Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum oklair. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemnr næst út miðviku- 30. október. XXXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. október 1957 49. tbl. T U F ramsóknarvistin Næstk. íösutdagskvöld verður spilað lokaspilið í þeirri röð spilakvölda, er hófust 27. sept. sl. — Eins og getið heíur verið áður, eru veitt ferns konar verðlaun, og eru 1. verð- laun kvenna matarstell, en 1. verðlaun karla yfirfrakki. — Að spilakeppninni lokinni verður dansleikur, er stendur til kl. 1. Ekki varð slys á mönnum en skipið eitthvað skemmt Klukkan rúmlega 7 á sunnu- dagskvöldið strandaði „Hvassa- íell“ lítið eitt sunnan Staðarhóls við Siglufjörð. Hvassviðri var af norðri, 9—10 vindstig. Var skipið a. úyggir leixs Leitað til bæjarhúa á laugardaginn Undanfarna tvo vetur hefur Barnaverndarfélag Akureyrar starfrækt leikskóla (dagheimili) í bænum. En sökum skorts á hentugu húsnæði féll þessi starf- semi niður í vetur. En í sumar ákvað félagsstjórnin að hefjast handa um byggingu leikskóla fyrir lítil börn, þó að fé væri lítið fyrir hendi. Hefur verið sótt um lóð í þessu skyni og byggingar- styrk frá bænum. Um næstu helgi fer fram fjár- söfnun Barnaverndarfélagsins, og væntir það þess, að bæjarbúar vilji styrkja það til þess að hrinda þessu máli í fíamkvæmd. Helzt þyrfti húsið að komast upp fyrir næsta haust. Á laugardaginn *— Barna- verndardaginn — fer fram merkjasaia og sala á barnabók- inni Sólhvörf, sem að þessu sinni er rituð af Hannesi J. Magnús- syni, skólastjóra. Þá munu kvik- myndahúsin eins og jafnan áður hafa barnasýningar til ágóða fyr- ir félagið. Almennur félagsfund- ur um byggingarmálið verður einnig þennan sama dag að Hó- tel KEA. En á sunnudaginn verður hlutavelta félagsins í Al- þýðuhúsinu. í stjórn félagsins eru: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, séra Pétur Sigurgeirsson, Elísabet Eiríksdóttir og Jón J. Þorsteinsson. að leggjast að bryggju á Siglu- firði er akkerisfesti þess slitnaði með fyrrgreindum afleiðingum. Það var með lítinn farm og því létt í sjó, en ætlaði að lesta síld í gamla síldarbænum. Skipið rak síðan undan sjó og vindi upp í fjöru, en náðist á flot á 10. tímanum á mánudagskvöld- ið með aðstoð Jökulfells. Þá var lítils háttar leki kominn að tönk- um skipsins, en enginn sjór í lestum. í gær voru skemmdir at- hugaðar, m. a. af kafara, en að því búnu var ráðgert að skipinu yrði siglt til Reykjavíkur til frekari rannsóknar og við- gerðar. Hvassafell er elzta skipið í flota Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Ekkert slys varð á áhöfn þess. yrsfi snj órinn fallinn í hyggð Nokkur snjór og hálka á Á mánudagsmorguninn var jörð orðin hvít víða á Norðurlandi. — Fyrsti snjórinn fallinn, sem eins konar forboði vetrarins. í gær bætti ört á hér í nágrenni, en allir vegir voru þó færir, en á heiðum var þungt færi fyrir minni bifreiðir og mikil hálka. — Siglufjarðarskarð er þó ófært. Á Öxnadalsheiði er vei'ið að gera nokkrar umbætur. Brú hef- heiðavegum ur verið steypt á Grjótá, en af- leggjari gerður og bráðabirgða- brú á meðan á því verki stóð. — Umferð verður leyfð á nýju brúna mjög bráðlega. Einhvern næsta dag verður nýja brúin á Norðurá við Skelj- ungshöfða í Skagafirði opnuð. 90 ára foyggingaraímæli Möðru- vallakirkju í Hiirgárdal var minnst þar á staðnum með há- tíðlegri athöfn sunnudaginn 20. okt., að viðstöddu mjög mikiu fjölmenni. Prestar gengu í skrúðgöngu til kirkju, þar sem sóknarprestur- inn, séra Sigurður Stefánsson, prófastur, flutti minningarræðu og rakti sögu kirkju á Möðru- völlum frá fyrstu tíð og minntist fyrirrennara sinna, þeirra, er þjónað hafa núverandi kirkju, séra Þórðar Þórðarsonar, síðast í Reykholti, séra Davíðs Guð- mundssonar, prófasts á Hofi, séra Jóns Þorsteinssonar á Möðruvöllum, og Geirs vígslu- biskups Sæmundssonar á Akur- eyri, sem hafði aukaþjónustu á Möðruvöllum um tveggja ára skeið. Ennfremur sagði prófastur frá kirkjusmiðnum, Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni, og Pétri Havstein, amtmanni á Möðru- völlum, sem stóð af hálfu amts- ins fyrir byggingu kirkjunnar á sí^um tíma. Þá flutti Valdemar V. Snævarr, sálmaskáld á Völlum, afmrelis- Ijóð, en séra Benjamín Kristjáns- son á Laugalandi prédikun dags- ins. Fyrir altari þjónuðu séra Stef- án V. Snævarr á Völlum og séra Fjalar Sigurjónsson í Hrísey, á undan, en sóknarprestarnir á Akureyri, séra Pétur Sigurgeirs- son og séra Kristján Róbertsson, á eftir. Kirkjukór Möðruvallakirkju söng undir stjórn Jóhanns Ó. Haraldssonar, tónskálds. Að kirkjuathöfninni lokinni var gengið út að leiði Þorsteins Daníelssonar og lagður blóm- svelgur við minnismerk.i hans. Viðstaddir hátíðarhöldin voru (Framhald á 5. síðu.) Búið er að steypa brú á Grjótá hjá Víðikeri í Bárðardal og verið að enda við að steypa brú á Grenjá hjá Grenivík. Menntskælingar æfa um þessar mundir sjónleik af kappi, undir leiðsögn Jónasar Jónassonar og er þessi mynd tekin á æfingu fyrir nokkrum dögum. Ætlunin mun vera að frumsýning verði uin næstu helgi, samkv. augl. á öðrum stað. — Nýr pianókennari við Tónlistarskóla Ak. Kristinn Gestsson, píanóleik- ari, hefur verið ráðinn píanó- kennari við Tónlistarskóla Ak- ureyrar í vetur. Kristinn er ágætlega menntaður píanóleikari. bæði utan lands og innan. Lauk hann A.R.C.M. prófi með ágæt- um vitnisburði nú í haust. Á það skal bent, að vegna ráðningar Kristins getur skólinn bætt við nokkrum nemendum í píanóleik. Þá er einnig enn hægt að bæta við nemendum í fiðluleik, en kennari er þar ungfrú Gígja Jó- hannsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.