Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Daguk
Miðvikudaginn 11. júní 195S
Gífurlegí tjón á bifreiðum á Ak.
Við erum í siðf erðilegri lægð í umgengni og um-
ferðamálum - Umferðavika nauðsynleg
Undanfarna daga og vikur hafa
verið tíðir bifreiðaárekstrar og
„útafkeyrslur" hér um slóðir. —
Slys á mönnum hafa þó verið
færri en ætla mætti eftir útliti
hinna skemmdu bifreiða að
dæma., sem vart hafa verið
þekkjanlegar á eftir, sumar
h'verjar. Án þess að gerá' neina
skýrslu um þennan þáttumferða-
mála, skal þó bent á eftirfarandi:
Rússnesk bifreið valt út af vegi
við Glerá, margar veltur. Skoda-
bifreið lá á hvolfi á vegarbrún í
Giljareitum. Báðar þessar bif-
reiði'r stórskemmdust, en farþeg-
ar sluppu ómeiddir að kalla. De
Soto-bifreið ók út af vegi í Öng-
ulsstaðahreppi og skemmdist
mikið. Ford Junior sömuleiðis.
Austin-bifreið hvolfdi á leið í
Laugalandi- og bifreið gjöreyði-
lagðist er henni var ekið út af
vegi skammt frá Kristnesi. — í
þessum veltum og útafkeyrslum
urðu tveir menn fyrir beinbroti.
A sama tíma hafa orðið margir
árekstrar í bænum og tjón af öllu
þessu alveg gífurlegt. Auk þessa
alls hafa svo drukknir menn og
ófyrirleitnir unglingar gert sér
leik að því að grýta bifreiðir og
valda skemmdum á þeim á annan
hátt. Einn slíkur þurfti t. d. að
greiða á fjórða þúsund krónur
fyrir grjótkast á bifreið.
Olvun hefur verið með meira
móti að undanförnu og virðumst
við vera í eins konar siðferðilegri
lægð um þessar mundir í um-
ferðamálum og almennri um-
gengni. Mörgum þykir hægast að
afgreiða slys og óknytti með því
að skella skuldinni á Bakkus, en
málið er engan veginn svona auð
velt. Þó er víst, að á meðan for-
stjórum stórra fyrirtækja, opin-
berum embættismönnum, kenni-
mönnum og fleiri framámönnum
fólksins leyfist að drekka frá sér
vit í vinnutíma og á almannafæri
án algerrar fordæmingar al-
mennings, gildir hið fornkveðna:
„Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir ætla að sér leyfist það."
í umferðamálum þarf bæði
strangt eftirlit, og xþó fyrst og
fremst leiðbeiningar.
Umferðavika ætti að áorka
miklu, ef hún er vel undirbúin
og enginn efi er á því, að al-
menningur tæki henni fagnandi.
Engin veldur slysum viljandi
og öllum er hollt að glöggva sig á
umferðalögunum. Þótt umferða-
vika kosti nokkurt fé, ætti það að
sparast í færri slysum á mönnum
og tækjum.
Badmintonmóti Akur-
eyrar
lokið
Badmintonrnót Akureyrar fór
fram í íþróttahúsinu. og er því lok-
ið í'yrir nokkru siðan. Urðu úrslit
sem hér segir:
Einliðaleik kvenna sigraði Elín
Sigurjónsdóttir, K. A.
Einliðaleik karla sigraði Gunnar
Hjartarsah, K. A.
Tvemutarkeppni sigruðu Elín
Sigurjónsuottir, K. A. og Gísli
Bjarnason, K. A.
Tvíliðalcik karla unnu Einar
Hdgason, K. A., pg Gísli Bjarna-
son, K. A.
Ólafur Stefánsson, Ánastöðum.
Þessi mynd átti að fylgja grein-
inni „Snjóflóð á Ánastöðum
1871", en varð síðbúin í blaðið. —
Frá ársþingi Ungmennasambands
Skagafjarðar
DACUR
kemur næst út á fimmtudaginn
19. júní. Auglýsingar þurfa að
hafa borizt fyrir hádegi á mið-
vikudag.
Ársþing Ungmennasambands
Skagafjarðar var haldið á Sauð-
árkróki dagana 3. og 4. maí sl. —
Þingað sátu yfir 30 fulltrúar frá 8
ungmennafélögum, auk stjórnar
sambandsins.
Formaður sambandsins, Guð-
jón Ingimundarson, setti þingið
og bauð fulltrúa velkomna til
starfa. Þá bauð hann sérstaklega
velkominn forseta ÍSÍ, Benedikt
G. Waage, sem kominn væri um
langan veg til þess að sitja þetta
þing og kynnast störfum þessara
félagssamtaka. Taldi hann slíkar
heimsóknir gagnlegar fyrir báða
aðila. Þá drap hann á það, að á
þeim árum, sem nú væru að líða
ættu mörg ungmennafélög að
minnast 50 ára starfs. Óðum
styttist nú til þess að Ungmenna-
samband Skagafjarðar fyllti sína
50 ára tilveru, þar sem það væri
stofnað 1910.
Þingforseti var kosinn, ásamt
formanni, Stsfán Guðmundsson
og ritarar Gísli Felixson og Egg
ert Ólafsson.
Forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage,
flutti kveðjur frá ÍSÍ til Ung-
mennasambandsins og þingsins.
Færði hann Umf. Tindastól á
Sauðárkróki oddfána ÍSÍ, en það
félag hafði nýlega minnzt 50 ára
starfsafmælis. Þá gaf hann bikar
til að keppa um í 200 m. bringu-
sundi kvenna á sundmóti sam-
bandsins. Voru honum þakkaðar
góðar gjafir og árnaðaróskir.
Á starfsskýrslu sambands-
stjórnar, sem formaður flutti,
kom skýrt í ljós, að starfsemin
hafði verið mikil og margþætt á
sl. ári, og meiri en nokkru sinni
áður. Á árinu hafði sambandið
meðal annars staðið fyrir íslands
meistaramóti í handknattleik
kvenna úti, en það mót var háð á
Sauðárkróki 10. og 11. ágúst. Er
það í fyrsta skipti, sem samband-
ið sér um framkvæmd á lands-
móti.
Margs konar tillögur voru sam-
þykktar varðandi málefni sam-
bandsins, svo sem um mót og
kappleiki. Héraðsmótið verður
haldið  á  Sauðárkróki  síðustu
helgi í júlí (27. júlí). Sundmót
sambandsins verður haldið á
Sauðárkróki 13. júlí. Ennfremur
var knattspyrnumót ákveðið,
drengjamót, svo og skákmót, svo
að nokkuð sé nefnt. Samþykktar
voru tillögur um aukna mál-
fundastarfsemi, kvöldvökur, þar
sem kynnt væru verk listamanna
eða listamenn, skráning á sögu
ungmennafélaganna í héraðinu
og ýmislegt fleira.
Síðasta umferð í skákmóti
sambandsins var háð að kvöldi 3.
maí. Sex ungmennafélög tóku
þátt í því og hafði hvert félag
fjögurra manna sveitir. Sigur-
vegari að þessu sinni varð Umf.
Glóðafeykir og hlaut Axelsbikar-
inn að sigurlaunum.
í stjórn sambandsins voru
kosnir: Guðjón Ingimundarson,
Gísli Felixson, Sigurður Jónsson,
Stefán Guðmundsson og Eggert
Ólafsson.
Takmarka Svíar mjóikurfram-
eiðsluna meS sfórfelidri slátrun?
Lagt til, að 225 þús. kúm verði slátrað á næstu
þremur árum og fóðurbætir hækkaður í verði
Að loknum löngum undirbún
ingi, hefir sérstök nefnd manna
í Svíþjóð nú loks skilað tillög-
um sínum til lausnar hinni svo-
nefndu „smjörkreppu". Tillög-
urnar hafa að geyma ákvæði um
hækkun smjörlíkisverðs, en
lækkun á smjörverðinu.
Fækkað um rúmlega 200 þús-
und kýr.
Til þess að minnka smjörfram-
leiðsluna er lagt til, að ríkið
greiði um þriggja ára skeið 200
kr. fyrir hverja kú, sem 'slátrað
er, og verji til þess 15 millj. kr.
á ári, sem svarar til þess, að 75
þús. mjólkurkúm yrði slátrað ár-
lega, og myndi mjólkurkúm þá
fækka um 225 þús. í Svíþjóð
næstu þrjú árin.
Til þess að auka smjörneyzluna
í sjúkrahúsum og öðrum opin-
berum stofnunum o.  s. frv. er
Gunnars-keppnin hafin
Ein stærsta keppni Golfklúbbs
Akureyrar, Gunnars-keppnin
stendur yfir.
Keppni þessi er haldin til
minningar um hinn ágæta kylf-
ing, Gunnar heitinn Hallgríms-
son. Að 36 holum loknum er
röðin þannig:
Ragnar Sigurðsson     152 högg.
Magnús Guðmundsson 155 högg.
Jón Guðmundsson     156 högg.
Hafliði Guðmundsson  157 högg.
Árni Jónsson          157 högg.
Ragnar er aðeins 15 ára og sýn-
ir óvenjumikið leiköryggi svo
ungur. Þar sem þetta mun vera
hans fyrsta keppni í golfi, verður
fróðlegt að vita hvernig honum
tekst n.k. sunnudag, en þá verða
síðari 36 holurnar leiknar.
Starfsemi G. A. hefur aldrei
verið meiri en nú, og eru 20
keppnir á keppnisskrá í klúbbn-
um fyrir sumarið 1958.
Næstkomandi laugardag, þann
14. júní, verður keppt um Æf-
ingabikarinn.
Minningarsjóður
dr. Urbancic
Eins og áður hefur verið getið
um í blöðum hefur Þjóðleikhúss-
kórin.n stofnað minningarsjóð í
þakklætis- og virðingarskyni
fyrir ómetanleg störf hins látna
stjórnanda kórsins.
Sjóður þessi er ætlaður til
styrktar lækni til sérnáms í
heila- og taugaskurðarlækning-
um, en tilfinnanlegur skortur
hefur verið á sérmenntuðum
lækni í þessari grein hér á landi,
svo að ekki var unnt að veita dr.
Urbancic hjálp.
Stjórn sjóðsins hefur nú gefið
úr tvenns konar gjafakort:
Minningarkort eins og aðrir
sjóðir hafa, en auk þess gjafa-
kort við hátíðleg tækifæri til að
minnast dr. Urbancic einnig á
gleðistund.
Kortin fást á afgreiðslu Dags,
Hafnarstræti 90, Akureyri, er
einnig tekur um leið á móti
beinum framlögum til sjóðsins,
og er fólk beðið vinsamlegast að
minnast þessa.
lagt 'iil, að þremur m,illjónum.
króna verði varið til niður-
greiðslu á smjöri til þess háttar
stofnana.
Hækka toll af fóðurbæti.
Fulltrúar bændanna hafa fyrir
sitt leyti lýst stuðningi við þess-
ar tillögur, sem auk þess, sem
áður er nefnt, geyma ákvæði um
enn frekari stöðvun í aukningu
mjólkurframleiðslunnar með því
að hækka innflutnings- og fram-
leiðslugjöld af innfluttum fóður-
vörum um 10—15 kr. pr. 100 kg.
Komist þessar tillögur til fram
kvæmda, mun smjörverðið lækka
um kr. 1.50 (sænskar) úr kr. 7.50
í kr. 6.00. Smjörlíkið hækkar um.
50 aura pr. kg. úr kr. 3.50 í kr.
4.00.
Ekki er ólíklegt, að sú kjöt-
aukning, sem yrði, ef þessar til-
lögur næðu fram að ganga, verði
til þess að stöðva eða takmarka
kjötinnflutning frá Danmörku,
en hann nemur nú allmiklu
magni, eða sem svarar 100 þús.
skepnum og fer til þeirra kaupa
mikið af gjaldeyri.
Arnfirzkur  listamaður
opnar málverkasýningu
Samúel Jónsson frá Arnarfirði,
sem oft hefur haldið málverka-
sýningar á Vestf jörðum, bg einn-
ig í Rvík, er kominn hingað til
bæjarins og opnar málverkasýn-
ingu í Barnaskóla Akureyrar í
dag. Ennfremur verða þar
nokkrir listmunir til sýnis.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 1—10 e. h. Samúel er 74 ára
að aldri, unnandi lista og vel
þekktur á Vesturlandi.
Slökkvilið í knatfe-
spyrnu
Slökkvilið Rvíkur efndi til
slökkviliðssýningar meS óvenju-
legum hætti. Sýningin var fólgin
í knattspyrnukeppni milli
Slökkvililðs Rvíkur og slökkvi-
liðs frá Keflavíkurflugvelli. En í
stað þess að nota fætur á knött-
inn voru vatnsslöngur notaðar og
háþrýstidælur. Fékk þar margur
væna gusu og völlurinn vætu. —
Áhorfendur voru margir og
skemmtu sér hið bezta.
Virðuleg gjöf
Skylt er að vekja athygli á
veglegri gjöf, sem Dýraverndun-
arfélagi Akureyrar hefur borizt í
hendur frá Jóni Thorarensen,
fyrrv. bóndi í Lönguhlíð. — Þessi
sæmdarmaður hefur afhent fé-
laginu 10 þúsund kr. gjöf til
minningar um son sinn, Stefán
Thorarensen, sem lézt hér á
Fjórðungssjúkrahúsinu 24. jan.
1958. Það er mörgum kunnugt,
að Stefán var frábær dýravinur.
Þar áttu fuglar friðland.
Samúð og mannúð hafa vissu-
lega stjórnað hug og hönd gamla
bóndans frá Lönguhlíð, þegar
hann ákvað þessa virðulegu gjöf
og tilgang hennar.
Guð blessi minningu sonarins
og ævikvöld hins aldraða heið-
ursmanns.
Stjórn Dýraver^idunarfélags
Akureyrar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8