Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Auglýsendur! Munið, að aug-
lýsingar verða að vera komn-
ar til afgreiðslunnar eða í
prentsmiðjuna fyrir kl. 2 á
þriðjudögum.
Afgreiðslan biður kaupendur
að innleysa greiðlega póst-
kröfur þær fyrir andvirði
blaðsins, sem hafa verið send-
ar út þessa dagana.
XXXIV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 14. nóvember 1951
45. íbh
Heilbrigðisstarf Sameinuðu þjóðanna
Vöruskiptajöf n uðurinn:
Ohagstæður rnti
185.7 mí
jan.-o
kt.
Alþjóðlegi barnahjálparsjóðurinn og alþjóða heilbrigðisstofnunin
<deildir S. Þ. er njóta stuðnings og fjárframlaga flestra þjóða nema
Kússa) vinna stórmerkt starf við að líkna og lækna í Asíu. Myndin
er frá barnahjúkrunarhæíi í Thailandi, sem rekið er og kostað af
þessum stofnunum.
Influtningur til landsins á tíma-
bilinu janúar til október þessa
árs nam alls 736.2 millj. króna,
en út voru fluttar vörur fyrir
550.5 millj.
Er viðskiptajöfnuðurinn því
óhagstæður um 185.7 millj. kr.
það sem af er þessu ári. Þess ber
að gæta, að hér eru meðalin skip,
sem keypt voru til landsins, en
verðmæti þeirra nam rúml. 53
milljónum.
í október sl. nam innflutning-
urinn 107.6 milLj., en útflutning-
urinn 87.2 millj., svo að vöru-
skiptajöfnuðurinn var óhagstæð-
ur í þeim mánuði um rúmar 20
millj. króna.
Vöruskiptajöfnuðurinn janúar
—október í fyrra reyndist hins
vegar óhagstæður um 171 millj.
króna.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hyggst taka þar
við ferðamönnum allt árið
Á líöfn í Hornafirði hefur nú verið opnað nýtt gistihús, en undan-
farin ár hefur enghi gististaður verið þar opinn almenningi. Húsið
er eign Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, en gistihúsinu veita for-
stöðu hjónin Martha og Kristján Imsland, skrifstofum. Ivjá kaupfél.
Vegna sívaxandi ferðamanna-
straums til Hornafjarðar keypti
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
fyrir nokkru eignir útgerðar-
mannanna Jóns J. Brunnan og
Sigurðar Ólafssonar, í því augna-
rniði að starfrækja þar sumar-
gistihús. Hefur eignin nú verið
endurbyggð og standsett, en
vegna mikillar aðsóknar varð að
opna gistihúsið strax 1. septem-
ber, og mun það taka við dvalar-
gestum og næturgestum allt árið.
Gistihúsið hefur fjögur tveggia
manna herbergi og tvö þriggja
manna herbergi, og getur þannig
tekið við 14 næturgestum.
Gistiherbergin eru fóðruð með
ljósu veggfóðri, björt og rúmgóð
og öll hin vistlegustu.
Borðsalur er bjartur, rúmgóð-
ur og hinn snyrtilegasti, eru
veggir hans fóðraðir með ljós-
grænum silfurírðum veggdúk, en
ekki málaðir, og gefur það saln-
um mun hlýlegri svip.
Húsgögn eru úr krómuðu stáli,
borð með póleruðum plötum, en
stólar bólstraðir og yfirdregnir
með rauðu skinni. Til borðs geta
setið í einu um 24.
Húsið er vel raflýst, það er
með olíukyntri miðstöð og mið-
stöðvarofnar í öllum herbergjum
og göngum.
Þótt landrými sé ekki mikið
kringum gistihúsið, stendur það
samt á mjög heppilegum stað í
kauptúninu, er það fyrsta húsið
við akbrautína, þegar ekið er frá
flugvellinum til kauptúnsins. Bif-
reiðarstæði er ágætt fyrir framan
húsið. Sími gistihússins er nr. 14.
Tvö ný hefti ritsafns
um Heklugosið
Tvö hefti ritsafnsins um
Heklugosið 1947-^1948, er Vís-
indafélag íslendinga gefur út,
eru nýlega komin út á vegum
Leifturs í Reykjavík. Ritið er á
ensku og fjallar annað heftið (II.,
4) um hlaup (water Flood and
Mud Flows) eftir Guðmund
Kjartansson jarðfræðing, en hitt
(V., 2.) um sprengingar samfara
gosinu (Studies of the Meehan-
ism of Explosive Activity in the
Hekla Eruptiön) eftir dr. Trausta
Einarsson. Margar skýringar-
myndir og ágætar ljósmyndir
fylgja ritgerðunum. Útsölu þessa
merka rits hefur Leiftur h.f.,
Reykjavík.
RITSTJORI BLADSINS
verður fjarverandi úr bænum
nú á næstunni.
Söngmót kirkjukóra
hér n. k. sumiudas?
o
Kirkjukórasamband Eyjafjarð-
arprófastsdæmis heldur fyrsta
söngmót sitt hér á Akureyri n.k.
sunnudag. Söngmótið hefst með
guðsþjónustu í Akureyrarkirkju
kl. 2 e. h. En kl. 5 e. h. sama dag
verður samsöngur haldinn í
kirkjunni. Þar syngja einstakir
og sameinaðir kórar, fimm tals-
ins, skipaðir 100 söngmönnum, en
kórarnir eru þessir: Kirkjukór
Siglufjarðar (söngstjóri Páll Er-
lendsson), Kirkjukór Lögmanns-
hlíðar (söngstjóri Áskell Jóns-
son), Kirkjukór Akureyrar
(söngstjóri Jakob Tryggvason),
Kirkjukór Grundarkirkju (söng-
stjóri Sigríður Schiöth) og
Kirkjukór Munkaþverárkirkju
(söngstjóri Áskell Jónsson). —
Kórarnir syngja bæði andleg og
veraldleg ljóð eftir íslenzk tón-
skáld og erlend. Einsöng syngja
Helga Sigvaldadóttir og Jón
Gunnlaugsson. Kirkjukórasam-
band Eyjafjarðarprófastsdæmis
var stofnað í fyrra.
f
Starfslið Gefjunar
iðrar minnin
Jónasar Þór
heiðrar minningu
Svo sem frá er skýrt í minning-
argrein um Jónas Þór forstjóra
Gefjunar innan í blaðinu, hefur
starfslið verksmiðjunnar „ákveð-
ið að heiðra minningu hans á
þann hátt að gefa hinu nýja
sjúkrahúsi bæjarins, sem hér er
verið að reisa, 1 herbergi."
Á að annast landhelgisgæzlu og eftirlit með
bátum á þeim slóðum
Fjórir þingmenn Norðlendingafjórðungs, þeir Aki Jakobsson,
Bernharð Stefánsson, Magnús Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson,
bera fram þingsályktunartillögu um að heimila ríkisstjórninni a$
gera út eftirlitsbát fyrir Norðurlandi yfir haust- og vetrarmánuðina,
er jafnhliða landhelgisgæzlu annist eftirlit með fiskibátum og sé
þeún til aðstoðar, þegar þörf krefur. Kostnaðar af framkvæmd
þessarar þingsályktunar skal greiða úr ríkissjóði.
Svo  segir  í  greinargerð  fyrirhve  mikinn  kostnað  það  muni
tillögunni:
„Tillaga þessi er framhald á
viðleitni Slysavarnafélags ís-
lands, slysavarnadeilda norðan-
lands og ýmissa annarra, að haft
verði fast björgunar- og gæzlu-
skip fyrir Noröurlandi yfir vetr-
armánuðina. Höfuðástæðan fyrir
þessari tillögu er sú, að þörfin
fyrir gæzlu- og björgunarskip
fyrir Norðurlandi á veturna er
rnjög brýn, vegna þess að sjór er
mikið stundaður allan veturinn,
þegar gefur, og helzt á litlum bát-
um, svo sem trillum, sem litla
vörn veita í byljum og stórsjó.
Veðrátta er breytileg að vetrin-
um, og skella stórviðri oft á með
litlum fyrirvara, og er þá bráð
nauðsyn á því að hafa tiltækt
björgunarskip til aðstoðar við þá
báta, sem þess þurfa við. Flm.
hafa leitað upplýsinga hjá for-
stjóra Skipaútgerðar ríkisins um,
Maður drukknar
við f járgæzlu
Það slys vildi til nýlega, að
Þórður Benjamínsson á Víkinga-
vatni féll í vök og drukknaði. —
Var hann að huga að kindum,
þegar slysið vildi til.
Flugvélinni „Jökli"
breytt í farþegavél
A fimmtudaginn var flaug
Smári Karlsson „Jökli", björg-
unarvcl Loftleiða, til Englands,
þar sem henni verður brcytt í
farþegaflutningavél.
„Jökull" er, eins og flestir
sennilega muna, björgunarflug-
vélin sem send var frá Banda-
ríkjunum í sept. í fyrra til að
bjarga áhöfn Geysis af Vatna-
jökli, en sat þar föst frá 19. sept.
í fyrra til 6. maí í vor að leiðang-
ur Loftleiða bjargaði henni af
jöklinum.
Brezkt fyrirtæki hefur tekið að
sér að beryta vélinni og mun hún
að breytingu lokinni geta flutt
28 farþega.
hafa í för með sér að gera út
björgunar- og gæzluskip fyrir
Norðurlandi yfir vetrarmánuð-
ina, og telzt forstjóranum svo til,
að hann muni nema 95.000 krón-
um á mánuði, ef til starfsins yrði
notað  um  það  bil  100  tonna
Skákkepnni Akureyrar
við vinabæina á hinum
Norðurlöndunum
Vetrarstarf Skákfélags Akur-
eyrar er hafið.
Föstudaginn 2. nóv. var aðal-
fundur haldinn. í stjórn voru
kosnir: Form. Guðbrandur Hlíð-
ar, ' ritari Haraldur Bogason,
gjaldkeri Albert Sigurðsson,
áhaldavörður Kristinn Jónsson
og spjaldskrárritari Guðmundur
Eiðsson.
Ákveðið var að Skákþing Ak-
ureyrar, sem frestað var síðastl.
vor, skyldi hefjast föstudaginn 9.
nóvember næstk., kl. 20,15 í
fundarsal alþýðuflokksfélaganna,
Túngötu 2.
Allir taflmenn á Akureyri hafa
rétt til þátttöku.
Fyrir milligöngu bæjarstjórnar
hefur félaginu verið boðið að
tefla fyrir bæjarins hönd, í vin-
samlegri keppni við vinabæi Ak-
ureyrar í vetur, en þeir eru:
Álasund í Noregi, Vesterás í
Svíþjóð, Randers í Danmörk og
Lahti í Finnlandi.
Ráðgert er að hver bær tefli 2
skákir við hvern hinna, eða alls
8 skákir. Sameiginleg verðlaun
verða veitt að lokum.
Þetta er algjör nýlunda í skák-
lífi bæjarins og mun keppni þessi
væntanlega vekja athygli og
áhuga bæjarbúa og stuðla að
auknum kynnum milli vinabæj-
anna.
Nú ríður á, að hver vopnfær
maður í skák b.úist til sóknar,
svo að við mættum sigra í þess-
ari samnorrænu keppni, engu
síður en í sundkeppninni. Sér-
staklega skorar stjórn skákfé-
lagsins á æsku bæjarins að
fylkja sér í raðir félagsins. og
gefa því þannig nýjan styrk og
sækja sjálfir þangað holla gleði í
tómstundunum.
Teflt verður í vetur á mánu-
dagskvöldum og föstudagskvöld-r
um í Túngötu 2. Fundir hefjast
kl. 20,15.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8