Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAGUR
kemur ít á hverjum
fimmtudsgi Kostar
kr. 6.00 áig.- OjaldK
Árni Jóhannsson '
Kaupfél. Eyfirðinga.
Ojaldd.  fyrir  1.  júli.
XXII
. árg. |
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
kornin til afgreiðslu-
manns  fyrir  1.  des.
Akureyri 14. september 1939.
t 37. tbl.
StríHI
Þjóðverjar herða stöðugt sókn sína í Póllandi.
Pólski herinn ver Varsjá af mikilli hreysti. —
Pjóðverjar á undanhaldi fyrir Frökkum á vest-
urvígstöðvunum. Allt brezka heimsveldið hefir
lýst yfir stríði við Pýzkaland.
Þjóðverjar sækja ákaft fram í
Póllandi. Fyrir nokkru brutu þeir
sér braut gegnum pólsku göngin
og auk þess náðu þeir námuhérað-
inu í Efri-Slésíu á sitt vald. Þeir
segjast og hafa unnið Kraká, hina
fornu höfuðborg landsins, en Pól-
verjar neita því að það sé rétt.
Nú síðustu dagana hafa Þjóð-
verjar lagt megináherzlu á að ná
höfuðborginni, Varsjá, á vald sitt,
en mætt hinni hörðustu mót-
spyrnu. Pólska stjórnin flutti 6. þ.
m. frá Varsjá til Lublin, sem er
200 km. sunnar og austar í land-
inu. Undanfarna daga hafa bar-
dagar um höfuðborgina verið í al-
gleymingi, og hafa þýzkar flug-
vélar gert ákafar og endurteknar
árásir á hana, en allt til þessa hef-
ir hún verið í höndum Pólverja
og segjast þeir verja hana til síð-
asta manns.
Franskur her hefir ráðizt inn í
Þýzkaland, og hófust þá bardagar
við landamærin, milli Mosel og
Rín. Hefir her Frakka sótt fram
með fótgönguliði, flugvélum og
skriðdrekum í Saarhéraðinu og til
stærstu borgar þess, Saarbriicken.
Hafa fallbyssudrunurnar heyrst
þaðan alla leið til Luxemburg.
Tóku Þjóðverjar þá að senda liðs-
auka til vesturvígstöðvanna og
jafnframt var farið að flytja fólk
af stórum svæðum í Rínarhéruð-
unum austur á bóginn. Síðan hef-
ir stórskotalið Frakka haldið uppi
stöðugri skothríð á víggirðingar
Þjóðverja við landamærin. Her
Þjóðverja heldur hægt undan og
sprengir á eftir sér bæði brýr og
vegi, til þess að tefja sókn Frakka.
Margar kolanámur eru sagðar
fallnar í hendur franska hersins á
þessu svæði.
Skriðdrekar Frakka eru 75 smá-
lestir að þyngd og fylgir fótgöngu-
liðið á eftir þeim.
Bretar eru ekki aðgerðarlausir.
Brezki flotinn eltir uppi 511 þýzk
skip á höfum úti. Er þegar fjöldi
af þeim tekinn, en önnur hafa
leitað sér hælis í hlutlausum höfn-
um. Er tilgangur Breta að hreinsa
höfin af öllum þýzkum skipum.
Auk þess halda Bretar áfram flugi
yfir Þýzkaland og varpa niður
miljónum af áróðursmiðum. Þá
eru Bretar og í óðaönn að flytja
lið yfir til Frakklands, til þess að
taka þátt í sókn Frakka á vestur-
vígstöðvunum.
Þjóðverjar herða á kafbátahern-
aði sínum og hafa grandað all-
miklu af brezkum skipum.
Suður-Afríka og Kanada hafa
sagt Þjóðverjum stríð á hendur,
og eiga þá Þjóðverjar í stríði við
allt brezka heimsveldið.
Chamberlain hefir lýst yfir,  að
friður yrði ekki saminn, fyrr  en
Hitlers-hættunni  væri  rutt  úr
vegi.
Þá hefir þýzka stjórnin tilkynnt,
að hér eftir verði beitt öllum ráð-
um til þess að færa Pólverjum
heim sanninn um, að öll vörn frá
þeirra hálfu sé árangurslaus. Mun
það ætlun Þjóðverja að knýja
sem fyrst fram úrslit í Póllandi,
en snúa síðan öllum herstyrk sín-
um að vesturvígstöðvunum gegn
Frökkum og Bretum.
Fiðlutónleikar.
Það bar til nýlundu s. 1. mánu-
dag, að tveir íslenzkir snilldar-
menn létu til sín heyra í sam-
komuhúsi bæjarins. Björn Ólafs-
son lék á fiðlu, en undirleik ann-
aðist Árni Kristjánsson. Björn Ól-
afsson er komungur maður, en
hefir lokið prófum frá tónlistar-
skóla Reykjavíkur og tónlistarhá-
skólanum í Vínarborg, og var þá
strax tekinn í Fílharmoni-orkester
Vínarborgar, sem er heimsfræg
hljómsveit. Það eitt sýnir hvers
vænta má af hinum unga manni.
Björn á til listamanna að telja í
báðar ættir. Ólafur faðir hans var
ágætur raddmaður, en Björn Jóns-
son, ráðherra, afi hans, var þre-
menningur við Gest Pálsson skáld.
í móðurætt er Björn fjórði maður
frá séra Guðmundi Einarssyni á
Breiðabólsstað, en Guðm. var
móðurbróðir Matthíasar Jochums-
sonar; málarinn Guðm. Thor-
steinsson var móðurbróðir Björns.
Árni Kristjánsson er öllum hér
kunnur.
Björn Ólafsson sýndi á þessu
tónleikakvöldi, að hann hefir
numið mikið og tækni hans á öll-
um sviðum mikil og skilningur
hinn bezti, en fullkominn er nú
enginn í upphafi, og eg geri ráð
fyrir því, að nazkur listdómari
hefði eitthvað sett út á, t. d. að
eigi væru allir tónar jafnfagrir
og vissir, en þessi ungi maður á
svo mikið af músík, að eg tel lít-
inn vafa á, að með aldri og þroska
geti hann öðlast sæti við hlið
snillinganna.
Viðfangsefnin  sýndu  list hans
KIRKJAN: Messað n. k. sunnu-
dag í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h.
Knattspyrnumót III. fl. fer fram
næstk. sunnudag, kl. 11 f. h., á
„Þórs"-vellinum. — K. A. og
„Þór" keppa.
Fundur verður haldinn í Kven-
félagi Akureyrarkirkju í kirkj-
unni, eftir messu n. k. sunnudag.
Ferðanefnd F. F. A. biður þess
getið, að vegna takmarkana á
bílanotkun, geti ekki orðið af
skemmtiferð félagsins að Hrauns-
rétt, næsta sunnudag.
og leikni frá öllum hliðum. Erfið-
asta viðfangsefnið var Fiðlukon-
sert Beethovens, og gerði hann
honum ágæt skil, en svo frábær
var undirleikur Árna Kristjáns-
sonar, að nærri stappaði, að hann
skyggði á fiðluleikarann sjálfan í
þessum þáttum Beethovens. í
Romance Svendsens, sónötu Paga-
ninis, Slavneska dansinum hans
Dvðráks og Aríu Matthesons, var
leikur Björns snilldarfagur og
mesta unun á að hlusta. Undir-
leikur Árna Kristjánssonar var
með þeim ágætum, að eg hefi
sjaldan orðið svo gagntekinn af
píanoleik, sem þetta kvöld. Styrk-
ur, festa, natni, músikþroski,
dýpt: listfengi í orðsins bezta
skilningi, — snilld. Björn Ólafs-
son og Árni Kristjánsson eru
þjóðarprýði.
Ef dæma ætti eftir aðsókn þetta
kvöld, þá mætti ætla, að sú göf-
uga list ætti hér ekki upp á pall-
boröið. Vitanlegt er þó það, að
ein eru það andlegu verðmætin,
sem því hafa valdið og valda enn,
að íslendingar eru að nokkru
metnir; því ber oss eftir getu að
styðja listir og bókmenntir.
Auditor.
IQoskóEi Akureyrar
verður settur mánudaginn 16. okt.
n. k. kl. 8 e. h. Nýir iðnnemar og
þeir, sem hafa í hyggju að taka
próf milli bekkja í haust, tali við
undirritaðan sem fyrst.
KVÖLDDEILD skólans
tekur, svo sem að undanförnu, við
nemendum í íslenzku, dönsku,
reikningi, bókfærslu og jafnvel
teikningu. — Ennfremur verður
kennd þýzka í byrjenda- og fram-
haldsflokkum. — Skólagjald mjög
sanngjarnt. Þar sem húsnæði er
all-takmarkað ættu umsækjendur
að tala sem fyrst við undirritað-
an, sem gefur allar nánari upp-
iýsingar um skólann. Til viðtals í
Klapparstíg 1, sími 274.
JÓN SIGURGEIRSSON.
Hefi herbergi
til leigu fyiir einhleypa.
Sig. Jónison
Oddeyrargötu 38.
Ráðikonu
vantar á fámennt heimili
í bænum.       R. v á.
Dansskemmtun heldur U. M. F.
Saurbæjarhrepps laugardaginn 16.
sept. n. k. að Saurbæ, kl. 9 e. h.
Haustfundur Kennarafélags
Eyjafjarðar hefst í barnaskóla Ak-
ureyrar 30. sept., kl. 1 e. h.
Svar til „Spuruls" verður að
bíða næsta blaðs sökum rúmleys-
is í blaðinu í dag.
Handa skólapilli:
Góð stota með húsgögnum.
Fæði  á  sama  stað.
Uppl. í Verzl. „Esfa".
Jorðin Dvergsstaði
í Hrafnagilshreppi er laus til á-
búðar i næstu fardögum. Tunið
er slétt og mestallt véltækt, fóðr-
ar 7 kýr. Ræktunarskilyrði góð.
Um 300 hesta engjar. Vel hýst.
Frekari upplýsingar veitir
Björn Halldórsson
málafl.m., Akureyri.
Herbergi
til leigu, fyrir  einhleypa,
i Strandgötu 51. Simi 152.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152