Dagur - 16.08.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1961, Blaðsíða 1
i MAlracn Framsóknarmanna ÍRrrsTjóm: Erungur Davíbsson SKRIKSTOKA Í H AFNARSTRAITI 90 StMj i 166.. Sktnincu oc rrentun AN.NA.ST l’ul.N l'VIíRK Ol)DS BjORNSSONAlí ht. Akuruvri V----------------------------- Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 16. ágúst 1981 — 37. tbl. Augia sistiAM jóm: Jón Sam- ÚEX.SSON . Arcangukinn KOSTAR KR. 100.00 . ('; JAl.PDACI F.R 1. JÚtl BuaöIÐ KJSMUR ;:r Á MlftVlKUDÖG- • t'M oc; Á UAUCARDÖGUM I>F.CAR ÁST.FftA ÞYKIR TiL s,--------------------------------> ............................. I HÖRMULE6 HEYSKAPARTÍÐ ! | Á NORDURLANUI I SUMAR | Súgþurrkunin hefur verið ómetanleg ÞETTA SUMAR hefur verið óvenjulega óhagstætt til hey- skapar á Norðurlandi og eru horfur á vandræðum ef ekki bregður til hins betra á næst- unni. í Húnavatnssýslum voru þó þurrkar allgóðir framan af sumri en því minni, sem aust- ar. dró. Aldrei hefur það komið betur í ljós en nú hve súgþurrkunin er nauðsynleg. Hún er hreint að af þeim verður aldrei nema lélegt hey, þótt það fengi góða verkun. Votheysverkunin er ekki svo almenn að hún leysi vanda óþurrkasumranna. — Á öðrum stað í blaðinu í dag eru fréttir af heyskap o. fl., sam- kvæmt viðtali við nokkra frétta menn blaðsins nú í dag. Afli þriðjungi meiri Myndin er tekin af sænsku skátunum, rétt fyrir brottförina frá Akureyri. (Ljósmynd: E. D.) bjargræði nú í sumar, og skiptir algerlega í tvö horn hjá þeim bændum, sem þessi hjálpartæki hafa og hinum, sem ekki hafa enn komið upp hjá sér súg- þurrkuninni. í Þingeyjarsýslunum báðum eru hey stórlega hrakin og víða lítið búið að hirða í hlöður enn þá. Á sumum bæjum hefur ekkei-t einasta heystrá náðst inn og víða er nokkur hluti túnanna jafnvel ósleginn enn þá. Má af þessu sjá að búskap bænda er háski búinn ef svona heldur áfram. Grassprettan varð á endanum mikil og ósleg- in tún eru svo úr sér sprottin, en í fyrra á Húsavík Húsavik 16. ágúst. Aflabrögð eru góð. Á land er kominn þriðj ungi meiri afli en á sama tíma í fyrra. Innleggjendur eru milli 40—50 talsins. Mest er aflað á opna vélbáta. Eins og er, er á- gætis afli bæði á handfæri og línu. Af nefndri tölu bátanna eru aðeins 4 dekkbátar. Kaupfélagið er að byggja fyrsta áfanga nýs sláturhúss og kjötfrystihúss í jaðri kauptað- arins. Sláturhús félagsins, sem var byggt 1931, er orðið allt of lítið og er á þeim stað, sem úti- lokar nauðsynlega stækkun, Sá hlutinn, sem nú er tekinn fyrir, verður væntanlega fokheldur í haust. □ Sænskir skátar á lerSalagi um landiS HINGAÐ til bæjarins komu 25. júlí s. 1. 30 sænskir I.O.G.T. skátar ásamt fimm skátum frá Reykjavík, sem verið hafa leið sögumenn þeirra hér á landi. Þessir sænsku skátar fóru víða um Suðurland áður en norður var haldið. Á leiðinni hingað gisti hópur- urinn á Blönduósi, síðan var komið að Glaumbæ og Hólum í Hjaltadal auk annara staða í Skagafirði og svo haldið til Ak- ureyrar. Hér fyrir norðan skoð- aði hópurinn Akureyri og Mý- vatnssveit undir leiðsögn kenn- aranna Tryggva Þorsteinssonar, ENN ER SÍLD FYRIR AUSTAN Á MIÐNÆTTI sl. laugardag var síldaraflinn orðinn 1.360.626 mál og tunnur. Skiptist hann þannig: í salt, uppsalt. tn. 353.080. í bræðslu, mál 975.960. í frystingu, uppm. tn. 21.474. Bræðslusíld í erl. skip 10.112. í fyrra var á sama tíma að- eins 125.483 tunnur saltaðar og 632.288 mál í bræðslu og minna fryst en nú. — Landlega var hjá flotanum á sunnudag og mánu- dag og nú er komin bræla á ný. En á mánudag og þriðjudag var nokkur veiði. Á mánudaginn biðu 15 skip löndunar á Vopna- firði og fóru mörg skip að aust- i *: Flutti Ijóð af skörungsskap ÍSLENDINGAR gleyma ekki ættjörð sinni, þó að þeir búi hinum megin á hnettinum. Vest ur á Kyrrahafsströnd í borg þeirri, sem Seattle heitir, í Washingtonríki, hélt „Lestrar- félagið Vestri“ allfjölmennt mót þann 17. júní sl. Þar birtist þessi fagra kona, sem hér er mynd af, í íslenzkum þjóðbún- ingi og flutti íslenzkt ljóð af miklum skörungsskap. Hún heit ir: Guðný Elhel Vatnsdal, fædd vestan hafs, en foreldrar henn- ar voru Þórður (Thomas) Vatns dal, ættaður frá Skáleyjum á Breiðafirði, og Anna Jónsdóttir frá Munkaþvcrá, nú bæði látin. Foreldrar Onnu voru: Guðný Eiríksdóttir föðursystir Stefáns Jónassonar skipstjóra, sem var á Knarrarbergi, nú á Akureyri, og Jón Jónson, bróðir Stefáns á Munkaþverá. Jón dvaldi hálfa öld í Veturheimi, en kom heim aftur í elli sinni og andaðist á Munkaþverá 1945. Miss Ethel Vatnsdal heim- sótti ísland með móður sinni ár ið 1954 og muna margir Eyfirð- ingar þessa ágætu konu. □ an alla leið til Siglufjarðar og jafnvel til Vestmannaeyja til að landa. — í morgun fengu 6 skip síld á norðursvæðinu: Heiðrún frá Bolungarvík fékk 250 mál 14 sjóm. NNV af Siglufirði, Víðir II. 300 mál á svipuðum slóðum, Guðm. Þórðarson 70 mál 16 sjóm. AaS frá Grímsey og 3 önnur skip fengu veiði hér fyrir norðan. Síldin er mögur og fremur smá, líkist Faxasíld. Víðir II. er enn aflahæsta skipið og hafði um helgina feng ið samtals 19.490 mál og tunnur. Næstur var Ólafur Magnússon, Akureyri, með 17.925, og Guð- rún Þorkelsdóttir með 17.672. Jónasar Jónssonar og Sigríðar Skaftadóttur. íslenzkir skátar greiddu hvarvetna götu þessa flokks um landið. Fréttamaður blaðsins hitti skátana að morgni föstudagsins 28. júlí er þeir voru á förum úr bænum og fékk hjá þeim eftir- farandi upplýsingar. í Svíþjóð er skátareglan mjög útbreidd. Auk B.P.-skátanna, sem eru fjölmennastir, eru þar öflug sambönd K.F.U.M-skáta, I.O.G.T.-skáta og N.T.O.-skátar og hjálpræðishersskátar eru þar í sérstökum samböndum, en öll þessi samb. eru í sænska skáta- bandalaginu, Svenska Scouruni onen. Samband I.O.G.T.-skát- anna telur um 10.000 meðlimi og voru þrír af stjórnendum þess sambands með í þessari ís- landsferð, þar á meðal farar- stjórinn, Arne Lundberg frá Stokkhólmi og Kjel Alverholt, sem stjórnar Gillwelskóla sænsku I.O.G.T.-skátanna. í þessum hópi voru eingöngu skátaforingjar og eldri skátar. Þar af voru fimm hjón. Flestir voru milli tvítugs og þrítugs, en þeir yngstu 16 ára og þeir elztu 46 ára. Fólkið var víðs- vegar að úr Svíþjóð. Síðan 1952 hafa I.O.G.T.-skátarnir skipu- lagt utanlandsferðir svipaðar þessari, er farnar hafa verið annað eða þriðja hvert ár, oft- ast með 200—300 þátttakendum. Fararstjórinn sæmdi Tryggva Þorsteinsson heiðursmerki sænska skátasambandsins, sem veitt er fyrir frábær störf í þágu skátareglunnar. R"l"llllllll\illllllllll"llllll"lllllllllllllllll"llllltlllM* | ÞRJÁR BÆKUR I KVÖLDVÖKUÚTGÁF AN á Akureyri mun á þessu ári gefa út endurminningar Bernharðs Stefánssonar, aðra um huglækn ingar eftir Ólaf Tryggvason frá Hamraborg og um skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. Allra þessara bóka mun beðið með eftirvæntingu. □ Nýtt fiskiðjuver byggt á Þórshöfn Gunnarsstöðum 16. ágúst. Hey- skapur hefur gengið ákaflega illa enda aðeins einn og einn flæsudagur. Súgþurrkunar- ÓKEYPIS MÁLVERKASÝNING Miss Ethel Vatnsdal. ANNAÐ KVÖLD lýkur mál- verkasýningu í Landsbankasaln um. Þetta er sýning á verkum Sigurðar Kristjánssonar list- málara í Reykjavík. Á sýningunni eru landslags- myndir o. fl. Listmálarinn er á sjötugsaldri, talinn listamaður „frá toppi til táar“, hefur mál- að í hálfa öld og hélt sína fyrstu sýningu í Bogasalnum í sumar og hlaut mikla athygli. Allir eru boðnir velkomnir á þessa sýningu hér og ættu menn að notfæra sér það nú þegar. Upp- setningu annaðist Kristján Fr. Guðmundsson kaupmaður og telur sér heiður að því að kynna þessi verk. Sigurður Kristjánsson er fæddur í Miðhúsum í Garði, en hefur lengst af átt heima í Reykjavík. Hann er víðförull mjög, lærður húsgagnasmiður og teiknari frá yngri árum sín- um í Kaupmannahöfn, var nokkur ár í siglingu, hefur ann- azt viðgerðir og endurnýjun listmuna og málað hinar marg- víslegustu myndir, sem nú fyrst í sumar koma fyrir almennings sjónir í Reykjavík og á Akur- eyri. Hinn aldni og hlédrægi lista- maður dvelur fyrir sunnan á meðan verk hans gleðja Akur- eyringa. Síðasta tækifærið er á morgun, fimmtudag. □ bændur standa mun betur að vígi. Margir eru mjög lítið bún ir að hirða enn þá af fyrri slætti og enn er nokkuð óslegið. Hey- in eru mjög skemmd. Veður- fregnir reynast okkur nú sér- staklega óáreiðanlegar. Á sunnudaginn voru mikil fundahöld. Tilefni fundanna var fyrirhuguð hlutafélagsstofnun, er hefji framkvæmdir að bvgg- ingu nýs fiskiðjuvers á Þórs- höfn. Kaupfélagið rekur lítið hraðfrystihús, beinamjölsverk- smiðju og síldai'bræðslu. En þetta nægir engan veginn fyrir vaxandi útgei'ð. Kaupfélag Þórs hafnai', Útvegsmannafélagið og hi'eppsfélagið samþykktu öll á fundum sínum að vinna að þess ari félagsstofnun. Er líklegt tal- ið, að þriðjungaskipti verði milli þessara aðila og að þau taki á leigu hraðfi'ystihús kaupfélags- ins. Á mánudaginn hóf vinnu- flokkur Þorvaldar Guðjónsson- (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.