Dagur - 06.08.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 06.08.1953, Blaðsíða 6
6 DAGUB Fimmtudaginn 6. ágúst 1953 Eyfirzkir þættir Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum Okkur gömlu mörmunum, sem aldir erum upp fyrir og um síðastliðin aldamót, við þröngan kost og ýtrasta sparnað í hví- vetna, blöskrar þær kaupkröfur og alls konar fríðindi, er verkalýðurinn nú vill hafa. Mér dettur í hug, að rifja lítils háttar upp þau kjör, er vinnufólk hafði á uppvaxtarárum mín- um. Sjálfsagt verð eg að miða við það, sem var í þessu liéraði, en líklegt er að ekki skakki miklu frá því, sem var í öðrum héruðum. Þá þekktist varla annað en fólk væri ráðið til árs- vistar, og algengast var að karlmaðurinn hefði 60—70 kr. í árskaup, auk faéðis, eh kvenmaðurinn 30—35 kr. — Þó mun hafa komið fyrir, að rnenn er stunduðu hákarlaveiðar, höfðu um 80 kr. í árskaup, enda mun lifrarhluturinn stundum hafa fullkomlega gert fyrir árskaupinu. Þó þetta kaup sé lágt að krónutali, gátu þó ráðdeildarmenn eignazt dálítið í föstu og lausu með því móti að koma upp nokkrum kindum, því að kindarfóðrið var selt á 4 kr., og þeir bændur, er bjuggh á sæmilegum heyskaparjörðum, unnu það til að fá góða fjár- menn, þótt þeir hefðu nokkrar kindur á fóðrum. Á þeim árum var verð á fé sem næst því að vera þetta: Ær, framgengin með einu lambi, 12 kr.; veturgömul kiind 8 kr.; lamb að hausti 4 kr. Þá var ekki nema um hagalömb að gera, því að allir færðu frá. Verð á heyi að sumrinu var 4 kr. töðuhesturinn, en 2 kr. útheyshesturinn, miðað við að heyið væri tekið úr sætum. Verð á kjöti hjá kaupmönnum til bænda mun hafa verið: Á fyrsta flokks kjöti 16—18 aurar pundið, vorull 30 aurar pd., að mig minnir, prjónles, heilsokkar, 0.80—1 kr. parið, en hálfsokkar 0.50, sjóvettlingar 0.25. — Sokkar áttu að vera úr tvinnuðu bandi, en sjóvettlingar úr einföldu bandi. r> Hér í Eyjafjarðarsýslu var mikið kapp lagt við þennan tó- skap framan af vetrinum til innleggs um áramót. Mjólk var alls ekki verzlunarvara á þessum árum, nema ef lítillega var selt af henni til húsmennsku- og þurrabúðarfólks, og mun þá verð á nýmjólk hafa verið 10 aurar potturinn. Þetta verðlag, með litlum loreytingum, mun hafa haldist um tugi ára, eða fram um 1914, er áhrif styrjaldarinnar rösk-i uðu öllum kauþgrundvelli. Viðvíkjandi kaupi við opinbera vinnu er þetta að segja: Vinna við vegagerð og lagfæringu á þjóðvegum mun hafa verið 20 aurar á klukkustund og miðað við 10 klst. vinnu. Eins og kunnugt er hefur þjóðvegurinn legið hér um Öxna- dal frá landnámstíð. Þess vegna var nokkru fyrir síðustu alda- mót farið að vinna að viðgerð vegarins, og var Kristinn JÓns- son, sem nefndur var vegabótastjóri, umsjónarmaður vega- gerðar um fjölda ára, bæði hér í sýslunni og einnig austur í Þingeyjarsýslu. — Kristinn var ákaflega hugsunarsamur um að verkið gengi vel, og hélt mönnum ákveðið til vinnu. Árið 1907 var eg við ofaníburð á brautinni fram Eyjafjörð- inn, og var Kristinn þar yfirmaður. Mölin var tekin úr melum meðfram veginum. Var liún föst, og varð að haka hana alla með ærnu erfiði. Flutt var í hestakerrum og unglingar notaðir við flutninginn. — Eftir það fórum við austur á Fljótsheiði og var þar lagður vegur upp frá Einarsstöðum í Reykjadal. — Unnið var við þessa vegagerð fram að slætti, og vorum við þrír úr Öxnadal við þá vinnu. Þó að kindarfóður væri á þessum árum borgað með 4 krón- um, kom þó fyrir að efnamenn notuðu sér ástæður fátækling- anna, komu fóðrunu mniður í 3 kr. með lambi. Skal eg egja frá einu atriði því til sönnunar. Það mun hafa verið haustið 1903, að móðir mín fór á fund eins fjárríkasta bónda sveitarinnar og bauð honum að taka af honum 10 ömb í fóður. Jú. Hann bjóst við að þurfa að koma í fóður nokkrum lömbum. Sagðist hafa heyrt, að strákar hennar fóðruðu vel; en ekki kvaðst hann bórga nema 3 kr. með lambi, því að sér væri boðið fóður fyrir það verð. Og ekki borgaði hann fóðrin fyrr en eftir áramót með úttekt hjá Gránufélagsverzlun. En það skildi vera peningaverð, því að hann kvaðt fá sína úttekt með því verði. Móðir mín samdi nú um þetta við hann. Um haustið sendir hann svo til okkar 10 lambhrúta og þau boð með, að við látum bólusetja lömbin, því að þá var byrjað að bólusetja fé, með útlendu efni. En það vildi gefast dálítið misjafnlega, því að fyrir kom að fé drapst af bólusetningunni. — Sömuleiðis komu þau boð með hrútunum, að við létum gelda þá síðari hluta vetrar, því að þá yrðu þeir feitari að haustinu. Nú tókst svo illa til, að einn hrúturinn drapzt af bólusetn- ingunni, þótti eigandanum það slæmt og kenndi bólusetjar- anum um það. (Framhald). Lærlingur óskast til rafvirkjastarfa. — Tilboð sendist í pósthólf 248, fyrir 10. þ. m. Gleraugu og lyklakippa töpuðust í Vaglaskógi um sl. helgi. — Skilist vinsaml. á afgr. Dags gegn fundarlaunum. Stof a til leigu frá 1. okt. n. k. fyr- ir einhleypa stúlku. — Að- gangur að eldhúsi getur komið til greina. — Til við- tals eftir kl. 7 á kvöldin. Kristín Sigurðardóttir. Oddeyrargötu 5. Barnlaus hjón TILKYNNING Nr. 4/1953. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 34/1953 hefur Fjár- hagsráð ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar sem er á landinu. 1. Benzín, hver lítri.. kr. 1.69 2. Ljósaolía, hver smálest . . — 1350.00 3. Hráolía, hver lítri. — 0.74 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2V2 eyri hærra hver hráolíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Heimilt er einnig að reikna 1(4 eyri á hráolíulítra fyrir heimakstur, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrar notkunar í landi. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. ágúst 1953. Reykjavík, 31. júlí 1953. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Afgr. vísar á. Sel nótastykki yfir hey. Hallgrímur Jónsson, járnsmiður. Sítrónur 1 . • ’■ • y » /. 1 ‘ < ■ . <• ' - * '' "’Á: Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Mótorhjól Vil selja 10-liestafla „H. Davidson" mótorhjól, á nýj- um dekkum, í góðu lagi. Smíðaár 1942. Afgr. vísar á. Taða eða bakkahey til sölu. Stefán Halldórsson, Hlöðum. Múgavél (Mac Comick), seni ný, til sölu. Vélaverkstæði Magnúsar Ámasonar. Svefnherbergishúsgögn — nýlegt módel — óskast til kaups. Afgr. vísar á. ÍBÚÐ Lítil íbúð til leigu. Aðeins barnlaust fólk kemur til greina. Afgr. vísar á. Hús til sölu Helgamagrastræti 45 er til sölu. Laust til íbúðar 1. október næstkomandi. — Tilboð óskast send undir- rituðum fyrir 15. þ. m. SIGURÐUR JÖHANNESSON, Landsímastöðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.