Dagur - 23.05.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR nitstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. AfgreiSsIa, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa vi8 Kaupvangstorg. Simi 96. Argangurian kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Bjömaaonar. XXV. árg. Akureyri, laugardaginn 23. maí 1942 23. tbl- ,Steinar fyrip branö6 TJINN 9. maí s.l. gaf málgagn Sjálf- * stæðisflokksins á ísafirði, ,Vest- urland", þessa lýsingu á ástandinu í atvinnumálum þjóðarinnar: „. . . . Aldrei hefir íslenzku þjóð- inni riðið eins á því og nú, að hún væri einhuga í afstöðu sinni til er- lends valds. Nú þegar land hennar er setið fjölmennum erlendum herjum. Er þessi einhugur þá fyrir hendi? Því miður ekki. íslenzk stjórnarvöld hafa um hríð unnið að því að ná sam- komulagi við hið erlenda hervald um það, að íslenzkt vinnuafl yrði ekki um of dregið frá lifrænni framleiðslu landsmanna sjálfra til dauðra starfa í þógu hinna erlendu herja. Til slíkra takmarkana ber brýna nauðsyn. Landbúnaðurinn var að komast á heljarþröm vegna vinnuaflaskorts, stöðvun eða stórkostleg rýrnun mat- vælaframleiðslu þjóðarinnar vofði yfir. Og sjávarútvegurinn víða ó landinu átti einnig í þessum sömu örðugleikum. Skipin komust ekki á flot til veiða. Hér blasti við sú ömurlega stað- reynd, að íslenzkir bjargræðisvegir, sem framtíð þjóðarinnar byggist á, færu í örtröð vegna þess, að íslenzkt fólk streymdi til hinna dauðu fram- kvæmda í þógu erlendra herja í landinu. Gat verið, að þeir íslendingar væru til, sem ekki sæju hættuna, er fólst í þessari þróun málanna? Ótrúlegt en satt: Þeir íslendingar voru til. For- ingjar socialista og kommúnista sner- ust öndverðir gegn hinum íslenzka málstað". TNAGINN áður en ritstjóri „Vestur- ^ lands“ gefur þessa ófögru, en á margan hátt sönnu lýsingu á aðkall- andi vandamálum þjóðarinnar, sem „hinn íslenzki málstaður“ krefst að verði látinn sitja í fyrirrúmi, skrifar „Vísir", málgagn órólegu deildarinn- ar í Sjálfstæðisflokknum þannig um þó stjórn, sem þá er verið að mynda: „. .. . .Við tekur stjóm, skipuð Sjálfstæðismönnum einum. Hún verður að vísu ekki sterk, og ekki mikilla byltinga frá hennar hendi að vænta, með því að hennar hlutverk er að sitja þar til lausn er fengin á kjördæmamólinu, og afstýra eftir mætti vandræðum, sem að höndum (Framh. á 3. síðu). Feröaieiag AKureyrar fer skemmtiferð nú um hátíðina. — Verður farið á laugardaginn og ekið í bílum að Torfufelli. Þar í grend verður tjaldað og hafzt þar við yfir nóttina. A hvítasunnudag er ráðgerð gönguför á Torfufell, en það mun fjalla hæst þama fram. Þaðan er hið mesta útsýni, vítt og glæsilegt, í allar óttir má segja og þó einkum suðvest- ur til Hofsjökuls. Að öðm leyti verð- ur umhverfið þama innan við bygð- ina skoðað. Síðari hluta dagsins verð- ur komið að tjaldstað aftur og gist þar næstu nótt. Á 2. í hvítasunnu verður ef til vill eitthvað unnið að vegagerð í nánd við Ulfá, og svo haldið heim um kvöldið. Félagið hefir nú staðið fyrir þrem- ur skemmtiferðum í vor. Voru það fjallgöngur og þóttu hinar ónægju- J«gu»lM. Jakobsglíman Sjálfstæðisflokkurinn hefir „hafnað tilboði Fram- sóknarflokksins um stríðsstjórn og kosningafrest- un.* . . . Flokkurinn vill láta kosningar fara fram með eðlilegum hætti“, segir Jakob Pétursson rit- stjóri í blaði sínu 15. þ. mán., í forystugrein er nefn- ist: „Hringlið í Framsókn“. „Það er Framsóknarflokkurinn, en ekki Sjálfstæð- isflokkurinn, sem kosninganna hefir krafizt. — Það er hreint neyðarúrræði að láta almennar Al- þingiskosningar fara fram. — Eg hélt fast við frest- unina og eg hafði flokkinn nær óskiptan að baki mér í þessu“, sagði Ólafur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsumræðunum á þriðju- dagskveldið. Hvorum höfðingjanum mun hinum hrekklausu kjósendum flokksins hér ætlað að trúa betur? I. ^ALIÐ ER, að mannkynið hafi byggt hnött þennan nokkra tugi árþúsunda að minnsta kosti. Það er þó fyrst á allra síðustu árum, að vitsmunir þessarrar dýrategundar og reynsluvísindi hafa komizt á svo hátt stig, að mennirnir átt- uðu sig á því, að jörðin er ekki miðdepill og þungamiðja alls heimsins, sem sól og stjörnur snúast í kringum, heldur aðeins fremur lítilmótleg reikistjarna, er sjáli snýst kringum sólina, sem heldur kyrru fyrir, gagn- stætt því, er jarðbúar höfðu áð- ur ætlað. Mannkynið heilsaði þessum reynsluvísindum með nokkrum galdrabrennum og trúarofsóknum, áður en það átt- aði sig á þessum „nýja“ sann- leika. — Reynsla mannkynsins alls endurtekst oft í lífi ein- staklinganna. Það er til dæmis alkunnugt fyrirbrigði, að menn, *) Leturbreytingar allar hér. EyllrzKir oiveosraenn haia seit llsh til Qtnutninos lyrir hðila miliðn hrfina frð w I mafhiiriun Undanfarið hefir fjöldi er- lendra smáskipa tekið fisk til útflutnings frá verðstöðvunum hér við fjörðinn. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefir fengið hjá K. E. A., sem annað- ist útvegun skipa þessara, hafa útvegsmenn hér við fjörðinn selt fisk í þessi skip fyrir um Vá miljón króna frá því í maí- byrjun. Er mikil hagsbót að þessu fyrir smábátaútveginn. sem óvanir eru ferðalögum, tapa áttunum, er þeir ferðast með bifreið á krókóttum vegi eða strandferðaskipi, er ýmist siglir inn eða út firði á vogskor- inni strönd. Þeim finnst þá tíð- ast, að farartækið stefni rakleitt í sömu átt, en landið umhveríis snúizt í sífellu. — Það þarf býsna ratvísa menn og glögg- skyggna, til þess að halda átt- unum, þegar þeim er snúið mjög hratt, en sem betur fer munu þó fæstir svo aumlega viti bornir, að þeir taki fullt mark á sínum eigin skynfærum í slíkum tilfellum og taki að hrópa hástöfum: „Landið snýst! Hvaða bölvað hringl er þetta í landinu!" (Framh. á 2. síSu). Nýja Bíó fær nýjar sýning- arvélar Nýja-Bíó, hér í bænum, hefir fengið nýjar sýningarvélar frá Ameríku. Eru vélarnar komnar hingað til bæjarins og er verið að setja þær upp. Ráðgert er að fyrsta sýning, með hinum nýju vélum, verði á annan dag hvíta- sunnu. Vélar þessar eru með allra fullkomnustu sýningarvél- um landsins. Hið fræga ame- ríska fyrirtæki RCA (Radio Corporation of America) hefir smíðað tón- og taltæki, en Brenkert-verksmiðjurnar sýn- ingarvélarnar og eru vélar frá þessum fyrirtækjum taldar í allra fremstu röð. Er mikill fengur fyrir bæjar- búa að þessum framkvæmdum, þar sem gera má ráð fyrir, að bæði mynd og tónn verði mun betri en verið hefir. Rússar hafa verið í sókn á Kharkov- víéstöövunum undanfama daéa og sækja enn á. Þjóöverjar gera öfíué éaénáhlaup oé nota fallhlífarhermenn, sem látnir eru svífa tií jarðar að baki víélinu Rússa. Enn sem komið er hefir þetta borið fítinn áranéur. — Myndin sýnir fallhlífarhermenn á leið til jarðar. „ESJA“ sfrandar næst ehhi ð iiot lurr en með næste stfirstrauras- flQðl Það óhapp vildi til s.l. þriðju- dag, að strandferðaskipið „Esja“ strandaði á Sogsrifi í Horna- firði. Er þetta sandrif og er skipið því óskemmt. Tilraunir til þess að ná því út hafa ekki borið árangur, en nú er minnk- andi straumur og því talið von- laust, að skipið náist af rifinu fyrr en með næsta stórstraums- flóði, eftir um það bil mánaðar- tíma. Talið er, að skipið sé ekki í hættu statt þrátt fyrir þetta, ef sæmileg veður haldast. — Varðskipið „Ægir“ tók póst og farþega úr skipinu og heldur áfram strandferðinni. E.s. „Hól- ar“ strandaði á þessu sama rifi árið 1908 og var þar í röskan mánuð, en varð ekki meint af. munið Noreossölnunina! Réttlætisstjórnin vitnar í réttlætismálinu Árið 1928 var rætt um skiptingu Cullbringu- og Kjósar- sýslu í tvö kjördæmi, á Alþingi. Jaínaðarmenn héldu því fram, að þeir heiðu getað unnið annað þingsætið þar, ei hlut- fallskosning hefði verið viðhöfð í kjördæminu. I þessum um- ■ræðum tórust Magnúsi Jónssyni guðíræðikennara, núverandi viðskiptamálaráðherra, orð á þessa leið: „Það er ákaflega einkennilegt, þegar menn eru að verja það, að Hafnarfjörður eigi kröfu á einum þingmanni, vegna þess, að listakosning hefði getað unnið honum annan þingmanninn. Eg skal ekki fara neitt út í þessa útreikninga, en það þarf ekki annað en að benda á það, að LISTAKOSNING UM TVO MENN ER EKKIANNAÐ EN VITLEYSA, því að þá þarf t annar flokkurinn að tá meira en helmingi fleiri atkvæði en hinn flokkurinn til þess að fá báða mennina og er ekkert réttlæti í því. Til þess að listakosning njóti sín, þarf að kjósa um fjóra til fimm. Að sanna það, að Hafnarfjörður eigi heimtingu á einum þingmanni vegna þess, að hann hefð i getað náð einum þingmanni, ef kos- ið væri listakosningu, er því ekkert annað en að sanna vitleysu með annarri vitleysu.“ Alþingistíðindi B, 1928, 2958—2959 . Þessi umboðsmaður kristninnar á íslandi belgdi sig út af vandlætingu í útvarpsumræðunum á miðvikudaginn og tal- aði um heilagt réttlæti, þar sem er samfylking íhaldsins og kommúnista um það, að koma á listakosningum í tvímenn- ingskjördæmum. Árið 1928 var það „ekki annað en vit- leysa“. Núer það réttlætismálið mesta. * Ekki er að undra þótt menn beri viðeigandi virðingu fyrir guðtræðikennaranum með hina þroskuðu réttlætistilfinningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.