensen, frá Berl. Aften- avis. Elin Hansen, frá Radikale Ven- stres Pressebúreau. G. K. Burmölle, frá National- tidende. Gunnar Nielsen, frá Politiken. H. Hansen, frá Venstres Presse- bureau. K. Bögholm, frá Den konserva- tive Generalkorrespondance. Matrtin Nielsen, frá Arbejder- bladet. Peder Tabor, frá Social-DemO' kraten . Oluf Bussmann, frá Kristeligt Dagblad. Fyrsta daginn, sem dönsku blaðamennirnir dvöldu í Reykja- vík, sátu þeir boð hjá forsætis- ráðherra og bæjarstjórn Reykja víkur. Á þriðjudagsmorgun lögðu þeir upp í ferð til Norðurlands og fóru þann dag til Blönduóss. En hingað til bæjarins komu þeir síðdegis í gær. Voru í för með þeim 7 blaða- menn úr Reykjavík. Strax eftir komu þeirra hingað höfðu þeir kaffisamdrykkju á Hótel Goða- foss og buðu þangað blaðamönn- um hér. Síðan skoðuðu þeir bæ- inn, svo sem Gróðrarstöðina, Lystigarðinn, Menntaskólann og K. E. A. í gærkvöld voru þeir í boði bæjarstjórnar á Hótel Gull- foss, ásamt blaðamönnum hér og ýmsum fleiri bæjarbúum. í dag fara blaðamennirnir til Mývatnssveitar, skoða vatnið og brennisteinsnámana í nánd við Reykjahlíð. í bakaleiðinni verður þeim sýnd Laxárvirkjunin. Koma þeir síðan hingað aftur í kvöld, en í nótt halda þeir til Siglu- fjarðar með Dr. Alexandrine. Munu þeir verða gestir bæjar- stjórnar og síldarverksmiðja rík- isins. Skoða þeir verksmiðjurnar og kynnast síldarsöltun, ef hún verður nokkur. Á laugardaginn halda þeir til Sauðárkróks og þann dag suður í Reykholt, þar sem þeir gista. Á sunnudaginn fara þeir Kaldadal til Þingvalla. Þegar þangað kem- ur, verður Pálmi Hannesson rektor þar fyrir og segir þeim sögu staðarins. Eftir skoðun Þing- valla fara blaðamennirnir til Þrastalundar og gista þar. Verður þá norðurferðinni lokið. Eftir það verða blaðamennirnir gestir bæjarstjórnar Reykjavíkur; fara þeir í boði hennar að Ljósa- fossi, til þess að skoða Sogsvirkj- unina og síðan að Gullfossi og Geysi. Síðustu dagana, sem blaðamenn- irnir dvelja hér á landi, ætla þeir að nota til þess að kynnast’ Reykjavík og nágrenni hennar. Fimmtudaginn 24. ágúst halda þeir heimleiðis með Lyru. Eins og ferðaáætlun þessi ber með sér, er hinum dönsku blaða- mönnum ætlað að sjá hér margt og mikið í okkar augum. Að lík- indum hafa þeir aflað sér nokkurs efnis í blaðagreinar, þegar för þeirra hingað er lokið. Slíkar ferðir sem þessar geta haft verulega þýðingu fyrir okkur út á við. Aukin þekking á landi voru og þjóð ætti að verða bein afleiðing þeirra. r 50 ára. barna hennar er Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, skáld og rithöfundur. Björn Kristjánsson fyrrum alþm. og ráðherra andaðist í Reykjavík s.l. sunnudag, 81 árs að aldri, f. 26. febr. 1858 á Hreiðurborg í Flóa. Björn var sem kunnugt er hæfileikamaður og við margt ryð- inn á sinni löngu æfi. Var fyrst vinnumaður í sveit, nam og stund- aði síðan skósmíði um tíma, fór einnig á þeim árum til Khafnar og nam þar söngfræði. Gerðist þá bókhaldari í Rvík og upp úr því kaupmaður. Um 10 ára skeið var hann bæjargjaldkeri í Rvík og bankastjóri í Landsbankanum frá 1909 til 1918. Þingmaður í Gullbr.- og Kjósarsýslu var hann frá því laust eftir aldamót og þar til fyr- ir fáum árum, að hann lét af þingmennsku. Fjármálaráðherra var hann í ráðuneyti Jóns Magn- ússonar árið 1917. Kona hans var Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Hól í Rvík, er andaðist árið 1928. Sonur hennar af fyrra hjónabandi er Valdemar Steffensen læknir. Hinn 3. apríl s.l. minntist Bún- aðarfélag Svalbarðsstrandar 50 ára starfsemi sinnar, með fundi og samsæti í þinghúsi hreppsins. Mættu þar allflestir félagsmenn, konur þeirra og nokkrir gestir. Sigurjón Valdimarsson bóndi í Leifshúsum rakti ítarlega sögu félagsins, allt frá stofnun þess. Stofnendur voru 13 og eru nú að- eins 2 þeirra á lífi, þeir Árni Guð- mundsson fyrrverandi hreppstjóri á Þórisstöðum og Valdimar Grímsson í Leifshúsum. Voru þeir einum rómi kjörnir heiðursfélag- ar á fundinum. Var Árni 16 ár formaður félagsins, eða lengst allra þeirra, sem hafa verið for- menn þess. Félagsmenn eru nú 28, en hafa flestir orðið rúmlega 30. Þegar rakin er saga félagsins, sézt fljótt, að það hefir látið sig miklu skipta flest, eða öll fram- faramál sveitarinnar, þó vitanlega mesta áherzlan hafi verið lögð á jarðræktarframkvæmdirnar. Þessar jarðabætur hafa verið gerðar: í sambandi við fundinn flutti héraðsráðunautur, Eyvindur Jóns- son, erindi um kartöflurækt, og Guðmundur Benediktsson, bú- fræðingur á Breiðabóli erindi um kornrækt. Fundurinn og samsætið fór hið bezta fram; skemmtu menn sér vel, og skildu hinir ánægðustu. Stjórn Búnaðarfélagsins skipa nú þessir menn: Sævaldur Valdimarsson, Sigluvík, Sigurjón Valdimarsson, Leifshús' um og Jóhannes Árnason, Þóris- stöðum. Fundarmaður. Fyrsta tlugsýning ' / a i. Túnsléttur Nýrækt Girðingar Lokræsi Skurðir 72,9 ha. 106,3 ha. 43 km. 2,9 km. 14,2 km. Alls hafa verið unnin rúmlega 62 þúsund dagsverk í félaginu, þar af rúmur helmingur síðustu 10 árin. Greiddur styrkur á þessar jarðabætur, er um 13 þús. krónur. Dánardæguí. Þann 12. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu Pétur Gunnarsson fyrrum bóndi á Sigtúnum í Eyja- firði, 62 ára að aldri. Hann var kvæntur Kristínu Jónsdóttur, er lifir mann sinn ásamt fjórum upp- komnum börnum þeirra. Sunnudaginn 13. þ. m. andaðist að heimili sínu hér í bænum Jón Vilmundarson vélstjóri, 41 árs að aldri. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans Sigrún Jónsdóttir frá Húsavík, er hann missti eftir stutta sambúð. Seinni kona hans er Sigríður Kristinsdóttir, er lifir mapn sinn. Áttu þau tvær dætur. Nýlega er látin hér á sjúkra- húsinu ekkjan Aldís Eiríksdóttir, kémin á níræðisaldur. Meðal Næstkomandi sunnudag gefst Akureyringum og þeim, sem búa í nálægum sveitum, kostur á því, að sjá fyrstu flugsýninguna, sem haldin hefir verið á Norðurlandi. Gengst Svifflugfélag Akureyrar fyrir sýningu þessari, sem fer fram á Melgerðismelum í Eyja- firði, og hefst hún kl. 2.30 e. h. Sýnd verða margskonar flug, bæði í renniflugu, svifflugu og vélflugu, og taka þátt í sýning- unni 4 eða 5 flugvélar. Hingað til bæjarins er nýkominn þýzki svif- flugkennarinn Fritz Schanerte, og hefir hann meðferðis svifflugu þá, er flutti póstinn af Sandskeiðinu til Reykjavíkur fyrir stuttu síðan. Dvelur hann nokkra daga meðai Akureyrskra svifflugmanna og æfir þá, en aðalerindi hans hing- að er þó, að taka þátt í flugsýn- ingunni. Mun hann þar sýna áhorfendum listflug í svifflugunni og einnig hitauppstreymisflug, ef veður leyfir. Þá sýnir Sigurður Jónsson flug- maður listflug á TF Sux, og verð- ur það án efa sá þáttur sýningar- innar, sem vekja mun mesta hrifningu. Hér er aðeins talið fátt af því, sem þarna verður til (Framhald á 4. síðu)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.