Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 11

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 11
D AGUB 11 Miðvikudaginn 19. maí 1954 - Áburðarplógurinn (Framhald af 1. síðu). Plógur og kerra. Tæki það, sem hér um ræðir, er í tveimur aðalhlutum: Er fyrst plógur með tvöföldum skera og moldverpi, og sker samtímis tvo strengi, samtals um 56 cm á brpidd,og lyftir þeim til beggja hliða svo að op verður í milli þeirra, án þess að velta þeim. Plóginn má stilla í mismunandi dýpi og lyfta honum frá dráttar- vélinni. í öðru lagi er svo áburð- arvagninn á tveimur hjólum. Er lengd hans 2 m, og breidd 1.2 m. Er kjölur í miðjum kassanum og þar liggur snigill, sem flytur á- burðinn fram í túðu fremst á kassanum, og fellur hann þar niður í rauf þá, er verður í milli plógstrengjanna þegar moldverp- in lyfta þeim. Snigillinn er drif- inn með drifskafti frá dráttarvél- inni, sem dregur kerru og plóg. Nokkrar lagfæringar taldar nauðsynlegar. í álitsgerð, sem þeir Ólafur Jónsson og Árni Jónsson hafa sent stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar, leggja þeir til, að gerðar verði nokkrar minniháttar lagfæringar á tækinu til þess að gera það „fullkomlega viðun- andi“, en að því fengnu telja þeir réttmætt að Búnaðarsamband Eyjafjarðar kaupi tækið samkv. ályktun síðasta aðalfundar þess. Afköst verkfærisins telja þeir 50—90 tonn af mykju í einn ha. lands á 8—10 tímum. Eftir því sem blaðið hefur frétt, mun sendimönnum Búnaðarfélags fs- lands og Verkfæranefndar, einnig hafa iitist vel á tæki þetta. Tilraunir í gróðrarsíöðinni. Tilraunum með verkfæri þetta mun nú verða haldið áfram hér í gróðrarstöðinni undir umsjá Árna Jónssonar tilraunastjóra. En reynsla sú, sem þegar er fengin, þykir benda til þess að Magnús Árnason hafi þarna unn- ið gott verk og merkilegt, og áhald hans muni reynast íslenzk- um landbúnaði notadrjúgt og hagkvæmt er fram líða stundir. ERLEND TIÐINDI (Framhald af 6. síðu). komulagi um skiptingu landsins og og frið, cn övíst hvort jafnvel slíkir samningar eru nú mögulegir. Slitni upp úr Genfarfundinum án ákvarð- ana í Indó-Kína-málinu, er liættan á stórstyrjöld í Indó-Kína meiri en fyrr. Þá verður um að velja algera uppgjöf þar eystra fyrr eða seinna, eða hernaðarleg átök, sem verði stærri í sniðum en verið hefur, og með þátttöku fleiri þjóða. Indó- Ivína er jiví sannkölluð púðurtunna í alþjóðamálunum í dag. - Cuðm. Guðlaugsson (Framhald af 5. síðu). þau hjón fallegt heimili að Munkaþverárstræti 25. Á afmæl- degi húsbóndans í gær, dvöldu þau hjónin erlendis, en munu væntanleg heim í næsta mánuði. Vinir þeirra hér senda þeim hlýj- ar kveðjur og árna Guðmundi allra heilla á þessum tímamótum í ævi hans. H. Sn. - Barnaskólinn (Framhald af 12. siðu). bet Eiríksdóttir kennslukona, sem verið hefur í skólanefnd og fræðsluráði í 27 ár og Brynleif- ur Tobiasson, sem verið hefur í skólanefnd og fræðsluráði í fjölda ára. Og formennsku í fræðsluráði höfðu þau bæði um skeið. Skóla- stjóri þakkaði báðum þessum nefndarmönnum fyrir frábærlega góða samvinnu og góðvild í garð skólans alla tíð og bauð hina nýju fræðsluráðsmenn velkomna til samstarfs. Að iokum þakkaði hann alveg sérstaklega einum kennara langt og gott starf, en það er frú Elísabet Friðriksdóítir, sem verið hefur fastur stunda- kennari í handavinnu samtals í 25 ár við skólann. Er hún nú að láta af starfi og flytja úr bænum. Snorra Sigfússyni þakkað. Þá þakkaði skólastjóri Snorra Sigfússyni, námsstjóra fyrir öll hans afskipti af skólanum um nálega aldarfjórðung, fyrst sem skólastjóri, en síðar sem náms- stjóri. Gat hann þess að bærinn hefði heiðrað hann síðastliðinn vetur með því að gera af honur.i brjóstlíkan, sem varðveitt er í skólanum. Þar sem Snorri er nú að láta af störfum, þakkaði skóla- stjóri honum alveg sérstaklega langt og merkilegt starf. Kveðjuorð skólastjóra. Að lokum afhenti skólastjóri barnaprófsskírteini, og kvaddi börnin með stuttri ræðu, og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Skólinn verður fótækari, þeg- ar þið hverfið héðan, en þjóð- félagið ríkara. Þannig á það að vera. Það á að vera hið mikla og göfuga hlutverk skólans að stuðla að því, að þjóðfélagið eignist sem flesta góða og nýta þegna.“ HERBERGI til leigu um næstu mán- aðarmót á góðum stað í bænum. Simi 1546 H e r b e r g i til leigu í miðbænum. Afgr. vísar á. HÚSMÆÐUR athugið! Svörum ekki í síma á laugardögum meðan op- ið er til kl. 12 á hádegi. E£ þér óskið af fá sent heim þá daga gjörið svo vel og pantið eigi síðar en kvöldið áður í síma 1473. KJÖT & FISKUR Garðslöngur Járn- og glervörudeild. Járn- og glervörudeild. Þveglar Þvegla svampar Bónkústar Járn og glcrvörudeild Gúmmívettlingar. Jafnan fyrirliggjandi. Jarð!íkön Járn- og glervörudeild. Húsgagnavinnustofa HARALDAR Oddeyrargötu 19 — Sími 1793. Járn- og glervörudeild. I. O. O. F. - 13652181/2 — O. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Almenni bænadagurinn. P. S. Messað í Lögmannshlíð n.k. sunnudag kl. 2 e. h. (Almennur bænadagur). F. J. R. Kaþólska kapellan (Eyrarlands- vegi 26). Á sunnudaginn er lág- messa kl. 10.30 árdegis, en þá er 5. sunnudagur eftir páska. Öllum heimill aðgangur við messur. Möðruvallaklaustursprestakall: Sunnud. 23. maí, messað á Möðru -völlum kl. 2 og að Bægisá kl. 4 e. h. (Almennur bænadagur). Á uppstigningardag kl. 2 e. h„ fermingarmessa á Bakka, sunnu- daginn 31. maí kl. 2 e. h., messað í Glæsibæ. Á hvítasunnudag kl. 2 e. h. fermingarmessa á Möðru- völlum. Á annan í hvítasunnu kl. 2 e. h. fermingarmessa að Bægisá. Fróðlegt væri að vita, hvort það er í samræmi við heilbrigð- isreglugerð bæjarins að kjöt til manneldis sé selt upp úr opn- um ílátum undir berum himni, í rykinu við eina aðalumferða- götu bæjarins. En þessa sjón getur daglega að líta hér við Kaupvangsstræti. Minningargjöf: Nýlega bárust kirkjunni að Möðruvöllum í Hörgárdal kr. 1000.00 til minn- ingar um Þórhall heitinn Ás- grímsson á Þrastarhóli frá konu hans, Sólveigu Sigurjónsdóttur. Beztu þakkir. Sóknarprestur. Níræð varð s.l. föstudag Ingi- björg Helgadóttir, Kristnesi. Fimmtugur varð s.l. mánudag Jóhannes Jóhannesson, Holtagötu 2 hér í bæ. Hjúskapur. 4. maí voru gefin saman í hjóna band í Reykjavík ungfrú Ingi- björg Kristín Jónsdóttir síma- mær, Akureyri, og Kjartan Steingrímsson útgerðarmaður, Keflavík. 65 ára varð í gær Jón Sigurðs- son, fyrrv. verkstjóri, Norðurgötu 38. Sundlaugin á Laugalandi var opnuð um síðastliðna helgi, og standa þar nú yfir námskeið skólabarna. Fyrst um sinn verð- ur laugin opin fyrir almenning á kvöldin kl. 8—11 og verður þar skráðir þátttakendur í sam- norrænu sundkeppninni. Áheit á Grenjaðarstaðarkirkju. Frá G. J. 100 kr„ frá ónefndum 20 kr. — Beztu þakkir. Ásmund- ur Kristjánsson. Vorþing umdæmisstúku Norð- urlands verður sett og haldið dagana 22.—23. þ. m. Þingið verð -ur sett í Skjaldborg á Ak. laug- ardaginn 22. kl. 8.30 e. h. Golffélagar. Upphaf Gunnars- keppni er í dag klukkan 8 e. h. Kylfingar séu mættir 15 mínútum fyrir kl. 8. Stangaveiðimenn! Þeir félags- menn Stangaveiðifél. Strauma, sem pöntuðu veiðidaga í Laxá og enn eiga eftir að innleysa veiði- kort sín, eru áminntir um að gera það nú þegar. Þau kort, sem ekki verða sótt fyrir næstu helgi, verða seld öðrum. — Þá vill fé- lagið minna á, að silungsveiði- tíminn er byrjaður og veiðikort í Eyjafjarðará eru nú til sölu á sama stað og áður. Þeim, sem vilja tryggja sér veiðileyfi í Eyjafjarðará í sumar, er ráðlagt að taka kort hið fyrsta. Frá Amtbókasafninu. Fiá og með 21. maí verður safnið lokað um tíma, vegna talningar og breytingar. Áheit til Strandakirkju. Frá ó- nefndri konu kr. 50, frá BS 10, frá SM 100, frá MJ 100, frá KM 25, frá FÞ 50, frá AJ 100, frá KK 50, frá ónefndum 150, frá STA, Dalvík, 45, frá ónefndum, Dalvík, 35, frá NN, Dalvík, 25, frá GBH, Dalvík 25, frá SS, Dalvík, 50, frá AJ 25, frá HG 50, frá ST, Siglu- firði, 100, frá NN 100, frá ónefnd- um 100 frá NN 50, frá Láru 5, frá Ásu 5, frá Árskógarstrending 50, frá HSt 50, frá SS 100, frá NN 30, frá Marzelínu Hansd. (Bjargar- sjóður) 45. Sauðfjáreigendur! Vakin skal athygli Ejáreigenda á auglýsingn Sauðfjár- sjúkdómanefndar, um litarmerkingu á sauðfé, vorið 1954, sem birt er í aprílhefti Freys, er segir meðal annars svo: Sauðfé og geitfé skal merkja áður en því er sleppt frá húsi í vor. Merkja skal greinilega, þannig að mála horn- in, bæði að aftan og framan, en forðast þó að rnála yfir brennimqrk. Kollótt fé skal merkja á hnakka, hægri eða vinstri kjamma, eftir því sem við á. Skal þess gætt að endurmerkja fé við rúning eftir því sem þörf krefur. í Akrahreppi skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. í Viðvíkursveit, Hólahreppi, Holtshreppi og Hofsósshreppi skal merkja féð með rauðurn lit á bæði liorn. Á svæðinu milli Eyjafjarðargirðingar við Lónsbrú og Hörgár, inn að Bægisá, skal merkja féð með hvítum lit á bæðí liorn. í Saurbæjarhreppi og aðliggj- andi bæjum sunnan Eyjafjarðargirðinga, skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. Annað fé á svæðinu milli Eyjafjarðargirðinga og Hér- aðsvatna skal vera ómerkt. Á svæðinu milli Eyjafjarðargirðinga og Skjálfanda- fljóts skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. Hreppstjórum er skylt að sjá um að fyrirmælum þess- um verði framfylgt. Undanbrögð eða brot gegn þeim varða sektum samkvæmt lögum nr. 44, 9. maí 1947. Akureyri, 18. maí 1954. Vald. Pálsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.