Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Daguk
Miðvikudaginn 4. septcmber 1957
Samið hcfur verið um smíði 12 fiskiskipa í Austur-Þýzkalandi. Hjálmar R. JBárðarson, skipaverkfræð-
ingur gcrði teikningar. Hér er útlitsmyjid skipahna.
Hiii nýjii stálskip Isleiidiiiga
L,eó Sigurðssou útgerðarmaður fær eitt þeirra
Nýlega hefur ríkisstjórnin sam-
ið um smíði á 12 fiskiskipum, og
er hvert þeirra um 250 rúmlestir
að stærð. Skipin verða byggð í
Austur-Þýzkalandi og verða þau
eins í öllum aðalatriðum, nema
hvað nokkur þeirra verða ekki
búin til togveiða.
Aðalmálin eru sem hér segir:
Heildarlengd 38,65 metrar, lengd
milli lóðlína 34,00 metrar, breidd
á bandi 7,30 metrar og dýpt 3,60
metrar. Rúmlestatala skipa þess-
ara hefur verið áætluð 240 til 250
rúmlestir brúttó.
Allar teikningar af skipum
hefur Hjálmar R. Bárðarson
skipaverkfræðingur gert, svo og
smíðalýsingu þeirra. Er bæði
stærð og gerð þessara skipa að
ýmsu leyti nýjung í fiskiflota
okkar, en reynt hefur verið að
sameina á sem hagkvæmastari
hátt mismunandi veiðiaðferðir.
Fullkominn togútbúnaður er á
stjórnborðshlið, en auk þess eru
AKUREYRINGAR!
I Samnorrænu sundkeppninni
1954 syntu 1958 Akureyringar. —
Nú hafa ekki synt nema rúm 1100
manns, og aðeins ellefu dagnr
eftir þar til keppninni lýkur. —
Ekki er því íil að dreifa, að að-
stæður gætu valdið um að fleiri
hafa ekki synt. Hér er eitt bezta
sundstæði landsins, með ágætri
sundhöll og útilaug í sambandi
við hana .Ekki þarf að efa að Ak-
ureyringar kunna það vel til
sunds, að leikur hefði verið að
tvöfalda þátttökuna frá árinu
1954. Þessari lélegu þátttöku er
án efa að kenna áhugaleysi bæj-
arbúa. Akureyringar, látið ekki
það um ykkur spyrjast, að hlutur
ykkar í keppninni verði minni
en í síðustu keppni. — Nú eru
aðeins ellefu dagar eftir, og má
rukið gera ef viljinn væri fyrir
hendi. Fjölmennið á sundstað
þessa dagana. Opið er allan dag-
inn og fram til kl. 10 á kvöldin.
Syndið 200 metrana!
skipin útbúin til línuveiða og
netaveiða, enda búin beitingar-
skýli bakborðsmegin og lokuð
aftur fyrir hekk til skjóls við
línurennu og við net. Skipin
verða öll búin venjulegum út-
búnaði til síldveiða, svo sem háf-
unarbómu með vökvavindu til
háfunar, síldarþilfari, bassaskýli
og bátsuglum og blakkarbúnaði
til að taka upp nótabáta.
Skipin eru öll úr stáli og raf-
soðin saman nema framhluti og
þak á stýrishúsi, sem er úr sjó-
hæfu aluminiumefni. Allar stál-
teikningar hafa þegar hlotið við-
urkenningu þýzka flokkunarfé-
lagsins Germanischer Llpyds, og
verður fylgt þeim regium um
smíði bolsins, en að öðru leyti
verða skipin smíðuð og búin í
samræmi við íslenzkar reglur.
Almenn lýsing skipanna.
Við ákvörðun á línum (lagi)
skipanna hefur verið reynt að
samræma sjóhæfni og ganglag.
Eru framstefni framhallandi og
krussaraskutur. Aðalþilfar er
gegnumgangandi heilt úr stáli, en
klætt tréþilfari. 1 skipunum eru
tvö stálmöstur, og er frammastr-
ið vantalaust, svonefnt þrífót-
mastur, með stálstoðum fram a
hvalbak. Á frammastri er þriggja
tonna lyftibóma auk pokabómu á
stjórnborðshlið vegna togveiða.
Neðan þilfars er aftast í skip-
unum stýrisvélarrúm, þá íbúðir
ýfirmanna, sem skipt er í íjögur
herbergi, tvo tveggja manna og
tvo eins manns, síðan er vélar-
rúm, fiskilest, sem er kæld, og
fremst í henni er sérstök frysti-
geymsla fyrir beitu eða fyrir
góðfisk, þá er lúkar fyrir áhöfn,
skiptur í 3 herbergi, tvö 5 manna
og eitt 4 manna, en fremst er
keðjukassi og stafnhylki. Undir
vatnsþéttu stálgólfi undir lúkar
eru drykkjarvatnsgeymar og
hluti brennsluolíugeymanna. í
hverju skipi eru 4 vatnsþétt þil,
auk þils framan við stýrisvélar-
rúm og framan við keðjukassa.
Þilfarshúsið er í tveimur hæðum.
í neðri hæð, sem stendur á aðal-
þilfari, er fremst rúm fyrir vindu
mótor og kælivélar fyrir fiski-
lestar. Vélarreisn er í miðju þil-
farshúsinu, yfir aðalvélinni, en
gangur er í stjórnborðshlið húss-
ins, þannig, að innangengt er um
allan afturhluta skipsins og upp í
brú.
í efri hæð þilfarshússins er
fremst stýrishús, og er þar m. a.
radartæki og tveir dýptarmælar.
Bakborðsmegin aftan við stýris-
húsið er loftskeytaherbergi með
kortaborði. Stjórnborðsmegin, aft
an stýrishússins, er gangur niður,
en aftan við hann er herbergi
skipstióra. Aftan við efri hluta
þilfarshúss er reykháfur, að
nokkru leyti byggður fram yfir
afturenda þilfarshússins, og er í
honum salerni og snyrtiherbergi
skipstjóra.
Bátapallur nær aftur fyrir
hekk,  en  á  honum  eru  tveir
(Framhald á 4. síðu.)
karföflniipps
Jóhann Jónasson, forstjóri
Grænmeíisverzlunar landbúnað-
arins, heíur látið hafa það eftir
sér, að sýnt þyki að kartöfluupp-
skeran verði mjög mikil að bessu
sinni. Þrátt fyrir lítils háttar
næturfrost bæði norðanlands og
sunnan, féll grasið ekki til skaða
og hefur vöxturinn verið mjög ör
upp á síðkastið. Ef tíð helzt hag-
stæð í tvær vikur enn, verður
kartöfluuuppskeran feiknamikil
og er hún raunar þegar orðin góð
og sums staðar ágæt nú þegar.
Eftir slíkt þurrkasumar hljóta
kartöflur yfirleitt að verða mjög
góðar til matar, svo sem hvert
afbrigði um sig getur bezt orðið.
En það er rau.nar ekki hægt að
segja það um allar kartöflur, sem
verzlað er með, að þær séu
mönnum bjóðandi.
Oftast eru ræktaðar of litlar
kartöflur hér á landi og hefur þá
orðið að flytja þær frá útlöndum
í stórum stíl. Nú lítur út fyrir að
innlendu kartöflurnar verði næg-
ar og sennilega meira en það. —
Ber þá að leggja áherzlu á mikla
vöruvöndun og að bægja óætum
kartöflum frá markaðinum. En
þær hafa stundum verið þar
óþarflega ráðríkar og gert sitt til
að venja fólk af því að neyta
þessa jarðarávaxtar.
r
Ymis í íðindi úr nágrannabyggSum
Þrjú stórhýsi í smíðum
Miklar byggingaframkvæmdir
eru nú á Hvammstanga, en sam-
tímis er unnið að því að reisa
þrjú stórhýsi. Frá því í vor.hefur
verið unnið að byggingu mjólk-
vinnslustöðvar og sjúkrahús, en
í fyrra var hafin bygging nýs
verzlunarhúss fyrir kaupfélagið.
Talið er að mjólkurvinnslu-
stöðin geti tekið til starfa á næsta
ári. Stöðinni er ætlað að vinna
úr mjólk, sem berst úr vestur-
sýslunni og Hrútafirðinum og
verða þar uhnar hinar .venjulegu
mjólkurafurðir.
Sjúkrahús og elliheimili.        ;
Þá hefur verið unnið að bygg-
ingu sjúkrahúss og elliheimilis..
Hús þetta verður tvær hæðir og
kjallari, og er byggt við núver-
andi sjúkrahús. Gert er ráð fyrir
að sjúkrahúsið komi undir þak í
haust.
Verzlunarhús. .
í fyrra var byrjað á byggingu
verzlunarhúss fyrir kaupfélagið,
og er útlit fyrir að það hús kom-
ist einnig undir þak í haust.
Verzlunarhúsið verður tvær.
hæðir og þar verður komið fyrir
skrifstofum, sölubúðum og vöru-
geymslu. Húsið er sex hundruð
fermetrar.
Rafmagn - Sími
Öngulsstaðahreppi 3. sept.
Um miðjan júlí í sumar var
syðri hluti Ongulsstaðahrepps
tengdur orkuveri Laxár, frá
Laugalandi að Sámsst., sem er
syðsti bær hreppsins. Ennfremur
tveir nyrztu bæir Saurbæjar-
hrepps að austan, Öxnafell og
Fellshlíð.
Mælt hefur verið fyrir nýrri
símalínu í stað jarðstrengs í syðri
hluta hreppsins. Hafði jarðstreng
urinn reynzt illa.
Margir bændur hafa lokið hey-
skap og sumir fyrir nokkru. Útlit
er fyrir góða kartöfluuppskeru,
þar sem ekki var þurrt um of.
Knattspyrna
Sauðárkróki 3. sept.
Á sunnudaginn kepptu á knatt-
spyrnumóti Skagafjarðar ung-
mennafélögin Hjalti og indastöll.
Vann hið síðarnefndá með 6 : 0.,
Áður höfðu þessi félög unnið
Glóðafeyki. Víða er verið að.
ljúka heyskap, en úrkomusamt
hefur verið að undanförnu.
Akureyrmgar töpuðu
Síðastl. laugardag fór fram k
Melavellinum í Reykjavík auka-"
kappleikur milli Akureyringa og
KR í knattspyrnu. Átti sá leikur
að skera úr, sem hann og gerði,
hvort liðið skyldi flytjast niður í
I. flokk úr meistaraflokki.
Lefkar fóru svo, að Akureyr-
arliðið tapaði með 0 :1.
Góður afli
Ólafsfirði.
Góður aíli á handíæri var ljér
síðastliðna viku. En rekjietaveiði
er mjög að minnka, og niiiiui sumir
bátarnir vera að hugsa um að hætta
þeim. Síldin er sni:í bg mögtir.
Heyskapur stenduf eim þá yfir,
riema hjá þeim, sem súgþurrkuu.
hafa. Þeir cru betur settir.
Bcrjasprettá er iricð bezta móti,
og vcl lítur út með uppskeru garð-
ávaxta.
/
Siglufjarðarkirkja
25 ára
Siglufirði 2. sept.
Um þessar mundir eru liðin 25
ár frá byggingu og vigslu Siglu-
fjarðarkirkju. — Var afmælisins
minnzt með hátíðaguðsþjónustu í
kirkjunni síðastl. sunnudag, Séra
Sigurður Stefánsson, prófastur á
Möðruvöllum, prédikaði, en fyrir
altari þjónuðu þeir séra Kristján.
Róbertsson og. séra Ragnar Fjalar
Lárusson, sóknarpresturr
Sóknarnefndin bauð til kaffi-
samsætis síðar u'm daginn, og stjórn-
aði Andrés Haliiðason því. Margar
ræður voru fluttar.
Um helgina var einnig haldinn
hcr héraðsfundur Eyjaijarðarpró-
fastsdæmis.
í gær voru háðir hér tveir knatt-
spyrnukappleikir, og áttúst þar við
3. og 4. flokkur Þórs á Akureyri og
Knattspyrnufélags Siglufjarðar. —
Leikar fóru svo, að Sjglfirðingarnir
unnu báða leikina; í þriðja flokki
með 5 mörkum gegn engu og í 4.
ílokki með 6 mörkum gegn engu.
Um næstu helgi þefst hér knatt-
spyrnumót Norðurlands.
Togarinn Elliði kom af veiðum
í morgun með á að gizka 200 tonn
af karfa. Er aflirin unninu hér í
hraðfrystihúsinu.
flestallir reknetabátar eru nú
hættir veiðum og farnir heim. Var
veiðin orðin lítil sem engin í sið-
ustu lögnum þeirra.
Hlutavelta „Hlííar"
Á sunnudaginn kemur hefur
Flvenfélagið Hlíf hlutaveltu í Al-
þýðuhúsinu. Það er orðinn fast-
ur siður í starfi félagsins, að haía
b.lutaveltu í september. Einhverj-
um kann að þykja nóg um, það
cru svo mörg félög í bænum. En
yngra fólkinu finnst þó alltaf dá-
lítil tilbreytni í því að fara á
„tombólu" og alltaf fara cinverj-
ir út með góða vinninga.
Bæjarbúum er kunnugt ti!
hvers Kvenfélagið Hlíf safnar fé.
Allir þeir, sem hafa átt leið fram
hjá Barnaheimilinu Pálmholti i
sumar, hafa séð þar á grænu tún-
inu börn að leik, já,.fleiri börn en
nokkru sinni áður.
Ef einhverjir vildu styðja hluta-
veltu „Hlífar" á sunnudagínn
með því að gefa muni, gjöra þeir
vel að láta eftirtaldar konur vita:
Elinborgu Jónsdóttur, Munka-
þverárstr. 38, Laufeyju Tryggva-
dótir, Helgamagrastræti 2, Emli-
iu Kristjánsdóttur, Norðurgötu
54, Laufeyju Sigurðardóttur,
Hlíðargötu 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8