Dagur - 02.02.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 02.02.1954, Blaðsíða 1
DAGUR kemur næst út á reglul. útkomudegi, miðvikudag- inn 10. íebr. ASKRIFTARSÍMI blaðsins er 116G. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. febrúar 1954 8. tbl. Málverk eftir Eisenhower Dwight D. Eiscnhower Bandaríkjaforseti fæst við málaralist í frí- stuxidum sínmn eins og Churehill forsætisráðherra. Eisenhower málaði þessa mynd af Abraham Lincoln á s!. ári. Ljósmynd af mál- vcrkinu var jólakort forsctans um síðastiiðin jól. Fékk hver starfs- maður Hvítahússins slíkt kort. Kosningin á Ákureyri: Veruleg fylgísaukning Framsókn- arflokksins frá s.l. sumri Albýðuflokkuriim taj^aði sæti í bæjarstjórn - mikil óeining innan Sjálfstæðisflokksins 4. mað- ur Ð-listans féll fyrir útstrikunum Úrslit bæjarstjórnarkosninganna hér urðu kunn aðfaranótt mánu- dagsins og urðu þau, að Alþýöuflokkurinn tapaði sæti til Þjóðvarn- arílokksins, cn að öðru Jeyti var fulltrúatala flokkanna óbreytt. — ckurinn mn veruiega á í snörgum kaupstöðum við sig fulltrúum á Siglufirði, Neskaupstað og Seyðis- firði - kommúnistar eru víðist á hröðu undanlialdi Á mánudagsmorguninn s. 1. voru úrslit kunn í bæjar- og sveitarstjórnarkosninguuum, sem fram fóru á sunnudagiun urn land allt. í kaupstöðunum 13 voru kjömir 117 aðalfull- trúar í bæjarstjórnir. Skipta flokkarnir þannig með sér full- trúum, að Alþýðuflokkurinn hlaut 24 fulltrúa, Framsóknar- flokkurinn 17, kommúnistar 19, Sjálfstæðisflokkurinn 46 og Þjóðvarnarflokkurinn 3. Auk þess voru kjörnir 5 menn af lista frjálslyndra kjósenda á Akranesi og 3 af sameiginlegum lista Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Húsavík. ísafirði, í fyrradag varð svo kunnugt, að 4. maður á lista Sjálístæðis- manna, Sverrir Ragnars, hafði faliið fyrir útstrikunum, sem voru mjög áberandi hjá Sjálf- stæðisflokknum. Var því kjörinn 5. maður listans, Jón Þorvalds- son, en flokkurinn fékk 4 fulltrúa og munaði þó mjög litlu, að hann tapaði einum fulltrúa en Alþýðu- flokkurinn héldi 2 sætum í bæj- arstjórn. Á kjörskrá voru hér 4531 og kusu 3700 manng, eða tæplega 82%. Atkvæði skiptust þannig: Al- þýðufiokkurin nhlaut 556 atkv. og 1 mann kjörinn (548 atkv. og 2 fulltr. 1950). Framsóknarflokk- urinn hlaut 952 atkv. og 3 menn kjörna (945 atkv. og 3 fuiltr. 1950). Sósíalistaflokkur 644 atkv. og 2 fulltrúa (728 atkv. og 2 full- tr. 1950). Sjálfstæðisflokkur 1131 atkv. og 4 menn kjörna (1084 atkv. og 4 fulltr. 1950). Þjóðvarnax'fiokkur 354 atkv. og 1 fulltr. Hin nýja bæjarstjórn. Hina nýju bæjarstjórn skipa þessir menn: Af A-lista Stein- dór Steindórsson, 1. varamaður Albert Sölvason, af B-lista Jakob Frímannsson, Þorsteinn M. Jóns- son og Guðmundur Guðlaugsson, 1. varamaður Haukur Snorrason, af C-lista Björn Jónsson og Tryggvi Helgason, 1. varamaður Guðrún Guðvarðardóttir, af D- lista Helgi Pálsson, Jón G. Sól- nes, Guðmundur Jörundsson og Jón Þorvaldsson, 1. varamaður verður sennilega Sveinn Tómas- son, en þó var það ekki fullvíst i (Framhald á 4. síðu). Framsóknarllo --------------------------® Kuldar um alla Evrópu Dönsku Sundin leggur London og Kaupmannahöfn 1. febrúar. Hinar mestu vetrarhörkur eru nú um mest alla Evrópu. 1 Suð- ur-Frakklandi og ftalíu var kaf- aldsbylur í dag. Samgöngur bæði á sjó og landi hafa komizt á ring- ulreið og hið hörmulegasta ástand er ríkjandi meðal fátæklinga í löndum Suður-Evrópu, sem búa í óupphituðum hreysum. Á norðvesturströnd Spánar snjóaði í fyrsta sinn í 9 ár í dag og yfirleitt má segja, að þetta sé einn hinn kaldasti og harðasti vetur er komið hefur í manna minnum á Pyrenaskaga og reyndar í Suður-Evrópu allri. 5 verða úti í Frakklandi. Vitað er um fimm menn, sem orðið hafa úti í Frakklandi. — Feiknamikil snjókoma var ná- lægt Marseilles og leiddi þetta m. a. til þess ,að allar samgöngur komust á ringulreið á þessum slóðum. Á ítalíu hefur frostið og snjókoman leitt til þess að ár hafa stíflast og síðan flætt yfir bakka sint og stafar af þessu stórmikil hætta. ísalög í dönsku sundunum. Sama veðurharkan er um norð- anverða Evrópu og á Norður- löndum. Ottast er, að siglingar um dönsku sundin kunni að teppast, en sums staðar verður nú að brjóta skipunum braut á þessum slóðum með ísbrjótum. í Hollandi eru allir skurðir og ár lagðir þykkum ís og samgöngur með fljótabátum hafa því lagzt niður. Fellt með mildum meiri- liluta að loka vínbúð* inni á Siglufirði I sambandi við bœjarstjórnar- kosningar á Siglufirði fór jram at- livccðagreiðsla um það hvort loka œtti áfengisútsölunni þar eða eliki. Urslil urðu þau að 815 greiddu at- kvaði gegn þvi að áfengisverzlun- inni vœri lokað en 376 voru þvi fylgjandi. Talsverður áróður var á báða bóga fyrir atkvæðagreiðsluna. Gáfu andbanningar út blað, sem þeir nefndu Þyt, og var ritstjóri þess Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri. TEMPI.ARAlt KLOENIR. Tenxplarar eru aliöflugir á Siglu- firði, en mjög háði þeim, að þeir voru klofnir í afstöðunni til lok- unar vínbúðarinnar. Töldu suniir þeirra lokun hafa gefið slæma raun annars staðar og vildu því ekki að lokað væri á Siglufirði. Þátttaka í kosningunum var víðast góð og í heild sinni meiri en í kosningunum 1950. Kjörsókn hér á Akureyri varð tæplega 82% og er það meiri kjörsókn en hér var 1950, þá kusu 80% liér af þeim, sem á kjörskrá voru. Meginlínurnar Meginlínurnar í kosningunum virðist vera sú, að Sjálfstæðisfl. heldur velli, hélt t. d. meirihluta sínum í Reykjavík. og Framsókiiarflokkurinn hef- ur unnið verulega á. Bætt við sig fulltrúum í Siglufirði, ísafirði, Neskaupstað og Seyð- isfirði, en tapaði fuiltrúa í Vestmanna- eyjum, en til þess munu liggja sérstakar ástæður. Kommúnist- ar hafa enn tapað víðast hvar, t. d. misstu þeir fulltrúa í Reykja- vík og töpuðu verulegu atkvæða- magni, á ísafirði voru þeir þurrk- aðir út úr bæjarstjórninni, í Nes- kaupstað töpuðu þeir fulltrúa og víðar hefur aðstaða þeirra veikst til muna. Alþýðuflokkurinn hef- ur einnig farið illa út úr kosn- ingunum, tapað atkvæðum og fulltrúum, m. a. hér á Akureyri, í Hafnarfirði og víðar. Þjóðvarn- arflokkurinn kom að einum manni í Reykjavik, einum hér á Akureyri og einum í Vestmanna- eyjum. Úrslit í einstökum kaup- stöðum urðu sem hér segir (Ak- ureyri talin annars staðar í blað- inu): Reykjavík. í Reykjavík hélt Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta sínum. Framsóknarflokkurinn á þar einn fulltrúa sem fyrr, Þórð Björns- son. — Úrslit urðu þessi: Alþýðufl. (A) 4274 atkv. (1) Framsóknarfl. (B) 2321 (1) Sósíalistafl. (C) 6107 atkv. (3) Sjálfst.fl. (D) 15642 atkv. (8) Þjóðvarnarfl. (F) 3260 atkv. (1) Úrslit 1950: Framsóknarfl. 2374 atkv. (1) Alþýðufl. 4047 atkv. (2) Sósíalistafl. 7501 atkv. (4) Sjálfst.fl. 14367 atkv. ((8) Eins og sést á þessum úrslitum hafa kommúnistar tapað mjög fylgi eða um 1400 atkv. og hlut- falli sínu af aukningunni. Þjóð- varnarflokkurinn fær nú einn manri frá kommúnistum. Akranes. Á Akranesi voru Alþýðu- flokksmenn, Framsóknarmenn og sósíalistar saman með lista. Hlaut hann 760 atkvæði og 5 menn kjörna. Listi Sjálfstæðisflokks- ins hlaut 612 atkvæði og 4 menn kjörna. Á kjörskrá voru 1601 og 1395 kusu. Úrslitin 1950: Alþýðufl. (A) 405 atkv. (3) Framsóknarfl. (B) 172 atkv, (1) Sósíalistafl. (C) 181 atkv. (1) Sjálfstæðisfl. (D) 460 atkv. (4) ísafjörður. Á ísafirði stórjók Framsókn- arflokkurinn fylgi það, sem hann hefur fengið í síðustu kosningum og fékk nú fulltrúa kjörinn þar í bæjarstjórn í fyrsta sinn, Gutt- orm Sigurbjörnsson. Er þetta hinn mikilvægasti sigur, og hefur Framsóknarflokkurinn þar úr- slitaaðstöðu í bæjarstjórn. Full- trúann varin Framsóknarflokk- urinn af kommúnistum. — Úrslit urðu þessi: Alþýðufl. 520 atkv. (4) Framsóknarfl. (B) 155 atkv. (1) Sósíalistafl. (C) 108 atkv. (0) Sjálfst.fl. (D) 642 atkv. (4) Úrslitin 1950: Alþýðufl. (A) 695 atkv. (4) Sósíalistafl. (B) 147 atkv. (1) Sjáifst.fl. (D) 585 atkv. (4) Sauðárkrókur. Á Sauðárkróki jók Framsókn- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.