Dagur - 15.08.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 15.08.1946, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 15. ágúst 1946 <*• CLAUDlA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN j........==• 12. dagur —=====..... A (Framhald). „Þetta er líklega það, sem kallað er að vera hamingjusamlega giftur,“ hvísláði hann í eyra hennar. . „Líklega,“ hvíslaði hún aftur. En það sýndi aðeins að þau höfðu litla hugmynd um það sem þau voru að tala um. „Eg elska þig þúsund sinnum meira en áður,“ sagði Claudía, þegar hún var þess viss að hún var með barni. „Eg gæti ekki elskað þig heitar,“ sagði Davíð og horfði á hana eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr,“ en eg elska þig öðruvísi en áður.“ „Öðruvísi — til hins betra eða verra?" spurði hún með ákafa. Hann þrýsti henni svo fast að sér, að hún náði varla andaqum. „Með nýjum tilbrigðum á hverjum degi," sagði hann, „en'eg vil ekki að neitt komi í milli okkar sem fjarlægi okkur hvort frá öðru.“ „Þú ert þó ekki albrýðissamur vegna barnsins?" „Vitleysa. Auðvitað er eg Jrað ekki.“ Hann reyndi að brosa glað- lega, en það leyndi sér ekki, að hann hafði áhyggjur af einhverju. Henni flaug allt í einu í hug, að hann væri að hugsa um heilsu hennar. Læknirinn hafði eitthvað verið að tala um að hún væri ekki sterkbyggð. „Nei, heyrðu nú,“ sagði hún. „Þú þarft ekki að hal'a neinar áhyggjur mín vegna. Mér líður ágætlega. Maður er víst alltaf hálf slappur fyrstu vikurnar, en svo lagast þetta.“ „Já, já. Það verður allt í lagi með þig.“ Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu sá hún óðara að honum gazt engan veginn að tilhugsuninni um að hún gengi ein og óstudd alla þessa löngu byrjunargöngu hinnar verðandi móður. Hann mundi svo gjarna vilja eiga barnið fyrir liana, og það sama varvístraunar hægt að segja um móður hennar. Hún vildi að hún gæti sannfært þau um, að allar áhyggjur væru ástæðulausar og lnin sjálf lili björtum augum á framtíðina. En hún þorði naumast að láta þetta traust sitt á forsjón skaparins í ljósi, því að móðir liennar var vís til að skilja það sem undirbúning undir annað líf og Davíð gæti lialdið að hún hefði smitast af negrakerlingunni, sem gerði breint hjá þeim, því að hún baðst í sífellu fyrir á meðan hún skúraði gólfin. Hún vissi að Davíð var þeirrar skoðunar, að flestir þeir sem væru ákaflega trúaðir væru eitthvað ruglaðir í kollinum, hefðu vonda samvizku eða kynóra. Hún var þess vegna staðráðin í að fara varlega í að op- inbera honum liið nýja, leynilega bandalag, sem hún var nú sann- færð um að stofnsett væri milli þeirra og Drottins. Hún þóttist viss um, að þetta yrði talsvert áfall fyrir hann, því að hún halði aldrei látið í ljósi neina trúarlöngun. Hún hafði ekki einu sinni gengið í sunnudagaskóla og var langt frá því að vera kirkjurækin. Henni leiddist að jafnaði í kirkju. A þessu var raunverulega*engin breyt- ing, en hún var orðin sannfærð um að Drottinn liafði engan sérstak- an viðtals- eða skrilstofutíma, heldur var nálægur alltaf og ævinlega reiðubúinn til þjónustu, eins og sjálfvjrka símastöðin. Þessir hlutir voru því miklu einfaldari en henni hafði verið kennt, og hún var afskaplega hamingjusöm yfir að hafa kornið þessu sambandi á svo einfaldan og traustan grundvöll. Það var barnið, sem varð þess valdandi, að hún fór að hugleiða þessi mál. Hún hafði ekki verið gift nema fáa mánuði og var samt útvalin til þess aðala manni sínum barn. Það var ein sönnunin fyr- ir nærveru Hans. Júlía hafði til dæmis verið gift í fjölda rnörg ár og ennþá bólaði ekkert á fjölgun þar. Það var einhver munur með hana. Hún hafði bókstaflega ekkert þurft fyrir þessu að liafa. Skrítnast var þó, að Júlía liélt endilega að Jretta hefði bara verið eins og hvert annað óhapp hjá þeim. Þegar Claudía hafði sagt henni hvernig komið væri, hafði Júlía sagt: ,,Þú berð Júg bara vel. Þið megið reikna með fallegasta barna- vagninum, sem völ er á, frá okkur." Claudía var vitanlega mjög ánægð yfir fyrirheitinu með Jressa ágætu gjöf, en henni féll miður að Júlía skyldi halda að Jretta staf- aði allt saman af óaðgæzlu þeirra. Því að þau höfðu alls ekki verið óaðgætin, Claudía hafði bara verið syfjuð. ög auðvitað gat ekki far- ið hjá því að líf kviknaði af svo heitri og innilegri ást, sem ríkti í milli þeirra Davíðs. Henni fannst barnið vera eins og fagur blóm- knúppur af rót hjónabandsins. Davíð lannst samlíkingin að vísu allskáldleg, en engu að síður sagðist hann skilja fullvel livað hún væri að fara og bætti við, að þannig lýsti hin göfuga móðurtilfinn- ing sér jafnan, en nú á dögum væru bara svo fáir, sem treystu sér til þess að eiga börn. „En þú — ert ekki einn af þeim?“ spurði hún, áköf. „Eiginlega ekki,“ svaraði Davíð, en þó hefði hann helzt kosið að losna við að svara spurningunni. „En eg hefði hins vegar ekkert haft á móti því að bíða tvö til þrjú ár. Eins og sakir standa lízt mér (Framhald). INý verðlækkun á | Corn Flakes Kostar nú | 90 aura I pakkinn | Kaupfélag Eyfirðinga | Nýlenduvörudeild og útibú. g <JO<t<H5<lOÍH3í50<(iH><f<HKHW<H?<HKHKHKHKH><HKHj<HKHKHKHKHKl-<HKHKr | Með e.s. Selfoss síðast fengum við | nýja sendingu af Hrökkbrauði (Knækkbröd) beint frá Danmörku I I Verðið hefir lækkað £ Kostar nú kr. 2,85 pakkinn Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeil og útibú. 11111111111111111111111111111 LAUS STAÐA Framkvæmdastjórastað'a við Útgerðarfélag Ákureyringa f h.f., er laus til umsóknar. Umsöknir, ásamt upplýsingum um kaupkrölur, séu koinn- <|> ar á skrifstofu bæjarstjórans íyrir 1. september næstkomandi. ^ Akureyri, 9. ágúst 1916. Steinn Steinsen. Rögnvaldur Sigurjónsson Þessi ungi listamaður hafði píanótónleika í Nýja-Bíó sl. mánudagskvöld. Aðsókn var sæmilega góð, en viðtökur áheyrenda Iramúrskarandi. Lófa- takinu ætlaði aldrei að linna og varð Rögnvaldur að lokum að leika tvö aukalög. Augljóst var þegar í upphali tónleikanna að Rögnvaldur býr yfir frábærri leikni, svo að Jrar mun hann ótvírættstandafremst- ur íslenzkra píanósnillinga. I.eikur hans er einnig öruggur að öllu leyti, aldrei nein mistök eða hikandi ásláttur, allur leik- urinn bar ótvírætt nteð sér, að listamaðurinn hefir fullkomið vald á hljóðfærinu og verkefnun- um. Hljóðfærið sjálft er hins vegar engan veginn í því 'ásig- komulagi, sem nauðsynlegt var til Jress að leikur Rögnvaldar nyti sín til fulls. Væri þörf á því, að fá hingað nýtt, fullkomið konserthljóðfæri; Jrá má einnig geta Jress, að ekki mundi saka þótt Nýja-Bíó hefði upp á að bjóða stól fyrir einleikara, sem ekki sendi frá sér brakhljóð og bresli út um allan salinn. Verkefnin voru eftir klassiska og seinni tíma imeitsara. Fyrst Chaconne eftir Bach-Busoni og síðan Prelúdía og' Fúga eltir Bach. Annar þáttur var sónasta í Es-dúr eftir Beethoven og loks Kvöld í Grenade og Tunglsljós eftir franska meistarann Claude Debussy, 2 Etudes eftir Chopin og La Campanella eítir Paga- nini-Liszt-Busoni. í þessu síðast- nefnda verkefni náði leikni lista- amnnsins hántarki, því að hann skilaði Javí leikandi létt og er Jrað ekki á færi annarra en „virtousa". ' Eftir að liafa hlýtt á þessa hljómleika Rögnvaldar skilst mönnum að það var ekki að ófyr- irsynju, sem listagagnrýnendur í Bandaríkjunum og á Norður- löndum spáðu lfönum glæsilegri framtíð og lofuðu mjög leik hans allan. Eru vissulega horfur á því, að Rögnvaldur eigi eftir að gera garðinn frægan og hljóta viðurkenningu í heimi listanna, sem einn þeirra fáu, er af bera. J^KHJCHKHKKKHKHKHKHKtOeHKHKHKHKHKHíCKHKHKHKKHKKKKHKHKHKH: ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu barnaskóla ásamt íþróttahúsi á Hjalteyri, Arnarneshreppi. Grunnflötur bygginganna er um 500 fermetrar dg rúmmál um 2500 teningsmetrar. Byggingu skólahússins skal að fullu lokið áður en skólahald hefst haust- ið 1947. — Tilboðum sé skilað fyrir 1. september næstkom- andi til oddvita Arnarneshrepps eða Vésteins Guðmundsson- ár„ Hjalteyri, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar út- boðinu viðvíkjandi og afhendir teikningar gegn 200 kr. skila- tryggingu. ODDVITI ARNARNESHREPPS. o<kkkkhkkkkkkkkkkkhkhkkhkhkhkhkkkkhkhkhkh><khkkkkhkkkh: hkkhkkkhkkkkhkhkhkhkkkhkhkhkkhkkhkhkhkkhkkkkhkkkkkkkh e Ulgerðarmenn Sextán smálesta eikarbátur, byggður 1942, með 50/60 hesta Junemunktell véL ásarnt fylgifé, til sölu og afhendingar nú þegar. Sanngjarnt verð, hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Jón Guðmundsson, sími 46, Akureyri. ckkkhkkhkkkkkkkkhkkkkkhkkhkkkkkkhkkhkkkkkkkkkkkkkhkhk A. Kryddvörur: Pipar st. Pipar h. Allrahanda st. Negull st. Engifer st. Engifer h. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlendu vörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.