Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 8
Dagujr Miðvikudaginn 8. október 1958 Bryr ern gerðar og vegir Sagðir Fjórar brýr í Suðin-Þingeyjarsýslu - Ný brú á Munkaþverá í Öngulsstaðahreppi rennur austan við hengibrjúna undan Stóruvöllum í Bárðardal. Hún er 40 m. löng steinsteypt brú á 5 stöplum. Vinnu við brú- arsmíðina er lokið, en eftir er að fylla að henni og verður það gert næstu daga. Sami flokkur vinnur nú að smíði brúar yfir Rangá hjá Ofeigsstöðum í Kinn. Er því verki senn lokið. (Frh. á 7. bls.). Herðum söfnunina í Friðrikssjóð Ræða Brynjólfs Sveinss. hreppsfj. flutt á Jónasarhátíðinni í sumar við afhendingu Jónasarlundsins (lítið eitt stytt) í fyrradag var hafin vinna við smíði nýrrar brúar á Munka- þverá í. Ongulsstaðahreppi. ■—. Þangað er kominn Þorvaldur Guðjónsson brúarsmiður með vinnuflokk sinn. Gamla brúin á þessum stað vei'ður notuð sem eins konar undirstaða og er hér um endurbyggingu að ræða. Brúar- pallurinn verður 2 m. ofar en sá gamli og mun breiðari. Árgljúfrið er mjög djúpt og hrikalegt á þessum stað. Nokkru neðar er ruddur vegur að vaði á ánni og mun þar fært stærri bílum. Auk þess verða byggðar jeppabrýr hjá Halldórsstöðum og Tjörnum í Saurbæjarhreppi. Skallá í Svarfaðardal hefur verið gerð jeppafær. Nýjar brýr í Suður-Þingeyjar- sýslu. Jónas Snæbjörnsson brúar- smiður hefur með mönnum sín- um byggt brú yfir kvísl, sem Um næst síðustu helgi fór KA í keppnisferð til Reykjavíkur og Hafnarfjarðai'. Lagt var af stað héðan kl. 5 e. h. og komið til Reykjavíkur kl. 3 eftir miðnætti. Gist var í KR- húsinu. A laugardag var keppt við Hafnfirðinga í knattspyrnu II. og IV flokk og II. fl. í handknatt- leik kvenna. Leikar fóru þannig að KA stúlkurnar unnu hand- knattleik með 5 mörkum gegn 3, IV. fl. KA vann Hafnfirðinga með 3 mörkum gegn engu og Hafnfirðingar unnu II. flokk með 2 mörkum gegn 1. 4 drengir úr Þór léku með IV. fl. KA. A sunnudag kepptu KA félag- ar við Reykvíkinga. í knatt- spyrnu var keppt við KR í II. og IV. fl. KA vann IV. ílokk með 7 mörkum gegn 1 og KR vann II. fl. með 2 mörkum gegn 1. — KA stúlkurnar kepptu við Ármann, sem er núverandi íslandsmeistari í II. fl. handknattleiks kvenna, og unnu með 5 mörkum gegn 3. För þessi var hin skemmtileg- Fyrir nokkru hóf Skákfélag Akureyrar söfnun í Friðrikssjóð- inn svonefnda, en eins og kunn- u.gt er gekkst Stúdentaráð Há- skóla íslands fyrir því að stofna Friðrikssjóðinn í þeim tilgangi að gera Friðrik Olafssyni það kleift að helga sig nær einvörð- ungu skáklistinni. — Friðriks- sjóðnum hefur frá upphafi borizt töluvert mikið fé, svo að hægt hefur verið að kosta Friðrik á möi'g erlend skákmót ásamt asta og heim var komið á mánu- dagskvöld. hjálparmanni, sem er mjög þýð- ingarmikið, sérstaklega á stór- mótum. Ymis fyrirtæki í landinu, svo og áhugamenn í skák, hafa verið örlátir á fé í Friðrikssjóðinn, en þrátt fyrir það er sjóðurinn nú í mikilli þörf fyrir aukin fjárráð, ef hann á að vera hlutverki sínu trúr. Allir landsmenn dá frammi stöðu Friðriks Olafssonar á skákþinginu í Portoroz, og óska þess að honum gangi vel í keppninni um áskorunarréttinn til að keppa um heimsmeistara- tign. Aldrei hefur nokkur ís- lendingur fært þjóð sinni aðra eins frægð á íþróttavettvanginum sem Friðrik, og nú þegar víða um land er hafin söfnun til að styrkja þann sjóð, sem gerir Friðrik Ólafssyni það kleift að (Framhald á 7. síðu.) Samvinnan Septemberhefti Samvinnunnar er nýlega komið út. Af efni má nefna myndskreytta grein um landbúnaðarsýninguna á Selfossi, þætti úr sögu Kaupfélags Saur- bæinga, sögu úr smásagnakepþni ritsins, Kosningadagurinn eftir Ása í Bæ, frásögnina: í síldarleit með Ingvari Pálmasyni o. m. fl. Kápumyndin er frá landbúnað- arsýningunni. Góðir hátíðargestir! Nokkru eftir 100 ára dánaraf- mæli Jónasar skálds Hallg'ríms- sonar, var hafin fjársöfnun til að reisa honum minnisvarða í fæð- ingarsveit hans. Safnaðist þá nokkurt fé, einkum úr Öxnadal og einnig veitti sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu fé í þessu skyni. Hugsað var að minnisvarðinn gæti verið tilbúinn á 150 áfá afmæli skáldsins, 1957; en fé það sem þá safnaðist, reyndist of lífið til þeirra framkvæmda. En það kom fram hugmynd um að gera fleira til minningar um skáldið, sem líklegra þótti til framkvæmda og ekki eins fjár- frekt, en gæti komist í fram- kvæmd fyrir 150 ára afmælið. Á þingi Skógræktarfélags ís- lands vorið 1950, benti formaður félagsins, Valtýr Stefánsson, á það í ræðu, að vel ætti við, að heiðra minningu merkra manna með því að koma upp skógai'- lundum í sveitum þeirra og kenna við þá, t. d. í Oxnadal, til minningar um þjóðskáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hall- grímsson. Þorsteinn Þorsteinsson, sem var fæddur og alinn upp í Oxna- dal, og auk þess einn af elztu meðlimum U. M. F. Ö., tók að sér að kynna hugmyndina þar,, var málinu þar ágætlega tekið og heitið stuðningi hreppsbúa. Að tilhlutun Þorsteins komu nokkrir af stofnendum U. M. F. Ö., búsettir á Akureyri, saman á fund í Strandgötu 5, Akureyri, seint á árinu 1950. Þar var málið rætt og talið nauðsynlegt að sér- stök nefnd, framkvæmdarnefnd, hefði málið til meðferðar. Var í því efni samþykkt að leita til eft- irtalinna aðila um skipun manna í nefndina og fjárframlög málinu tij stuðnings. Auk Öxndælinga og U. M. F .0., sem þegar höfðu heitið málinu fylgi: Menningar- sjóður KEA, Skógræktarfélag Eyf irðinga, Ey j af j arðarsýsla, nánustu ættingjar skáldsins og stofnendur U. M. F. Ö. Allir þessir aðilar tóku málinu vel og kusu sinn manninn hvor til að taka sæti í nefndinni. Var hún í upphafi þannig skipuð: Frá Menningarsjóði KEA Bernharð Stefánsson. Frá Skógræktarfélagi Eyfirð- inga Þorsteinn Þorsteinsson. Frá Sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu Brynjólfur Sveinsson. Frá nánustu ættingjum skálds- ins Sigtryggur Þorsteinsson. Frá stofnendum U. M. F. Ö. Ólafur Jónsson. Frá Öxnadalshreppi Þór Þor- stéinsson. Frá U. M. F. Ö. Sveinn Brynj- ólfsson. Þessi breyting hefur orðið á skipan nefndarinnar: Guðm. Karl Pétursson í stað Þorsteins. Tryggvi Þorsteinsson í stað Sigtryggs. Sigurður Jónasson í stað Þórs. Kári Þorsteinsson í stað Sveins. Nefndin skipti þannig störfum: Bernharð Stefánsson, formaður, Brynjólfur Sveinsson, ritari, Þorsteinn Þorsteinsson, féhirðir og framkvæmdastjóri, meðan hans naut við, en síðan Tryggvi sonur hanss. Nefndin byrjaði störf sín á því, að athuga um land fyrir lundinn. Tveir staðir komu til greina: Hraun, fæðingarstaður skáldsins, og Steinsstaðir, æskuheimilið, og raunar það eina, sem hann átti um ævina. Staðsetning lundarins var, af sérfróðum mönnum um skóg- rækt, talin heppilegri að Steins- stöðum. Var því leitað eftir land- spildu þar og leyfi fengið fyrir henni. Var staðurinn valinn syðst og vestast í Steinsstaða- landi, milli þjóðvegar og Öxna- dalsár og er hann 2M: ha. að stærð. í byrjun júní var hafið verk við að girða hið umrædda svæði og vinna að öðrum undirbúningi undii' gróðursetningu. En laug- ardaginn 16. júní kom Þorsteinn Þorsteinsson með 1200 trjáplönt- ur og hóp af fólki frá Akureyri til að gróðursetja. þar bættust Öxndælingar í hópinn, svo að við þessa fyrstu gróðursetningu í Jónasarlundinn unnu um 40 manns. Eg hef nú í stórum dráttum lýst tildrögum, fyrsta undirbún- ingi og byrjunarframkvæmdum á staðnum. Síðan hefur fram- kvæmdum verið haldið áfram og má nú segja að lundurinn sé nú íullskipaður trjágróðri, en að vísu smávöxnum enn. í lundinum hefur verið reist útsýnisskífa. Á hana er grafið nafn lundarins, „Jónasarlundur", og auk þess nokkur örnefni, sem getið er í verkum skáldsins. Það er enginn minnisvarði í þess orðs merkingu, en það mál er til at- hugunar fyrir framtíðina, ef vilji og fé er fyrir hendi til þeirra framkvæmda. (Framh. á bls. 7.). Fnjóskárbrúin 50 ára Fnjóskárbrúin hjá Skógum er 50 ára í sumar. Hana byggði firmað Christian E. Nielsen í Kaupmanna- höfn og kostaði liún rúmar 33 þús. kr. Haf bogans er 54.8 metrar og var enginn steinbogi lengri þá á Norðurlöndum. — Fnjóskárbrúin hefur ekki misst notagildi sitt og er enn hin traustasta að sjá. — En of mjó er hún orðin fyrir nútíma farartæki. II. flokkur handknattleiksflokks KA. K.A, í keppnisferð iii Suðurlands

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.