Dagur


Dagur - 08.06.1955, Qupperneq 1

Dagur - 08.06.1955, Qupperneq 1
I Fylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út á mið- vikudaginn 15. júní. XXXVDI. árg. Akureyri^ miðvikudaginn 8. júní 1955 32. tbL Kotárbrú grafin undir urð Endurgreiðsla KEA til télagsmanna sinna Grjótkast og straumþungi ógnar veg- íarendum - Kranabíll hjálpar Þverárnar, Kotá og Valagilsá í í Norðurárdal í Skagafirði, hafa látið allmikið til sín taka að und- anförnu. í hitunum fyrir hvíta- sunnuna hljóp ofsavöxtur í Kotá. Bar hún með sér ógrynni af aur óg grjóti og fyllti á stuttum tíma, árfarveginn við Kotárbrú. En ekki lét hún þar við sitja því hún færði brúna í kaf. Var brúin með öllu horfin á hvítasunnudag, 29. fyrra mánaðar. Rétt ofan við brúna var Prinshvammur, fallegur hvammur og góður áningarstaður. Var þar tjöldum upp slegið og tekið á móti Friðrik prins, nú Danakonungi, eitt sinn, er hann var hér á ferð. Nú er Prinshvamm- ur horfinn eins og brúin, en Kotá hleður lagi á lag ofan, fjallagrjóti yfir mannvirki og sögustað. Brúin týnd — umhverfið breytt. Jarðýtur voru þegar sendar á vettvang, til að draga bíla yfir torfæruna. Umferð var mjög mikil daginn fyrir hátíðina og líka á annan í hvítasunnu. Mátti þá heita að ýtumar væru alltaf á ferðinni, fram og til baka, með bíla í togi eða að jafna farveginn, sem breytti sér í sífellu. Á fimmtudaginn var, lá þriggja Söngur „Vísis“ Karlakórinn Vísh' frá Siglu- firði, söng í Nýja Bíó á Akureyri á hvítasunnudag. Söngstjóri var Haukur Guðlaugsson og ein- söngvarar þeir Daníel Þórhalls son og Sigurjón Sæmundsson. Húsfyllir var og söngnum for- kunnarvel tekið. Varð kórinn að syngja mörg aukalög og söng' stjóranum bárust blóm. — Vísir hélt af stað vestur og suður, strax að söngnum loknum og söng á Sauðárkróki, Akranesi og síðan í Reykjavík við ágætar viðtökur alls staðar. Náms- og skemmtiferð skólabarna á Akureyri í s.l. viku fóru skólabörnin á Akureyri sína árlegu skemmtiferð. Var farið austur í Mývatnssveit og tók ferðin þrjá daga. Var legið þar við í tjöldum og skoðað allt það merkasta, sem þar var að sjá. Meðal annars var gengið á Hvei fjall og í Dimmuborgir. En Mý- vatnssveit hefur eins og kunnugt er meiri fjölbreytni upp á að bjóða í gróðri og jarðmyndun en flestir aðrir staðir. I ferð þessari tóku þátt 85 börn og fóru 5 kennarar með þeim. metra þykkt lag af framburði ár- innar ofan á brúnni. „Hérna er brúin,“ sagði Rögnvaldur vega- verkstjóri og benti niður í urðina. Ótrúlegt en satt. Stór landsspilda fyrir neðan er orðin óþekkjanleg. Þar hafa myndast stórar urðir. Grjótið hefur orðið þar eftir en Norðurá, sem beljar fyrir neðan, hefur fengið mold og leir sem litur hennar ber vitni um. Eftirstöðvar skriðufallanna? Ekki er vitað að rannsókn hafi verið gerð í fjallinu upp með ánni, nú í sumar, sem skýrt gæti að fullu hamfarir Kotár. En margir telja þetta eftirstöðvarnar af skriðuhlaupunum í fyrra. Laus jarðvegur, sem ekki náði að renna fram þá, skriði nú fram, jafnóðum og klakinn þiðnar. Þriðja maí fór að færast líf í Valagilsá, sem ekki hafði látið neitt að sér kveða fyrr. Er þar skemmst af að segja að hún braut sér leið gegnum veginn framan við brúna og rann þar. Var þá kominn annar farartálmi. Ýtur vegagerðar- innar reyndu fyrst að verja veginn en síðan var horfið að því ráði að verja brúna, sem var í mikilli hættu og útlit fyrir að gæti farið sömu leiðina og Kotárbrú. Þessi brú, sem byggð var í fyrra af mikilli bjartsýni, rétt neðan við gömlu brúna er þá tók af, hefði ef til vill verið betur komin nokkru ofar. Þar er gott brúarstæði og aðstaða virðist sæmileg. Eftir að vegagerðin fór með ýtur sínar af verðinum, en það var á fimmtudaginn, hafa stórir bílar klöngrazt yfir árnar. Áætlunar- ferðir féllu þó niður þar til á mánudag að þær hófust að nýju, með því að Norðurleið h.f. fékk kranabíl af Akureyri til að vera til taks og hjálpa ef með þyrfti. Bráðabirgðabrú. Gert er ráð fyrir að setja bráða- birgðabrú á Kotá og lagfæra veg- inn við Valagilsá, þegar er fært þykir. Kólnaði nokkuð í veðri um helgina og hafa ámar minnkað til muna. Þó er Kotáin enn vatns- mikil þegar líður á daginn og grjótkast og annar framburður undramikill. Kranabíllinn frá Ak- ureyri dregur bíla Norðurleiðar h.f. En síðast þegar fréttist var Vala- gilsá aftur komin á farveg sinn og því ekki farartálmi í bráð. Nauðsynlegt er að taka vega- málin í Norðurárdal til alvarlegrar endurskoðunar, því svo virðist, að þessi hluti leiðarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar, geti hvenær sem er valdið umferðatöf- um, eins og nú. af viðskiplum siðast liðins árs nemur 1 millj. 250 þús. kr. Aðalfundur félagsins vottaði Jakob Frímannssyni fyllsta traust og þakk- aði honum mikil og heillarík störf Harðbakúr í leit að fiskimiðum Akureyrartogarinn Harðbakur, sem verið hefur í leit að nýjum fiskimiðum, norður og austurund- an, um vikutíma, kom í höfn um helgina. Skipstjóri Sæmundur Auðuns- son vildi ekkert segja, að svo stöddu um árangur þessarar leitar, en henni mun haldið áfram 2-3 vikur enn. Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur er með í förinni við rannsóknarstörf. Það er ríkisstjóm in, sem leigði Harðbak til þessarar leitar að nýjum miðum, samkvæmt samþykkt síðasta Alþingis. Fiskileit þessi er í samræmi við þingsályktunartillögu, er þingmenn Framsóknarflokksins á Norður- og Austurland fluttu á síðasta þingi og sameinað Alþingi samþykkti skömmu fyrir þinglok. Frá aðalfundi Áburðar- verksmiðjunnar h.f. Á þriðjudaginn 24. maí s.l. var aðalfundur Áburðarverk- smiðjunnar h.f. lialdinn í Gufu- nesi. Þar sagði Vilhjálmur Þór m. a. í yfirlitsræðu um störf og stefnu verksmiðjunnar að fram leiddar hefðu verið til þess dags um 19000 smálestir af Kjama. Gjaldeyrisspamaður- inn vegna þessarar framleiðslu næmi 26 milljónum króna. Kristallakornin í áburðinum hefðu verið of smá og valdið óþægindum í notkun. Úr þessu væri nú bætt og áburðurinn geymdist ágætlega. Samþykkt var á fundinum að leita fjár- festingarleyfis og lánsfjár fyrir fosfór og kaliverksmiðju. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hófst hér í bænum í gær og sitja fundinn 164 fulltrúar frá 21 félagsdeild. Formaður félagsins Þórarinn Kr. Eldjám á Tjöm setti fundinn. Minntist hann í upp- hafi látins félagsmanns, er lengi átti sæti á aðaífundum, Sigurgeirs Jónssonar organleikari. Vottaði fundurinn hinum látna virðingu og þökk. Fundarstjóri var kjörinn Ámi Jóhannesson hreppstjóri á Þverá. Hólmgeir Þorsteinsson frá Hiafna gili, sem verið hefur fundarstjóri á 22 aðalfundum, hafði óskað að draga sig til baka. Vottaði form. félagsins honum þakkir fyrir störf hans á aðalfundum á þessu langa tímabili. Var síðan gengið til dagskrár. Var fyrst skýrsla stjórnarinnar um helztu framkvæmdir félags- ins, og síðan flutti Jakob Fri- mannsson framkvæmdastjóri ýt- arlega skýrslu um rekstur og hag félagsins, og birti reikninga þess og fyrirtækja þess. Er drepið á nokkur aðalatriði í ræðu hans hér á eftir. Framkvæmdastjóra vottað traust. í tilefni af árásargrein á Jakob Frímannsson framkvæmdastjóra sem birtist í bæjarblaði í gær, fluttu fulltrúar úr mörgum deild- um svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga þakkar Jakob Frí- mannssyni fyrir mikil og heilla rík störf í þágu félagsins og þar með alls almennings á Akur- eyri og í nágranhasveitum henn ar. Er fundinum ljóst, að það er á fárra manna færi að afreka það er Jakob hefur auðnast að leysa af hendi með sinni al- kunnu framúrskarandi sam- vizkusemi, hagsýni og dugnaði. Harmar fundurinn, að hann skuli nú í dagblaði hér í bæ hafa verið borinn óvæntum og ótrúlegum ásökunum, og vænt- ir þess, að félagið megi njóta sem lengst starfskrafta hans.“ Flutningsmenn þessarar tillögu voru: Þorsteinn M. Jónsson. Sig- urður O. Bjömsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurður Stefánsson, Baldur H. Kristjánsson, Ánnann Þprsteinsson, Friðgeir H. Berg, Einar G. Jónasson Kristján E. Kristjánsson, Árni Jónsson, Stef- án Ámason, Hjörtur E. Þórarins- son, Benedikt H. Júlíusson, Sig- urjón Valdimarsson og Halldór Guðlaugsson. Eins og fyrr segir var tillagan samþykkt í einu hljóði á aðalfund inum. í umræðu um tillöguna og árás ina á framkvæmdastjóra minnti Hólmgeir Þorsteinsson, endur- (Framhald á 2. síðu). Ráðhústorg tekur stakkaskiptum - Blómskraut ir völlinn Bílar og benzíntankar horfnir skrýði Bæjarstjórnin samþykkti fvrir ári síðan að fjarlægðir yrðu benzín tankar og bílastæði af Ráðhús- torgi. Hefur þó allt setið við sama, þar til nú fyrir rúmlega 2 vikum. Þá tók bærinn rögg á sig og fól lögregkistjóra að sjá um að sam- þykktum þessum væri framfylgt. Hurfu nú benzíntankar og bílar af torginu og hefur undanfarið verið unnið að skreytingum þar, eins og til var ætlazt. BSO hafði ekki aflað sér að- stöðu annars staðar í bænum fyrir afgreiðslu sína og var því á flæði- skeri stödd með 30 bíla. Bærinn veitti þá stöðinni til bráðabirgða 18 metra sneið af Bíótorgi. BSA afgreiðslan, sem er timbur- skúr, var dreginn burtu og sett nið- ur litlu norðar. Er þess að vænta að torgið verði eftirleiðis til yndis auka í bænum, enda virðist því ekkert til fyrirstöðu lengur. Yfirlýsing frá stjórn; *KEA Blaðinu hefur borist eftirfar andi yfirlýsing frá stjórn KEA. „Út af persónulegri árás í Alþýðumanninum í gær frá Eyrrverandi endurskoðanda KEA, Ármanni Sigurðssyni, á Jakob Frímannsson kaupfél- agsstjóra, lýsir stjórn félags- ins því yfir, að hún telur þess- ar ásakanir með öllu órétt- mætar, enda reikningar félags ins um margra ára skeið und- irritaðir fyrirvaralaust af end- urskoðendum — þar á meðal greinarhöfundi — og stjórn- inni aldrei borizt neinar at- hugasemdir frá þeim. Var hinu sama skýlaust lýst yfir á aðal- fundi félagsins í gær af Hólm- geiri Þorsteinssyni, endurskoð ;> anda. Akureyri, 8. júní 1955 Þórarinn Kr. Eldjám, Eiður Guðmundsson, Bernh. Stef- ánsson, Brynjólfur Sveinsson, Björn Jóhannsson. ?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.