Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 10

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 28. október 1953 % % % & % & 3^x^s^;?;k^ 6. dagur. jgr5*?.igiGk?i*?,k?,£ Ævintýri í Afríkn I 1 „Þið eruð nú meiri apakettirn- ir,“ sagði hún. „Hér er fullt af ljón- um allt umhverfis ykkur og þið hagið ykkur eins og ekkert væri úm að vera og fælið þau öll burt. Eg sé, að mér er ekki meira en svo óhætt í svona samfylgd.“ „En kæra Memsaab," sagði Harry með sínu blíðasta brosti, „það er alls ekki heppilegt að hafa mörg ljón í takinu í einu og þetta síðasta var ekkert lamb við að leika, og það flaug að mér um sinn að eg mundi þurfa að gera út af við það.“ „En því í ósköpunum gerðurðu það ekki?“ sagði eg, „það elti þig þangað til að heita mátti að það væri komið í kjöltu þína.“ Harry leit á mig með sýnilegri vanþóknun. „Virðulegi Bwana og ljónadrepur," sagði hann. „Má eg minna þig á, að ljónynjan var með hvolpa. Eða hvar þekkir þú menn, sem ganga um og skjóta konur og börn, nema brýnasta lífsnauðsyn krefji?“ „Hvenær er nauðsyn?" spurði eg. Eg var enn taugaóstyrkur og engan veginn búinn að jafna mig. „I þessu tilfelli ætlaði eg að lofa henni að koma feti nær — eftir það var nauðsyn," svaraði Harry. „Memsaab hefur alveg á réttu að standa,“ sagði eg. „Samfylgdin er heimskingjar og apakettir“ En það var samt ekkert ónýtt að vera kallaður Bwana og ljóna- drepur og það meira að segja af Katunga gamla, sem hafði þann starfa að húðfletta ljónin og geyma hausana til uppstoppunar og sannindamerkis. Eg man enn eldbjarmann á andliti svertingj- anna um kvöldið, er þeir röðuðu sér í kringum bálið og steiktu kjöt- ið með velþóknun, því að þetta var í reyndinni sérstaklega bragðgott simba — þetta síðasta ljón, sem eg mun nokkru sinni munda byssu að á ævinni. —o— Svo fór, að eg varð altekinn af þessum afríkanska hugsunarhætti: ef maður ber tilhlýðilega virðingu fyrir því, sem maður er að sækjast eftir og stundar veiðina drengi- lega, mundar aldrei byssu að nokkru dýri, nema á þess eigin heimaslóðum, ef maður fangar í huga sér mynd dagsins og um- hverfisins — litbrigði himinsins og angan blómanna — þá hefur mað- ur í rauninni ekki aðeins drepið veiðidýr heldur einnig gert það ódauðlegt vegna þess að maður þráði svo heitt að komast í nánd við það, að minningin getur ævin- lega endurvakið augnablikið, já allan daginn, í huga manns. Við töluðum oft um þessi hug- hrif yfir glóðunum á kvöldin þeg- ar degi var lokið. „Eg er víst ekki það sem kallað er að vera trúaður maður,“ sagði Harry, „en þó finnst mér að hér á þessum slóðum verði maður var við nálægð drottins. Sjáðu lit- skrúð fuglanna, hlustaðu á öll náttúruhljóðin og finndu kyrrðina og friðinn. Þó situr eitt fastar í huga mér en flest annað. Orð gamla filaveiðarans Karajmo Bell um hálfkulnaðar glæður að kvöldi dags, að verki loknu. í kringum þessar glæður fin'n ég þá Afríku, sem eg ann. „Þú ert ekkert nema tilfinningar og rómantík," sagði eg, „en eg get vel fyrirgefið þér, því að mér þyk- ir líka vænt um litla glóð og rökk- urmóðu.“ Og sannleikurinn er, að kvöldin voru dásamlegust. Myrkur var æv- inlega skollið yfir, er við komum heim til tjaldanna að veiðidegi loknum, þreyttir og banhungraðir. Þar var þá tilbúið heitt bað. Þá þvoði maður af sér rykið og strauk yfir eymslin eftir tse-tse-fluguna. Eftir kvöldverð, áður en gengið var til náða, sátum við kringum eldinn, tottuðum vindlingsstúf eða pípu og hlustuðum á hljómsveit næturinnar í skóginum og á gresj- unni. Oll voru hljóðfærin ágæt og meistaralega knúin, en þó kemst engin hljómsveit í hálfkvisti við leik hýenanna. Hýenan sjálf veit ekki, hversu margbrotið hljómborð er í hálsi hennar. Kvöld eitt, er við sátum og horfðum á bleikan mánann spegl- ast í mýrarsundi, sáum við allt í einu glitta í mörg augu örskammt frá. Og nú var leikið af lífs og sálarkröftum í eyrað á okkur. Ein stærðar hýena labbaði rólega nær fast að eldinum og settist þar, ekki einu sinni 15 fet frá okkur. Hún sýndi okkur tennurnar og horfði fast á okkur. „Djöfuls frekja er þetta,“ sagði Harry. „Snemma í morgun sat eitt af þessum kvikindum é tjaldskör- inni hjá mér, glápti á mig og sleikti á sér þófana. Maður veit aldrei nema að þær gangi feti lengra og sníði af manni hálft and- litið. Mér er illa við að skjóta hý- enur, en stundum kemst maður eklti hjá því. Þær verða svo frekar að lokum, að þær verða hættuleg- ar. Eg hef vitað til þess að þær hafa vaðið inn í svertingjakofa og gripið barn með sér. Þær eru í rauninni ógeðslegar skepnur og þó kennir maður hálft í hvoru í brjósti um þær.“ Við sátum lengi *i tunglsljósinu meðan Harry fræddi okkur um náttúru hýenunnar. Hýenan — fisi á swahili-máli — 1 er framúrskarandi álappaleg skepna. Maður gæti nærri trúað að hún hefði verið sköpuð öðrum dýrum til háðungar. Og hún er í svo litlu áliti, að aumasti og af- káralegasti villimaður gleymir sinni eigin eymd, er hann lítur hana. Fisi hefur hundstrýni, ljóns- eyru og úfinn bjarnarskrokk. Aft- urhluti skepnunnar er eins og vanskapaður og þegar hún hleyp- ur gengur hún til eins og draghölt dróg. Hýenan hefur ógnarlegasta skolt allra rándýra, en hún er svo sein á sér, að bráðin á auðvelt með að fara í kringum hana. Kjöt- ið, sem fisi þráir mest, fær hann því sjaldan. Hann er neyddur til þess að láta sér nægja leifar ann- arra dýra og til að leggjast á særð dýr og veik og á ungviði. Maður fær ósjálfrátt andstyggð á hýenunni þegar maður sér hana vera að lámast skammt frá hjörð og bíða þar eftir því að komast í færi við veikt dýr eða sært. En þó er það svo, að þetta óálitlega kvik- indi er svo ríkur þáttur í dýralífi landsins, að maður mundi sakna þess. ef það væri horfið. Og svo er þess að gæta að hýenan er heil- birgðisfulltrúi sléttunnar. En með- nefndarmenn eru hrægammurinn, marabú-storkurinn og mauramir. Maður finnur sjaldan rotnunarlykt á veiðilöndum Afríku. Og svo er það músíkin. Hýenan er alltaf á vakki í kringum tjaldbúðirnar í von um að hirða leifar. Og þá hefur maður beztu sæti í hljóm- sveitarsalnum, til að heyra þau ótrúlegu og ólýsanlegu hljóð af öllum tóntegundum, sem hún get- ur gefið frá sér. Og þótt hlátrar- sköllin, sem hún rekur upp minni á vitfirringahæli, eru hljóð hennar samt eðlilegur og ómissandi þátt- ur í hinni miklu hljómkviðu nátt- úrunnar, sem veiðimaðurinn drekk- ur í sig af hjartans lyst við glæður bálsins á kvöldin. , Framhald. AUGLYSING Átta tonna dekkbátur með 40 hestafla vél er til sölu nú þegar á tækifærisverði, 120 nýjar lóðir geta fylgt ef óskað er. Upplýsingar gefa: Eigandi báts- ins Benjamín Sigurðsson Skaga- strönd, og Andrés Guðjónsson í síma nr. 7 sama stað. Ódýr jeppi TIL SÖLU. Afgr vísar á. Herbergi cða 2ja herbergja íbúð í út- bænum, óskast til leigu frá n. k. mánaðarmótum. Afgr vísar á. Ungur smiður óskar eftir íbúð á Ytri-brekk- unni. Hclzt tvö herbergi og eldhús. — Góðri umgengni lieitið. Upplýsingar í síma 1816, milli kl. 7—8 á kvöldin. Kýr að öðrum kálfi, komin að burði, til sölu. Kristján Tryggvason, Austurhlíð. (Bæjarsími). Tek að liúllsauma Guðrún Stefánsdóttir, Helgamagrastræti 12. OSTUR Einhver ódýrasta fæða miðað við mæringargildi er mysu- og mjólkurostur. Hitaeiningarfjöldi í góðum osti í hlut- falli við ýmislegt álegg miðað við 1 kg. af hverri tegund, er sem hér segir: OSTUR 3000 hitaeiningar NAUTAKJÖT 1500 EGG 1350 SÍLD 740 TÓMATAR 230 Látið aldrei jafn holla, nærandi og Ijúffenga fæðu og íslenzka ostinn vanta á matborðið. \ Samband ísl. samvinnufélaga. Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 11. flokks hófst 24. þ. m. Verður að vera lokið 9. nóvember. Munið að endurnýja í tíma! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. TILKYNNING NR. 7 1953. Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki ! sem hér segir: Niðurgreitt: Óniðurgreitt: Heildsöluverð kr. 5.17 kr. 10.00 pr. kg. Smásöluverð kr. 6.00 kr. 11.00 pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 22. okt. 1953. V erðlagsskrif stof an. fóður Höfum íengið nýjar sendingar af ódýru og góðu veggfóðri. Ennfremur veggfóðurslím. Byggingavörudeild KEA. Þurrkað Rauðkál og Súpujurtir Kr. 4.50 pokinn. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.