Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 11

Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 11
MiSvikudagínn 24. október 1051 D A G U R 11 - FOKÐREIFAR (Framhald af 6. síðu). bæjarfélag mikil kartöflulönd undir. Er hér því um harla mik- ilsvert* hagsmunamál að ræða. Kannske kunnáttumenn vilji láta til sín heyra, t. d. í landbúnaðar- þættinum? Umgengnin í bænum. Frá garðyrkjuráðunaut bæj- arins. BÆJARBÚAR, haldið áfram að auka umgengnismenninguna. — Passið að börnin eyðileggi ekki með umgengni sinni þá síaði, sem lagaðir hafa verið undaníarin ár. Eins og flestum rnun kunnugt vera hefur bæjarfélagið eytt tals- verðu fé í að lagfæra ýmsa staði í bænum, og hafa margir þeirra tekið miklum stakkaskiptum, og aukið á fegurð hans og yndis- þokka, og mun það vera gleðiefni allra þeirra borgara, sem unna bænum fegurðar og frama. — Með aðgerðum þessum hefur umgengnismenning bæjarbúa aukizt mikið og er það gleðiefni, og máli mínu til sönnunar vil eg benda á nokkur dæmi. Á síðast- liðnu vori, voru gróðursettal' 100 trjáplöntur í Sigurhæðarkantana, en þeir voru gerðir í fyrrasumar, og hafa hvorki plöntur né kantar verið skemmdir svo teljandi sé, og má kalla það mjög gott, þar sem börn miðbæjarins hafa eng- an leikvöll til að vera á. Sama er að segja um kirkjukantana, að þar hefur engin trjáplanta né blómaplanta verið skemmd á þessu sumri af barnanna völdum, en graskantarnir hafa beðið tals- vert tjón af traðki barna, og vil eg vísa umkvörtun minni til for- eldra í þessu efni. Hvergi hefur þó hin bætta umgengni komið eins greinilega í Ijós eins og á svæðunum á Oddeyri, bæði við Eyrarvegssvæðið ‘og Eiðsvöll. — Þessi svæði voru sannkölluð ruslpláss, og yfir þau gengíð hvar sem menn komu að þeim, en nú er öldin önnur, nú eru þessi svæði orðin friðhelg í augum al- mennings og ekki út á þau stigið, og allt hefur þar fengið að vera í friði, og eiga Oddeyringar mikl- ar þakkir skyldar fyrir þeirra góðu umgengni um þessi svæði, og vonast eg til að þeir haldi uppteknum hætti í umgengni sinni þótt snjór hylji jörð. Þessi dæmi læt eg nægja til þess að sanna, að það er alrangt, sem margir halda fram, að hér sé ekki hægt að skapa umgengnismenn- ingu á meðal fólksins. —• Aftur á móti er ekki hægt að líða það, að skepnueigendur láti búpening sinn valsa um þessa staði og stór- skemma þá, því að blettir þessir eiga að vera til fegurðar og menn ingarauka í bænum, en ekki óræktar bithagi handa búpeningi nokkurra bæjarbúa. Snjórinn er uppáhald barnanna, og þau nota hverja þá brekku, sem i námunda er til að renna sér í. Nú hefur snjórinn fallið á frost- lausa jörð, en vegna þess þola graskaníar mjög lítið hnjask til að af þeim slípist öll grasrót og þeir verði að flagi. Það eru því vmsamleg tilmæli mín til for- eldra barna í miðbænum og ann- arra, sem með æskuna hafa að gera, ao koma þeim í skilning um að hvorki Sigurhæðarkantarnir né brekkan sunnan við þá og kirkj ukantarnir, séu leikvellir fyrir börnin, því að mikil um- gengni getur kostað það að hlaða verði kantana að nýju og það kostar stórfé. u til leigu í Norðurgötu 43. Sími 19G3. „A 1 b e r t i n i“ fallegir — vandaðir nýkomnir Brairns verzlim Páll Sigurgeirsson. einlit, seld með lækkuöu veröi Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. larpeysur Ullarnæríöt, barna, karlmanna Ullartreilar, frá kr. 17.35 Ullarsokkar karlm. Uliarleistar hlýir og sterkir Brarnis vcrzluii Páll Sigurgeirsson. hvítt mislitt nýkomið Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. marg-eftirspurðu eru komin Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. Eggjaduft, danskt Lárviðarlauf Kanell, st. og óst. Fipar í hréíum Negull 'öruliusið fii. Ný þvottavél, handsnúin, til sölu. Ágæt fyrir sveitaheimili. Afgr. vísar á. ÚR B Æ O G BYGGÐ vantar brúnt mertrippi, veturgam- alt. Var rakað. Mark: Heil- rifað hægra. Jón Einnrsson, Kálfskinni. St.: Andr.: « HULD, 595119246, VI, 2. I. O. O. F. — Rbst. 2. — 9910248Ú2 Áheit til Sólheimadrengsins. — Kr. 100.00 frá S. J. Móttekið á afgreiðslu Dags. Sextugur er í dag Jónas Snorrason hreppstjóri á Þverá í Laxárdal. Bæjarbúar! Munið að barna- verndardagurinn er á laugar- daginn — fyrsta vetrardag. — St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 29. okt. kl. 8.30 e. h. Inntaka nýrra félaga og önnur mál. Þess er vænst ,að allir félagar stúkunnar mæti. Á eftir fundi verður spiluð Fram- Sknarvist. Tvær samkomur, sérstaklega ætlaðar trúuðu fólki, að Sjónar- hæð næstk. laugárdagskvöld kl. 8.30 og sunnudag kl. 5. Allir vinir Krists innilega velkomnir. Sæ- mundur G. Jóhannesson. Á barnaverndardaginn verður skemmtun í Samkomuhúsinu kl. 8.30 síðdegis. Þar verða þessi skemmtiatriði: Ávarp (Filippía Kristjánsdóttir). Is- lenzk kvikmynd. Upplestur (Guðm. Frúnann). Söngur (Smárakvartettinn). Upplest- ur (Ingibjörg Steingrímsd.). Kjólasanmur Tek að mér kjóla- og blússusaum, NIARTA NJELSEN Lögbeígsgötu 1 (niöri). Kvenúr fundið í gær. Eigandi vitji þess að Litla-Garði, Akur- eyri, og kostnað. >reiði áfallinn Stigin saumavél óskast til kaups strax. Helzt Singer. Afgr. vísar á. Barnaskíði og bindingar, 2 stærðir. ar DUNLOP íþróttaskófatnaSur fyrir börn, konur og karla, í miklu úrvali. Uppháir handboltaskór koma á næstunni. Skóv.M. H.Lyngdal & Co Skipagötu 1. Sími 1580. Páll Lúthersson klæðskeri héð- an úr bæ hefur stofnsett sauma- stofu í Vestmannaeyjum og þar með bætt úr brýnni þörf Eyja- búa. Þar var enginn klæðskeri starfandi áður. Páll stundaði nám sitt hjá Valtý Aðalsteinssyni klæðskerameistára hér í bæ og lauk því 1948, rak síðan eigin saumastofu, en dvaldi sl. sumar í Reykjavík. Vestmannaeyjablöð- in fagna því, að klæðskerameist- ari hefur sezt að í Eyjum. Kaupið merki dagsins á barna- verndardaginn og fallegu barnabókina. Unglingar og börn! Munið sunnudagaskólinn að Sjónarhæð á sunnudaginn kl. 1. Fíladelfía. Samkomur í Lund- argötu 12: Sunnudaga og fimmtu dag kl. 8.30 e. h. — Allir vel- komnir. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. — Oll börn velkomin. Á barnaverndardaginn fær Barnavcrndarfélagið allan ágóða af kaffisölu síðdegis á Hótel KEA. Bæjarbúar! Drekk ið síðdegiskaffið á Hótel KEA. þennan dag! Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg á sunnu daginn kl. 10 f. h. Inntaka nýi’ra félaga. — Vígsla embættismanna. — Skemmtiatriði auglýst í barnaskólanum. Happdrættismiðarnir g óðu, til ágóða fyrir blaðaútgáfu Fram- sóknarflokksins, fást m. a. á skrifstofu Dags, hjá Pétri ög Valdimar, Ráðhústorgi, á rakara- stofu Sigtr. og Jóns, Skipagötu, hjá Guðm. Blöndal, Sjöfn, og Vald. Baldvinssyni, Hótel KEA. Frestið ekki miðakaupunum! — Umboðsmenn í hverjum hreppi! Verkamaðurinn síðasti hefur tínt ýmislegt upp úr miðviku- dagsblaði Dags, fréttir og ýmis ummæli ,en eitt hefur þeim yf- irsést, blessuðum: að segja söfnuðinum hér frá því, hver hafi síðast gengið af trúnni. — Ekki er minnzt einu orði á af- neitun Laxness í Berl. Tidende 7. okt., er skýrt var frá hér í blaðinu í sl. viku! Brynj. Sveinsson hi. Barnr.itúkan , Sakleysið" nr. 3 heldúr fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni: Innsztnir.g embættismanna. Ir.n- taka nýrra félaga. Til skemmtun- ar: Upplestur, leiksýning. Nánar auglýst í barnaskólanum. Komið öll á fund. Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Munið að kvikmyndasýningar verða í Skjaldborgarbíó og Nýja-Bíó á barnaverndardag- inn kl. 3. Allt, sem inn kemur á þessum sýningum, gengur til Barnaverndarfélagsins. Zion. Samkomur næstu viku, Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnu- dagaskóli. Kl. 1 e. h. drengja- fundur (yngri deild). Kl. 2 e. h. drengjafundur (eldri deild, at- hugið breyttan tíma). Kl. 8.30 e. h. alm. samk. Allir velkomnir. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Biblíulestur. Fimmtu- dag kl. 8.30 e. h. fundur fyrir ungar stúlkur. Kvennadeild Slysavarnafélags fslands, Akureyri, hefur skemmti kvöld fyrir félagskonur og gesti að Lóni föstudaginn 26. þ. m. kl. 9 e. h. Félagsvist verður spiluð uppi, en dansað í neðri salnum samtímis. Hljómsveit spilar. — Verðlaun veitt. Takið spil með. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð deildarinnar. Stjói’nin. Höfnin. 11. okt. kom m.s. Skjaldbi-eið að vestan. — 12. okí. kom m.s. Oddur, Vestmannaeyj- um, missti skrúfuna, fer í drátt- arbraut. — 13. okt. kom m.s. Lag- ai'foss frá Reykjavík. — 13. okt. kom b.v. Kaldbakur fi'á Þýzka- landi, fór á veiðar 15. okt. — 14. okt. kom m.s. Hekla að vestan, hringferð. — 17. okt. kom b.v. Svalbakur af veiðum, fór sam- dægurs til Englands. — 17. okt. kom m.s. Snæfell af veiðum. — 22. okt. kom m.s. Esja að austan, hringferð. Ljósastofa Rauðakrossins tekin til stai'fa á sama stað og áður. Frá Golfklúbbnum. Árshátíð klúbbsins vei’ður að Hótel KEA laugardaginn 3. nóvember. 1— Áski'iftarlisti liggur frammi á í-akai'astofu Sigti'yggs og Jóns. Dansieikur verður að Hótel Norðurlandi að kvöidi barna- verndardagsins. — Skemmtið ykkur og styrkið gott málefni! Skrifstofa Framsóknarfélags Akin'eyrar, Hafnai'stræti 93, (4. hæð), er nú opin aftur. Marteinn Sigurðsson er þar til viðtals á mánudögum kl. 6—7 e. h. og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30—10.30 e. h. — Símanúmer skrifstofunnar er 1443. Síðan snjórinn féll hér á dögunum hafa þeir, sem dag- lega horfa á ásýnd Vaðlaheið- arinnar, tekið eftir dáíítilii breytingu á landslaginu þar, ef svo má að orði komast. Dálít- inn spotta norðan við Veiga- staði gengur tvöföld stauraröð upp heiðina og hverfur austan yfir heiðarbrúnina. Sjást staur- arnir nú vel, því að þeir bera við hvítan snjóinn. Þetta eru nýju síaurarnir, sem settir voru niðúr síðsumars og eiga að bera nýju háspennulímma frá Laxá. Elsku Rut er komin í bæinn, og verður frumsýnd fyrir Templara og gesti þeirra í Skjaldboi'g á morgun (fimmtudagskvöld) kl. 9. Þeir félagsmenn stúknanna, sem ekki hafa enn fengið afhenta að- göngumiða, geta, meðan húsrúm leyfir, snúið sér til Hannesar J. er Magnússonar (ísafold) og Stef- áns Ág .Kristjánssonar (Bi'ynju) og óskað eftir miðum, en skilyrð- ið er, að vera skuldlaus við stúk- Hjálpræðisherinn, Strandg. 19B. Föstudginn 26. okt. kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. Söngvar Jóns Sigurðssonar verða sungnir. Frú kapteinn Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar. — Sunnud. kl. 11 f. h.: Helgunai'samkoma. Kl. 2 e. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. — Mánud. kl. 4 e. h.: Heimilasambandið. KI. 8.30 e. h.: Æskulýðsfélagið. Verið hjartanlega velkomin á samkom- Hjónaefni. Nýlega opinbei-uðu trúlofun sína ungfx-ú Unnur Berg Áinadóttir Valdimarssonar, Rán- argötu 10, Akureyri, og Guðlaug- ur Kristinsson, Reykjavík. Dansleik heldur kvenfélagið „Gleym- mérey“ í þinghúsi Glæsi- bæjarlirepps 27. okt., ki. 10 e. h. augardaginn Veitingar. Góð músík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.