Dagur - 01.02.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1945, Blaðsíða 1
10 síður ANNALL DAGS &=-- 25. JANÚAR. Rússar taka iðnaðarborgirnar Hindenburg í Slésíu og aíarienburg í Austur- Prússlandi. Hersveitir þeirra brjótast fram allt að Danzig-flóa fyrir austan Elbing. Mikill þýzk- ur her þar með innikróaður. ril- kynnt, að 9. ameríski herinn hafi verið fluttur norður á bóginn og berjist nú með Bretum, sem eru í „ sókn á norðurhluta vesturvígstöðvanna. Banda- ríkjaliersveitir taka Clark- flugvellina á Luzon. 26. JANÚAR. Rússar taka Gleiwitz í Slésíu, rjúfa yzta varnarliring Þjóðverja við Königsberg. Þjóðverjar hafa komið undan mestu af her sínum úr Ardennafleygnum. 27. JANÚAR. Rússar rjúfa vamarlínu Þjóðverja við Masúrískuvötnin í A.-Prúss- landi. Sækja fram í Slésíu. Eru um 160 km. £rá Berlín. Fádæma frosthörkur tor- velda hemaðaraðgerðir á vesturvígstöðvunum. 28. JANÚAR. Rússar taka Memel í Litháen, Katowice í Póllandi, götubardagar í Posnan. Rússar sækja að úthverfum Kön- igsberg. Bandarílkjamenn um 70 km. frá Manilla á Luzon. Kyrr- staða á vesturvígstöðvunum vegna veðurs. 29. JANÚAR. Rússar ráðast inn í héraðin Brandenburg og Pommern í Þýzkalandi. Sækja einnig fram í Slésíu. Bandamenn sækja fram austur af St. Vith. 30. JANÚAR. Rússar hafa sótt 25. km. inn í Brandenburg og Pommern. Barizt í úthverfum Königsberg og Breslau. Þjóð- verjar flytja Eystrasaltsflota sinn til Khafnar. Bandaríkjamenn í sókn austur af Monschau á vest- urvígstöðvunum. 12 ár .liðin síð- an Hitler varð rílkiskanslari. 81. JANÚAR. Líkur benda til að fundur Churchills, Roosevelts og Stalins sé í þann veginn að hefjast. Rússar í öflugri sókn vestan landamæra Brandenburg og Pommem. Þjóðverjar segja frá orrastum um 40 km. frá Frankfurt am Oder. Rússar taka 4 bæi vestan Obrafljóts á leið til Berlínar. Bæta aðstöðu sína við Königsberg. GUR XXVIII. arg. Akureyri, fimmtudaginn 1. febrúar 1945 5. tbl. Hin ævintýralega blysiör aö heimili Davíðs Slefánssonar Sunnudaginn 21. f. m. hylltu þúsundir Akureyr- inga Davíð Stefónsson frá Fagraskógi á fimmtugs- afmæli hans, svo sem áður hefir verið greint frá hér í blaðinu. Dagur birtir hér að ofan mynd af blysberum M. A. og mannfjöldanum við heimili skáldsins um kl. 6 á sunnudagskvöldið. Myndin er tekin, er blysberamir höfðu raðað sér við húsið. Myndin til hægri er af Davíð á tröppum húss síns þetta eftirminnilega kvöld. Aðalfundur Búnaðais ambands Eyjafjarðar. Framkvæmd áburðarverksmiðjumálsins nauðsyn fyrir landbúnaðinn. Verksmiðjan bezt sett á Akureyri. Fundurinn taldi illa farið að framkvæmd var frestað Dagana 26. og 27. jan. var aðalfundur Búnaðarsambands Eyja- fjarðar haldinn hér á Akureyri. Eundinn sóttu fulltrúar frá flest- um búnaðarfélögum Sambandssvæðisins, búnaðarþingsfulltrúar og ráðunautur Búnaðai'sambandsins. Einn stjórnarnefndarmanna, Gunnlaugur Gíslason, Sökku, gat ekki mætt, þar sem.samgöngur stöðvuðust vegna snjóa. Fundurinn gerði ýmsar ályktanir um bún- aðarmál, þar á meðal um áburðarverksmiðjumálið, fiskræktunar- mál og fleira. Fundurinn samþ. að veita á þessu ári kr. 300.00 til sauðfjár- ræktar, kr. 500.00 til skógræktar, kr. 200.00 til heimilisiðnaðar, kr. Byltingarbrölf kommúnisfa í Yerka- mannafélagi Akureyrarkaupstaðar Verkamenn velja nú á milli pólitísks einræðis og hóf- samlegs tillits til allra flokka innan félagsins Eins og frá var greint í síðasta tbl. rafu kommúnistar eining- una innan Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, er að því kom að velja menn í stjóm og trúnaðarráð félagsins fyrir yfir- standandi ár. Vildu þeir fá al- gjört meirihlutavald í stjóm fé- lagsins. Marteinn Sigurðsson, núv. formaður, hafnaði þessu. — Rufu kommúnistar þá samstarf- ið og stilla upp lista í kosningun- um, sem er skipaður með hlið- sjón af því, a. m. k. hvað stjórn- inni viðkemur, að meðlimimir verði sem þægastir og leiðitam- astir við einræðisklíku flokksins í Reykjavík. Marteinn Sigurðsson og allir lýðræðissinnaðir menn félagsins berjast gegn þessum lista og fyrir framhaldi hófsamlegs tillits til allra flokka innan félagsins. Er listi hans skipaður mönnum úr öllum flokkum innan félagsins, (Framhald á 5. síðu). 3400.00 til jarðræktarfram- kvæmda. Vegna vaxandi dýrtíðar ákvað fundurinn að hækka mælinga- gjöld frá kr. 2.00 í kr. 4.00 á hvern búnaðarfélaga, en þrátt fyrir þessa hækkun mun Búnað- arsamband Eyjafjarðar hafa lægsta mælingagjald af öllum búnaðarsamböndum á landinu og margfalt lægra en sum þeirra. 1 sambandi við þessa breyt- ingu á mælingagjöldum á sam- bandssvæðinu var gerð svohljóð- andi samþykkt: Fundurinn gengur inn á það, að meðan Jarðræktarfélag Akur- eyrar lrefir sérstöðu um skipulag, greiði það mælingagjöld einung- is fyrir þá félaga, sem mælt er hjá í hvert skipti. Enda sé það helmingi hærra en hjá öðrum búnaðarfélögum á hvern með- lim sem mælt er hjá. Út af fjárveitingu til jarðrækt- arframkvæmda var samþykkt: — Þau búnaðarfélög á sambands- svæðinu, sem næst hefja stór- virkar og fjárfrekar framkvæmd- ir í jarðrækt, hafi forgangsrétt að styrkjum. Nokkrar umræður urðu um leiðbeiningastarfsemi Búnaðar- sanrbandsins og störf ráðunauts þess, en síðan samþ. eftirfarandi tillögur: a) Að stjórn hreppabúnaðar- félaga láti ráðunautnum í té skýrslu um alla meðlimi búnað- arfélaganna, sem óska mælinga „og leiðbeininga á ferðum hans um félagssvæðið. b) Ráðunauturinn láti félags- stjórn vita með nægum fyrirvara hvenær hann verður á mælinga- og leiðbeiningaferðum á hverju félagssvæði og tilkynni félags- stjórnir það félagsmönnum. Eftirgreindar samþ. voru einn- ig gerðar: Áburðarverksmiðjan. — Aðal- fundur Búnaðarsambands Eyja- fjarðar, 26. og 27. jan. 1945, tel- ur fulla nauðsyn á að áburðar- verksmiðja sé reist hér á landi til öryggis fyrir landbúnaðinn. Hann telur því illa farið ef fram- (Framhald á 5. síðu). Bæjarstjórn samþykkir að leita kaupa á veghefli og jarðýtu BÆJARSTJÓRNARFUND- INUM sl. þriðjudag var sam- þykkt álit veganefndar, í tilefni erindis Bílstjórafélags Akureyr- ar, þess efnis, að bærinn festi kaup á veghefli og jarðýtu, svo framarlega að takast megi að út- vega þessi tæki. Ljósmyndir: E. Sigurgeirsson. r Ovænlegar horfur með eyfirzkan smábátaútveg á komandi vertíð. Aðalfundur Fiskisamlags K. E. A. piSKISAMLAG K. E. A. hélt aðalfund sinn sl .fimmtudag. Á fundinum vora mættir fulltrú- ar frá Dalvíkur-, Hríseyjar- og Árskógsdeildum samlagsins, auk framkvæmdastjóra K. E. A. og framkvæmdastjóra Utgerðarfé- lags K. E. A. — Á fundinum var rætt um horfur í eyfirzkum út- vegsmálum og ýmsar tillögur samþykktar. Á fundinum kom í ljós það álit útvegsmanna, að fiskverðið væri orðið of lágt miðað við kostnað allan, sem færi síhækk- andi. Væri þetta megan ástæða þess, að eyfirzkur útvegur hefir dregist til muna saman á undan- (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.