Dagur - 04.01.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.1940, Blaðsíða 1
DAGUR ketnur ít á hverju/n fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson * Kaupfél. Eyfirðinga. Gjuldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin ti! afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIll Akureyri 4. janúar 1940 A áramótum. Árið 1939 er liðið og nýtt ár runnið upp. Aldrei hafa menn sterkari tilhneigingu til að staldra við og láta hugann dvelja við far- inn veg en á slíkum tímamótum. Þegar við lítum til baka yfir þenna síðasta lífsáfanga, komumst við að raun um, að liðna árið er í öllum aðalatriðum svipað og árið : í hitt í fýrra og árið þar áður. Ytri. aðstæður eru að vísu nokkuð breytilegar frá ári til árs, en innsti o kjarninn í lífi flestra er alltaf sjálfum sér líkur. Á liðna árinu hafa skipst á skin og skúrir eins og áður, við höfum ýmist glaðst eða hryggst,. unnið sigra og beðið ósigra. Vonir um hamingju og lífsgengi hafa fæðst, sumar orðið að veruleika, aðrar dáið. Sú saga endurtekur sig á hverju ári. Að.j því leyti er hvert árið öðru líkt; , þar getur aðeins verið um stigmun en ekki eðlismun að ræða.' En skáldið Longfellow kvað eitt' sinn: Hyorki lán né hryggðarhagur hj|itir takmark lífs. um skeið, hqldur það að hver einn dagur hrífi oss lengra fram á leið. ■ Skáldið á sýnilgga við það, að SÍaukin sálarþro'skun sé takmark lí-fs vors. Hvort færst hefir nær því aðaltakmarki. á liðnu ári, Vérðúr hver og einn að gera upp víð sjálfan sig. Þau reikningslok eru enn þýðingarmeiri en niður- stöðurnar í viðskiptareikningum ökkar. Að svo mæltu skal nú í stuttu máli vikið að árferði og nokkrum þeihi viðburðum, er skeð hafa ár- ið, sem nú er nýliðið. ÁRFERÐIÐ. V^ðráttan hefir verið einmuna góð á liðnu ári. Síðastliðinn vetur var mildur og snjólétt um mikinn hluta landsins. Undantekning frá þessu var þó á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á því landsvæði dreif niður óvenju mikinn snjó í janúarmánuði, og hélzt hann lengi við. En það voraði snemma, og síðan mátti heita að hver dag- urinn væri öðrum betri allt sum- arið út og fram á vetur. Þessi ár- gæzka náði yfir allt land og hafði að sjálfsögðu mikil og góð áhrif á afkomu landsmanna. Jörð spratt yfirleitt vel, sláttur byrjaði óvenju snemma, og heyfengur varð víðast mikill bæði að vöxt- um og gæðum. Þurrkar voru óvenjulega miklir um allt land, sem ollu því, að harðvelli beið nokkurn hnekki við. Aðeins í Skaptafellssýslum brá til óþurrka, þegar á leið sumar, og kvað svo ramt að, að vandræði hlutust af fyrir þann landshluta. Að öðru leyti lék sumarblíðan við lands- fólkið og teygði úr sér fram yfir veturnætur. Mun þessa sumars Íengi minnst sem eins hins allra bezta, er yfir landið hefir komið í minnum þeirra manna, sem nú eru uppi. Sem afleiðing veðurblíðunnar varð uppskera garðávaxta í bezta lagi og kartöfluframleiðslan langt- um meiri en nokkru sinni áður. Auk þess tókst kornræktin prýði- lega. Þorskafli togara á vetrarvertíð varð mjög v rýr og enn minni en arið áður, þó að heildaraflinn eft- ir vertíðina yrði nokkru meiri. Mikið fleiri skip voru gerð út á síldVeiðar en nokkru sinni fyrr. Framan af gengu síldveiðarnar mjög tregt, og var útlitið lengi vel hið ískyggilegasta, en seint í ágúst gerði mikla aflahrotu, sem bætti úr skák; þó varð síldarafl- inn að lokum allmiklu minni en árið áður, bæði í salt og bræðslu, þrátt fyrir stærri veiðiflota, en mikill að verðmæti. Um verzlunar- og viðskiptaár- ferðið verður ekki sagt til fulln- ustu enn. Að líkindum má það teljast sæmilegt. Verzlunarjöfnuð- urinn við útlönd virðist mun betri en á horfðist framan af árinu. STÖRVIÐBURÐIR ÚTI í HEIMI. Á liðna árinu hafa þeir atburðir gerzt í umheiminum, sem ærið eru frásagnarverðir og án efa valda miklu um örlög þjóðanna í framtíðinni, ekki sízt smáþjóð- anna. Hinn ógurlegasti hildarleik- ur er hafinn milli lýðræðis og ein- ræðis í Norðurálfunni, og er rétt- ur smáþjóðanna þar mjög við rið- inn. Hinum átakanlegu bræðra- vígum á Spáni lauk á árinu með sigri Francos og einræðisherranna á Ítalíu og Þýzkalandi. Mussolini ræðst á smáríkið Albaníu á föstu- daginn langa og leggur það undir sig. Hitler ræðst á Tékko-Slo- vakíu, tvístrar því ríki og eyði- leggur. Síðar á árinu ræðst hann á Pólland, eftir að hafa gert hinn IAgnar Guðlaugsson I 9. 10. 1903 — 25. 12. 1939. I f ln mémoriam. ' f Eg dvaldi hér á Akureyri 17 ára unglingur, veturinn 1906—7. Síðla þann vetur kom eldri bróðir minn, sem nú er látinn, í skyndiheimsókn hingað norður, en heimili mitt og vandamanna minna var þá vestur í Skagafirði. Þessi bróðir minn hafði dvalið hér á Akureyri við búfræðinám hjá Ræktunarfélaginu sumarið næsta áður, og verið einhverskon- ar heimagangur á heimili Guð- laugs Pálssonar smiðs og konu hans Ingilínu Jónasdóttur. Eg fór með bróður mínum í heimsókn til þessara vina hans, og dvöldum við þar eina kveldstund í góðu yfirlæti. Það var einkar hlýtt og bjart yfir þessu heimili, og fljótt komst maður að raun um, að slíkt stafaði að mestu frá bústnum og efnilegum drenghnokka, þriggja ára gömlum, sem þá var eina barn, eftirlætisgoð og augasteinn heimilisins. — Eg held að eg hafi þá, fyrsta skipti, veitt eftirtekt barnsaugunum. Eg var þessa kvöldstund að mestu þögull áheyrandi, og man vel, hversu eg 'fylgdist með, ekki sérstaklega því, sem um var talað, heldur hinu, hversu augu þessa unga sveins fylgdust nákvæmlega með öllu, hrekklaus og athugul, sem gerðist og sagt var þetta kvöld. — Síðan hafa barnsaugun ávallt verið mér eitt hið mesta undrun- ar- og aðdáunarefni. — Við bræð- urnir kvöddum svo þessa gest- gjafa okkar síðla kvölds, með þakklátum huga, en fyrst og síð- ast sveininn unga. Þannig sá eg Agnar Guðlaugsson í fyrsta skipti. Eftir tæp tuttugu og tvö ár, eða síðsumars 1928, mættumst við Agnar aftur þannig, að - við veitt- um því sérstaka athygli. Eg varð þá starfsmaður Kaupfélags Ey- firðinga, en hann hafði þá starfað þar um tveggja ára skeið. Síðan höfum við samferðamenn verið óslitið,. og haft meira og minna saman að sælda allt þar til hann, mánudaginn 11. þ. m., kvaddi mig hlýju handtaki í síðasta sinn. Eg get ekki látið það vera nú, þá hann er látinn, að árétta þessa kveðju, er hvorugur okkar bjóst við þá, að yrði hin síðasta. Mér finnst rétt, að það megi skýrt frarrt koma, með hvaða hugarfari er á eftir honum horft, út yfir gröf og dauða, af mér og þeim öðrum, sem með honum unnu, og höfðu nánasta umgengni við hann utan heimilis. Hann var, með afbrigðum, starfsglaður, verkafús og vinnu- drjúgur maður. Gekk óskiftur og heill að hverju starfi, dauðtrúr og gulláreiðanlegur. Stofnun þeirri, Kaupfélagi Eyfirðinga, er starfa hans naut, er hinn mesti hnekk- ir að fráfalli hans. Hann gegndi þar, nær því óslitið, þýðingar- miklum trúnaðarstörfum, fyrst sem deildarstjóri, en hin síðari ár annaðist hann að mestu inn- kaupastarfsemi félagsins. Hann var maður hlédrægur og óáleit- inn. Mun hafa átt fáa nána einka- vini, en aldrei óvin neinn. Hlýr var hann og ljúfur í umgengni og aðbúð allri, og munum við öll, sem með honum störfuðum, sjam- mála um, að gott hafi verið að hafa slíkan samferðamann. Við horfum því á eftir honum með einlægri eftirsjá og söknuði. Ástvinum sínum var hann æ hinn sami sólargeisli og þá, er eg sá hann fyrst. Bjartur geisli, er aldrei bar neinn skugga á. Og þegar eg nú árétta okkar síðasta handtak, um leið og ég lít yfir kynni okkar, kenni eg samskonar yls, sem lægi barnshönd í lófa mér. Akureyri, 29. desember, 1939. Sveinn Bjarman. viðurstyggilega samning við Stal- in. Síðan brjóta þeir í sameiningu mótstöðu Pólverja á bak aftur og skipta landi þeirra bróðurlega á milli sín. Bretar hafa fengið orð fyrir að vera seinþreyttir til vandræða. Þegar hér er komið, er þolinmæði þeirra loks á þrotum. Þeir segja Þjóðverjum stríð á hendur ásamt Frökkum, eða í bandalagi við þá. í fjóra mánuði hefir nú stríð geisað milli þessara stórvelda, án þess að séð verði fyrir nokkurn enda á því. Eins og nærri má geta, truflar þetta allar framtíðaráætlanir, ekki aðeins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.