Dagur - 16.09.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1953, Blaðsíða 1
GJALDDAGI blaðsins var 1. júlí. — Léttið innheimtuna! Sendið afgr. áskriftar g jaldið! DAGUR kemur næst út á regluleg- um útkomudegi, miðviku- daginn 23. september. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 16. september 1953 50. tbl. Stjórn mynduS lil að halda álram viðreisnarslarfi fyrrv. sljórnar Samið um stóraukin fjárframlög til raforkuveitna í sveitum - lánsfé til húsabygginga - rekstursfé til bænda og bætta lánaaðstöðu iðnaðar Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var árdegis sl. föstudag, veitti for- seti íslands ráðuneyti Steingríms Stenþórssonar lausn, en skipaði í þess stað nýtt ráðuneyti, undir forsæti Ólafs Thors. Skipa sex ráð- herrar hið nýja ráðuneyti, þeir Eystcinn Jónsson fjármálaráðherra, Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra, Dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra, Bjami Benediktsson, dóms- og menntamálaráðherra og Ingólfur Jónsson viðskipta- og iðnaðar- málaráðherra. Hið nýja ráðuneyti er árangur af viðræðum Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að undanförnu og gerðu flokkarnir með sér málefnasamning um höfuðdrætti stjórnarstefn- unnar og framkvæmd einstakra mála, sem birtur var samdægurs, og prentáður er hér á eftir. Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra nýju stjórnarinnar - heíur framkvæmd varnar- samrJngsins með höndum ' Á ríkisráðsfundinum sl. föstu- dag var dr. Krislinn Guðmunds- son skattsjóri liér í bæ skipaður utanríkisráðherra í hinni nýju ríkisstjórn og fer hann jaínframt með öll mál er varða framkvæmd Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra. hervarnarsamningsins við Banda ríkin og auk þess með vegamál og samgöngur á sjó. Dr. Kristinn er eini utanþingsmaðurinn sem sæti á í stjórninn. Felst mikil sæmd og viðurkenn- ing í skipun hans í þetta mikils- verða og veglega embætti. Akur- eyringar hafa sérstaka ástæðu til þess að fagna því að svo ágætur maður úr þeirra hópi hefur verið valinn til þessa starfs, enda fylgja dr. Kristni velfarnaðaróskir héð- an. Er því almennt trúað hér um slóðir að dr. Kristinn muni reyn- ast starfinu vaxinn og gegna því með sæmd. Hinn nýi utanríkisráðherra er lesendum blaðsins vel kunnur. Hann hefur dvalið hér f bæ í samfleytt 24 ár og jafnan notið trausts og virðingar. Dr. Kristinn er ættaður frá Króki á Rauða- sandi, varð stúdent frá Reykja- víkurskólá og cand. phil. frá Há- skóla íslands 1921. Sigldi til Þýzkalands til framhaldsnáms og las hagfræði í Berlín og Kiel, lauk doktorsprófi 1926. Eftir nokkra dvöl í Þýzkalandi að námi loknu hvarf hann heim, gerðist endur- skoðandi á vegum ríkisstjórnar- innar, en var skipaður kcnnari við Menntaskólann hér 1929 og gegncji því embætti til ársins (Framhald á 8. síðu). Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Yerkasklpísng í hinni nýju Verkaskipting ráðherranna í hinni nýju ríkisstjórn er í aðal- atriðum sem hér segir, samkv. auglýsingu ríkisstjórnarinnar, sem birzt hefur í sunnanblöðun- um. Ólafur Tliors, forsxtisráðherra. Auk stjórnarskrárinnar, alþingis og stjórnarforystunnar heyra undir hann sjávarútvegsmál, Fiskifclagið, síldarútvegsmál, útflutningsverzlun, sementsverksmiðjan, Landsmiðjan, atvinna og siglingar, vitamál, hafn- armál og Eimskipafélag íslands. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra. Undir hann hcyra fjármál ríkisins svo scm skattamál, tollmál, undirskrift ríkisskuldabréfa, fjár- aukaliig og reikningsskil ríkissjóðs. Einnig eftirlit með innheimtumönn um ríkisins, laun embættismanna, eftirlaun, lífeyrir embættismanna. Einnig hagstofan og mæling og skrá- setning skipa. Dr. Kristinn GuOrnúndsson, ut- anríkisráðherra. Undir hann heyra utanríkismál og framkvæmd varnar- samningsins, þ. á. m. lögreglumál, tollmál, flugmál, heilbrigðismál og félagsmál er leiða af dvöl hins er- íenda varnarliðs í landinu. Gildir þetta um varnarsvæðin og mörk þeirra. Ennfremur fer hann með vegamál og samgöngur á sjó, sem eigi hcyra undir aðra ráðherra og 'ömjur sanigöngiimál, sent ekki éru falin öðrum ráðherrum. Steingrimur Steinþórsson, land- búnaðarráðherra.Undir hann heyra landhúnaðarmál þar á meðal rækt- unarmál, skógræktarmál, sand- græðsla, búnaðarféliig, húnaðar- skólar, húsmæðraskólar í sveitum, Áburðarverksmiðjan og Búnaðar- banki íslands. Ennfremur rafmagns- mál, jarðboranir og námarekstur. Einnig kaupfélög og samvinnufélög kirkjumál og félagsmál, þar undir Steingrímur Steinþórsson, landbúnaðarráðherra. ráðherranna ríkisstjórn trvggingar og sveitarstjórnarmál. Þá heyrir einnig undir hann félags- dómur, byggingarfélög og veður- stofan. lijarni Denediktsson, dómsmálaráð- herra. Undir hann hcyra dómskip- un og dómsmál önnur en félags- dómur, lögreglumálefni, landhelgis- gæzla, áfengismál, kostiingar, menntamál, útvarpið, menntamál og Þjóðleikhúsið. Ingólfur Jónsson, viðskiptamála- ráðherra. Undir hann heyra við- skiptamál önnur en útflutnings- verzlun. Bankar, sparisjóðir, gjalcl- eyrismál og verðlagsmál. Ennfremur flugmál, póst- og símamál, iðnaðar- mál og heilbrigðismál. Sléttbakur kominn norður Síðastl. sunnudag sigldi hinn nýi togari Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f., „Sléttbakur“, fánum skreyttur hingað inn á höfnina og lagðist síðan að bryggju á Odd- eyrartanga. Unnið er að því hér að búa skipið á veiðar og mun það taka nokkurn tíma. Merki Ú. A. verður sett á skipið hér. Það mun bera einkennisstafint EA—4; — Utanríkisráðherr- ann í heimsókn Utanríkisrúðherrann, dr. Kristinn Guðmundsson, kom hingað sl. laugardag og dvaldi hér fram á sunnudag. Ráðlierr- ann er væntanlegur hingað aft- ur áður en langt um líður, til .fárra daga dvalar. Ólafur Thors, hinn nýi forsæt- isráðherra, flutti ávarpsorð sl. föstudag og skýrði frá hinni nýju stjórnarmyndun, viðræðum um hana milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og kynnti hina nýju ráðherra. Síðan las hann samning þann, scm stjórn- arflokkarnir hafa gert með sér, þar sem greinir frá meginstcfnu stjómarinnar og kveður enn- fremur á um framkvæmd nokk- urra höfuðmála, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir á næstunni. Samningurinn er á þessa leið: Það er höfuðstefna ríkisstjórnar- innar að tryggja landsmönnum sem iiruggasta og bezta afkomu. — Til þess að því markmiði vcrði náð, telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að sem mest frjálsræði ríki í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar, en skil- yrði þess, að svo megi verða, er að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum inn á við og út á við. Ríkisstjórnin mun því beita sér fyrir hallalausum ríkisbúskap og fyrir því, að atvinnu- vegirnir gcti orðið rcknir lialla- laust þannig að þeir veiti næga at- vinnu. Haldið mun verða áfram að vinna að framkvæmd framfaramála þeirra, sem fyrrverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir og um einstiik mál skal þetta tekið fram: 1. Lokið verði á næsta alþingi end- urskoðun skatta og útsvarslaga, m. a. með það fyrir augum að lækka beina skatta og færa með því til leiðréttingar misræmi vegna vcrðlagsbreytinga og stuðla að aukinni söfnun sparifjár. 2. Hraðað verði byggingu orkuvera, dreifingu raforku og fjölgun smá- stöðva (einkastöðva) vegna byggðalaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa rafmagn eða búa við ófullnægjandi raforku, og unnið verði að lækkun raforkuverðs, þar sem hæst er. Tryggt verði til þess- ara framkvæmda fjármagn, scm svarar 25 millj. kr. á ári að meðal- tali næstu ár. í þessu skyni verði lögboðin árleg framlög af ríkisfé aukin um 5-7 milljónir króna og rafmagnsveitum ríkisins og raf- orkusjóði tryggðar 100 milljón krónur að láni, og sitji það fyrir öðrum lánsútvegunum af hendi ríkisstjórnarinnar, að undan- tcknu láni til sementsverksmiðj- unnar. Auk þess séu gerðar ráð- stafanir til að hraða áframhald- andi virkjun Sogsins. 3. Tryggt vcrði aukið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, liigð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum, og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til fram- búðar. 4. Því verði til vegar komið, að framleiðendur sauðfjárafurða eigi kost á rekstrarlánum út á afurðir sínar fyrirfram snemma á fram- leiðsluárinu eftir hliðstæðum reglum og lánað er út á sjávar- afurðir. 5. Endurskoðaðar verði reglur um lán til iðnaðarins með það fyrir augum að koma fastri skipan á þau mál. 6. Haldið verði áfram að stuðla að öflun atvinnutækja til þeirra byggðarlaga, sem við atvinnu- örðugleika ciga að stríða, til þess að fullnægja atvinnuþörf íbú- anna og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 7. Til þess að auðvelda framkvæmd . varnarmála verði sett á stofn sérstök dcild í utanríkisráðuneyt-^, inu, sem fari með þau mál. 8. Fjárhagsráð sé lagt niður, enda séu nauðsynlegar ráðstafanir gerð ar af því tilefni. Síðan mælti forsætisráðherra: Várðancli þingrofsréttinn hefir verið um það samið nú, eins og þegar ríkisstjórn Steingrlms Stein- þórssonar var mynduð, að forsætis- ráðherra geri ekki tillögu til for- seta um þingrof nema með sam- þykki beggja stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar eða ráðherra þeirra. Eins og málefnasamningurinn ber með sér, hefir ríkisstjórnin eigi (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.