Dagur - 02.03.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Mundu alþingiskosningar nú breyta nokkru um æðstu stjórn landsins? Dagur Fimmta síðan: íþróttaþáttur. Frá bóka- markaðinum: Ævisaga Sig. Breiðfjörðs skálds. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. marz 1949 9. tbl. 30 punda jarðarávöxtur! Myndin er af 30 punda iarðarávexti, sem ræktaður var hér á Akur- eyri sl. sumar. Ávöxtur bessi nefnist „Melon-Græskar“. Ræktaði P. Chr. Lihn skógerðarmeistari á „Iðunn“ hann í glcrhúsi, án upphit- unar, í garði sínum í Munkaþverárstræti 26 hér í bæ. Er hann mikill áhugamaður um garðrækt og smekkmaður, svo sem hinn fagri og vcl hirti garðarður hans hér í bæ ber árlega vitni um. tsl náms í skógræ Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn á Akur- eyri sunnudaginn 27. þ. m. í upphafi fundarins var minnzt látinna félagsmanna, þeirra Berg- steins Kolbeinssonar bónda að Leifsstöðum, Kristján Benedikts- sonar trésmiðs á Akureyri og Ingvars Bjömssonar mennta- skólakennara. Ármann Dalmannsson flutti skýrslu stjórnarinnar, Plantað hafði verið síðastliðið vor á veg- um félagsins samtals 20 þús. og 500 plöntum, þar af rúmlega 2 þús. af Skógræktarfélagi Hrafna- gilshrepps og einstökum félags- mönnum. 143 sjálfboðaliðar höfðu unnið að gróðursetningu 437 vinnustundir. Félagið mun byrja í vor plöntusölu frá uppeldisstöð fé- lagsins. Munu verða söluhæfar allt að 2 þús. birkiplöntur um og yfir 50 sm. hæð, einnig álíka mik- ið af gulvíði. Lögð var 120 m. löng vatns- leiðsla að uppeldisreitunum og byggt geymsluhús með 4x6 m. gólffleti. Heyjaðir voru um 80 hestburð- ir af töðu á hinu ræktaða landi uppeldisstöðvarinnar og ræktað- ar rúmlega 20 tunnur af kartöfl- um. Urðu tekjur af því á 8. þús. Reikningar félagsins sýndu, að félagssjóður hafði minnkað á ár- inu um kr. 8320.00, en tillagasjóð- ur vaxið um kr. 3294.00. Samkv. eignareikningi var skuldlaus eign í árslok 1948 kr. 72.017.67 og eignaaukning á árinu kr. 1.404.07. Bætt var inn í lög félagsins ákvæði um, að félög, sem vinna að skógræktarmálum innan hér- aðsins gætu gerzt deildir í félag- inu. Fundurinn samþykkti að ár- gjöld félagsmanna fyrir yíir- standandi ár skyldi vera kr. 20.00. Stjórnin lagði fram fjárhags- áætlun fyrir yfirstandandi ár, og voru niðurstöðutölur hennar kr. 49.000.00. Námsferð til Noregs. Formaður skýrði frá því á fundinum, að í ráði væri að koma á vinnuskiptum milli Noregs og íslands, þannig, að t. d. 25 norskir unglingar kæmu til ísiands til að vinna að gróðursetningu um þriggja mánaða skeið næsta vor og 25 íslenzkir unglingar færu á sama tíma til Noregs og ynnu þar að gróðursetningu. Myndi það auka kynningu milli þjóðanna og kynna íslendingum nokkuð stai fshætti Norðmanna við skóg- ræktina. í bréfi frá Skógræktar- félagi íslandi segir að þátttakend- ur héðan muni fó frítt uppihald í Noregi meðan þeir dvelja þár, en þurfa að greiða ferðakostnað að nokkru eða öllu leyti. Skógrækt- arfélag Eyf. mun eiga kost á að senda 1—3 unglinga, en þeir, sem Áburðarverk.smið]umálið: Þrír staðir koma helzt til greina - segir landbúnaðarráðherra Tilboð um vélar þegar tekin að berast Tíminn birti nýlega viðtal við Bjarna.Ásgeirsson landbúnaðarráð- herra um fyrirhugaða áburðarverksmiðju ríkisins. Ríkisst jórnin hef- ir, sem kunnugt er, flutt frumvarp um byggingu áburðarverksmiðju er geti afkastað allt að 7500 smálestum af hreinu köfnunarefni á ári, en það magn mun sem næst þrefalt við núverandi áburðarþörf landbúnaðarins. Samsöngur „Þryms“ í Húsavík Síðastl. sunnudag hélt Karla- kórinn „Þrymur" samsöng í Húsavíkurkirkju. Stjórnendur voru þeir séra Friðrik A. Frið- riksson og Birgir Halldórsson sör.gkennari, en hann hefir dval- ið í Húsavík um 5 vikna tíma og þjálfað kórinn. Á söngskránni voru 14 lög og söng Birgir Hall- dórsson einsöng í þremur þeirra. Undirleik annaðist frú Gertrud Friðriksson. Fjögur lögin á söng- skránni voru eftir Húsvíkinga, þá Benedikt Jónsson, Jóhann Björnsson og Sigurð Sigurjóns- son. — Kirkjan var þéttskipuð og létu áheyrendur óspart í ljósi ánægju sína yfir söngnum. Varð kór og einsöngvari að endurtaka mörg laganna. — Að söngnum loknum hélt kórinn kveðjusam- sæti fyrir söngkennarann í sam- komu húsinu. Var þar fjölmenni samankomið. Þar afhenti formað- ur „Þryms“, Friðþjófur Pálsson, söngkennaranum fagurlega út- skorna borðfánastöng, til minn- ingar um dvölina í Húsavík. Sigurður skáld frá Arnarvatni látinn Síðast liðinn föstudag lézt hér á sjúkrahúsinu Sigurður Jónsson á Arnarvatni í Mývatnssveit. Ilafði hann legið langa og þunga lcgu. Sigurður var fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir skáldskap sinn og fyrir þátttöku sína í félagsmálum, einkum sam- vinnumálum. Hann átii sæti í stjórn Sambands ísl. samvinnu- félaga. Þessa ágæta nianns verður nánar minnzt í blaðinu síðar. kynnu að vilja koma til greina þurfa sem allra fyrst að setja sig í samband við framkvæmdastjóra félagsins, Ármann Daimannsson. Úr stjórninni áttu að ganga Jón Rögnvaldsson og Þorsteinn Da- víðsson. Var Þorstéinn endurkos- inn, en í stað Jóns, sem baðst eindregið undan endurkosningu, var kosinn Björn Þórðarson, Ak. Stjórnin hefir þegar skipt meo sér störfum og er Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir formaður, Þorsteinn Davíðsson ritari, Ár- mann Dalmannsson gjaldkeri og Björn Þórðarson og Þorsteinn Þorsteinsson meðstjórnendur. Höfðinglegar gjafir. Félagsmenn eru nú 330 talsins. Fjölgaði þeim um 55 á sl. ári. Fé- laginu bárust góðar gjafir á ár- inu: Frá Kristjáni Benediktssyni trésmið kr. 14.056.00. Minningar- gjöf um Árna Jóhannsson, fyrrv. . formann félagsins. kr. 500.00. Frumvarpið hefir enn ekki ver- ið afgreitt og hefir meirihluti landbúnaðarnefndar lagt til að afkastagetan verði miðuð við 10.000 smál. Er þá miðað við þá raforku, sem ýtrustu vonir standa til að tiltæk verði, þegar verk- smiðjureksturinn á að hefjast. Þrír staðir álitlegastir. Enn sem komið er hefir verk- smiðjunni ekki verið valinn stað- ur. Liggur fyrir þinginu þings- ályktunartillaga um að skipa sér- staka nefnd til þess að velja stað- inn. Ráðherrann bendir á í við- talinu, að þrír staðir hafi einkum verið nefndir í sambandi við þær áætlanir og till., sem uppi hafa verið: Akureyri, Reykjavík og Þorlákshöfn. Tilboð berast. Ráðherrann upplýsir ennfiem- ur, að tilboð í vélar til verksmiðj- unnar séu nú farin að berast frá verksmiðjum í Evrópu og Amer- íku. Verða þessi tilboð borin saman og síðan ákveðið, hverju skuli taka. Um fjáröflun til mannvirkisins segir ráðherrann, að Marshallaðstoðin sé þar aðal- vonin. Hefir Efnahagsstofnun Ev- rópuþjóðanna, sem Marshall- hjálpar njóta, þegar verið gerð grein fyrir þörf landsmanna fyrir verksmiðjuna. Langur aðdragandi. • Áburðarverksmiðjumálið á sér langa sögu. Árið 1935 fluttu nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins frumvarp um áburðar- verksmiðju og aftur árið 1936. í bæði skiptin dagaði rnálið uppi. Næst flutti Vilhjálmur Þór, þáv. ráðherra, frumvarp um málið árið 1944. Urðu þá harðar deilur um málið. Var því loks vísað frá við umræður í efri deild gegn atkv. Framsóknarmanna. Þá flutti núv. ríkisstjórn frumvarp um málið á þinginu 1947—1948, en það var ekki afgreitt. Hvernig verður nefndin skipuð? Landsmenn munu af áhuga fylgjast með því, hvernig málinu reiðir nú af og ennfremur því, hvaða menn Alþingi skipar í fyr- irhugaða nefnd til þess að velja verksmiðjunni stað. Sterk öfl hafa unnið að því um langa hríð, að láta reisa öll stórmannvirki ríkisins í Reykjavík og munu þau hafa átt sinn þátt í því að koma áburðarverksmiðjumálinu fyrir kattarnef árið 1944. Er þess að vænta, að slík sjónarmið nái ekki aftur yfirhöndinni, og það eitt látið ráða staðarvalinu, sem hentast og bezt er fyrir þjóðarbú- skapinn í heild og afkomu fyrir- tækisins. r Alyktim Miðstjórnar Framsóknarflokksins líiii utanríkis- og öryggismál Á aðalfundi Miðstjórnar Framsóknarflokksins, sc-m lauk sl. sunnudag, var gerð eftirfarandi ályktun um utanríkis- og öryggismál landsins: Framsóknarflokkurinn tclur, að íslendingum ber', að kapp- kosta góða samvinnu við allar hjóðir, er bcir eiga skipti við og þó einkum norrænar bjóðir og engilsaxneskar, vegna nábýlis, menningartengsla og líkra stjórnarhátía. Flokkurinn telur, að íslcndingum beri að sýna fullan samhug sérhverjum samtök- um þjóða, er stuðla að verndun friðar og eflingu lýðræðis, en vinna gegn yfirgangi og ofbeldi. Ilins vegar ályktar flokkur- inn, að lýsa yfir bví, að hann telur fslcndinga, af augljósum ástæðum, eigi geta bundizt í slík samtök nema tryggt sé að þcir þurfa ekki að hafa licr né leyfa neins kon*'.r hernaðarlegar bækistöðvar crlendra þjóða í landi sinu né landhelgi, nema ráðizt hafi verið á landið eða árás á það yfirvofandi. Á þessum grundvelli, og að þessu tilskildu, telur flokkurinn eðlilegt að fslendingar liafi samvinnu við önnur lýðræðisríki um sameig- inleg öryggismál. v.--------- --------------------------------------------J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.