Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 1
10 síður. ANNALL DAGS ' ■.r=,&s===: ERLENDUR. 22. FEBRÚAR. 6000 flugvél- ar Bandamanna frá stöðvum í vestri og suðri ráðast á sam- göngukerfi Þýzkalands. Banda- ríkjamenn sækja fram í. Saar og hafa hrakið Þjóðverja með öllu 'úr Luxembourg. Helmingur Yvo-eyjar á valdi Bandaríkja- manna. Engar stórbreytingar á austurvígstöðvunum. 23. FEBRÚAR. Tyrkir segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Stórveldin tilkynna Egyptalandi, íslandi, Venezúela, Chile og Sýrlandi, að þeim verði boðin jiátttaka í San Fransisco- ráðstefnunni, ef þau segja Mönd- ulveldufium stríð á hendur fyrir 1. marz. Ameríski 9. herinn hef- ur nýja sókn, brýzt yfir Roer ‘ána og sækir að Dúren. Áfram hald á stórkostlegum loftárásum á Þýzkaland. Rauði herinn 27 ára. Stalin birtir dagskipan í því tilefni, telur manntjón Þjóð verja síðan sókn Rússa á þessu arí hófst samtals 1,150 mili manna. Rússar hafa tekið viirkis- borgina Poznan, sem umkringd var langt að baki víglínu þeirra. 24. FEBRÚAR. Stórárás amer- ískra flugvéla á Tokyo. Rússar brjótast inn í Breslau. Áfram- liald á sókn Bandaríkjamanna á vetsurvígstöðvunum. Barizt Dúren, 25 km. frá Köln. Egyptar segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Forsætisráðherra þeirra myrtur. 25. FEBRÚAR. Bandaríkja iqenn hafa tekið Dúren og sækja austur fyrir borgina. Áfiramhald stórkostlegra loftárása á Þýzka- » land og Japan. Vöm Japana í Manilla lokið. 26. FEBRÚAR. Mesta loftárás styrjáldarinnar gerð á Berlín. Þunginn í sókn Bandamanna á vesturvígst. vaxandi. Em um 20 km. irá Köln og 15 km. frá Múnchen'-Gladbach. Barizt á götunum í Breslau. Riissar sækja fram í Pommern, nálgast Neu- Stettin. Ekki getið um aðrar breytingar á austurvígst. Kan- adamenn hefja nýjar árásir nyrzt 5 vesturvígstöðvunum. 27. FEBRÚAR. Þjóðverjar (Framhald á 8. síðu). UL AGUR XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 1. marz 1945 9. tbl. Krím-ráðstelnan óskaði slríðsyfirlýsingar Islands á hendur Möndulveldunum E. s. Deltilossi sökkl við Bretlandsstrendur. 15 menn farast Þau hörmulegu tíðindi bárust sl. fimmtudag, að e.s Dettifoss hefði farizt við Bretlandsstrendur á miðviku- daginn. Talið er fullvíst, að þýzkur kafbátur hafi grand- að skipinu. Með skipinu voru 45 menn, 14 farþegar og 31 skipsmaður; 30 menn komu til hafnar í Skotlandi á fimmtudaginn og var líðan þeirra sæmileg, en 15 er saknað og er talið víst, áð þeir hafi farizt. Eru það þrjár konur, er voru farþegar, og 12 skipsmenn. Farþegar, sem fórust: Vilborg Stefánsdóttir, hjúkrunarkona, Reykjavík. Bertha Zoéga, frú, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, skrifstofustúlka, Reykjavík. Skipsmenn, sem fórust: Davíð Gíslason, 1. stýrímaður, Reykjavík. Jón Bogason, bryti, Reykjavík. Jón Guðmundsson, bátsmaður, Reykjavík. Guðmundur Eyjólfsson, háseti, Reykjavík. Hlöðver Ásbjörnsson, háseti, Reykjavík. Ragnar G. Ágústsson, háseti, Reykjavík. Jón Björnsson, háseti, Reykjavík. Gíslli Andrésson, háseti, Reykjavík. Jóhannes Sigurðsson, búrmaður, Reykjavík. Stefán Hinriksson, kyndari, Reykjavík. Helgi Laxdal, Tungu, Svalbarðsströnd, Eyjafirði. Ragnar Jakobsson, kyndari, Reykjavík. Flóttabarn Kraían frá Rússum, segja amerísk blöð. Leynd stjórnar og þings um þetta stórmál, óþolandi s íirrrmrrtaif Þessi mynd er táknræn um ástandið í Evrópu um þcssar mundir. Hcimili í rústum, þúsundir munaðarlausra bama, milljónir heimilislausra. Aldrei hafa aðr- ar eins ógnir gengið yfir Evrópu og s.l. stríðsár. Litla stúlkan er þýzk, frá Stohlberg. Farþegar, sem björguðust: Ólafur B. Ólafsson, Akranesi. Páll S. Melsted, Reykjavík. Skúli Petersen, Reykjavík. Bjarni Árnason, Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir, Reykjavík. Eugenie Hal’lgrímsson Bergin, Rvík. Davíð S. Jónsson, Reykjavík. Lárus Bjarnason, Reykjavík. Erla Kristjánsson, Reykjavík. Ragnar Guðmundsson, Reykjavík. Theodor H. Rósantsson, Rvík. Sýslufundi Eyfirðinga lauk í gær Sýslunefndin hélt Sig. Eggerz bæjarfógeta og frú hans veglegt kveðjusamsæti í fyrrakvöld Sýslufundur Eyjgfjarðarsýslu hófst hér í bænum sl. laugardag og lauk í gær. Fyrir fundinum lágu eingöngu venjuleg stðlf og engin sérstök mál að þessu siiini. Þetta var síðasti fundurinn, sem Sig. Eggerz sýslumaður hélt með sýslunefndinni, því að hann lætur af störfum nú um mán- aðamótin og flytur búferlum til Reykjavíkur. Sýslunefndin hélt sýslumanni og frú hans veglegt kveðjusam- sæti að Hótel KEA í fyrrakvöld. Bauð hún til hófsins öllum lvreþpstjbrum, oddvitum og sóknarprestum sýslunnar og starfsfölki sýslumanns. I lófið hófst með borðhaldi. Undir borðum flutti Einar Árnason á Eyrarlandi kveðju héraðsins til sýslumanns, en Eið- ur Guðmundsson á Þúfnavöll- um kveðju til frúarjnnar. Davíð Jónsson á Kroppi minntisjt barna þeirra hjóna. 1 kveðjuræðu sinni rakti Ein- ar Arnason margþætt störf hans í þjóðfélaginu, sem ráðherra, bankastjóra og sýslumanns. — Hann sagði sýslumann hafa ver- (Framhald á 8. síöu), Skipsmenn, sem björguðust: Jónas Böðvarsson, skipstjóri. Ólafur Tómasson, 2. stýrimimaður. Eiríkur Ólafsson, 3. stýrimaður. Hallgrímur Jónsson, 1. vélstjóri. Hafliði Hafliðason, 2. vélstjóri. Ásgeir Magnússon, 3. vélstjóri. Geir J. Geirsson, 4. vélstjóri. Valdemar Einarsson, loftskeytam. Bogi Þorsteinsson, lofskeytam. Kristján Símonarson, háseti. Erlendur Jónsson, háseti. Sigurjón Sigurjónsson, yfirkyndari. Kolbeinn Skúlason, kyndari. Sigurgeir Svanbergsson, kyndari, Ak. Gísli Guðmundsson, 1. matsveinn. Anton Líndal, matsveinn. Tryggvi Steingrímsson, þjónn. Nikolína Kristjánsdóttir, þerna. Baldvin Ásgeirsson, þjónn yfirm. Skipið var á leið til íslands frá Framhald á 8. síðu. Forseti íslands 64 óra I fyrradag varð forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, 64 ára. Þessi dagur er lögboðinn fána- dagur. Fánar .blöktu á öllum op- inberum byggingum í bænum og víðast hvar annars staðar, þar sem stengur og strengir voru lagi. Aðalfundur Iðnaðarmannafélags Akureyrar Axel Schiöth gefur 10000 kr. minningarsjóð Aðalfundur Iðnaðarmannafé- lags Akureyrar var haldinn s. 1. sunnudag. Á fundinum var það opinbert gert, að Áxel Schiöth bakarameistari hefði á 75 ára af- mælisdegi sínum, hinji 14. fe- brúar s. 1., afhent félaginu sjóð, að upphæð kr. 10.000.00, er skal vera í varðveizlu félagsins, en sjóðurinn ergefinn í nafni föður Axels, Hinriks P. Schiöth, bak- arameistara, en hann er fæddur 14. febrúar 1841. Hinrik Schiöth • var heiðursfélagi Iðnaðannanna- félagsins og Axel Schiöth er einnig heiðursmeðlimur. Verk- efni sjóðsins verður að styrkja og styðja iðnað og iðnaðarmenn á Akureyri og vérður skipulag nánar ákveðið með reglugerð. Iðnaðarmannafélagsstjórnin heimsótti Axel Schiöth á afmæl- isdegi lians 14. febr. og afhenti honurn skrautritað ávarp þar sem honum er þökkuð hin veg- lega gjöf og ágætt starf lians í þágu félagsins um áratugi. Á aðalfundi félagsins var Stefán Árnason endurkosinn í stjórn þess, skólanefnd Iðnskol- ans var og endurkjörin. Félags- menn eru nú 109 talsins. Hagur félagsins stendur með miklum hlóma. Klukkan 7 sl. föstudagskvöld birti brezka heimaútvarpið fregn um stríðsyfirlýsingu Tyrkja á hendur Möndulveldunum. Jafn- framt skýrði útvarpið svo frá, að | tyrkneski utanríkisráðherrann . hefði lýst því yfir, að sér liefði borizt orðsending frá hrezka sendiherrannm í Ankara þess efnis, að Krím-ráðstefnan hefði samþykkt, að nokkrar ,,stuðn- ingsþjóðir Bandamanna“ ’gætu orðið fullgildir þátttakendur í starfi sameinuðu þjóðanna og á ráðstefnunni í San Fransisco 25. apríl næstkomandi, ef þær segðu Möndulveldunum stríð á hendur fyrir 1. marz. Sagði hann ennfremur, að sendiherrann hefði skýrt svo frá, að sams konar orðsending liefði þegar verið send stjórnum Egyptalands og ÍSLANDS. Síðari fregnir brezka útvarpsins hermdu, að þær þjóð- ir, sem átt er við { yfirlýsingunni séu: Tyrkir, Egyptar, íslending- ar, Paraguaymenn, Equadorhú- ar, Venezúelabúar og Chilebúar. Nokkrar þessara þjóða urðu þeg- ar við áskoruninni. Samkvæmt þessari fregn var ljóst, að íslenzku ríkisstjórninni hafði borizt slík orðsending þeg- ar um síðustu helgi. Um líkt leyti fóru að berast fregnir um lokaða fundi Alþingis og var þess m. a. getið í útvarpi nú í vikunni. Þótti þá sýnt, að þetta mál væri komið til umræðu á á Alþingi, en engin opinber til- kynning var birt afhálfu ísl. rík- isstjórnarinnar, þótt málið hefði verið gert opinbert meðal Bandamanna. íslenzkur almenn- ingur varð að búa við tyrknesk- ar fregnir en ekki íslenzkar um þetta stórmál. Hefir þetta að vonum vakið mikla furðu og gremju. v Samkvæmt fregnum í gær eru amerísk blöð þegar tekin að ræða málið og kemur þar fram, að krafan um þátttöku íslands í styrjöldinni muni komin frá Rússum. Ennfremur, að orð- sendingin til íslenzku ríkis- stjórnarinnar hafi verið frani borin af ameríska sendiherr- anum. 1 gær gekk orðrómur um það í Reykjavík, að meírihluti þings (Framhald á 8. síðu). )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.