Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 4
4 DAöUR Fimmtudagfnn 3. maí 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. / Arstíð alþýðusamtakanna ÞESSUM sólbjörtu maídögum gerast miklir og örlagaþrungnir atburðirútium víðaveröld Endalok styrjaldarinnar nálgast hröðurn skrefum. Fasistaleiðtogar fallla og Itýnast. Umráðasvæði of- beldisþjóðanna fara minnkandi með hverri klukkustundu að kalla. Hinn grimmi vetur styrj- aldarinnar er augsýnilega á enda og hver dag- renning getur boðað sumardaginn fyrsta í lífi þjóðanna. Sumarstörfin — undirbúningur sán- ingar og endurreisnar — eru raunar hafin. í San Fransisco eru nú lögð drög að raunhæfu banda- lagi til verndar friðinum og örygginu í heimin- um. Þau sumarstörf virðastt, af fréttum að ráða, á engan hátt vera auðunnin, né heldur mun verða létt verk og löðurmannlegt að byggja upp aftur, jrað sem grimmdaræði ófriðarins hefir rifið niður í meira en finrm og hálft ár. Framltíð mannkyns- ins á komandi árum og öldum, er undir því konr- in, að þetta starf takist vel. jþAÐ VAR raunar táknrænt, að Adolf Hiitler skyldi að velli lagður á þeim degi, sem helg- aður er samtökum verkamanna um allan frjálsan heim. Nazismi hans var vígður baráttu gegn mannréttindum og frelsi. Minmsvarða stjórnar- tímabils hans er að finna í Daclrau, Belsen og Buchenwald. Þau nöfn munu ekki gleymast, heldur geymast sem tákn þess versta og grimrn- úðlegasta, sem getur um í sögu Vesturlanda á síðari öldum. Verkamenn hinna sameinuðu þjóða, til borga og sveita, hafa át!t gildan þátt í að kveða niður ofbeldið. Það er hinn glæsilegi minn- isvarði þessarar kynslóðar. Verkamennirnir í verksmiðjunum, bændurnir á ökrunum og her- mennirnir á vígstöðvunum störfuðu saman, sem heild, að því takmarki. Áfanganum er nú um það bil náð, og það var gott og réttláltt, að þau tíma- mót skyldi bera að höndum einmitt á þessari árs- tíð, þegar verkamenn til sjávar og sveita um lönd öll skipuleggja lið siltt til nýrra átaka, til uþp- byggingar og betra lífs. JþAÐ ER rétt að minna á það, að' þessi maímán- uður er árstíð alþýðusamtakanna í tvennum skilningi. Hann flytur dag verkalýðssamtakanna og hann er mánuður samvinnumanna. Hinn 1. maí er hátíðisdagur verkamannastóttarinnar og í maímánuði eru jafnan tímamót í starfi kaupfé- laganna. Annars vegar eru það verkamenn úr verksmiðjum, en hins vegar bændur frá túnum og ökrum, þótt markalínurnar séu að vísu engan veginn svo glöggar. í þeirri baráttu, sem nú er að verða á endá kljáð, hafá samvinnumenn lagtt fram mikinn skerf. Félagsskapur þeirra hefir verið þjóðunum ómetanlegt skipulag við hagkvæma og ódýra vörudreifingu. Framleiðslutæki þeirra hafa komið í góðar þarfir. Samvinnumenn hafa hvárvetna staðið ótrauðir í baráttunni. Þeir áttu ekki minna í húfi en*verkamenn. Samvinnufélög- in voru ofsátt og lögð í rústir í löndum fasismans, á fyrstu velmaktardögum hans í Evrópu. JjAÐ GETUR ekki hafa farið fram hjá neinum, sem fylgst hefir með í þróun verkalýðs- og samvinnumála á undanförnum áratugum, hver regin munur er á sambúð verkalýðsforingjanna og samvinnumanna hér og í nágrannalöndunum, t. d. Bretlandi. í Bretlandi er náin samvinna milli verkamannafilokksins og samvinnumanna. Hér á íslandi var það boðað í útvarpi og á torg- um og gatamóitum nú hinn 1. maí, að flokkur samvinnumanna, bænda og frjálslyndra milli- stéttarmanna, væri höfuðóvinurinn. Peninga- Ný, amerísk flugeldab/ssa. Myndin sýnir 60 hlaupa ameríska flugeldabyssu (rocket), sem Banda- ríkjamenn hafa notað í sókn sinni í Þýzkalandi. Byssunni er komið fyrir á Sherman-skriðdrekum. Byssan skýtur rakettu á hverri hálfri sekúndu. Þetta vopn er talið mjög hættulegt og áhrifamikið. J MAÍ, vorhátíð og baráttudagur * verkalýðsins og annarra vinnandi stétta um heim allan, er kominn — og Iiðinn. Að þessu sinni var hann ó- venjulega viðburðarikur og minnis- stæður. En minnisstæðastur og sógu- frægastur mun hann þó alltaf verða fyrir þá sök, að þann dag var þýzku þjóðinni — og þar með heiminum öllum — tilkynnt, að Hitler -— per- sónugervingur alls hins sjúkasta, ó- inannlegasta og bölmóðasta i samtíð- inni — er dauður og úr sögunni, lail- inn á sjálfs sín bragði — ef þeirri fregn er þá treystandi, fremur en svo mörgum öðrum, sem borizt hafa frá þriðja ríkinu frá öndverðu — ef höf- uðpaurinn hefir ekki aðeins horfið ofan í jarðholur sínar og skúmaskot til þess að felast þar fyrir heiminum og sjálfum sér — og skjóta sér þann veg undan ábyrgð illverka sinna. Það skiptir raunar minnstu máli, hvað af honum er orðið. Hitt er aðalatriðið, að Nazisminn og allt, sem honum fylgir, er gersigraður, a. m. k. í bili, og skýtur vonandi aldrei framar upp kollinum, svo rækilega sem hann ætti að vera niður kveðinn. valdið í höfuðstaðnum, sem hingað til hefir þótt ójjægur ljár í þúfu fyrir alþýðusamtökin, var ekki nefnt á nafn. Ásitæðan er auðvitað augljós. í þetta sinn voru það einvörðungu kommún- itsar, sem töiluðu fyrir munn verkamanna. Þeir hafa víðast sölsað undir sig ráðin í stéttar- samltökúm þeirra. Þeir hafá samið frið við stórkapítalistana í Reykjavík Lil þess að undirbúa hrun þjóðskipulagsins og afnám Framsóknarflokksins. Hér eru það kommúnistar, sem marka línurnar í verkalýðsmálum. í Bretlandi er joað verkamanna- flokkurinn, sem gegnir því hlut- verki. Hann miðar að uppbygg- ingu jjjóðfélagsins á lýðræðis- grundvölli. Kommúnistar hér stefna að flokkseinræði og nið- urrifi. Brezkir verkamenn fylkja sér um samvinnuhreyfinguna til endurreisnar og uppbyggingar, en kommúnisitar hér vilja af- nema flokk samvinnumanna og sveitaalþýðunnar og gera kaup- félögin máttlaus. HINN 1 maí var hér margt fag- urt sagt um nýsköpunina og ríkisstjórn Reykjavíkurvaldsins. (Framhald á 6. síðu), ^"\G SANNARLEGA fór einkarvel á því, að þessi txðindi skyldu ein- mitt spyrjast út um heiminn þennan dag, 1. maí. Vissulega áttu hinar vinn- andi stéttir — í austri og vestri — úr- slitaþáttinn i þessari baráttu, sem háð hefir verið á síðustu árum gegn Hitier og öllum hans líkum — baráttu, sem nú hefir hlotið sín táknrænu endalok með falli „foringjans“, þótt á hinn bóginn sé baráttan gegn hinu illa í heiminum þar með engan veginn lok- ið —- baráttan gegn falsspámönnum, ofríki, rangsleitni, grimmdd og kúgun. En eifmig að öðru leyti var stundin vel valin: Hitler og þjóðernisjafnaðar- menn hans höfðu einnig gert 1. maí að hátíðis- og baráttudegi sínum. Menn skyldu minnast þess, að þessi flokkur ofrikis og kúgunar, grimmdar og glæpa, komst til valda í Þýzka- landi með tilstyrk óhóflegs lýð- skrums, vígorða um jafnrétti, vinnu, gull og græna skóga til handa alþýð- unni og öllum vinnándi mönnum. Nazistar hafa ávallt gengið sínar kröfugöngur þennan dag, barið bumb- una og hvergi sparað málaskakið, hreystiyrðin né fagurgalann. Þessi staðreynd mætti gjarnan minna okk- ur öll, starfandi menn og konur þessa þjóðfélags, á það, að ekki er öldungis víst, að allir þeir, sem hæst liggur rómur og ákalla verkalýðinn með sterkustum orðum og upphrópunum 1. maí og endranær, séu tryggustu og einlægustu vinir alþýðunnar í raun. Menn skyldu í þessum efnum varast að blanda saman raunhæfu og skap- andi starfi annars vegar og pólitískum blekkingum hins vegar. Og þeir menn, sem þykjast vinna góðum málstað gagn með því að sá tortryggni ög úlf- úð og hatri á meðal fylgismanna sinna og beita frelsisskerðingu, ofríki, brögðum og strákskap til framdráttar málstað sínum, eru ávallt og allstaðar vargar 1 véum menningarinnar. Sé sáningin framkvæmd með slíku hug- arfari og aðferðum, mun uppskeran ávallt verða til tjóns og böls að lok- um. Þáttur útvarpsins í hátíðahöld- unum. gÁ SIÐUR hefir verið upptekinn hin síðari ár, að dagskrá útvarps- ins hefir að miklu leyti verið helguð réttindabaráttu alþýðunnar hinn 1. maí ár hvert. Þetta er sjálfsagt og í alla staði vel til fundið. En þess verður hins vegar að krefjast, að fullrar hófsemi og sanngirni sé þar ávallt gætt, og flokkspólitískur áróð- ur og sögulegar blekkingar séu þar gersamlega útilokaðar. Þetta er vafa- laust mjög erfitt verk, en væntanlega þó ekki algerlega ómögulegt. Um dag- skráná í fyrradag er það í sem -skemmstu máli að segja, að forráða- Framhald á 8. síðu. Frá kvenskátunum á Akureyri J7YR.IR SKÖMMU átti eg tahvið ungfrú Brynju Hllíðar skátaforingja um starf kvenskátanna hér í bæ. — Ungfrú Brynja Hlíðar vinnur af miklum áliuga og elju fyrir þessa ágætu hreyf- ingu og má hdlyrða, að kvenskáitar bæjarins hafi verið mjög lánsamir að eignast slíkan foringja. Fn nú ætla eg að gefa he.nni sjálfri orðið um kvenskátastarfið: .,Það var Agnes, systir Lord Baden Powell, sem gekkst fyrir því, að kvenskátafélagsskapur- inn var stofnaður- á Fnglandi 1909. Hér á Akureyri hafa kvenskátar sltárfað frá 1923. Þó hafa nokkur hvíldartímabil dregið úr vexti og viðgangi. Síðan 1932 hefir starfið aldrei faldið niður, með öllu ,og er með mestum blóma nú, ef dæma á eftir höfðatölunni. Síðastliðin þrjú ár hefir vöxturinn orðið örasitur, og telur Kvenskátafélagið „Valkyrjan" um 80 virka kven- skáta, á aldrínum frá 1 1 ára. Því miður hamlar því ýmislegt, að ekki er hægt að veita inngöngu í félagið öllum, sem um það sækja. Skátastarfið fer aðallega fram í 6—8 stúlkna flokkum, og þarf þá ein, eða íieiri úr þeim liokki að gelta veitt móttöku nýliðum, kennt þeim og leiðbeint. Slík loringjaefni eru ekki ætíð nógu mörg, svo að hægt sé að opna dyrnar fyrir þeim milda fjölda, sem-til okkar sækja, einmitt nú. Síðastlið- in tvö sutnur höfum við unnið að því í frísltund-1 unt okkar að reisa okkur steinhús, austur í Vaðla- Iteiði, í iandi Veigastaða. Húsið á að heita „Val- höll“, þótt enginn hallarstíll sé á því. Það verður fulllgert snemma í sumar. Ekki eiga kvenskáltarnir þar öll dagsverkin, lieldur mega þær minnast með hlýlnig margra góðra manna og drengja" sem lagt hafa hönd á plóginn. Akur- eyringar geta bráðum séð hvítt hús með raiiðu þaki, austur í heiðinni og ntega þá hugsa vin- gjarnlega til eigendanna. Vetrarstarf okkar byrjar á hausftin og er það ifólgið /í isameíginkgum vinnukvöldum, einu sinni í viku. Reynir þá liver og ein, sem bezt hún geitur, að útbúa eitthvað á bazar okkar, sem við höfum haldið síðasfiliðna þrjá vetur. Bazarinn er aðakekjtdindin til húsbyggingar- innar. Við vorum svo lánsamar að eignast einn „bragga" hér í bænum, sem ber hjá okkur nafnið „Völuból". Þar getum við allar komið saman, a. m. k. ennþá. Því miður verður okkur jtessi kofi skammgóð- ur vermir, þar eð hann bíður niðurrifs. Kvenskátar og skátar yfiirleitt þurfa, öðrum félögum frentur að eiga húsaskjól. Hver flokkur þarf að æfa viktillega og nú eru 11 flokkar í félagi okkar. Hver sveit þarf að mæta minnst einu sinni i mánuði o. s. frv. Óvíða er félagsstarf jafn kerfis- bundið og meðal skáta. Bæjarbúum þykir rnáske ekkert gott frá okkur koma, en hinn sanni skáta-andi ríkir ef til vill einhvers staðaT á meðal okkar, eins og svo víða úti um heirn. Að endingu þetita: Okkur er alveg bráðnauð- syrílegt að eiga heimili, svo að starfið leggist ekki niður“. ★ Fg óska ungfrú Brynju til hamingju með starf- ið, og skátastúlkunum til hamingju með foringja sinn. Vonandi sjá valldamenn bæjarins sér fætit að ráða fram úr húsnæðisþörf kvenskátanna. Það væri illt og ómaklegt, ef svo ágætur félags- skapur þyrfti að leggjast niður vegna húsnæðis- skorts. „Puella“,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.