Dagur - 24.01.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 24.01.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjóri: INGIMAR EYDAL. Afgreiðslu og auglýsingar annast: Jóhann Ó. Haraidsson. Skrifstofa viö Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonar. XXV. árg. Akureyri, laugardaginn 24. janúar 1942. 4. tbl. 'Gdfstll svo! QAFSTU svo, þó að þú létir góðvænlega," sagði Grettir, um leið og hann hjó af höfuð Gríms flugu- manns, er ’ ætlaði að svíkja hann í tryggðum. — „Gafstu svo,“ mega þær þjóðir segja, sem glatað hafa sjálfstæði sínu og frelsi fyrir til- verknað flokka og félaga, er hafa talað fagurlega um frelsi og mann- réttindi, meðan flugumenn þeirra unnu ósleitilega að því að svíkja þær í tryggðum. „Gafstu svo,“ mega Norðmenn segja um „Nasjonal Sam- ling“, flokk Quislings, sem vann að því í skjóli lýðræðis og frelsis að svíkja Noreg og norsku þjóðina í hendur þeirrar kúgunarstefnu, sem nú fremur í landinu þrælslegri grimmdarverk en sagan kann áður frá að greina. Hvaða dóm mun sag- an leggja á þá menn, sem stóðu fyr- ir „endurvakningu norsku þjóðarinn- ar á þjóðlegum, kristilegum grund- velli“ á árunum 1940 og 1941. — Forði allar góðar vættir þeim þjóð- um, sem enn búa við frelsi og sjálf- stæði frá „endurvakningu“ á grund- velli gjörræðisfullra öfgakenninga valdasjúkra einstaklinga. j MEGINLANDI Evrópu, þar sem **nazisminn hefir þröngvað sér inn um dyr flestra frjálsra þjóða, með tilstyrk flugumanna, voru starfandi i hverju landi öflug kaupfélög, sem stóðu vörð um hagsmuni hi-r’a smæstu í þjóðfélaginu. I hartnær heila öld höfðu samvinnufé’. j?in vaxið og dafnað í þessum löndiui' Þau voru stoð lýðræðis, frelsis og menningar fólksins. Ekkert er naz- ismanum meiri þyrnir í augum en samtök frjálsra manna, efling monn- ingar og velmegunar af sjálfsdáðum. Þar sem menning fólksins er sterk, þar sem velmegun er ríkjandi, þar þarf ekki „foringja“ til þess að „leiða" fólkið og segja því hva-5 það á að hugsa. Nú eru kaupfélögin i rústum á meginlandi Evrópu. Félags- samtökin eru leyst upp með vald- boði, forvígismennirnir hnepptir i fangelsi og frjáls samtök í þræls- hafti. TJAZISMINN réðist fyrst á kaup- félögin. Þau voru hættulegasti andstæðingur þrælshyggjunnar. Þau voru tákn alls þess, sem nazisminn hatar og óttast Þau voru tákn frjálsborinnar hugsunar og dugmikils starfs þegnanna. Fall kaupfélaganna táknaði fall sjálfsbjargarviðleitn- innar og efnalegs sjálfstæðis þjóð- anna — en innreið þrælshyggjunnar, skepnuskaparins og eymdarinnar, sem eru undirstöður nazismans. IjAÐ er eftirtektarvert, hvar þeir * menn, sem þykjast standa fyrir „endurvakningu“ þjóðanna drepa vopnum sínum niður. Kannast menn við rógtungumar, sem reyna að læða þeirri hugsun inn hjá almenn- ingi, að frjáls samtök frjálsra manna í hverju byggðarlagi — kaupfélögin — séu undirrót alls ills og þurfi að jafna við jörðu? — Ef menn kannast við þessa rödd í byggðarlagi sínu, þá er vá fyrir dyrum. Þá em nag- dýrstennur nazismans farnar að rjála við undirstöður lýðræðis- frelsis og sjálfstæðis. Þá er kominn tími til að borgararnir láti sér vítin að vam- aði verða, — minnist Noregs, Dan- merkur, Hollands og Belgíu. — Þá er kominn tími til að frjálsir menn treysti enn betur frjáls samtök. Þá er kominn tími til að minnast Grett- is, sem sá við Grími, minnast norsku þjóðarinnar, sem var svikin í tryggð- m Þekkja flkureyrinr Þæílir úr póSKískri æfisögu Br>n< leifs Tobíassenar Loforð og efndir J^JÓSENDUR bæjarins munu hafa veitt því athygli, að Framsóknarflokkurinn hefir ekki gefið nein loforð um gull og græna skóga, hverjum þeim, er fylgdi honum við kjörborðið, né heldur viðhaít nein kosningaávörp, upp- hrópanir eða áskoranir til kjósenda, eins og þó allir hirtir flokkarnir hafa gert. — Skýringin er einíöld: Framsókn- arflokkurinn þarf slíks ekki með. Störf flokksins og um- bætur samvinnumanna í bænum og landinu tala svo Ijósu máli um steínu þeirra og getu til framkvæmda, að þau munu þyngri á metunum en feitletrað geip hinna flokk- anna um ágæti þeirra og umbótavilja. Þeir lofa stundum mestu, sem efna fæst. En ílokkurinn heíir sýnt það frá upphafi, að ÁDRÁTTUR hans er betri en LOFORÐ annarra ílokka, enda treystir hann fyrst og fremst á kjör- fylgi vitiborinna manna með óbrjálaða dómgreind, sem vilja leggja það á sig að hugsa sjálfir, en láta ekki ,Jor- ingjana“ hugsa fyrir sig! Blekkingarnar uni rafveitumálið I. Þegar Brynleifur Tobiasson hóf fyrst afskipti af stjórnmál- um, þótti maðurinn líklegur til nokkurs þroska og forystu. — Naut hann lengi vel fulls trausts og fylgis þáverandi flokksbræðra sinna, Framsókn- armanna, enda virtist hann þá einlægur hugsjónamaður, a. m. k. í aðra röndina Var hann þrí- vegis í kjöri af hálfu Fram- sóknarflokksins við alþingis- kosningar í Skagafirði, en þar er hann borinn og barnfæddur og hafði dvalið þar lengst af til fullorðinsaldurs. Ekki náði hann þó kosningu, enda • var þess varla að vænta, því að flokkurinn naut þá ekki sama fylgis þar um slóðir og nú, er hann hefir unnið þar þingsæfi. Væri Brynleifur því væntan- lega orðinn þingmaður þeirra Skagfirðinga, ef hann hefði staðizt próf það, er forlögun- um þóknaðist að leggja á manndóm hans og skapfestu, áður en þau teldu hann hæfan til slíkrar vegtyllu. — Þá var Brynleifur og um nokkurt skeið fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn hér. Reyndist hann hvorki betur né verr í því starfi en margur annar, sem til þess hefir verið settur. En við bæjarstjórnar- kosningarnar 1934 var brotið blað í sögu hans. Var hann þá settur í öruggt sæti — að taiið var — á kjörlista flokksins, en varð þá fyrir því ,,óláni“(!) að ná ekki kosningu. Reyndist hann eiga stórum minna fylgi að fagna meðal hinna „ó- Nýfusfu fréltir af boruninni á Lau^alandi / gærdag var borholan orðin 18 metra djúp og hitastigið 64 gráður. — Vatnsmagrúö var 1 lítri á sekúndu — Gefur þetta auknar vorúr um árangur. JIHRIIIIII.IHU WU'II'I I. .. breyttu kjósenda“ flokksins en ráðamenn hans höfðu ætlað. Brynleifur lætur nú í það skína, er hann fiskar sem óðast eftir kjörfylgi kaupmannaliðs- ins hér í bæ, að forráðamenn Kaupfélags Eyfirðinga hafi ráð- ið þeirri útreið, er hann hlaut að þessu sinni við kjörborðið, og sé skýringin sú, að hann hafi reynzt þeim óþægari í bæjarstjórn en þeir höfðu vænzt. — Slíkt er þó hin herfi- legasta blekking. Hafði Bryn- leifur sízt reynzt félaginu ó- trúrri eða verri liðsmaður en aðrir, og í engu staðið gegn hagsmunum þess í bæjarstjóm. •Naut hann á þeim árum þeirr- ar sæmdar að vera kallaður sauðtryggt leiguþý K.E.A. á máli núverandi liðsmanna sinna, ekki síður en þeir sam- vinnumenn aðrir, sem spyrnt hafa fótum gegn ágengni kaupahéðna og annars „einka- framtaks“ gegn sjálfsögðum rétti almennings í bænum og héraðinu til frjálsrar verzlun- ar og aukinna framkvæmda á samvinnugrundvelli. Það var fyrir þessar kosningar að B. T. reit grein þá í „Dag“, sem „ís- lendingur" birti langa kafla úr s.l. miðvikudag því til sönn- unar, að lítil heilindi muni fylgja, er Brynleifur lofar nú hinni hrjáðu og dreifðu sveit kaupmanna í bænum öruggri forystu gegn ofríki K.E.A.! Bar Brynleifur í grein þessari hið mesta lof á kaupfélagið, kallaði það „morgunstjörnu“, sem lýsa skyldi yfir framtíð bæjarins. Það væri fjarstæða, að hagsmunir K.E.A. og bæjar- ins toguðust á og sjálfsagt væri og eðlilegt, að forstöðumaður K.E.A. sæti í bæjarstjórn, því að af honum væri mests trausts og halds að vænta í fjármálum bæjarins öllum. Sízt væri það heldur á valdi bæjarstjórnar að breyta þeim lögum, sem út- svar K.E.A. færi eftir, enda „hlítir K.E.A. auðvitað sömu töxtum og önnur fyrirtæki og einstaklingar í bænum“ um önnur bæjargjöld. Þá var ekk- ert talað um „sérhagsmuni kaupfélagsins“, „vildarkjör . . . (Framh, é 4. níöu). Eitt af því sem reynt er að nota til áróðurs við þessar bæj- arstjórnarkosningar er raf- magnsmálið. i Gömlu féndurnir á D og E- listunum eru nú hjartanlega sammála um að nota blekkingar og ósannindi í rafveitumálinu til að afla sér fylgis í bænum. Á báðum þessum listum eru menn sem hafa verið í bæjar- stjórn undanfarið og fylgst með málinu frá upphafi og til þessa dags. Það er því ekki ókunnug- leika, sem um er að kenna. Þeir vita vel að þeir sjálfir, sem bæj- arfulltrúar, samþykktu á sínum tíma þær ákvarðanir sem tekn- ar voru, þegar rafstöðin við Laxá var reist. Þeir vita einnig að samkvæmt undangenginni rannsókn taldi rafmagnseftirlit ríkisins að ekki væri ástæða til að virkja meira en gert var, fyrr en sýnt væri hve rafrnagnsnotkunin færi ört vaxandi. Þeir vita ennfremur að á þessu áliti var byggt þegar á- byrgðarupphæðin sem ’ ríkið veitti var ákveðin, þó að þeir láti sér nú sæma að láta í veðri vaka að illvilja Eysteins Jóns- sonar ráðherra hafi verið um að kenna að ekki var gefin hærri ábyrgð. Auk þessa áttu þessir fræðar- ar fólksins að vita, að lánveit- endur hafa þá kynlegu reglu að láta miklu ráða um það hvort lán skuli veitt, hvort þeir telja að það fyrirtæki, sem láns- ins á að njóta, hafi skilyrði til að bera sig fjárhagslega, og miða það vitanlega við sölu- möguleika, en um það lá ekki fyrir að sennilegt væri að meira seldist fyrstu árin en það sem ein vélasamstæða framleiddi. Hér var því ekki um neitt glapræði að ræða; það var ein- róma álit allra sem með málið höfðu að gera að sú virkjun sem framkvæmd var, nægði fyrstu árin og svo var um búið að auð- velt og án aukakostnaðar átti að vera hægt að bæta við annarri vélasamstæðu. Af völdum styrj- aidarinnar hefir þetta farið á annan veg. Af völdum stríðsins hefir ekki tekizt að fá aðra véla- samstæðu, þó að nú sé hennar þörf. En er það ekki stríðið, sem hefir aukið þörfina? Vilja D- og E-mennirnir ekki jóðla á því um stund. af ú(svörunam Jón lögfræðingur Sveins- son hélt því fram á fundi E- listans, að samvinnufyrir- tæki í bænum væru skatt- frjáls! Sannleikurinn er: Útsvör og samvinnuskatt- ur K.E.A. og S.Í.S. til bæjar- sjóðs árið 1941 var samtals kr. 200.000,00, eða 36 Vá % af öllum út- svörum niðurjöfnuðum árið 1941. Hvað skyldi þurfa marga Svafara, Jóna og Brynleifa til þess að standa undir þessum greiðslum? iii.ii m ipiiiuhw iii ii.i.ii .njiii »».■■■ iiWWi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.