Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 21. ágúst 1957 Gengur sjáandi um Stutt viðtal við Helga á Gvendarstöðum Jón Dúason: Um áratugi, að minnsta kosti Fyrir helgina var hér á ferð- inni þingeyskur bóndi, Helgi Jónass. á Gvendarstöðum í Kinn og náði blaðið tali af honum sem snöggvast til að leyta frétta úr sveit hans. En hann kvaðst lítið vita hvað gerðist austur þar því þar hefði hann ekki komið síð- ustu vikurnar, heldur verið á ferðalagi vestur á Vestfjörðum við rannsóknir á grösum og gróðri. Venti ég þá mínu kvæði í kross. En það eitt er út af fyrir sig frásangarvert að búandi mað- ur skuli taka sér ferð á hendur í þágu vísindanna á þessum árs- tíma. Viltu scgja blaðinu eitthvað af þessum „vesturferðum“ þínum? Helgi segir að þetta sé þriðja sumarið í röð, sem hann haldi á Vestfirði um sláttinn til að rann- gaka gróðurfarið þar, en fjórða- ferð sín þó, því fyrstu ferðina hafi hann farið nokkru áður. „Og nú er ég búinn að fara um alla Vestfirði að heita má“, segir hann „en þó vildi ég óska að ég gæti farið einu sinni enn.“ Hver er svo árangur þessara rannsókn af er ða? Nokkrir nýir fundarstaðir plantna og nokkur fróðleikur kannski um eitt og annað viðvíkj andi grasafræði. Ef ég fæ ein- hversstaðar inni í blaði eða tíma- riti, mun ég birta það sem mér finnst máli skipta um þessar at- huganir mínar, einhverntíma seinna, ef éinhverjum mætti að gagni koma. En hversvegna til Vestfjarða fremur en á aðra staði? Það er svo skemmtilegt að vera á Vestfjörðum, svarar Helgi hik- laust og svo held ég að ég verði langlífari ef ég er þar sí og æ. þar verður fólk gamalt og ber aldurinn svo vel að furðulegt má kalla. Ég var til dæmis með nokkrum rosknum mönnum þar eitt sinn og taldi víst að ég væri aldursforsetinn í hópnum. En mér brá þegar það upplýstist að ég var þeirra lang yngstur. Enda iitu þeir á mig sem ungling þegar þeir fréttu að ég var ekki nema um sjötugt. Hvemig lízt þér á þig á Vest- fjörðum? Vestfirðir eru kannski besta plássið á landinu, se^'r ferða- langurinn. Mér leist víða svo á að eins vel væri til landbúnaðar fallið og annarsstaðar þar sem bezt gerist. Enda sýnist mér efna hagurinn yfirleitt góður, það er séð verður í fljótu bragði og er illt til þess að vita að fólk skuli flýja sumar þsssar ágætu sveitir. Er ekki críitt að ferðast á þessum slóðum? Síður en svo. Vegirnir lengjast ár frá ári og þeim er vel við hald- ið og ólíkt betur en hér gerist. Þar var verið að hefla vegi sem mér fundust nokkuð sléttir fyrir. Eh þéir iíða ekki eftir holunum og þvottabrettunum þar. Þar eru líka víðar en á einum stað, vei mei-ktir tvöfaldir vegir með ein- steínuakstri, þar sem umferð getur annars verið hættuleg. Rúddir yegir eru líka ágætir margir hverjir. Og svo er fyrir- greiðslan framúrskarandi og gest risnin að enginn þarf að kvarta yfir ferðalagi á Vestfjörðum. Eru margir grasafræðingar meðal almennings þar vestur írá? Eins og gengur og gerist. Ég hitti þó nokkuð marga, sem gam- an höfð'u af að spjalla um grasa- fræði og vita deili á plöntum og þekktu töluvert. Ég get til dæmis sagt þer frá einum gömlum manni sem vissi af sjaldgæfu af- þrigþi í' grendinni. En nú vildi svo til að verið var að leggja nýjan ..veg þar rétt hjá. En gamli maðurinn stóð vörð hjá plönt- unpi á meðan jarðýtan hlóð upp- veginm -svo henni yrði ekki tor- tímt. Þetta fannst mér virðingar- vert og til fyrirmyndar, í stað- þess að keppast við að „brjóta og tíná.“ Eru faUegar konur á Vcstfjörðum? Já, mjög margar. En kvenna- farssögur segi ég þér engar. Hitturðu galdramenn? Um galdramenn vil ég sem minnst tala. Því ég hef verið ögn að reyna að læra af þeim. Og kannski betra að vera ekki að áreita mig, bætir Helgi við og auðséð er að grunnt er á glettn- inni. Hvenær verðurðu sjötugur, Helgi? Eins og bæjarbúum er kunn- ugt, hefur ein fjölskylda hér á Akureyri orðið fyrir miklu áfalli og tilfinnanlegu tjóni, er húsið Staðarhóll brann aðfaranótt sl. mánudags. Þeir, sem vit hafa á, láta svo ummælt, að húáið sé svo skemmt eftir eldsvoðann, að trauðla verði það byggt upp eða lagað að nýju. Innanstokksmunir allir eyðilögðust, og fatnaður stóitskemmdist eða brann. Á einni nóttu missti því barnmörg fjöl- skylda heimili sitt og athvarf og allar.eigur. Akureyringar hafa jafnan brugðist vel við, ef rétta þarf bágstöddum hjálparhönd, og með þessum fáu línum vildi eg mega benda bæjarbúum á, að hér ér brýn þörf fyrir framrétta bróður- hönd. Bláðið „Dagur“ hefur verið svo vinsamlegt að lofa að taka á móti gjöfum og fjárframlögum í þessu skyni. Treysti eg því, að menn muni sem fyrr boðorð bróðurelskunnar og leggi hér hönd að til hjálpar og stuðnings. Hvert framlag, smátt eða stórt, mun blessað verða. græna jörð IIELGI JÓNASSON, Gvendarstöðum. Eftir nokkrar vikur. Þér var svo sem óhætt að segja mér daginn því ég ætla ekki að heimsækja þig. Ég hafði heldur ekki hugsað mér að bjóða þér. ----o---- Ég held nú ekki lengra á þess- ari braut en þakka Helga kær- lega fyrir samtalið og get gefið góðar vonir um að birta síðar frásagnir eftir hann af Vestfjörð- um. Helgi á Gvendarstöðum er um margt sérkennilegur. Hann er viðurkenndur grasafræðingur og sjálfmenntaður að mestu í þeirri grein, glöggur mjög og hefur offrað miklum tíma frá bústörf- um í rannsóknir á gróðurfari landsins. Hann er einn þeirra manna, sem á sinn töfraheim meðal blóma og nýtur hans í daglegum störfum með því að ganga sjáandi um gróna jörð. Guð styrki þá, sem erfitt eiga, og launi þeim, sem standa stöð- ugir í kærleikanum. 'Kristján Róbertsson. SUNDMÓT K.A. Sunnudaginn 18. ágúst var haldið • innanfélagssundmót KA. Helztu úrslit urðu: KONUR: 50 m. bringusund: Ásta Páls- dóttir 47,5 stk. — Rósa Pálsdótt- ir 47,6 sek. — Súsanna Möller 49,5 sek. 100 m. bringusund: Ásta Páls- dóttir 1.46,4. — Rósa Pálsdóttir 1.49,8. — Súsanna Möller 1.51,8. 200 m. bringusund: Ásta Páls- dóttir 3.40,3. 50 m. skriðsund: Rósa Páls- dóttir 37,6. — Þórveig Káradóttir 40,0. — Guðný Bergsdóttir 44,8. 100 m. skriðsund: Rósa Páls- dóttir 1.33,9. 50 ni. baksund: Rósa Pálsdóttir 49,7. — Súsanna Möller 59,6. (Framhald á 7. síðu.) um 2 áratugi, hafa samtök ís- lenzkra sjómanna og útgerðar- manna sent Alþingi og lands- stjórninni látlausar kröfur um að láta þá ná íslenzkum þegnrétti sínum á Grænlandi, og auk þess bent á hina einustu færu leið í þeim efnum, að samþykkja Grænlandstillögu þá, sem Pétur Ottesen hefur margflutt á Al- þingi og fylgja því máli, þ. e. fullkominni afhending Græn- lands, fast eftir, og stefna málinu í alþjóðadóm, nái það ekki fram að ganga með öðrum hætti. Eitt sinn bárust Alþingi í einu um 700 áskrifanir þessa efnis frá íslenzk- um sjómönnum einum. Nefni eg þetta sem dæmi. En allt hefur þetta engan sýnilegan árangur borið. Valdhafarnir vi-rða sjó- menn ekki viðlits, Vekur nú þetta sinnuleysi stjórnmálaflokkanna og valdhaf- ánna ekki helzt það hugboð, að íslenzku sjómennirnir séu rétt- laus stétt. Því verður að minnsta kosti ekki á móti mælt, að stjórn- málaflokkarnir og valdhafarnir hafa litið á bænir þeirra og áskoranir eins og hundsgelt, en þannig ský’njuðu skrælingjarnir forðum málTeði'a -vorra, en þeir voru íslenzkir sjómenn, sem kunnugt er. Valdhafar vorir nú eru prýðilega vel ánægðir með það, að íslenzkir „sjóarar“ dragi fisk úr sjónum, dragi 7 fiska ipeðan fiskimenn þeirrar þjóðar, sem næst þeim gengur að mikl- um afköstum, draga einn. Þeir mæla þeim einnig vel úti látið skjall á Sjómannadaginn. Og þeim finnst, að sjómenn ættu að geta verið ánægðir með það sem laun fyrir erfiðið. En að valdhaf- arnir geri sér það ómak að gæta i'éttar og hagsmuna sjómannanna það finnst þeim aftur á “rhóti að ekki geti komið til rnála. Stað- reyndirnar, aðger'ðaleysi þeirra, sýnir þetta og sannar svo áþreif- anlega, að ekki verður á móti mælt. Eg spyr: Snertir það í rauninni hjartastrengi nokkurs íslenzks valdamanns, að íslenzkir sjómenn eru reknir í land úr skipunum sínum á lokadaginn eða fyrr, eft- ir að hafa háð harða og lífsháska- lega baráttu við ofsalegt hafrót, ofsaleg óveður og ægilegt myrk- ur veturnæturinnar hér við land? Láta valdamennirnir sig það nokkru skipta, þótt sjómennirnii' verði að ganga atvinnulitlir eða atvinnulausir mestallan þann tíma (eða allan), sem eftir er af árinu? Engan slíkan hef eg fyrir- hitt. Og hundsun þeirra á kröfum Syndið 200 metrana sjómanna talar sínu ólýgna máli um þetta. Það bakar hverjum manni sárs- auka og efnahagslcg vandræði að missa atvinnu sína. Hver hugsar sér að sjómennirnir hlýti sörnu lögum um þetta og aðrir? Sýnir þó ekki flótti sjómannanna frá sjósókninni og réttleysinu, að þeir eru eins gerðir og aðrir menn, hvað þetta snertir? En eru menn ekki blindir fyrir því? Og nú spyr eg enn: Verkamenn, hvernig myndi ykkur líka að skipta á hlutskipti sjómannsins, sem er þetta: Eftir að hafa drýgt það mesta og háskasamlegasta erfiði, sem nokkur stétt drýgir, um 3—4 fyrstu mánuði ársins, að verða þá sagt upp vinnu og vera atvinnulausir þá 8—9 mánuði, sem þá eru eftir af árinu? Hvernig myndi ykkur bænd- unum líka það, að fá að stunda yk'kar störf frá áramótum og' fram á lokadaginn, en vera þá reknir af búunum og eiga þangað ekki afturkvæmt fyrr en um næstu jól? Hver og einn mundi geta séð, að þetta væri brjálæði. En það er alveg sama Jarjálæðið að reka sjómennina af skipunum þegar erfiðasti tími ársins ei' á-enda og vorið og sumarið og uppgripin miklu við Grænland (fram í miðjan júlí) eru framundan. Munurinn er aðeins sá, að sjó- mennirnir eru réttlaus stétt, en bændur ekki. Það hlýtur að vera hverjum vitibornum manni augljóst mál, að hvað sem öllu'Tiðut, eiv það al- gerlega vonlaust, að íslenzk út- gerð geti með einni vetrarvertíð staðist samkeppni við útgerð Færeyinga og Norðmanna með skip sín í uppgripa-afla allt árið (á 2—3 vertíðum). Þetta er mál sem tekur til íslenzku þjóðarinn- ar allrar, ekki aðeins til hinna réttlausu sjómannastéttar, — sem enginn tekur tillit til, — því að þjóðin þarf að fá fisk úr sjónum til að geta lifað. Stjórnmálamennirnir vanrækja að ganga eftir rétti íslenzku sjó- mannanna á Grænlandi. En þeir vanrækja líka það, sem er enn meira og margfallt meiri háski stendur af. Þeir vanrækja að ganga eftir eignar- og yfirráða- rétti íslenzku þjóðarinnar yfir Grænlandi. Þegar Grænlands- málið kemur fyrir alþjóðadóm, megum við eiga von á því, að þessari vanrækslu þeirra verði haldið fram á móti oss sem sönn- un þess, að ísland sé búið að gefa Grænland upp og eigi því ekkert tilkall til þess framar. Þeir eru með varxrækslu sinni að ganga móður sína, Fjallkonuna, ofan í jörðina. Þeir eru með vanrækslu sinni að útiloka íslenzku sjó- mennina frá Grænlandi og fiski- miðum Grænlands um tima og eilífð. Þeir eru að svifta ísalnd öllum auðæfum Grænlands og gsfa þau Dönum sem uppbót á fyrri viðskipti. Jón Dúason. E. D. „Gleymið ekki bróðurelskunni"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.