Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Samvinnustefnan og bæj- armálin. Dagur Finimta síðan: Björgvin Guðmundsson, tónskáld, ritar um ís- lenzlsa tónlist. XXXIII. árg. Akureyri, laugardaginn 14. janúar 1950 3. tbk F ramsóknarmenn vilja gerbreytingu á framkvæmda- stjórn bæjarins í framhaldi af þeirri gagn- rýni, sem að undanfömu hef- ur verið haldið uppi hér í blaðinu á framkvæmdastjórn bæjarins, og í tilefni af fyrir- | spurn þeirri, sem beint er til Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins í síðasta tbl. Alþýðumannsins, vill Dagur upplýsa eftirfarandi um af- stöðu Framsóknarmanna til þessa máls: Framsóknarmenn vilja gerbreyta framkvæmda- stjórn bæjarins og telja þessa mikla þörf. Þeir eru þess mjög ^ fýsandi, að skipt verði um bæjarstjóra hér og ötulli mað- ur verði ráðinn til starfsins. Mun flokkurinn bcita sér fyrir því. Flokkurinn telur þó þetta ekki nægilegt. Hann vill Iíka skipta hér um bæjarverk- fræðing og telur það engu minni nauðsyn en að skipta um bæjarstjóra. Bæjarverk- fræðingur var upphaflega ráð- inu til þess að auðvelda fram- kvæmdir bæjarins. Fram- sóknarmenn telja að þessi ár- angur hafi ekki fengist með starfi núverandi bæjarverk- fræðings og sami slappleikinn hafi ríkt í framkvæmdamálum bæjarins og fyrr. Fyrir því tel- ur flokkurinn nauðsyn að gera breytingu á þessu starfi. — Tveir stjórnmálaflokkanna hafa oftsinnis lýst andstöðu við endurkjör núverandi bæj- arstjóra. Hins vegar hefur enginn hinna flokkanna lýst afstöðu sinni til bæjarverk- fræðingsstarfsins. — Verður fróðlegt að sjá, hvernig þeir snúast við þessari tillögu F ramsóknarmanna. ullðrþvottastöð Gefjunar er fekisi fil starfa 011 ullarframleiðsla landsmanna er þvegin í nýtízkn vélum Aðalvélin í ullarþvottastöðinni Myndin er af aðalþvottavélinni í hinni nýju ullarþvottastöð Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga á Glerárcyrum. — Vélin er amersík og af nýjustu og fullkomnustu gerð. viðgerð lorfureefsbryggjunnar Bryggján gat verið komin í notkun, ef rösklega Iiefði verið að máltimim mmið Framkvæmdastjórn bæjarins — bæjarstjóri og bæjarverkfræð- ingur — ætla ekki að gera það endasleppt í vinnubrögðum þeim, sem viðhöfð eru við end- urbætur Torfunefsbryggjumiar, sem cr aðalbryggja bæjarins. Nú er senn miður janúar, og bryggjan í ónothæfu ástandi enn, enda þótt auðvelt hefði verið að ljúka viðgerð hennar fyrir all- löngu og koma henni í notkun. — En fyrir sleifarlagið verða skip, sem hingað eiga erindi, að bíða úti á höfn vegna bryggjuskorts, og þannig er þeim, sem berjast Hinn mikli dávaidur Þannig hugsar erlendur skopteiknari sér frelsi leppríkjanna. Stalin er að dáleiða Austur-þýzka rikið. gegn auknum og bættum sigling- um hingað, fengið vopn í hendm að óþörfu. Löng hrakfallasaga. Viðgerð Torfunefsbryggjunnar liefur orðið ein löng hrakfalla- .:aga í höndum bæjarstjóra, bæj- arverkfræðings og vitamálastjói'n ar. Upphaflegar áætlanir um breikkun bryggjunnar, stóðust ekki, en ekki var þó að bví gáð fyrr en búið var að kaupa efni erlendis frá, sem síðan dugði ekki til breikkuna) innar. Þá var horfið að því ráði að setja járnþil framan á bryggjuna og treysta hana þannig, enda þótt breikkun- in væri þar með að mestu leyti úr sögunni. Var síðan hafizt handa um þetta vei’k á sl. sumri ög sóttist það allvel framan af. Fyrir löngu er lokið við að koma járnþilinu fyrir og ganga frá að- alviðgerð bryggjunnar, en lítið sem ekkert hefur miðað við að koma bryggjunni í nothæft ástand síðan, með því að, bæjar- yfirvöldin virðast ekkert kapp hafa lagt á að ljúka viðgerðinni og láta fylla að járnþilinu, svo að skip gætu athafnað sig við bryggj una á nýjan leik Verður ekki séð, að nokkuð hafi staðið í vegi fyrir þeirri framkvæmd, nema skilningsleysi og slóðahéttur framkvæmdastiórnar bæjarins og má hneykslanlegt kalla, að skip skuli enn ekki, um miðjan janúar, geta athafnað sig við bryggj una vegna þessa háttalags. Þessi ráðsmennska öll er til tjóns fyrir bæjarfélagið og fvrii' þau skipafélög og atvinnufyrirtæki, sem halda uppi siglingum hingað og vilja vinna að eflingu þeirra en ekki hrörnun. Þess verður að krefjast, að án tafar verði hafizt Endiirbygging Gefjunar er merkilegasta iðn« aðarframkvæmd landsmanna á síðari árum og hefur mjög mikla atvinnulega fyrir Akureyrarbæ mgu Nýlega tók hin nýja Ullarþvottastöð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga til starfa. Viðstaddir voru Jakob Frimannsson, fram- kvæmdastjóri, Þórhallur Sigtryggsson, kaupfélagsstjóri, Þorvaldur Ámason, ullarmatsformaður, Jónas Þór, framkvæmdastjóri, Sig- urður Pálsson, ullariðnfræðíngur, Harry Frcderiksen, forstöðumað- ur Iðndeildar S. í. S. Eins og kunnugt er, hefur fólki fækkað mjög í sveitum landsins undanfarin ár. Fólksfækkunin hefur eðlilega orðið þess valdandi að ýms störf, sem áður voru unn- in í sveitunum, hafa ýmist lagzt þar niður eða aukinn og bættur vélakostur hefur komið í stað mannshandarinnar. Ein af þeim starfsgreinum, sem bændur landsins hafa neyðzt til að leggja niður vegna fólksfæðar, er ullarþvotturinn, sem allt frá landnámstíð og fram til síðustu ára hefur verið framkvæmdur í sveitunum. ,Það má segja, að nú sé svo komið, að tíðindum þykir sæta, ef bóndi afhendir ull sína þvegna til sölumeðferðar. Bygging ullarþvottastöðvarinnar. Þegar fyrirsjáanlegt var hvert stefndi í þessum málum, ákvað Samband ísl. samvinnufélaga að byggja ullarþvottastöð af full- komnustu gerð og fyrirkomulagi. Var hún byggð á Akureyri í sam- bandi við Ullarverksmiðjuna Gefjuni, sem nú er verið að end- urbyggja og stækka. Byrjað var á smíði ullarþvotta- stöðvarinnar í september 1947. Hún er nú fullsmíðuð og vélar allar uppsettar. Þau merkilegu tímamót eru þar með upprunnin í sögu ullariðnaðarins hér á landi að framvegis verður hægt að þvo með fullkomnustu vélum alla ull- arframleiðslu landsins. Jónas Þór, framkvæmdastjóri Gefjunar og Helgi Bergs, verk- fræðingur, hafa haft yfirumsjón með byggingu þvottastöðvarinn- ar. Byggingameistari var Friðjón S. Axfjörð. Raflagnir annaðist Indriði Helgason, rafvirkjameist- ari. Teikningar allar hafa verið gerðar á teiknistofu S. í. S. undir stjórn Sigvalda Thordarsonar arkitekts. Húsið er tvær hæðir, byggt úr jámbentri steinsteypu, handa um að koma bryggjunni í nothæft ástand á ný. Það er hægt að gera bryggjuna nothæfa á nokkrum dögum. 70 m. langt og 14 m. breitt, alls um 8600 rúmmetrar. Gólfflötur er 980 fermetrar. Á efri hæð hússins eru geymslur fyrir ó- þvegna ull og fer þar einnig fram ullarmatið. Ullin fer síðan í rennu niður á neðri hæð hússins og í þvottavélina. Fyrst fer ullin. gegnum tætara, sem greiðir sund- ur þófna ull og flóka, þvínæst gegnum 4 stór þvottakör, sem í er mismunandi sterkur þvotta- lögur. Gafflar ýta ullinni til í þvottakörunum og síðan fer hún á færiböndum úr einu karinu í annað. Milli karanna eru gúmmí- valsar, sem pressa allt vatn úr ullinni áður en hún kemur í næsta kar. Úr fjórða karinu fer ullin enn milli valsa, áður en hún fer í þurrkarann, sem skilar henni fullþurri. Þurrkarinn er hitaður upp með gufu. .Ullarþvottavélin, sem er raf- knúin, er 56 m. löng og' talin ein fullkomnasta sinnar tegundar. Hún er smíðuð hjá C. G. Sar- gent’s Sons Corporation, Granit- ville, Mass., Bandaríkjunum. Uppsetningu vélarinnar annaðist Mr. Charles Oliver, vélfræðingur frá seljendum vélarinnar. Afköst vélarinnar eru miðuð við að hægt verði að þvo alla ull- arframleiðslu landsins, þó að hún aukist allverulega frá því sem nú er. Endurbygging Gefjunar og ný- tízku prjónastofa. Sambandið hefur allt frá 1930 (Framhald á 6. síðu). Kviknar í Hótel Akur- eyri í annað sinn Aðfaranótt fimmtudagsins var slökkviliðið kvatt að Hótel Ak- ureyri. Hafði kviknað þar í í anna(S sinn, nú á nokkrum dög- um. Kviknað hafði í gluggatjöld- um á gangi í miðhæð hússins. —1 Lítið brann, en verulegar skemmdir urðu samt á gangi þessum. Eldsupptök eru ókunn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.